Dagur - 21.11.1973, Side 1

Dagur - 21.11.1973, Side 1
FILMUhúsið akureyri Fjárbeit eins goð og verið getur Grímsstöðum, 19. nóvember. — Snjólaust hefur verið hér og austur á Möðrudalsöræfi fram að síðustu helgi, en meira snjó- aði þar fyrir austan. En um helgina tók að snjóa ofurlítið og þá fór frostið upp í 24 stig, í fyrradag, en er 15 stig í dag. Búazt má við að bílfæri hafi eitthvað spillzt til Mývatns- sveitar, en á það hefur ekki reynt ennþá því að við höfum ekki enn farið leiðina. ELDEYJAN SÝND í BORGARBÍÓÍ BORGARBÍÓ á Akureyri er að hefja sýningar á kvikmyndinni Eldeyjan, myndinni, sem hlaut fyrstu verðlaun á Atlanta kvik- myndahátíðinni í september 1973, þar sem voru sýndar yfir tvö þúsund myndir. En þar hlaut Eldeyjan gullið. Kvik- mynd þessi er nú í Hollywood á kvikmyndahátíð, en á þeirri hátíð eru aðeins sýndar verð- launamyndir. Samtímis sýningu Eldeyjunn- ar í Borgarbíói verða sýndar myndirnar Lundatími, mynd um veiðar og fuglalíf, sem sýnd hefur verið víða um heim, og Kanaríeyjar, mynd sem Flug- félag fslands lét gera í febrúar á þessu ári. Myndirnar eru gerðar af Ás- geiri Long, Páli Steingrímssyni og Ernst Kettler. □ Flestir hafa lömb sín við hús og byrjað er að hýsa fullorðna féð. Beitarjörð er eins góð og hún getur verið, föl í högum og hr'ein jörð undir. Við eigum eftir að byrgja okkur upp með olíu til vetrar- ins og gerum það senn. Olíu- tankar við hús eru stórir og við það miðaðir að vegir teppist á vetrum. Auk þess er svo sölu- olía, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur. Tíðindalaust er hér um slóðir og rólegt eins og gefur að skilja. Búferlabreytingar eru engar hjá okkur. Hins vegar eru nú aðeins ein hjón í Möðrudal í vetur og þarf víst að fara langt aftur í tímann til samjöfnunar, ef til er. Tveir piltar, er þarna stunduðu búskap, eru farnir með allt sitt. Efnahagur fólks er sæmilegur, enda þarf svo að vera því að margt vantar af þeim gæðum, sem eftirsótt eru. K. S. Heita vatnið strevmir í HRÍSEYINGAR verða þeir næstu, hér á Norðurlandi, sem hita hús sín með laugarvatni. En það eru hin mestu hlunnindi að virkja laugar og hveri til upphitunar húsa á okkar kalda landi. Húsvíkingar og Dalvík- ingar hafa nýlega fengið hita- Fyrsli togarinn tekinn af skrá Á MÁNUDAG, 19. nóvember, kl. 15.30, kom varðskipið Týr að hópi brezkra togara að veiðum við friðaða svæðið norður af Kögri. Fór varðskipið að innsta togaranum Northern Sky og gaf honum stöðvunarmerki, gerði staðarákvarðanir og setti út dufl. Hin veiðiskipin, sem utar voru, sigldu jafnframt burt. Skipherra varðskipsins til- kynnti togaraskipstjóranum, að hann, samkvæmt mælingu varð skipsins, væri 3 mílur inn á friðaða svæðinu og væri togar- inn því brotlegur samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi ís- lendinga og Breta. Týr náði síðan sambandi við eftirlitsskipið Miranda, sem var NORSKU SKIPÍ VEITT AÐSTOÐ í GÆR var varðskipið Þór á leiðinni til Akureyrar með norskt fiskiskip, sem statt var úti fyrir Norðausturlandi í hinu versta veðri, laskáðist og bað um aðstoð. Nánari fregnir af þessu tókst blaðinu ekki að afla sér í gær, en von var á skipunum með kvöldinu. □ Daguk Aukablað á laugardaginn. á ísafirði í sjúkraflutningum og hélt eftirlitsskipið á staðinn. Togaraskipstjórinn neitaði því ekki, að hann væri inni á frið- aða svæðinu, en taldi þó, að liann væri minna inná því en staðarákvörðun Týs sagði til um. Eftirlitsskipið staðfesti staðarákvörðun varðskipsins og er togarinn á leið til Bretlands. Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað, að hinn brezki tog- ari hafi gerzt brotlegur og tók hann af skrá þeirra skipa, sem heimild höfðu til veiða, sam- kvæmt nýgerðu samkomulagi við Breta. □ veitur, sem virðast ætla að reynast hið bezta. Ólafsfirðing- ar voru hinir fyrstu að nota heita vatnið, síðar bættust Sauð árkróksbúar við. Ný hitaveita er á Hvammstanga og ráðgerð hitaveita á Blönduósi og Siglu- firði. Þá nýtur þéttbýliskjarni í Mývatnssveit jarðhitans í rík- um mæli. Hríseyingar létu bora eftir heitu vatni norðan við Saltnes, svo sem einn kílómetra frá miðju kauptúnsins, fyrir nokkr- um árum og varð árangur góð- ur. Nú standa málin þannig, að búið er að leggja stofnæð frá borholunni inn í kauptúnið og að húsunum. En eftir er að tengja og verður vinna við það hafin einhvern næsta dag og áætlað, að um helmingur hinna 80 íbúðarhúsa og vinnustaða verði aðnjótandi jarðhitans fyr- ir jól. Sigurður Finnbogason, frétta- ritari blaðsins í Hrísey, sagði eftirfarandi á mánudaginn, um- fram það, sem að framan grein- ir: Sex ár munu liðin síðan fyrst var borað eftir heita vatninu. í fyrravetur var svo endanlega gengið frá því að fóðra borhol- una. Við höfðum gamla og litla dælu og hún skilar 4—5 lítrum á sek. Hins vegar fáum við stærri dælu, sem á að gefa okkur það vatnsmagn, sem við ■ þurfum, eða 10 lítra á sekúndu. Vatn það, sem hér um ræðir, er 67 gráðu heitt og vatnsmagn- ið um 16—18 sekúndulítrar. Getum við því mætt verulegri aukningu í þessu efni. Má því segja, að vel hafi til tekizt, og er þetta nú mál málanna hér í Hrísey. Aðalæðin frá upp- sprettu er plaströr frá Reykja- lundi, en heim að húsunum eru notuð stálrör. Hríseyingar eru röskir 300 talsins, sem lifa af sjávarútvegi. Þilfarsbátar eru 10 talsins, frá 8—50 tonn, en auk þess eru gerðir út 5 opnir bátar, og svo eru margir opnir vélbátar, sem notaðir eru meira og minna, en við getum kallað sunnudaga- báta og eru þeir einir 15. Á Mývatnssvcit, 20. nóvember. — Hér er sólskin í dag og frost- laust veður, og eru það allmikil viðbrigði frá því sem var fyrir og um helgina, en þá komst frostið í allt að 26 stig. Snjór er lítill og samgönguleiðir góðar. Kísilgúrdælingunni úr Mý- vatni er nýlokið, en ýmsu merkilegu hefur verið dælt upp úr vatninu síðan dæling hófst fyrir sex árum. í haust tóku dælingarmennirnir eitt sinn eft- ir einkennilegum steinkúlum í úrganginum, sem skilinn er frá gúrnum. Þetta eru bláleitar, harðar kúlur, á stærð við stór bláber, kristallaðar að innan og liggja eins og geislar út frá miðju kúlunnar. Nú hefur stein- tegundin verið ákvörðuð með röntgen og efnagreiningu og er þetta talið vera vivianitjárn- fosfat, sem ekki er kunnugt að hafi fundizt fyrr hér á landi. Opinn hreppsnefndarfundur um sundlaugarmál var haldinn í Skjólbrekku 5. nóv. sl. All- margir áheyrendur voru á hon- um, enda nýjung hér, að al- menningur eigi þess kost að hlýða á hreppsnefndarfundi og mikill áhugi meðal hreppsbúa á þessu máli. Olli það mörgum vonbrigðum, að þeir sem skipa meirihluta hreppsnefndar, svör- uðu því ekki hver stefna þeirra væri varðandi byggingu sund- laugar á vegum hreppsins, en samþykktu að vísa málinu til almenns sveitarfundar. Stefna minnihluta hreppsnefndar er hins vegar sú, að hreppurinn byggi 25 metra langa sundlaug úr steinsteypu og hús fyrir búningsklefa og böð, er þjóni bæði sundlaug og íþróttavelli, sem er í byggingu við Reykja- hlíð. Enda er þar á staðnum mikið af heitu vatni og hreppn- um heimilt til upphitunar án þess að gjald komi fyrir. J. I. (Stytt vegna þess hve fréttin barst seint). laugardaginn kom nýr 37 lesta bátur frá Akureyri. Hann heitir Haförn. Eigandi Jóhann Sigur- björnsson. Hann fer á snurvoð, en síðan á net. Tekjur fólks eru viðunandi. Sex íbúðarhús eru og hafa verið í byggingu tvö síðustu árin. □ Nýr sjúkrabíll NYR og mjög vandaður sjúkra- bíll Rauða krossins á Akureyri, er væntanlegur til bæjarins ein hvern næsta dag. Hann er keyptur í Bandaríkjunum, en búinn undir sjúkraflutninga í Reykjavík og ekkert til hans sparað. Bíll þessi verður til nota fyrir bæ og nærsveitir, sem áður, en kaupandi hans og eigandi er Rauða krossdeildin á Akureyri. Sjúkrabíllinn er mjög mikið notaður, og til marks um það voru yfir 600 útköll á síðasta ári og fer notkun hans vax- andi ár frá ári. Stjórn Rauða krossins hér skipa: Jakob Frímannsson, Gauti Arnþórsson, séra Pétur Sigurgeirsson, Helga Svanlaugs dóttir, Kristín Torberg, Gísli Ólafsson-, Finnbogi Jónasson og Guðmundur Blöndal, sem jafn- framt er framkvæmdastjóri Þórdís Tryggvadóttir sýnir á Hótel KEA ÞÓRDÍS Tryggvadóttir lista- kona úr Reykjavík sýnir þessa dagana 25 verk á Hótel KEA. Sýningin er opin hvern dag kl. 5—10 e. h. Akureyringum er sérstaklega bent á sýninguna, því hún er mjög falleg og mörg góð listaverk til sýnis og sölu. i Myndlistafélag Akureyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.