Dagur - 09.01.1974, Page 1

Dagur - 09.01.1974, Page 1
Daguk LVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 9. janúar 1974 — 1. tölublað FISKKASS AVERKSMIÐ J A BYGGÐA AKUREYRI? LAGT var fram á Alþingi fyrir jólin frumvarp til laga um, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir stofnun hlutafélags er kanni hagkvæmni og aðstæður til að koma á fót og reka verksmiðju til að framleiða fiskkassa, flutn- ingspalla og aðrar sambærilegar vörur úr plasti og stuðli að því að slíkt fyrirtæki verði stofnað. FRÁ LÖGREGLUNNI RÓLEGT var og tíðindalítið á vettvangi lögreglunnar á Akhr- eyri um jólin og fram á gaml- árskvöld. Sex brennur voru um áramótin og mikill mannfjöldi við þær og umferð alveg óvenju lega mikil vegna þeirra, einkum í úthverfunum, en hún gekk slysalaust og vel. En svo voru dansleikir síðar um kvöldið á þrem stöðum og var þar all- mikil ölvun, og til klukkan hálf sex um morguninn var lögregl- an mjög upptekin við að aka drukknu fólki til síns heima og fimmtán manns í fangageymsl- ur. Fangaklefar eru 16 talsins, þar af tveir allstórir. Nú síðustu daga hafa nokkrir árekstrar orðið, síðan hálkan kom og nokkrir ölvaðir menn verið teknir úr umferð. Á síðasta ári voru 129 manns teknir fyrir meinta ölvun við akstur, þar af fáeinar konur. (Samkv. viðtali við yfirlög- regluþjón). f greinargerð segir, að fisk- kassar séu nú fluttir inn í stór- um stíl fyrir íslenzka fiskiskipa- flotann, og nú á síðasta ári 150 þúsund kassar og kosti hver kassi um eitt þúsund krónur. Frumvarpið virðist gera ráð fyrir, að verksmiðjan verði reist á Akureyri, og hefur undir- búningsnefnd fastlega mælt með því, að nýtt verði reynsla Plastiðju Bjargs. Og í því sam- bandi er bent á Krossanesverk- smiðju, er leyst gæti úr geymslu vöntun. Verksmiðjan verður væntan- lega reist norðan Glerár, Jiótt henni hafi ekki enn verið mark- aður ákveðinn staður. □ Friðbjarnarliús á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) Góðtemplarareglan 90 ára UM þessar mundir eru liðin 90 ár síðan Góðtemplarareglan á íslandi hóf störf sín. Norðmað- urinn Ole Lied stofnaði fyrstu stúkuna, ísafold nr. 1, í Frið- bjarnarhúsi á Akureyri 10. jan. 1884 með 12 félögum. Nú er þetta hús í eign Reglunnar og hefur verið gert að minjasafni. Eftir síðustu aldamót var Reglan mjög sterkur félagsskap ur hér í bænum. Þá reistu templ arar á Akureyri Samkomuhús- ið, núverandi leikhús bæjarins, og sýndi það mikinn stórhug. Nú er miðstöð þessa bindindis FUGLARNIR TALDIR FUGLAR eru taldir víða hér á Teistur ... 23 landi síðasta sunnudag ársins Hrafnar ... 157 og svo var að þessu sinni. En Gráþröstur ... 1 með talningu Joessari eiga sveifl Skógarþrestir .... ... 67 ur í fuglastofnum þeim, sem Auðnutittlingar ... ... 18 hér dvelja á vetrum, að koma Snjótittlingar ... 820 starfs í Hótel Varðborg, þar sem stúkurnar hafa fundi sína. Reglan rekur nú þrjár stofnanir í bænum: Bindindishótelið Varð borg, Borgarbíó og Flugkaffi. Auk Jsess á hún Friðbjarnarhús og Bókasafn I.O.G.T., en þar eru mörg fágæt bindindisrit, sem ekki eru til í almennum bókasöfnum. Góðtemplarareglan er ein- hver merkasta félagsmálahreyf- ing, sem hingað hefur borizt, og leitast við að vinna bug á alda- gömlum lesti þjóðarinnar. Þar sem þetta afmæli er ekki aðeins afmæli Reglunnar, held- ur einnig fyrstu stúkunnar, ísa- foldar nr. 1, verður þess sér- staklega minnzt hér á Akur- eyri og er von á nokkrum gest- um hingað af þessum ástæðum, Jaar á meðal framkvæmdanefnd- ar Stórstúku íslands. Föstudag- inn 11. janúar verður hátíða- fundur í st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1 í Varðborg, laugardaginn 12. jan. verður samkoma, Jjar sem Reglunnar verður sérstak- lega minnzt og stórtemplar Ólafur Þ. Kristjánsson flytur aðalræðuna. Þar mun Guðrún Á. Símonar óperusöngkona syngja og Jón Gunnlaugsson leikari skemmta. Sunnudaginn 13. janúar kl. 10.30 verður skemmtun fyrir börn úr barna- stúkum bæjarins í Borgarbíói, J^ar sem sömu lista- og skemmti kraftar að sunnan munu skemmta börnunum. Á Akureyri var vagga Regl- unnar á íslandi og héðan breidd ist hún út um landið. Nú eru hér þrjár stúkur starfandi fyrir fullorðna og þrjár barnastúkur. (Fréttatilkynning) SAMIÐ UM FISKVERÐIÐ Á FUNDI verðlagsráðs sjávar- útvegsins í fyrrinótt var sam- Jjykkt, að almennt fiskverð skyldi hækka um 11.5% frá því lágmarksverði, sem gilti til ára- móta. Gildir hið nýja lágmarks- verð frá 1. janúar til 31. maí 1974. fram. Þeir, sem fuglatalningu önn- uðust á Akureyri að Jjessu sinni voru: Jón Sigurjónsson, Árni Björn Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson. Svæðið, sem talið var á, var frá flugvelli að Skjaldarvík, fjörur, húsagarðar, lönd og lendur bæjarins. Snjór var nokkur en Pollurinn íslaus þann daginn. Til fróðleiks má geta þcss, að árið 1972 töldust 54 fuglateg- undir á landinn öllu, samkvæmt talningu fyrir rúmu ári. Tuttugu tegundir fugla sáust og er Jiað venju fremur mikið. Fara tegundir og fjöldi einstakl- inga hér á eftir: MannlíliS er ælíS frásagnarverl Stokkendur 232 Húsönd 1 Hávellur ,. .. . 54 Æðarfuglar 503 Gulendur 6 Toppendur 6 Fáíki 1 Smyrill 1 Sendlingar 6 Silfurmávar 53 Svartbakar 172 Hvítmávar 8 Bjartmávar . .., Hettumávar ,..., UNDAN því hefur stundum verið kvartað, að Dagur flytti fáar fréttir úr hreppunum þrem ur framan Akureyrar, og mun það rétt vera. Hefur blaðinu jafnan reynzt örðugt að fá frétta menn í þessum hreppum og þarf að taka málið til endur- skoðunar. Mcnn segja, að „þar gerist aldrei neitt“. Þetta er hinn mesti misskilningur, því að mannlífið í hverri sveit og hvar sem er, er ætíð frásganar- vert. Héraðssamband eyfirzkra kvenna hafði sýnikennslu í mat reiðslu í Húsmæðraskólanum á Laugalandi fyrr í vetur. Stjórn- aði Guðríður Eiríksdóttir skóla- stjóri henni. Kom Jiangað margt kvenna víða úr héraðinu og þótti sýnikennslan takast vel. Kvenfélagið Iðunn í Hrafna- gilshreppi gekkst fyrir leikfimi- námskciði húsmæðra, sem hald- ið var einu sinni í viku með góðri þátttöku. Kennari var Margrét Rögnvaldsdóttir frá Akureyri en námskeið þetta var haldið í Laugarborg og var það allvel sótt. Bændur og bændasynir iðk- uðu bridgespil einu sinni í viku og byrjuðu snemma vetrar, einnig í Laugarborg. Öll félags- starfsemi fer fram í félagsheim- ilinu Laugarborg og er aðstaðan J^ar hin ákjósanlegasta. Hrafna- gilsskóli hefur einnig afnot af félagsheimilinu, sérstaklega hvað fimleikakennslu snertir, þar sem enn vantar leikfimihús við skólann. Kirkjukórarnir við Grundar- kirkju og Saurbæjarkirkju æfðu mikið fyrir jólin og sungu hátíðasöngva séra Bjarna í mcssum í kirkjum og í Krist- neshæli. Stjórnandi er frú Sig- ríður Schiöth í Hólshúsum. Halldór Friðriksson frá Hleið- argarði var jarðsunginn í Saur- bæ 2. janúar. En hann var lengi meðhjálpari og starfaði einnig í kirkjukórnum. Fyrir nokkrum dögum var jarðsungin í Miklagarði í Saur- bæjarhreppi Sigríður Jónsdóttir frá Hlíðarhaga. Hún hafði óskað að hvíla í gamla kirkjugarðin- um í Miklagarði, en Jiar var kirkja aflögð 1923. Jólatrésskemmtanir f y r i r börn voru haldnar í Sólgarði og í Laugarborg, eins og venja er, en jólaskemmtun fyrir full- orðna var haldin í Laugarborg. Þar var leikinn stuttur sjón- leikur, spurningakeppni fór fram, síðan sungið og dansað. □ Ennfremur var ákveðið, að lágmarksverð á loðnu til fryst- ingar skuli vera kr. 13,60 hvert kíló. Miðast verðið við þá loðnu, sem nýtist til frystingar og gild- ir frá byrjun loðnuvertíðar til 28. febrúar 1974. Lágmarksverð á ferskri loðnu til beitu og fryst ingar var ákveðið 9 kr. hvert kíló og gildir það verð á loðn- unni upp til hópa og gildir til 15. maí 1974. Verðákvarðanir þessar voru teknar með fimm samhljóða atkvæðum í verðlagsráði, en í Jjví áttu sæti: Jón Sigurðsson hagrannsóknarstjóri, sem var oddamaður, Árni Benediktsson og Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson fyrir hönd síldarkaupenda og Tryggvi Helgason og Kristján Ragnarsson af hálfu seljenda. Lágmarksverð til frystingar í fyrra var 7 krónur og á loðnu til beitu og frystingar 6 krónur kílóið. Líklegt er talið, að vertíð muni nú geta hafist. □ Fmsóknariðlk Ákureyri FUNDUR verður haldinn á Hótel KEA mánudaginn 14. janúar n. k. og hefst hann klukkan 8.30. Ingvar Gíslason alþingismað- ur flytur þar ræðu um störf Alþingis og stjórnmálaviðhorf- ið. Aðrir þingmenn flokksins og varaþingmenn kjördæmisins munu einnig mæta og má þvi búast við ágætum fundi, ekki sízt þar sem fundarmönnum gefst hið ákjósanlegasta tæki- færi til fyrirspurna og skoðana- skipta. Búist er við góðri fundarsókn úr bæ og héraði. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.