Dagur - 16.01.1974, Blaðsíða 1
Síððsta sjólerS Kaldbaks
AKUREYRAR TOGARINN
Kaldbakur hcfur nú farið sína
síðustu ferð og hefur honum
verið lagt. Mun hann svo seldur
í brotajám.
Þessi togari var keyptur nýr
í Englandi og mun hafa kostað
um 2.5 milljónir króna. Það var
fyrsti togari Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. og jafnframt
fyrsti togarinn, sem Norðlend-
ingar keyptu. Var misjafnlega
spáð fyrir togaraútgerð hér.
Hið nýja skip kom til Akur-
eyrar 17. maí 1947 og hélt á
veiðar tveim dögum síðar. Skip-
stjóri var Sæmundur Auðuns-
son, sem nú er skipstjóri á
Bjarna Sæmundssyni. Enn eru
starfandi hjá Ú. A. tveir þeirra
manna, sem sóttu Kaldbak í
maí 1947 og eru það þeir Jón
Aspar skrifstofustjóri og Berg-
ur Sveinsson vélstjóri.
Telja má, að Kaldbakur hafi
verið happaskip. Síðustu veiði-
ferð hans er nú lokið. Hann
seldi afla sinn í Grimsby 9.
janúar, 72 tonn, fyrir 27.140
sterlingspund, sem er hans
bezta sala, og í íslenzkum krón-
um 5.26 milljónir. Skipstjóri var
Ketill Pétursson. Heim kominn
úr vel heppnaðri veiði- og sölu-
fenð var togaranum lagt og saga
hans öll. □
Ársháfíðin verður 26. janúar
ÁRSHÁTÍÐ Framsóknarfélag-
anna verður á Hótel KEA laug-
ardaginn 26. janúar og hefst
með borðhaldi klukkan sjö síð-
degis.
Heiðursgestir hátíðarinnar
verða Halldór E. Sigurðsson
fjármálaráðherra og kona hans
frú Margrét Gísladóttir og flyt-
ur ráðherrann ávarp.
Á meðan á borðhaldi stendur
verða flutt gamanmál af ýmsu
tagi og Áskell Jónsson stjórnar
almennum söng. Að síðustu
verður stiginn dans.
Tekið er á móti pöntunum á
skrifstofu Framsóknarflokksins
á Akureyri, sími 21180. □
Sferkðsli maSur heimsins
REYNIR Örn Leósson frá Akur
eyri, nú vörubílstjóri í Njarð-
víkum og uppfyndingamaður,
hefur 'verið viðurkenndur sterk-
asti maður heims í einni grein
lyftinga, og hefur lyft meira en
sex tonna þunga, samkvæmt
niðurstöðum óyggjandi rann-
sókna. Um krafta hans og atvik
í sambandi við þá, hefur eitt
og annað fram komið, sem virð-
ist af hinu ótrúlega, en þó bæði
satt og rétt.
Kvikmynd um þennan mann,
var fyrir skömmu sýnd í Reykja
vík við mikla aðsókn. Nú er
Reynir kominn til Akureyrar
og Borgarbíó sýnir í dag, mið-
vikudag, kvikmyndina, Sterk-
asti maður heims, klukkan 6 og
klukkan 11.15. Aðgangur er 150
krónur. Á morgun verða sýn-
ingar á sama tíma.
Vart er að efa, að margir
munu vilja sjá aflraunir Reynis
Leóssonar. □
Mikill sljórnmálalundur á Hólel K.E.A.
Á MÁNUDAGS K V Ö L DI Ð
efndu Framsóknarfélögin til
stjórnmálafundar og var hann
haldinn á Hótel KEA. og hófst
klukkan hálf níu. Svavar Otte-
sen, formaður Framsóknar-
félags Akureyrir, setti fundinn
og stjórnaði honum. Fundar-
ritari var kosinn Björn Teitsson
fró Brún.
Aðal ræðumaður var Ingvar
Gíslason alþingismaður og
flutti hann yfirgripsmikið erindi
um störf Alþingis og stjórnmála
viðhorfið. Síðan hófust almenn-
ar umræður og tóku eftirtaldir
fundarmenn til máls, sumir oft-
„Eruð þér frímúrari?“
UNDANFARIÐ hefur Ung-
mennafélag Skriðuhrepps æft
gamanleikinn „Eruð þér frí-
múrari?“ eftir Arnold og Bach,
í þýðingu Emils Thoroddsen.
Leikstjóri er Júlíus Oddsson
og leikendur eru 13.
Fyrstu sýningar verða að
Melum um næstu helgi og síðar
eru fyrirhugaðar sýningar víð-
ar í héraðinu. Q
ar en einu sinni: Stefán Val-
geirsson, Pétur Gunnlaugsson,
Sigfús Jónsson, Svavar Ottesen,
Jónas Jónsson, Valur Arnþórs-
DAGUR hefir óskað upplýsinga
um helztu framkvæmdir í
Öngulsstaðahreppi á liðnu ári.
Tekin voru í notkun ný íbúð-
arhús að Rútsstöðum Gröf og
Króksstöðum, og viðbygging
íbúðarhúss að Svertingsstöðum.
Byggt var við íbúðarhús á Upp-
sölum forstofa, verkstæði og
bílageymsla. í Skálpagerði er
langt komin bygging véla-
vélageymslu. Tekið var í notk-
un á Munkaþverá nýtt fjós fyr-
ir 48 mjólkurkýr og 24 ung-
neyti, og kálfafjós á Ytra-
Hóli II. Settir voru upp mjólkur
tankar á 40 búum af 44, sem nú
framleiða mjólk, og voru mjólk-
urhús víða stækkuð eða endur-
bætt í því sambandi.
Unnið var að sýsluvegum
fyrir eitthvað á aðra milljón
son, Ingólfur Sverrisson og Ingi
Tryggvason.
Fundarsókn var góð og þótti
fundurinn takast hið bezta. Q
króna, lánsfé að hluta, og svip-
aðri upphæð var varið til endur
bóta á heimvegum og athafna-
svæðum við fjós vegna tank-
flutninganna. Sveitarfélagið út-
vegaði malarflutning þeim sem
óskuðu, og greiddi að hálfu.
Annars rann framkvæmdafé
hreppsins að mestu til Hrafna-
gilsskóla. Búnaðarfélagið gaf
mönnum kost á að greiða ýtu-
vinnu við vegagerð á þrem
árum. Verður þessum vegabót-
um haldið áfram á þessu ári,
eftir því sem reynslan sýnir
nauðsynlegt. En eftir er að
endurbyggja mikinn hluta af
þjóðveginum gegn um hrepp-
inn, og óttast menn mjög, að
mjólkurflutningarnir stöðvist ef
mikill snjóavetur kemur áður
en það fæst gert. K. S.
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs
flkureyrar til fyrri umræðu
Reynir Leósson.
í GÆR kom til fyrri umræðu í
bæjarstjórn Akureyrar fjárhags
áætlun bæjarsjóðs fyrir árið
Tvö skip væntanleg um helgina
Dalvík, 14. janúar. Hér er blíðu-
veður, vegir svellaðir og hjarn-
fönn ó öðrum stöðum, svo að
ekki markar í spari. Hafa menn
gert það að-gamni sínu að fara
í gönguferðir á hjarninu.
Þrír eða fjórir bátar eru
byrjaðir með net og afla sæmi-
lega vel. Loftur Baldvinsson
kemur sennilega heim um
næstu helgi, nýlengdur í Nor-
egi. Frá Noregi er líka væntan-
legur á sama tíma nýr skut-
togari. Fóru áhafnir skipanna
fyrir nokkru út til að sækja
skip þessi. Loftur Baldvinsson
fer á loðnu en nýi togarinn fer
á togveiðar. Honum hefur verið
gefið nafnið Björgvin og er
hann um 450 lcstir. J. H.
1974. Einkenni hennar er það,
að samkvæmt henni verður
djörfum framkvæmdum haldið
áfram, þrátt fyrir vaxandi
reksturskostnað á almennum
þjónustuliðum. Þetta er mögu-
legt vegna ágætrar atvinnu
bæjarbúa og vaxandi launa-
tekna þeirra. En framkvæmda-
stefnan byggist á því, að bæjar-
búar gera miklar kröfur til
sjálfs sín um það, að taka virk-
an þátt í uppbyggingu bæjarins,
og tekjustofnar yfirleitt notaðir
til hins ítrasta. Jafnhliða þessu
er auðveldara fyrir bæjarfélagið
að gera réttmætar kröfur á
hendur ríkisvaldinu um þátt-
töku í hinum ýmsu framkvæmd
um, og er það jafnframt í sam-
ræmi við stefnu hennar um jafn
vægi í h-yggð landsins.
Stærstu og fjárfrekustu verk-
efnin, sem framundan eru, eru
þessi: Gatnagerð og skipulag,
byggingar skóla, íþróttamann-
virkja, sjúkrahúss og svo fram-
lög í Framkvæmdasjóðinn, sem
meðal annars veitir togarakaup-
unum fyrirgreiðslu. Auk þessa
koma svo fjárhagsáætlanir fyr-
ir hinar ýmsu stofnanir, svo
sem Vatnsveitu, Rafveitu og
Hafnarsjóð.
Samkvæmt fjárhagsáætlun
þeirri, sem nú liggur fyrir og
hér er gerð að umtalsefni,
hækka útsvörin um 40%, ef við-
lagasjóðsgjaldið í fyrra er ekki
sett inn í dæmið. En hækkunin
er tæp 30%, ef miðað er við
útsvar og viðlagasjóðsgjaldið í
fyrra.
Ef að líkum lætur, verður ný-
byrjað ár mikið framkvæmdaár
hjá bænum, og munu flestir
bæjarbúar væntanlega styðja
þá framkvæmdastefnu, sem
nauðsynlegt er að halda uppi,
til mótvægis við þéttbýlið við
Faxaflóa.
Hér fer á eftir samandregið
yfirlit um tekjur og gjöld bæjar
(Framhald á blaðsíðu 4)