Dagur - 16.01.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 16.01.1974, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Fjárhagsáætlun bæjarins FJALLAÐ var nm nýja fjárhags- áælun bæjarsjóðs Akureyrar á fundi bæjarstjórnar í gær. Mun liún að venju vera einliverjum bæjarbúum venjuleg lirollvekja, því að útsvörin hækka verulega, svo og fasteigna- skattar. En tekjur manna hafa hækk- að á síðasta ári um 25—30% og er hækkun gjalda til bæjarsjóðs því eðlileg, og ennfremur sjálfsögð, ef áfram á að fylgja þeirri framkvæmda stefnu, sem um árabil liefur sett svip sinn á Akureyrarkaupstað og liófst þegar fulltrúum Framsóknarmanna fjölgaði í bæjarstjórn og áhrifa þeirra á stefnumörkunina gætti í vaxandi mæli. Það getur að vísu verið álitamál, hvort bæjarstjórn fer skynsamlegar með fjármuni þá, sem hún tekur af skattborgununum, en þeir sjálfir myndu gera að öðrum kosti. En í því sambandi er fróðlegt til atliugunar að fylgjast með fólks- f jölguninni í bænum alhnörg síðustu ár. Nú takmarkast innflutningur fólks af því, livað bærinn getur tekið á móti. Fólksfjöldinn var orðinn tíu þúsund vorið 1967 og er ör fjölgun síðan, svo að nú mun mannfjöldinn orðinn um 11500. Framfarir og fólks fjölgun hefur lialdizt í hendur síðan kyrrstöðutímabilinu, kennt við íhald, lauk. Vetraratvinnuleysi hefur verið þurrkað út á Akureyri og almenn velmegun hefur aukizt verulega. Mörg stórmál ltafa þróazt á farsælan liátt, svo sem stálskipasmíðarnar, sem ríkisvaldið tók myndarlegan þátt í að koma á viðunandi rekstrargrund- völl. Togaraútgerðin er nú efld mjög, en þessar atvinnugreinar em styrkar stoðir atvinnulífsins í bæn- um. Með ört fjölgandi íbúum, er Akureyri líklega mesti barnabærinn á landinu, og stendur nú yfir stór- átak í skólabyggingum. í heilbrigðis- málum eru nú að verða þáttaskil með nýbyggingu við Fjórðungs- sjúkrahúsið, sem ákveðin er og form- lega hafin. Ný og mjög myndarleg vatnsveita hefur verið lögð til bæjar- ins, miðuð við vemlega framtíð. Stórátök hafa verið gerð í lagningu holræsa og gatna. Á tveim sviðum hafa bæjaryfirvöld verið grátt leikin. Umskipunarhöfn var byggð á sandi og seig, vegna mistaka Vita- og hafn- armálaskrifstofu. Ný liönnun mun senn lokið og framkvæmdum fram haldið. Sérfræðingar ætluðu að finna heitt vatn fyrir bæinn en tókst ekki. En bæði þessi mál eru meðal verk- efna næstu framtíðar. □ Síðastliðid ár mjög hagstætt fyrir landbúnaðinn DR. HALLDÓR PÁLSSON, búnaðarmólastjóri, flutti í út- varp yfirlit um landbúnaðinn einn fyrsta dag nýbyrjaðs árs og meðal annars kom þá eftir- farandi fram: því að sterkari áburður hefur verið notaður 1973. Meðalverð á áburði hækkaði um 27% á árinu, nokkuð mis- jafnt eftir tegundum. Yfirleitt eru áburðarefnin um 10% dýr- Árið 1973 var óvenju hag- stætt fyrir landbúnaðinn, enn hagstæðara en árið 1972, sem var þó framúrskarandi gott ár. Nokkurri furðu veldur, hve árið 1973 var gott fyrir land- búnaðinn þegar tekið er tillit til þess, að meðalhiti var veru- lega undir meðaltali áranna frá 1931—1960, 1° C í Reykjavík og 1,1° C á Akureyri. Það voru einkum þrjú atriði, sem gerðu árferðið 1973 hagstætt landbún- aðinum, þrátt fyrir lágan meðal hita. í fyrsta lagi var veturinn 1972—73 svo mildur, að jörð kom því nær klakalaus undan snjó vorið 1973. Snjóalög hlífðu jörðinni þá tíma að vetrinum, sem veruleg frost voru. Að jörð komi klakalaus undan vetri, er sjaldgæft hér á landi, og er ómetanlegt fyrir allan vöxt jarðargróða. Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi framleiddi á árinu 1973 39.014 smálestir af áburði, þar af eingildur N áburður af mis- munandi styrkleika (33% N, 26% N og 20% N) 6.127 smá- lestir, en 32.887 smálestir bland- aður túnáburður. Áburðarsalan seldi 61.562 smálestir af áburði á árinu 1973 eða 2.263 smálestum minna en 1972. Þessi munur orsakast af Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. ari í blandaða áburðinum en í hreinum áburðartegundum. Enn liggja ekki fyrir endan- legar tölur um heyfeng lands- manna 1973, en samkvæmt úr- taki úr forðagæzluskýrslum, sem borizt hafa til Búnaðar- félags íslands, kemur í ljós, að hey eru nú að rúmtaki um 3.5% SMÁTT & STÖRT (Framhald af blaðsíðu 8) Þjórsá, Laxá, Smyrlabjargará, Grímsá og fleiri. ístruflanir og vatnsleysi virkjunarstaða settu allt mannlíf og atvinnulíf úr skorðum, þar sem skammta þurfti raforku, eða hana þraut. Ekkert af þessu gerist við jarð- hitavirkjanir, sem þó geta auð- vitað bilað af öðrum orsökum, eins og flest mannanna verk. Raforkutruflanir um land allt vegna frosta ættu að auka veru- lega áhuga manna á jarðhita- virkjunum. ÓLÍKT HAFAST ÞEIR AÐ Fátæk ekkja, húsmóðir á Akur- eyri, hefur öðrum freniur orðið fyrir barðinu á liáðfuglum, skömmóttu, tortryggnu og alla- vega fólki, í blöðum og útvarpi, fyrir og um jól og nýár, vegna bókarinnar um Ragnheiði Brynj ólfsdóttur. En liúsmóðirin á þátt i þessari sérstæðu bók vegna merkilegrar dulargáfu sinnar. Og húsmóðirin hvorki getur eða vill bera liönd fyrir liöfuð sér. Margir ókunnugir munu ímynda sér, að þessi kona sé hin ómerkilegasta kcrling og samstarfsfólk liennar peninga- hyggjufólk og skransalar. Aðrir, svo sem Akureyringar, vita, að kona þessi, Guðrún Sigurðar- dóttir, miðill, er strangheiðar- leg, lilédræg, greind og mikill mannvinur. Til hennar er stöð- ugur straumur fólks, er þangað leitar lækninga og huggunar. Má segja, að ólíkt hafast þeir að, hún annars vegar og hins vegar þeir, sem steinum kasta. - FJARHAGSAÆTLUN AKUREYRAR 1974 (Framhald af blaðsíðu 1) sjóðs, eins og það er lagt fram til fyrri umræðu. Helztu tekju- og gjaldaliðir á fjárhagsáætluninni fara hér á eftir: TEKJUR: þús. kr. Útsvör ............... 232.000 Aðstöðugjöld .......... 47.000 Framl. úr Jöfnunarsjóði 65.000 Skattar af fasteignum . 76.150 Tekjur af fasteignum .. 8.000 Gatnagerðargjöld...... 15.000 Hagnaður af rekstri bif- reiða og vinnuvéla . . 4.500 Hluti bæjarsj. af vegafé 11.500 Vaxtatekjur ............ 1.250 Ymsar tekjur.............. 300 Samtals............... 460.700 GJÖLD: þús. kr. Stjórn bæjarins og skrifstofur.......... 19.550 Eldvarnir ............. 14.100 Félagsmál ............. 67.930 Menntamál ............. 64.770 íþróttamál............. 17.205 Fegrun og skrúðgarðar 15.940 Heilbrigðismál ......... 9.140 Hreinlætismál ......... 31.200 Gatnagerð, skipulag og byggingaeftirlit..... 107.850 Fasteignir ............ 11.850 Styrkir til félaga.... 4.955 Framl. til Framkv.sjóðs 15.000 Vextir af lánum....... 4.680 Ýmis útgjöld........... 11.000 Rekstrargjöld samtals . 395.170 Fært á eignabreytingar 65.530 Samtals............... 460.700 minni en 1972, en þá var hey- fengur líklega meiri en nokkru sinni fyrr. En rúmtakið segir ekki allt um fóðurgildi heyforð- ans. Nú eru hey óvenju góð um land allt vegna hagfelldrar hey- skapartíðar sl. sumar. Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og Rannsóknarstofa Norður- lands í samráði við ráðunauta búnaðarsambandanna og Bún- aðarfélags íslands hafa eins og nokkur undanfarin ár rannsak- að heysýni úr öllum landshlut- um. Rannsóknir þessar sýna, að fóðurgildi töðunnar er með bezta móti, aðeins þarf að meðal tali 1.85 kg af töðu í fóðurein- ingu yfir landið í heild eftir 102 heysýnum að dæma úr öllum sýslum landsins. Framleitt var meira af gras- mjölskögglum en nokkru sinni fyrr eða samtals um 4200 smá- lestir, er skiptist á verksmiðj- urnar, sem hér segir: Smál. Fóður og fræ, Gunnarsholti 1570 Fóðuriðjan, Dalasýslu 550 Stórólfsvallabúið 1580 Brautarholt, Kjalarnesi 500 Þá voru notaðar aftur færan- legar verksmiðjur, til að hrað- þurrka, saxa og pressa graskök- ur, sem Búnaðarsamband Eyja- fjarðar og Búnaðarsamband Suðurlands fluttu inn 1972. Varð framleiðsla af heykökum nú 1070 smálestir, 590 hjá Ey- firðingum og 480 hjá Sunnlend- ingum. í Brautarholti voru fram leidd 230 smálestir af grasmjöli og Fóðuriðjan framleiddi 50 smálestir af þangmjöli. Kartöfluuppskera var um 40 þúsund tunnur eða allt að því helmingi minni en 1972 og að- eins um þriðji hluti þess, sem þjóðin þarf til neyzlu af þessari vöru. Næturfrost í ágúst á eftir hægri sprettu framan af sumri olli því að kartöfluuppskera varð mjög rýr um sunnan- og vestanvert landið. Búf járeign og búfjárframleiðsla. í ársbyrjun 1973 var bústofn landsmanna 65.280 nautgripir, þar af 36.580 mjólkurkýr, 828.589 sauðkindur, þar af 672.106 ær, 39.209 hross, 922 gyltur og geltir, um 159 þúsund hænsni af varpkyni og 41 þús- und aðrir alifuglar. Frá árinu 1972 hefur nautgripum fjölgað um 6.085, eða rúm 10%, en mjólkurkúm fjölgaði aðeins um 741, eða sem næst 2%. Sauðfé fjölgaði um 42.573 kindur, en hrossum um 2.504, eða tæp 7%. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um búfjárfjölda í árslok 1973, en samkvæmt úrtaki úr búnaðarskýrslum, þ. e. framtöl úr 38 hreppum, hefur nautgrip- um fjölgað um 3.4%, sauðfé um 1.2% og hrossum um 3.9%. Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins var innvegin mjólk til mjólkursamlaganna fyrstu 11 mánuði ársins 1973 105.507.629 kg, eða 2.6% meiri en árið 1972. Slátrað var í sláturhúsum 856.200 kindum haustið 1973, 782.846 dilkum og 73.354 full- orðnum. Er það 87.245 kindum fleira en slátrað var 1972. Meðal fallþungi dilka reyndist 14.94 kg, eða 0.08 kg meiri en 1972. Aðeins einu sinni síðustu 40 árin hefur fallþungi dilka verið meiri en sl. haust, það var haust ið 1957. Þá var meðalfallþungi dilka 15.04 kg, eða 100 g meiri en 1973. Kindakjötsframleiðslan varð nú 13.829 smálestir, eða 1.475 smálestum meiri en 1972. Nemur sá munur 12.47%. Þær tölur, sem hér hafa verið nefnd- ar kunna að breytast örlítið helzt til hækkunar vegna ókom ir.na upplýsinga um slátrun, sem farið hefur fram á stöku stað eftir lok venjulegrar slátur- tíðar. Ekki liggja enn fyrir tölur um aðra kjötframleiðslu, en gera má ráð fyrir að nautakjötsfram- leiðsla hafi aukizt til muna frá sl. ári. Sama mun gilda um svína- og fuglakjötsframleiðslu. Fjárhagsafkoma bænda hefur batnað til muna síðustu þrjú árin, enda veitti ekki af, því mikið vantaði á og vantar raun- ar enn, að bændur nái þeim tekjum, sem þeim ber lögum samkvæmt. Hagtíðindi sýna, að meðaltekjur kvæntra bænda hafi verið kr. 369 þúsund 1971, en 510 þúsund 1972. Fyrra árið námu tekjur þeirra aðeins 72.3% af tekjum kvæntra karla í viðmiðunarstéttunum, en 1972 78.8%. ' Samkvæmt niðurstöðu Bú- reikningastofu landbúnaðarins voru nettó fjölskyldutekjur 125 búreikningabænda af landbún- aði og annarri vinnu kr. 567 þúsund á árinu 1972. □ KONUR ATHUGIÐ N. K. MIDVIKUDAG (16/1 ’74) mun Sigurlaug Jóhannesdóttir fyrrverandi vefnaðarkennari í Húsmæðraskólanum að Laug- um í S.-Þing. halda fyrirlestur með litskuggamyndum um mexicanska list. Sigurlaug hefur dvalið í Mexico sl. ár við nám í vefnaði í hinni frægu listiðnaðarborg San Micuel de Allende. Fyrir- lesturinn er opinn öllum er áhuga hafa og hefst kl. 21 í Myndiðjunni, Gránufélagsgötu 9. (Sjá auglýsingu). (Fréttatilkynning) Úfigengið fé Stórutungu, 11. janúar. í eftirleit var farið nú í vik- unni fram á Móflárhnausa, efst í Hrauninu, og alveg uppundir Dyngjufjöll. Fundust fjórar kindur í þeim leiðangri. Ég átti eina og var hún veturgömul og gekk hún af í fyrra, líklega á sömu slóðum, en hinar voru úr Mývatnssveit. Leitarmenn voru Tryggvi í Svartárkoti og Aðalsteinn í Stórutungu og höfðu þeir vél- sleða og annan sleða aftaní til að flytja kindurnar. í sömu ferð inni fóru þeir í Sandmúladal og þar fundu þeir sex kindur og sjöundu kindina dauða. Þarna var dilkær úr Svartárkoti, en hinar kindurnar úr Mývatns- sveit. Allt var fé þetta, sem lif- andi var, vel á sig komið. Þ. J. íslenzk þjóðlög í útsetningu Hafliða M. Ilallgrímssonar. Claude Debussy: Sónata fyrir selló og píanó. Leos Janacek: Ævintýri (Pohadka). Benjamin Briíten: Sónata í C-dúr, op. 65. HAFLIÐI M. Hallgrímsson lék ofangreinda efnisskrá á tónleik- um í Borgarbíói 6. janúar sl. Tónleikarnir voru á vegum Tón listarfélags Akureyrar, og brezki píanóleikarinn Robert Bottone lék með á píanó. Er þetta í þriðja sinn sem Hafliði heldur tónleika hér á Akureyri. Eins og sjá má var þetta veiga mikil efnisskrá með merkileg- um viðfangsefnum og hæfilegri stígandi unz hápunkti var náð með' sónötu Benjamín Britten, en þar var allt í fullu samræmi, fagurt tónverk og innihaldsríkt og flutningur, sem einungis afburðamenn geta sýnt af sér. Útsetningar Hafliða á íslenzk- um þjóðlögum eru sérstaklega gerðar með nemendur og unga sellóleikara í huga, og voru leik in að þessu sinni með það merk- isár 1974 í huga. Er þetta fram- tak Hafliða eitt það merkasta, sem spurzt hefur af því tilefni. Þessar útsetningar eru gerðar af miklu listfengi og sumar skemmtilega frumlegar svo sem Ljósið kemur langt og mjótt. Þessi lög eru áreiðanlega í vit- und okkar flestra alvarleg og jafnvel ábúðarmikil, en Hafliði hefur þarna sýnt þau frá nýrri og óvæntri hlið, sem gefur hug- mynd um, hve þau búa yfir margþættum eiginleikum. Hann hefur létt af þeim vissu fargi, fyrir það á hann stóra þökk. Lagið Grátandi kem ég nú Guð minn til þín var verðugur og hátíðlegur endir þessa laga- flokks. Hafliði M. Hallgrímsson er mikill listamaður og fjölhæfur. Hann leggur ásamt sellóleik einnig stund á tónsmíðar, sem gefa góð fyrirheit, og ekki get- ur hann heldur svarið af sér samneyti við myndlistina. Það er óþarft að rekja hér glæsileg- an náms- og starfsferil Hafliða, en síðustu árin hefur hann stefnt hröðum skrefum fram til þess meistaradóms, sem birtist áheyrendum með svo fagurleg- um hætti og eftirminnilegum á umræddum tónleikum. Slíkum tökum nær enginn nema með því að leggja langa leið að baki og ganga listinni á hönd af fyllstu hollustu og lotningu. Það er einmitt þetta viðhorf, sem er nálægt í hverjum tóni, sem Hafliði leikur. Aldrei notar hann yfirburða kunnáttu sína til þess að glansa á ytra borði, heldur einlægt til þess að þjóna anda og inntaki verkanna. Hann hefur af miklu að taka, og skap- ið er heitt og ríkt, en ævinlega tamið, og framsetning öll er einstaklega hnitmiðuð. Hafliði er vissulega einn þeirra, sem Tvö nýskip byggð í starfsmannablaði Slippstöðvar innar, er Kjölur nefnist, er frá því sagt, að þann sjötta desem- ber sl. hafi verið undirritaður samningur við Víglund Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík um smíði á 150 rúmlesta stálfiski- skipi. Verður fyrirkomulag þess í flestu líkt og í Fjölni og Garðari II. Þann 17. desember sl. samdi Slippstöðin við Þórsnes h.f. í Stykkishólmi um smíði á öðru svipuðu stálfiskiskipi og er það 56. skip stöðvarinnar. Afhend- ingartími er áætlaður í marz 1975, en Víglundur á að fá sitt skip í janúar 1975. Bæði þessi skip verða með 765 ha. Mann- heim aðalvél. Ingólfur Sverrisson starfs- mannastjóri er ritstjóri starfs- mannablaðsins. □ Z7 Z7 miriiiym UMSJOH: EIHQR HELGASON ÞÓR - UMFG, 54-48 (37-27) r HafliSa M, ekki gleyma tónlistinni sjálfri vegna leikninnar. Undirleikarinn, Robert Bott- one, er góður píanóleikari og fágaður og samleikur þeirra með miklum ágætum. Það er fagnaðarefni, að við íslendingar skulum hafa eign- azt listamann á borð við Hafliða M. Hallgrímsson, en Akureyr- ingar kippa sér ekki upp við tíðindi af því tagi eftir aðsókn- inni að dæma, sem var með dræmasta móti. Er vandséð hvernig Tónlistarfélag Akur- eyrar á að geta haldið tónleika- starfsemi áfram við þær aðstæð- ur, að langoftast sé leikið fyrir hálftómum sal. Ekki verður betur séð en félagið verði að yfirstandandi starfsári loknu að leggja niður þann þátt, sem lýtur að tónleikahaldi a. m. k. um tíma. Það væri einungis viðurkenning á þeirri stað- reynd, að hér í bæ er ekki grundvöllur fyrir slíku því miður. Fer bezt á því að vera ekki með nein látalæti í þeim efnum rétt eins og um einhvern tónlistaráhuga væri að ræða á staðnum. Hann er allavega ekki nægilegur til að standa undir fjárhagshlið málsins að öllu óbreyttu. Það er mála sannast, að Akureyringar vilja helzt ekki heyra í neinum nema sjálf- um sér og öðrum sambærileg- um. Vitanlega verða hlutirnir þá að miðast við þá leiðu stað- reynd, að kunnátta, vandaður flutningur og strangar listræn- ar kröfur eiga hér ekki upp á pallborðið. Tónlistarfélag Akur- eyrar verður að taka það til alvarlegrar umræðu, hvort það vill enn klóra ögn í bakkann eða hvort það ætlar að draga saman seglin. SAMKVÆMT upplýsingum Ingvars Gíslasonar alþingis- manns, fulltrúa í fjárveitinga- nefnd Alþingis, eru eftirtaldar fjárveitingar á fjárlögum 1974 helztar til verklegra fram- kvæmda í Norðurlandskjör- dæmi eystra: Til hafnarmannvirkja: m. kr. Ólafsfjörður..............27.2 Dalvík.................... 3.9 Hrísey.................... 3.9 Árskógssandur (skuldagr.) 2.0 Akureyri .................27.9 Grímsey (skuldagr.)...... 4.3 Húsavík ..................24.7 Raufarhöfn................ 0.2 Þórshöfn (skuldagr.) .... 1.1 Til sjúkrahúsa og læknamiðstöðva: m. kr. Dalvík (læknamiðstöð) . . 10.2 Akureyri (sjúkrahús) .. . 23.1 Akureyri (læknamiðstöð, síðari greiðsla)........ 1.8 Húsavík (skuldagr. vegna sjúkrahúss)........ 7.0 Til skólabygginga: m. kr. Iðnskólinn á Akureyri ... 3.0 Glerárskóli (1.—2. áf.) ... 9.6 Lundsskóli (1. áf.) ...... 7.7 Akureyri (lóðir).......... 1.0 Húsavík (skóli)........... 0.2 Húsavík (íbúð) ........... 0.6 Ólafsfjörður (skóli)..... 4.0 Ólafsfjörður (heimavist) . 0.8 Svarfaðardalur (skóli) ... 2.0 Svarfaðard. (mötuneyti) . 1.0 Dalvík (heimavist o.fl.) .. 10.8 Árskógshreppur (íbúð) .. 0.2 Þelamerkurskóli (2. áf.) .. 5.2 Hrafnagilsskóli (1. áf.) ... 6.1 Hrafnagilsskóli (2. áf. íbúð) 3.4 Stórutjarnir (skóli)..... 13.1 Stórutjarnir (sundlaug) .. 0.5 ÞÓR byrjaði leikinn vel, náði boltanum og skoraði úr fyrstu tilraun. Leikurinn var rólega leikinn lengi framan af og brá oft fyrir laglegum leik, einkum af hálfu Þórsara. Fyrirliði Þórs, Þröstur Guðjónsson, lék óvenju yfirvegað fyrst í leiknum, en gerði sig svo sekan um mikið bráðræði og afleitar sendingar þegar á leið. Jón Pálsson var iðnastur við að skora í hálf- leiknum, hann gerði 15 stig. Rafn og Pétur skoruðu sín 8 stigin hvor og aðrir minna. Jafnt og þétt virtist ætla að draga sundur með liðunum. Þór skoraði um það bil 3 stig fyrir hver 2 stig Gringvíkinganna, og staðan í hálfleik var 37—27. Eiríkur Jónsson í liði Grindvík- inga vakti athygli hinna sára- fáu áhorfenda fyrir lipran leik og lagni við að skora. Hann gerði 13 stig í hálfleiknum. Leikmenn beggja liða komu galvaskir til leiks eftir hléið. í hópi áhorfenda var rætt um hversu stór sigur Þórs yrði, en ekki hvor myndi sigra. Sumir áhangendur Þórs áttu þó eftir að verða illilega skelkaðir þegar líða tók á leikinn og Grindvík- ingarnir höfðu gert 9 stig í röð án svars frá Þór. Þessi leikkafli Þórs er sá ömurlegasti, sem ég minnist að hafa séð félagið leika. í þessari martröð Þórsara var þó einn ljós punktur. Jón Pálsson megnaði að hrista af sér slenið og má segja að hann hafi hreinlega unnið leikinn Svalbarðsströnd (skóli, íbúð) .................. 0.1 Skútustaðahreppur (skóli) 1.2 Hafralækur (skóli 1. áf.) . 8.5 Hafralækur (íþrótta- aðstaða) ............... 3.9 Laugar (íþróttahús)...... 5.0 Norður-Þingeyjarsýsla (Lundur, Skúlagarður, Kópasker) .............. 1.4 Undirbúningsframkvæmdir vegna skólabygginga: m. kr. Oddeyrarskóli (íþróttahús) 0.3 Dalvík (gagnfræðaskóli) . 0.3 Þelamerkurskóli (íþróttahús) ........... 0.3 Skútustaðahreppur (sundlaug) ............. 0.3 Raufarhöfn (sundlaug, íþróttahús) ............ 0.3 Þórshöfn (stækkun skóla) 0.3 Á LAUGARDAGINN afhentu konur í kvenfélaginu Framtíðin á Akureyri Elliheimilum bæjar ins eina milljón króna að gjöf í tilefni af 80 ára afmæli félags- ins. En kvenfélagið Framtíðin er eitt elzta félagið í bænum, lét líknarmál strax til sín taka, báru fram hugmyndina um stofnun sjúkrasamlags árið 1912, en hefur barizt fyrir stofn- un elliheimilis og veitti Elli- heimili Akureyrar svo ríkuleg- an stuðning, að það hafði lagt til fjórðung kostnaðar eða meir, er það var opnað. Er þessi síð- asta stórgjöf því framhald fyrri stuðnings við aldraða. fyrir Þór. Af 17 stigum, sem Þór gerði í hálfleiknum, gerði hann 13, hin 4 stigin gerði Þröstur. Það var næsta undar- legt að sjá hvernig liðið gjör- samlega umturnaðist, allir leik- menn liðsins að Jóni undantekn um, voru sem bergnumdir. Allt mistókst, skotin, fráköstin og bókstaflega allt. Við þennan afturkipp Þórsliðsins óx sunnan mönnum ármeginn og Eiríkur Jónsson fékk óáreittur að leggja hvern boltann á fætur öðrum í körfuna. Furðulegt var, að Þórs urum skyldi ekki hugkvæmast fyrr en raunin varð, að gæta Eiríks. Grindvíkingunum tókst að jafna leikinn 44—44, og kom- ast í 46—44, sem var í eina skiptið sem þeir náðu yfirhönd- inni. Þresti tókst að rétta hlut Þórs og raunar ofurlítið betur, því hann gerði næstu tvær körf urnar fyrir Þór og kom þeim yfir á ný. Jón Pálsson sá svo um framhaldið og skoraði 6 stig í röð. Grindvíkingar áttu svo síðasta orðið, Eiríkur fékk víti og hitti í báðum tilraunum sín- um. Eins og fyrr sagði lék Þór all- vel í fyrri hálfleik, en afleitlega í þeim síðari. Ekki bætti það úr skák fyrir þeim, er Eyþór þurfti að fara af velli með 5 villur. Stig Þórs skoruðu: Jón 28, Rafn 8, Pétur 8, Þröstur 6 og Eyþór 4. Lið Grindavíkur er skipað ungum léttleikandi leikmönn- um. Liðið virðist í örum vexti og má örugglega mikils af þeim vænta í framtíðinni. Flest stig þeirra gerðu: Eiríkur Jónsson 24, leikmaður númer 11 12 stig, hann varð að yfirgefa völlinn með 5 villur seint í síðari hálf- leik. Leikmaður númer 8 gérði 9 stig. Hörður Tuliníus dæmdi leik- inn ásamt 15 ára pilti, Magnúsi Sigþórssyni, sem þarna var ,að taka dómarapróf. Leikurinn var léttur og auðdæmdur, enda gerðu þeir hlutverkum sínum góð skil. □ LÍKURNAR fyrir sigri KA í 2. deild eru nú hverfandi litlar, eftir tvo tapleiki um sl. lielgi. Á laugardaginn lék KA við Þrótt, sem er eina taplausa liðið í deildinni og sennilegur sigur- vegari. Leiknum lauk með sigri Þróttar, sem skoraði 23 mörk gegn 19. Að sögn átti markvörð- ur Þróttar frábæran leik að þessu sinni og varði með ólík- indum. Bergþóra Eggertsdóttir form. Framtíðarinnar afhenti gjöfina með ræðu í Elliheimili Akur- eyrar, en Bragi Sigurjónsson form. elliheimilastjórnar þakk- aði einnig með ræðu. Elliheimili Akureyrar hefur starfað síðan 1962 og tekur það 75 manns. í byggingu er við- bót, sem rúma mun 25 vist- menn. Ráðgert er að byggja síðan hjónaíbúðir, enda gera ný lög það viðráðanlegra en áður var. Elliheimilið í Skjaldarvík er eldri stofnun, einnig á veg- um bæjarins, sem kunnugt er, og rúmar það 80—90 manns. Körfuknattleikur 2. dcild ! UNGMENNAFÉLAG Grinda- víkur kom norður um síðustu helgi og lék tvo leiki í körfu- bolta. Fyrri leikur þeirra var við ÍMA og seinni leikurinn við Þór. Báðir voru leikirnir liður í íslandsmótinu í körfubolta, 2. deild. Leikur ÍMA og UMFG mun ekki hafa verið auglýstur og fór hann því fram hjá mörgum, þar á meðal mér, enda var leik- tíminn dálítið óvenjulegur, Leik urinn hófst kl. 23.00 á föstudags kvöld og stóð fram yfir mið- nætti. ÍMA vann góðan sigur, 64 stig gegn 42, eftir að staðan í hálfleik var 30—22. Að sögn Kristbjörns Alberts- sonar, sem er þálfari þeirra Grindvíkinga, var hittni liðsins langt frá því, sem vant er um liðið. Margir þeirra, er afsökun þessa heyrðu brostu góðlátlega, hafa líklega álitið þetta óraun- hæfa afsökun. Það kom hins vegar í ljós daginn eftir, er liðið lék við Þór, að Kristbjörn hafði haft mikið til síns máls. □ Valur - Þór, 20-11 Á MIÐ VIKUD AGSKV ÖLDIÐ var fór fram leikur Vals og Þórs, sem frestað var. Leikur- inn var háður í Laugardalshöll- inni. Ekki sóttu Þórsarar gull í greipar Valsmanna, eins og vænta mátti. Leiknum lauk með stórsigri Vals, 20 mörkum gegn 11. Ummæli gagnrýnenda eru yfirleitt á þá leið, að leikurinn hafi verið góður, mikill hraði og barátta á báða bóga. Lið Vals er eitt hið sterkasta um þessar mundir og erfiður andstæðing- ur hverju liði. Markvörður liðs- ins, Ólafur Benediktsson, er hörku góður, og eiga Valsmenn ekki hvað sízt honum að þakka velgengni sína. □ Daginn eftir lék KA svo við Gróttu. Lokatölur þess leiks urðu 30—20 Gróttu í vil. Hall- dór Rafnsson, ein styrkasta stoð KA, lék ekki þennan leik sök- um meiðsla er hann hlaut í leiknum við Þrótt. Staða KA er nú orðin slæm, en ekki er öll nótt úti enn og vonandi gengur betur í leikjun- um sem eftir eru. Q Þar hefjast byggingar starfs-, mannaíbúða á þessu ári. Hin rausnarlega gjöf til elli- heimilanna, er ætluð til að auka og bæta innri búnað heimil- anna. Forstöðukona Elliheimilis Ak ureyrar er Sigríður Jónsdóttir, en Jón Kristinsson er forstöðu- maður Elliheimilisins í Skjaldar vík. a Bæjarbúar mega vera þakk- látir kvenfélagskonum Fram- tíðarinnar fyrir áratuga líknar- störf, og blaðið sendir þeim hamingjuóskir í tilefni afmælis- ins. □ S. G. Nokkrar helstu fjárveitingar til verklegra framkvæmda árið 1974 Framtíðin gal eina milljón króna ERU VONIR KA UM 1. DEILD BROSTNAR?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.