Dagur - 16.01.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 16.01.1974, Blaðsíða 8
Akureyri, miðvikudaginn 16. jan. 1974 Dömu og hesra fi * v GULLSMIÐIP steinhringar. X.,[ ( Jf N SIGTRYGGÚR Mikið úrval. 1 & PÉTUR f AKUREYRI jrfjSSSS*"' ' vA^ ■^m>wwf',y^r,Trvy^^vy/ ■• — •• ..y»,„>w... ......... ^ ** ____ SMATT & STORT Frá Ilúsavíkurkaupstað við Skjálfandaflóa. Húsavík vaxandi bær HÚSAVÍKURKAUPSTAÐUR hefur um margra ára skeið ver- ið ört vaxandi bær, og bær mikilla framkvæmda. Hann hef ur á ýmsan hátt nokkra sér- stöðu. Fiskimið í Skjálfandaflóa bregðast sjaldan. Þangað er róið á fremur litlum bátum, bæði opnum og á þilfarsbátum, en engin stór fiskiskip eru þar gerð út. Bærinn er hitaður með hvera vatni frá Reykjahverfi og er hitunarkostnaður nú helmingi lægri en olíuhitunin. í sumar var unnið við dreifingu hita- veitunnar í Reykjahverfi og á Húsavík verður í sumar lokið hitaveituframkvæmdum ef ekki stendur á lánsfé til framkvæmd anna. Og næsta sumar er ráð- gert að bora eftir meiru af heitu vatni í Reykjahverfi. FRÁ LÖGREGLUNNI UM helgina var brotist inn í Véla og raftækjasöluna við Glerárgötu. Stolið var 10 þús. krónum úr ólæstum peninga- kassa og ennfremur 2—3 þús. krónum í skiptimynt úr læstum skáp og þar gramsað í pappír- um. En þjófurinn, einn eða fleiri, virðist ekki hafa haft áhuga á öðru en peningum. Málið er í rannsókn. Tíu mönnum var „stungið inn fyrir stafinn“ síðustu daga, eins og stundum er sagt um þá, sem lenda í fangaklefa. Þá vildi það til aðfaranótt föstudags, að maður einn ók vestur Strandgötu, beygði norð- ur í „framhjáhlaupinu", en virðist þá hafa orðið hughvarf og ætlað að snúa við og aka suður. Ekki tókst það og lenti bíllinn inn í Hjólhestaverk- stæði Hannesar Halldórssonar. Þar var maðurinn gómaður og rejmdist ölvaður. (Samkvæmt viðtali við Erling Pálmason varðstjóra). Öll framleiðsla Kísiliðjunnar við Mývatn fer um Húsavíkur- höfn og veitir það mikla at- vinnu og annað fjármagn inn í kaupstaðinn. Fiskaflinn síðasta ár var 6000 tonn, en var 4600 tonn árið 1972. Verðmæti afla upp úr sjó, að meðtöldum hrognum, var 120 milljónir króna. Fiskiðjusamlag Húsavíkur tók á móti þessum afla til vinnslu. Kaupfélag Þingeyinga tók á móti rúmum 7 millj. kg mjólkur á siðasta ári, 39800 fjár og 600 nautgripum til slátrunar á liðnu ári. Meðalvigt dilka var 15.3 kg. Stærstu framkvæmdir á Húsa vík . var bygging Hótel Húsa- víkur og Félagsheimilið, sem er að mestu lokið. Síðan verður byggð ný álma fyrir kvikmynda sýningar og leikstarfsemi. Þá er gagnfræðaskólahúsið, sem talið er framúrskarandi fagurt, enn í smíðum, þótt þar hafi verið kennt tvo vetur. En þar eru þó tveir áfangar eftir. Miklu fé var á árinu varið til gatnagerða úr varanlegu efni, en það er liður í 10 ára áætlun. Unnið var á árinu að viðgerð hafnarinnar. En nú hafa hafnar- framkvæmdir tekið nýja stefnu, vegna straummælinga. Verður væntar.lega unnið fyrir 40 millj. kr. við höfnina í sumar og þá byggður nýr þvergarður, sem gera á legufærin óþörf í höfn- inni. Mjög mikið er um íbúða- byggingar og er strax farið að sækja um lóðir á þessu ári. Tekjur fólks hafa sennilega aukizt um 30% frá fyrra ári eða jafnvel meira. Atvinna hefur verið næg. (Samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans, Hauks Harðar- sonar, er hann var nýlega á ferð og leit inn hjá Degi). LJOTUR LEIKUR Stundum má sjá stráka hanga í bílum og er það ljótur leikur og hættulegur. Sá er þessar línur ritar horfði á eitt slíkt tilvik nýlega, og er það nánast óvenju leg heppni að ekki varð af bana slys. Foreldrar og skólar ættu ekki að vanrækja að banna börnunum þennan háskaleik og það hið fyrsta. ENDURREISN íslendingar geta verið stoltir af því, hvernig stjórnvöld brugð- ust við er jarðeldar komu upp í Heimaey, við aðalbyggð, grófu og eyðilögðu 400 liús, löskuðu álíka mörg, svo að ekki stóð nema þriðjungur byggðarinnar lieill eftir. Er það allt kunnara en frá þurfi að segja. Nú er búizt við, að um þrjú þúsund manns verði í Eyjum á vetrar- vertíð, flestir heimabátar, er þaðan urðu að flýja í byrjun síðustu vertíðar verði nú gerðir út þaðan. Endurreisn þessa mikla og merka útgerðarbæjar er gleðileg staðreynd. OLÍUSKATTURINN íslendingar þurfa að greiöa sinn skatt vegna deilu og vopnavið- skipta fsraelsmanna og Araba, en í kjölfar þeirra átaka drógu Arabaríki úr framleiðslu og sölu á olíu og hækkuðu verðið. Talið er, að fyrir olíuhækkunina eina þurfi okkar fámenna þjóð að greiða 3000 milljónir króna á þessu ári, því að þessar vörur, sem við þetta árið kaupum af Haninn háttprnði SJÓNLEIKURINN Haninn hátt prúði, sem Leikfélag Akureyrar er nú að sýna, virðist ætla að ganga mjög vel. Þær sýningar, sem búnar eru, hafa verið ágæt- lega sóttar og í gærmorgun var nær uppselt á fimmtu sýning- una, sem verður í kvöld. Næsta sýning verður svo á morgun, fimmtudag. Að þessu sinni virðist fólk skemmta sér mjög vel í leikhús- inu, enda má segja, að talsvert sé þangað að sækja. Utanbæjarfólk, sem að venju hefur áhuga á leikhúslífi bæjar- ins, ætti að nota þær góðu sam- göngur, sem nú eru og koma í leikhúsið meðan bílfæri er gott. SNJÓTROÐARINN KOMINN KOMIÐ er til bæjarins tæki það, snjótroðari, sem ákveðið var að kaupa fyrir íþróttamið- stöðina í Hlíðarfjalli. En tæki þetta hefur vantað mjög tilfinn- anlega. Snjórinn í Hlíðarfjalli er mjög misjafn, en með til- komu snjótroðarans verður breyting þar á í skíðabrekkun- um, og er ætlunin að allar skíða brautirnar í Hlíðarfjalli verði troðnar á morgnana, áður en fólk kemur í fjallið. Mun snjótroðarinri því bæta aðstöðuna fyrir þá, sem skíða- íþróttir stunda og fyrir allan almenning, er öðru hverju bregður sér á skíði, sér til heilsu bótar og kennir ekki skíðaferðir sínar við íþróttir. Ennfremur á þetta að draga úr slysum. Meðfylgjandi mynd er af nýja snjótroðaranum, sem Akureyr- ingar hafa keypt og er fyrsti snjótroðarinn, sem keyptur er til landsins. Q Skemm!Ifer8 Stórutungu, 14. janúar. í gær lögðu af stað frá Akureyri 10 menn á vélsleðum yfir í Fnjóskadal, suður dalinn, þá inn í Timburvalladal og austur úp honum fremst og yfir Þor- valdsdal, en þaðan niður í Bót, sem er framan við Mýri og svo til byggða. Komu þeir fyrst að Mýri, en héldu þaðan norður dalinn, norður fyrir Stóruvelli, þar upp á Vallafjall, yfir það til Fnjóskadals og síðan til Akur- eyrar. Var þetta skemmtiferð og létu ferðamenn vel yfir för sinni. Ymsum þótti gaman að sjá til ferða þessara manna, þar sem þeir brunuðu um. 1». J. Rússum, þarf að greiða á heims* markaðsverði. NÝ VIÐHORF Hin nýju viðhorf í olíumálun- um, sem harðar koma þó niður á flestum vestrænum þjóðuin en okkur, krefjast nýrra úr- lausna. Hvarvetna um heim er nú hugað að öðrum orkugjöfum og eru þjóðir misvel settar í því efni, en kol og gas koma þó í góðar þarfir, þar sem þær auð- lindir eru ekki þornaðar. Hér á landi hagar hins vegar svo til, að við eigum livorki kol né gas og ekki heldur olíu. En við höf- um enn ekki beizlað nema 7— 8% af fallvötnunum til raforku- framleiðslu og ekkert af jarð- hitanum til raforkuframleiðslu. Þessar auðlindir bíða þess að verða nýttar, þótt þær komi að- eins að liluta í stað olíunnar. FRUMVARP UM KRÖFLU- VIRKJUN Fram er komið á Alþingi stjórn- arfrumvarp um heimild til 55 MW virkjunar við jarðhita Kröflu í Mývatnssveit. En Krafla er á einu þriggja háhita- svæða í S.-Þingeyjarsýslu og talið, að mjög ódýr raforka fáist þar. En þessi virkjunarstærð er sú sama og fyrirhuguð Gljúfur- versvirkjun var. Ekkert sýnist sjálfsagðara að virkja við Kröflu en á ýmsum öðrum liá- hitasvæðum norðanlands, eða við vatnsföllin Blöndu, Jökulsá eystri í Skagafirði, Skjálfanda- fljót eða Jökulsá á Fjöllum. En það mælir ekkert sérstakt gegn Kröfluvirkjun. Hvers vegna ekki að sameinast um hana, þar sem hún nú virðist hafa verið valinn virkjunarstaður og stjórnvöld fús til að veita þeirri virkjun brautargengi? LAXARVIRKJUNAR- STJÓRN f tilefni af frumvarpi á Alþingi um Kröfluvirkjun, hefur stjórn Laxárvirkjunar samþykkt: „í tilcfni af framkomnu stjórn arfrumvarpi um lagaheimild til virkjunar gufu við Kröflu til raforkuframleiðslu, vill stjórn Laxárvirkjunar lýsa því yfir að hún telur eðlilegt að umrædd virkjun verði reist og rekin af Laxárvirkjun, þar eð Krafla er á orkusvæði Laxárvirkjunar.“ TRUFLANIR AF FROSTUM I vetrarliörkunum í desember- mánuði lék náttúran hinar ýmsu virkjanir landsnianna lieldur grátt, svo sem við (Framhald á blaðsíðu 4) ÁTTA KINDUR FUNDUST ÞEGAR vika var liðin af árinu fóru piltar frá Engimýri og Auðnum í Öxnadal á vélsleða í kindaleit á Vaskárdal, en dalur sá liggur austur úr Öxnadal. Fundu þeir eina kind dauða í skafli og sjö lifandi, bæði lömb og fullorðið fé, og reyndist það frá Auðnum. Kindur þær, sem lifandi voru, voru allvel hressar og voru reknar til byggða. Skömmu áður fundu menn, er voru á ferð í Þorvaldsdal á vélsleða, tvær kindur á framan- verðum Þorvaldsdal, en þeir hófu ferð sína í Fornhaga og fóru þaðan upp í dalinn. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.