Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 2
2 Á Hólsfjöllum má byggð ekki eyðast Norska saltþurrkunarvélin í GarSi FÖSTUDAGINN 15. febrúar sl. var tekin í notkun norsk salt- fiskþurrkunarvél; sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, hjá Fiskverkunarstöð Guðbergs Ingólfssonar h.f. í Garði. Af þessu tilefni bauð Fisk- verkunarstöð Guðbergs Ingólfs- sonar h.f. ásamt framleiðendum vélarinnar, norska fyrirtækinu A/S Raufoss, og umboðsfyrir- tæki þeirra hér á landi, Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, blaða mönnum, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjórum, bankastjór- um, sendiherra Norðmanna hér á landi, stjórn S.Í.F., mörgum öðrum framámönnum sjávarút- vegsins, mörgum eigendum fisk- verkunarstöðva og áhugamönn- um um fiskverkun, suður í Garð til þess að skoða þessa vél. í Fistverkunarstöðinni af- henti Hr. G. Giljarhus, forstjóri A/S Raufoss eigendum stöðvar- innar vélina og Þórarinn Guð- bergsson, framkvæmdastjóri sýndi gestum vélina og útskýrði fyrir þeim þessa nýju aðferð við fullvinnslu saltfisks. Síðan var gestum boðið í Stapann þar sem fram voru bornir margbreytilegir og góðir saltfiskréttir og kaffi. Ávörp þar fluttu: Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, Gunnar Giljarhus, for- stjóri A/S Raufoss, Tómas Þor- valdsson, formaður S.Í.F. og Guðbergur Ingólfsson, forstjóri Fiskverkunarstöðvarinnar. Fiskverkunarstöð Guðbergs Ingólfssonar h.f. var stofnuð í Garðinum fyrir 22 árum og er nú sameign sjö feðga. Þeir feðgar fást einkum við verkun saltfisks og skreiðar, en einnig eiga þeir ísstöðina h.f. sama stað, sem þeir eignuðust 1972 og frystir fisk og verkar skreið. Fiskverkunarstöð Guðbergs Ingólfsonar h.f. er einn af stærstu saltfiskframleiðendum landsins, þar voru fullþurrkuð 1270 tonn af blautfiski á sl. ári (sem gera um 750 tonn af þurr- fiski), en undanfarin 5 ár hefur stöðin verkað til jafnaðar 1000 tonn af blautfiski. Eins og öllum er kunnugt er saltfiskverkun ein af elztu at- vinnugreinum okkar og við þurrkunina hafa vinnubrögð haldist lítið breytt allt fram á þennan dag. En Norðmönnum hefur nú tekist að vélvæða þurr fiskverkunina svo að kalla má hana nú vélvæddan iðnað. Þurrkvélin var pöntuð 29. ágúst sl., hún var tilbúin til afgreiðslu í Noregi 20. október og kom til landsins 15. nóvem- ber. Með henni komu hingað tveir Norðmenn, sem settu hana upp og gekk verkið greiðlega. Vélin er 4.40 m á hæð, 2.15 m á breidd og 19.40 m á lengd. Hún er að mestu byggð úr ryð- fríu stáli og áli, loftknúin og hituð með olíukyndingu. Þetta er mikið hreinlætisatriði, því að loftpressunni og olíukynd- ingunni má koma fyrir það langt frá fiskverkuninni sjálfri að frá þeim stafi engin meng- unarhætta. í vélina er látið í einu um það bil 6V2 tonn af blautfiski og eftir 20—30 tíma skilar hún honum aftur, sem ca. 5 tonnum af fullþurrkuðum fiski, betri og hvítari fiski en yfirleitt fékkst með gamla laginu. Þessi norska vél er fullreynd að því að sýna 85% í vinnu- sparnaði við þurrkun blaut- fiskjar og notar einnig umtals- vert minna af orku en klefar þeir, sem Fiskverkunarstöðin notaði áður. Reksturskostnaður inn er því verulega minni, bæði hvað viðkemur vinnuaflsþörf og orkuþörf, eins og sjá má af framansögðu. Vélin kostar nú um 7.8 millj. ísl. kr. miðað við núverandi gengi, án tolla og flutnings- kostnaðar. □ Á SÍÐASTA Búnaðarþingi var samþykkt svohljóðandi ályktun um stuðning við byggð á Hóls- fjöllum, sem Sigurjón Friðriks- son mælti fyrir: Búnaðarþing beinir þeirri ein dregnu áskorun til Landnáms ríkisins að hlutast til um það, að treyst verði til frambúðar byggð á Hólsfjöllum ásamt Möðrudal og Víðidal. Þingið bendir á, að nú þegar verði hafin gerð heildaráætlun- ar um, á hvern hátt búseta' á jörðum þessum verði bezt tryggð, og henni lokið það fljótt, að hún liggi fyrir við gerð næstu fjárlaga. Við áætlanagerðina verði eft- irfarandi haft í huga: 1. Býlin verði rafvædd og raf- orkan seld á líku verði og frá samveitum. 2. Hraðað verði lagningu nýrra vega frá Grímsstöðum til Mývatnssveitar og Öxarfjarðar. 3. Stóraukið verði óafturkræft fjárframlag til byggingar íbúðar húsa á þessum býlum. 4. Viðurkennt sé í verki nauð- syn byggðar á þessu svæði til aukins öryggis og þjónustu við ferðamenn. Greinargerð. Hin sérstæða byggð á Hóls- fjöllum í Norður-Þingeyjarsýslu og á Efra-Fjalli í Norður-Múla- sýslu á sér merka sögu að baki. Um langan aldur hafa myndar- leg fjárbú verið rekin þar, svo að sögur fóru af. Bændurnir þar hafa nytjað og helgað sér hin víðáttumiklu, kjarngóðu heiða- lönd, sem liggja aö baki ann- arra byggðarlaga s. s. Öxfirð- inga, Þistilfirðinga, Vopnfirð- inga og Jökuldæla. Byggingar, búfé í högum og mannlíf í Fjalla byggðinni hefur frá öndverðu vakið öryggiskennd þeirra fjöl- mörgu vegfarenda, sem lagt hafa leið sína um hina löngu öræfaleið milli sveita og lands- fjórðunga. Margur þreyttur ferðalangur hefur þegið þar húsaskjól og beina, og oft veitt af höfðingsskap, enda gestrisni þar víðkunn. Það virðist enn um sinn nauð synlegt öryggi ferðamanna að byggð haldist á þessum, bæjum. Þó mun verða meiru áð rekin sé myndarlegur sauðfjárbúskap- ur á þessum stöðum fyrir fram- antaldar nágrannasveitir, sem eiga afréttir að hinum víðáttu- miklu öræfum sem umlykja Fjallabyggðina, þar sem miklir erfiðleikar skapast við smala- mennsku afrétta ef búskapur og byggð leggst af á Fjöllum. íbúar í Fjallahreppi eru nú 26 á fjórum bæjum og í Möðru- dal og Víðidal eru aðeins 5 íbúar. Hefur íbúum þessarar sérstæðu byggðar fækkað hin síðari ár, og mikil hætta á því, að byggðin leggist í eyði ef ekki verða gerðar sérstakar ráðstaf- anir frá hendi samfélagsins til að aðstoða það fólk sem þarna er, og vill vera ef því er sköpuð sambærileg aðstaða og öðrum í hinum dreifðu byggðum. Þar er fyrst að nefna hina sjálfsögðu rafvæðingu sem er undirstaða búsetu, svo og bættar samgöng- ur, sem verða með því að hraða byggingu á upphækkuðum vegi til Mývatnssveitar og Öxarfjarð ar. Lagt verði fram verulegt umframfjármagn til íbúðarhúsa bygginga, þar sem vart er hægt að ætlast til að ungt fólk vilji stofna til mikilla skulda við upp byggingu sem hæpið er að hægt sé að breyta í peninga, ef það einhverra hluta vegna verður að yfirgefa sveitina. i Jafnframt sé höfð hliðsjón af gildi byggðar á þessu svæði vegna þjónustu við ferðamenn, sem nauðsynlega þarf að vera til staðar á þessari leið, þar sem opnun hringvegar getur aldrei leyst alla vetrarumferð um Hóls fjöll og Möðrudalsöræfi af hólmi. Við þá heildaráætlun sem lagt er til að gerð verði um tryggingu búsetu í þessu byggð- arlagi verði sérstaklega tekið tillit til vilja fólksins sem þar býr. □ Bogi. Skúli. Sveinn. Sverrir. Bjarni. Framboðslisti Framsóknarflokksins á Siglufirði nú í vor Flufffélag o o FLUTNINGAR Flugfélags ís- lands árið 1973 gengu með miklum ágætum og nálgast nú farþegatala félagsins um 300.000, þegar allt er meðtalið. Til milli- landaflugs notaði félagið báðar þotur sínar af Boeing 727 gerð. Ennfremur var tekin á leigu DC-8 þota til nokkurra flug- ferða yfir háannatímann í fyrra- sumar. Millilandaflug. Farþegar Flugfélags íslands í millilandaflugi síðastliðið ár voru 82.585. Voru 69.431 árið áður. Aukning 18.9%. Vöru- flutningar á millilandaflugleið- um jukust um tæp 9%. Fluttar voru 1433 lestir á móti 1320 lestum síðastliðið ár. Mikil aukn ing varð í póstflutningum milli landa. Fluttar voru 270 lestir á móti 215 lestum árið áður. Aukning 25.5%. Innanlandsflug. Enn meiri aukning varð á innanlandsflugi félagsins. Far- r þegar á innanlandsleiðum urðu . 186.450 á móti 153.033 árið áður. Aukning 21.8%. Vöruflutningar námu 4605 lestum, en voru 4095 árið áður. Aukning 12.4%. Póst- flutningar námu 571,6 lestum og varð aukning rúm 2%. Leiguflug. Flugfélag íslands fór margar leiguflugferðir fyrir ferðaskrif- stofur og aðra aðila, en hélt jafnframt uppi eigin ferðum til Grænlands og Kanaríeyja. Einnig flaug félagið margar áætlunarferðir milli landa fyrir skandinavíska flugfélagið SAS. Farþegar í þessum ferðum voru 27.480. í leiguflugferðum voru fluttar 458 lestir af vörum og 30,4 lestir af pósti. Alls fluttu því flugvélar Flugfélagsins í áætlunarflugferðum og leigu- flugferðum 296.515 farþega á móti 250.135 árið áður. Alls voru 6496 lestir af vörum flutt- ar með flugvélum félagsins og 872 lestir af pósti. 15. febrúar 1974. FRAMSÓKNARMENN á Siglu- firði hafa ákveðið framboð sitt við bæjarstjómarkosningarnar í vor. — Listinn verður skipaður eins og hér segir: 1. Bogi Sigurbjörnsson, skatt- endurskoðaridi, Hávegi 34. 2. Skúli Jónasson, framkv.- stjóri, Hólavegi 16. 3. Sveinn Björnsson, verk- stjóri, Lindargötu 22. 4. Sverrir Sveinsson, rafveitu- stjóri, Hlíðarvegi 17. 5. Bjarni Þorgeirsson, málara- meistari, Hafnartúni 6. 6. Hrefna Hermannsdóttir, frú, Hverfisgötu 8. 7. Skarphéðinn Guðmundsson, húsasmiður, Laugavegi 24. 8. Jón Sveinsson, skipstjóri, Suðurgötu 62. 9. Oddur Vagn Hjálmarsson, vélsljóri Hvanneyrarbr. 60. 10. Sveinn Þorsteinsson, húsa- smiður, Hvanneyrarbr. 64. 11. Friðfinna Símonardóttir, húsfrú, Steinaflötum. 12. Benedikt Sigurjónsson, húsa smiður, Þonnóðsgötu 23. 13. Hilmar Ágústsson, eftirlits- maður, Hólavegi 19. 14. Árni Th. Árnason, verka- maður, Laugavegi 18. 15. Sigurður Magnú^son, múr- arameistari, Hvanne.br. 48. 16. Jóhann Stefánsson, kaup- maður, Lækjargötu 9. 17. Sigurjón Steinsson, bílstjóri, Hávegi 34. 18. BjarkiÁ.rnason, kaupmaður, Laugavegi 5.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.