Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 8
Bagur Akureyri, laugardaginn 9. marz 1974 Silfurfingur- m bjargir. fí I GULLSMIÐIB ; Fermingar- ^ íf S |N SIGTRYGGÚR gjafir, \j & PÉTUR mikið úrval. ^ AKUREYÁI J* SMÁTT & STÓRT II® .*/ Snjódyngjan mikla á Akureyri, er frœgust varð að endemum, lék sér að margskonar mynd- gerð, svo sem t. d. má sjá á þessu húsi, sem er í smíðum. (Ljósm.: E. D.) Byggðalínan rannsökuð a( norskum TÍMINN birti eftirfarandi grein á þriðjudaginn um byggðalín- una til Norðurlands: Nú er endanlega ákveðið, að háspennulínan milli Suðurlands og Norðurlands verður lögð um byggðir og yfir Holtavörðuheiði. Gert er ráð fyrir, að línan kosti 759 milljónir króna af norður- strönd Hvalfjarðar í Skagafjörð, og er þar innifalin spennistöð á Akureyri, Norðurlandi vestra og hér syðra. Komið er að loka- hönnun línunnar, en þó enn haldið opnu, þar til samningar um málmblendismiðjuna á Grundartanga hafa verið undir- ritaðir, hvort syðri endi línunn- ar verður þar, eða hvort hún verður lögð úr Árnessýslu í Akureyrartogararnir Svalbakur gamli landaði 1. marz, 126 tonnum. Svalbakur nýi landaði 27. febrúar, 153 onnum og er vænt- anlegur með afla eftir helgina. Harðbakur landaði á Dalvík 27. febrúar, 160 onnum og land- ar hér á Akureyri í næsu viku. Sólbakur landaði 166 tonnum 7. marz. Sléttbakur nýi landaði 170 tonnum 4. marz. Mikil vinna er í Hraðfrysti- húsi U. A. og er flesta daga þessa viku unnið til kl. 11 á kvöldin. Og enn vantar konur til starfa þar. □ . Borgarfjörð sem næst Uxa- hryggjaleið. Nú í síðustu viku voru hér tveir Norðmenn, sem unnið hafa mikið saman í þjónustu norskra rafveitna, Hakon Ra- stad veðurfræðingur og Olav Vist verkfræðingur, er fengnir voru hingað til lands til ráðu- neytis við mat á aðstæðum á þeirri leið, sem línan mun liggja um, og nauðsynlegan styrkleika hennar. Fóru þeir allt norður í Skagafjörð, ásamt þeim Flosa Hrafni Sigurðssyni veðurfræð- ingi, Samúel Ásgeirssyni verk- fræðingi og Birgi Jónssyni jarð- fræðingi. Verður álit þeirra haft til hliðsjóitar iim gerð línunnar á einstökum köflum, að svo milílú loýtllyom samanburði verÖur við kó_rnið á veðurfari á íslandi og í Nolégi. Hefur áður verið haft samband við þessa menn báðá, þár eð mikils vert þótti aö styðjast við reynslu Norðmanna við gerð hjspennu- lína í þeim landshlutum; þar sem skilyrði eru einna líkust. — Allan samanburð á veður- fari verður þó að gera með gát, sagði Flosi Hrafn Sigurðsson, er við ræddum við hann. Það er enginn efi, að á þessari leið geta veður orðið harðari en til dæmis austanfjalls í Noregi, en í Nor- egi er aftur á móti víða mikil ísing. Jakob Björnsson orkumála- stjóri sagði, að byrjað yrði á háspennulínunni í vor. — Við getum að vísu ekki að svo stöddu sagt nákvæmlega, hvenær vors það verður, og það ekki víst, að það verði endilega byrjað 'annað hvort nyrzt eða syðst. Það er til dæmis líklegt, að sumarið verði notað til þess að vinna að línunni, þar sem vinna er örðugust að vetrarlagi. Það er sjálfsögð hagræðing til þess að' tími notist sem bezt. □ FÉNAÐUR í EYJUM Sjónvarpið sýndi nýlega hross og kindur í eyjum nálægt höfuð borginni. Dýraverndunarmenn höfðu kært út af illri nieðferð á þessum skepnum og sögðu þær horaðar. Ekki vildu eigendur við kæruna una og kvöddu til dýralækni og forðagæzlumann. Voru nú hrossin aftur sýnd og nú í liúsi. Þau voru vel feit og það jafnvel svo, að foli á tamn- ingaraldri var ekki talinn tamn- ingahæfur vegna þess hve feit- ur hann var og þungur á sér. DÝRAVINIR Ekki er hér í efa dreginn góður vilji dýravemdunarmanna, sem kærðu út af búfénaði í eyjum og er það þakkarvcrt. En ekki er allt sem þekkingarlitlu fólki sýnist í þessum efnum og má í því sambandi vinna á kærur, sem fram voru bornar af góðum mönnum hér á Akureyri fyrir fáum árum, út af því að hross væru að verða hungurmorða í Kræklingahlíð, því þar sáust hrossahópar langt frá bæjum, en ekki sá á dökkan díl. Hrossa- kvalararnir áttu að fá kveðju í Degi. ATHUGUN FÓR FRAM Blaðið fékk þá valinkunna menn, dýralækni og hestamenn, til að skoða hrossin og fór blaða maður með þeim. Við athugun kom í ljós, að lirossin liöfðu KJÖRDÆMISÞING KJÖRDÆMISÞING Framsókn- arflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið á Akureyri 16. marz, eða næsta laugardag. Eflaust verða þar mörg meiriháttar mál til um- ræðu, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni, en fyrst og fremst fjallar þingið þó um héraðsmál í þessu kjördæmi, gerir álykt- anir um mörg mál, sem þing- menn síðan hafa að veganesti inn í þingsalina. Þar sem búist er við eins dags kjördæmisþingi, er áríðandi að mál verði svo vel undirbúin sem kostur er og málflutningur mið- aður við takmarkaðan tíma. □ ÞÝZKUR listamaður, Rudolf Weissauer, opnaði málverka- sýningu á Akureyri á fimmtu- dag og stendur sýningin til sunnudagskvölds, er opin frá kl. 2—10 dag hvern. Sýningin er í húsakynnum Nýjabíós, efri hæð, Ráðhústorgi 9. Listamaðurinn sýnir 60 grafik og vatnslitamyndir og er sýning þessi á vegum Myndlistafélags Akureyrar. □ UM SJÓNMENNT NÚ í fyrsta sinn er hægt að þreyta inntökupróf í Myndlista- og handíðaskóla íslands hér norðanlands, nánar tiltekið í Myndsmiðjunni á Akureyri. Dýrar ferðir suður til Reykja víkur geta umsækjendur nú sparað sér, ferðir sem einnig eru í mörgum tilfellum farnar án árangurs. Það er staðreynd að mikil aðsókn er að skólanum og má segja að slegðist sé um hvert sæti. Áætlað er að inntökuprófið hefjist í Myndsmiðjunni 4. júní og standi í fjóra daga. 1—2 kennarar frá Myndlista- og handíðaskólanum verða við- staddir til leiðbeiningar á inn- tökuprófinu. Þeir sem geta þreytt inntöku- próf á þessum tíma, hafi sam- band við Myndsmiðjuna sem allra fyrst. Þeir sem vilja taka inntökupróf á öðrum tíma, haf- ið einnig samband við okkur. Skrifstofan er opin á miðviku dögum milli kl. 17—19, sími 11237, einnig er hægt að hringja á mánud.-, þriðjud.-, fimmtud,- og föstud. milli kl. 20—22. Skólastjóri Myndsmiðjunnar. ágætan liaga og voru í góðum holdum. En atvikin í eyjunum og í Kræklingahlíð sanna þó alls ekki, að eftirlit með skepn- um er úti ganga og bjarga sér á vetrum, sé ætíð nægilega gott. Ábendingar í þessu efni geta þó verið hinar þörfustu, og á jafnan að taka þær til athug- unar, cnda oft á gildum rökum reistar. f RÉTTA ÁTT Fregnir herma, að nú gegni læknar eða læknanemar flesum læknishéruðum Iandsins og eru það mikil umskipti frá því sem var. Landlæknir gerir sér von um, að svo verði il frambúðar, þar sem ört fjölgar í lækna- stéttinni. Að vísu er ýmsum læknishéruðum þjónað af ná- grannalæknum. En allt frá 1960 hafa um 40 af hverjum íslenzk- um læknum verið við nám og störf erlendis. Ef þeir kæmu allir hcim til starfa, yrði einn læknir á hverja 480 landsmenn, og væri það ríflegur lækna- kostur. En ennþá vantar marga heimilislækna, t. d. í Reykjavík. IÐNAÐUR TIL ÚTFLUTNIN GS Á síðasta ári varð 40% verð- mætisaukning á útfluttum iðn- vörum. Nam verðmætið, fyrir utan ál, rúmlega 1.6 milljörðum króna. Mest varð aukningin í ullarbandi og lopa, en næstmest á loðsútuðum skinnum og vör- um úr þeim. Iiinir miklu möguleikar í ull- ar- og skinnavöru, erú ljósari en nokkru sinni. Áhugi á betri framleiðslu og meiri og betri iðnvörum úr þessum landbún- aðarvörum vex með ári hverju. Taldii' eru miklir möguleikar á að framlciða verðmætari ull og skinn, bæði með kynbótnm, betri fóðrun og síðast en ekki sízt betri meðferð. En of lítill verðmunur á þessum vöruflokk um hefur til þcssa ekki aukið þann áhuga framleiðenda, sem nauðsynlegastur er, og iðnaðar- menn eiga eflaust eftir að auka og bæta hinar ýmsu iðnvörur. ÁSTIN MÍN ... Nýlega heyrði ég þessa vísu á förnum vegi og er hún eftir piparsvein: Ástin mín var aldrei nema hálf, engin vildi móðir hennar vera. Nú er hún dauð og dottin um sig sjálf. O, drottinn minn, hvað á ég nú að gera? HEIMILIS-TÍMINN heitir nýtt fylgirit Tímans, er 48 síður og er hið fyrsta komið út og er þegar uppselt. Snjólaug Braga- dóttir annast ritstjórn hins nýja fylgirits, Það er sama broti og Sunnudagsblað Tímans var, en það er hætt að koma út. Eins og nafnið bendir til, á Heimilis-Tíminn að flytja öllum á heimilinu eitthvað við þeirra hæfi, bæði ungum og gömlum, körlum og konum. Ritið fer vel af stað. Það fylgir Tímanum á fimmtudögum, til áskrifenda, en kostar 50 krónur í lausasölu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.