Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 7

Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 7
7 W' Hækkanir í tið vinstri stjórnarinnar V) NOKKRAR ATHUGASEMDIR MORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu birt súlurit, sem sýna hækkanir á verði ýmissa vörutegunda frá 1. ágúst 1971 til 14. jan. 1974. Telst mér svo til, að frá 15. jan. sl. hafi blaðið birt 19 súlurit þessa efnis. Skipt- ast þau þannig eftir vöruflokk- um, að 15 súlurit fjalla um inn- lendar landbúnaðarafurðir og vinnsluvörur úr þeim, eitt súlu- rit sýnir hækkun á íslenzku brennivíni og þrjú súlurit sýna verðbreytingar á ávöxtum. Raunar vill svo til, að síðasta súluritið, 'sem birt er eftir at- hugasemd Ingimars Sveinsson- ar um þessi mál, sýnir lækkun um 5,4% á vissri vörutegund, banönum. Hvernig Morgunblað ið fær raunverulega vitneskju um verðlag á ávöxtum hinn 14. janúar, veit ég ekki, en opin- berar heimildir munu ekki til frá þeim tíma um aðrar vörur en þær, sem opinber verðlagn- ing nær til. Samkvæmt þessum súluritum Morgunblaðsins er meðaltal verðhækkana á innlendum land búnaðarvörum 116,7% en meðal hækkun á ferskum ávöxtum 13,2%. Er þessi samanburður Morgunblaðsins gerður til að sýna landsmönnum og sanna, að innlendar landbúnaðarvörur hafi hækkað svona 9 sinnum meira en þær erlendu? Hag- stofa íslnads birtir á hverju ári Dráttarvélar hf. 25 ára FIMMTUDAGINN 7. marz áttu Dráttarvélar h.f. 25 ára afmæli. Fyrirtækið var stofnað 1949 af Sambandi ísl. samvinnufélaga í þeim tilgangi að annast inn- flutning á Ferguson dráttarvél- um og landbúnaðartækjum. Náðu Ferguson dráttarvélarnar strax geysimiklum vinsældum meðal bænda og hafa lengzt af síðan verið mest seldu dráttar- vélarnar hérlendis, hin síðari ár undir heitinu Massey-Ferguson. Frá sama framleiðanda hefur fyrirtækið auk þess flutt inn gröfu- og moksturssamstæður ásamt ýmsum vinnuvélum, sem sömuleiðis hafa gefið mjög góða raun. Auk þess hafa Dráttarvélar h.f. á liðnum árum tekið all- mörg önnur umboð fyrir marg- víslegar vélar og tæki. Meðal hinna þekkari má nefna Perkins díselvélar, Hanomag-Henschel bifreiðar, Alfa-Laval mjólkur- vinnsluvélar, Mueller mjólkur- kæligeyma, Siera útvarps-, hljómburðar- og heimilistæki, Frigor frystikistur og Hellesens rafhlöður. í fyrstu stjórn Dráttarvéla h.f. voru þeir Agnar Tryggvason formaður, Helgi Þorsteinsson og Kristjón Kristjónsson. f núver- andi stjórn eru þeir Hjalti Páls- son formaður, Hjörtur Hjartar varaformaður og Agnar Tryggvason. Fyrsti fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var Hjalti Pálsson, en aðrir sem veittu fyrirtækinu forstöðu á liðnum árum voru þeir Runólf- ur Sæmundsson og Baldur Tryggvason. Núverandi fram- kvæmdastjóri er Arnór Valgeirs son. Endurskoðendur eru Óskar Jónatansson og Geir Geirsson. Aðsetur fyrirtækisins er að Suðurlandsbraut 32 í Reykja- vík. Dráttarvélar h.f. munu minn- ast afmælis síns í sambandi við aðalfund fyrirtækisins, sem haldinn verður í apríl n. k. (Fréttatilkynning) skrá yfir útsöluverð á ýmsum neyzluvörum og þjónustu í Reykjavík. Síðasta skrá þessa efnis birtist í desemberhefti Ingi Tryggvason. Hagtíðinda 1973 og greinir frá verðlagi í nóvemberbyrjun sama árs. Auðvitað hefúr verð- lag breytzt á ýmsum vörum frá þeim tíma, en til að bera saman verðhækkanir á innlendum og erlendum landbúnaðarvörum TILKYNNT hefur verið úthlut- un listamannalauna þetta árið og hlutu 119 manns listamanna- laun. Þar ef eru 60 í hærri flokki og fá 120 þúsund krónur. í lægri flokki, 60 þúsund krón- ur, eru 47 manns. En Alþingi úthlutaði 17 listamönnum laun, 250 þúsund krónur til hvers. í úthlutunarnefnd listamanna launa eiga sæti: Halldór Krist- jánsson, séra Jóhannes Pálma- son, Andrés Kristjánsson, Helgi Sæmundsson, Hjörtur Krist- mundsson, Magnús Þórðarson og Sverrir Hólmarsson. 250 þúsund krónur. Ásmundur Sveinsson, Brynj- ólfur Jóhannesson, Finnur Jóns son, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur G. Hagalín, Gunn- ar Gunnarsson, Halldór Lax- ness, Kristmann Guðmundsson, Páll ísólfsson, Ríkharður Jóns- son, Tómas Guðmundsson, Þór- bergur Þórðarson. Áður veitt af Alþingi. Veitt af nefndinni: 120 þúsund krónur. Agnar Þórðarson, Ármann Kr. Einarsson, Árni Kristjáns- son, Björn Ólafsson, Bragi Ás- geirsson, Eiríkur Smith, Elin- borg Lárusdóttir, Guðmunda og verðþróun þeirra, verður að taka tíma, þegar sams konar upplýsingar liggja fyrir um báða vöruflokka. Þar sem þau súlurit, sem Morgunblaðið hef- ur þegar birt, gefa tilefni til slíks samanburðar, þykir mér rétt að hann komi fram í nokk- uð breyttri og að mínum dómi réttari mynd. í aftasta dálk er sýnd prósenthækkun innlendu landbúnaðarvaranna, þegar áhrif niðurgreiðslna hafa verið numin burt. Sölugengi dollar- ans gagnvart krónu var 88,10 1. ágúst 1971 en 84,10 1. nóv. 1973. í athugasemd, sem Morgun- blaðið gerði við grein Ingimars Sveinssonar segir, að ástæðan til þess, að landbúnaðarvörur hafa tvo oft komið við sögu í súluritunum sé ekki sú, að blað- ið telji bændur fá of mikið í sinn hlut, heldur einungis að vekja athygli á verðbólguþróun inni. Enginn neitar því svo ég viti, að hér á landi er verð- bólga, og minnir mig, að hún sé ekki nýtt fyrirbrigði í íslenzku efnahagslífi. Um hitt deila menn, hverjar séu orsakir verð- Andrésdóttir, Guðmundur Daní elsson, Guðmundur Frímann, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Símonar, Gunnar M. Magnúss, Halldór Stefánsson, Hannes Pétursson, Hannes Sig- fússon, Heiðrekur Guðmunds- son, Hringur Jóhannesson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakob- ína Sigurðardóttir, Jóhann Bríem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jó- hannesson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helga- son, ritstjóri, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr Vör, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, María Markan, Matthías Jóhannessen, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ólög Pálsdótt- ir, Pétur Friðrik, Róbert Arn- finnsson, Rögnvaldur Sigurjóns son, Sigurður Sigurðsson, Sigur jón Ólafsson, Snorri Hjartarson, Stefán Hörður Grímsson, Stefán íslandi, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Thor Vil- hjálmsson, Valtýr Pétursson, Valur Gíslason, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Þorsteinn Valdimarsson, Þorvaldur Skúlason, Þórarinn Guðmundsson, Þórarinn Jóns- son, Þóroddur Guðmundsson. bólgunnar. Þess eru dæmi, að menn horfa í því efni mjög til innlendra hækkana, ekki sízt á landbúnaðarvörum, mótmæla þeim í ræðu og riti, en taka ekki einu sinni eftir hækkunum erlendis frá. Ein ástæðan er ef til vill sú, að allar breytingar á verði innlendra landbúnaðar- vara eru auglýstar mjög ræki- lega o gþykja fréttaefni fjöl- miðla, en enginn nefnir á nafn, þótt sykurkílóið eða hveitipund Lionsklúbbur Ak ÞANN 15. febrúar sl. afhenti stjórn Lionsklúbbs Akureyrar Vistheimilinu Sólborg að gjöf kr. 110.000,00 er verja skal til að ganga frá umferðarleikvelli á lóð heimilisins. Fjár til vallar- gerðarinnar hafði Samband Lionsklúbba á Norðurlandi eystra safnað og gefið heimilinu til þessarrar ráðstöfunar eins og getið var um 4 blöðum á sínum tíma. i- Ekki tókst að Ijúka frágangi vallarins fyrir veturinn, en þó voru götur malbikaðar og gang- stígir er tengja hann við annað leiksvæði. Einnig voru smíðuð 60 þúsund krónur. Alfreð Flóki, Arnar Jónsson, Ágúst Fr. Petersen, Árni Björns son, Benedikt Gunnarsson, Birg ir Sigurðsson, Einar Hákonar- son, Eyborg Guðmundsdóttir, Eyþór Stefánsson, Filippía Krist jánsdóttir (Hugrún), Gréta Sig- fúsdóttir, Guðmundur L. Frið- finnsson, Guðrún frá Lundi, Gunnar Dal, Gunnar Reynir Sveinsson, Gunnar Örn Gunn- arsson, Hafsteinn Austmann, Hallgrímur Helgason, Haraldur Guðbergsson, Hörður Ágústs- son, Indriði Úlfsson, Ingólfur Kristjánsson, Jóhannes Helgi, Kári Eiríksson, Kristinn Péturs son (listmálari), Magnús Á. Árnason, Magnús Blöndal Jó- hannsson, Oddur Björnsson, Ólöf Jónsdóttir, Óskar Aðal- steinn, Ragnar Páll Einarsson, Róbert A. Ottósson, Rut Ingólfs dóttir, Sigurveig Hjaltested, Skúli Halldórsson, Stefán Júlíus son, Steindór Hjörleifsson, Stein Þór Sigurðsson, Sveinn Þórar- insson, Sverrir Kristjánsson, Unnur Eiríksdóttir, Veturliði Gunnarsson, Vigdís Kristjáns- dóttir, Vilhjálmur Bergsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Þóra Friðriksdóttir, Örlygur Sigurðs- son. Q VERÐHÆKKANIR Á LANDBÚNAÐARVÖRUM i :)■ i Ú Í í t Innlendar landbúnaðarvörur: Dilkakjöt, súpukjöt 1. verðflokkur, kg....... Nýmjólk á heilhyrnum......................... Mjólkurostur, 45%, kg........................ Smjör, 1. flokkur, kg ....................... Kartöflur, 1. flokkur, 5 kg................. Innfluttar landbúnaðarvörur og vörur úr þeim: Rúgbrauð, 1,5 kg.......... Franskbrauð, 500 g........ Hrísgrjón, pökkuð, kg . . . . Epli, ný, kg ............. Bananar, nýir, kg......... Rússínur, pakkaðar, kg . . . . Strásykur, pakkaður, kg . . Ávaxtasulta, blönduð, % kg Kaffi, brennt og malað, kg Hækkun Hækkun Ágúst 1971 Nóv. 1973 útsöluv. án niðurgr. % % 124,50 231,00 85,5 75 12,60 22,20 76,2 61 142,50 277,00 94,4 60 130,00 312,00 140,0 64 9,00 26,60 195,5 66 Ágúst 1971 Nóv. 1973 Hækkun % 26,00 42,00 61,5 18,50 32,00 72,9 56,26 95,68 70,0 79,63 105,96 33,0 66,91 87,00 30,0 94,02 251,68 167,7 26,02 52,82 102,9 46,30 93,30 101,5 200,00 318,00 59,0 Úthlutun lislamannalaunanna 1974 ið hækki. Allir sem til þekkja vita, að verðbreytingar inn- lendra landbúnaðarvara eru í nánum tengslum við almennar breytingar á verði vöru og þjón- ustu. Lög um verðlagningu ís- lenzkra búvara eiga að tryggja bændum sannvirði fyrir vöru sína og neytendum vöruna á kostnaðarverði. Hygg ég, að í þeim viðskiptum hafi ekki verið hallað á neytendur á undan- förnum árum. | 25. febrúar 1974. Ingi Tryggvason. lítil hús, sem sett verða niður með vorinu. Að baki vallargerðinni liggur sú hugmynd, að skapa smækk- aða mynd af bæjarfélagi er geymi þjónustustofnanir eins og verzlun, pósthús, lögreglustöð, benzínafgreiðslu o. fl., en öku- tækin verða þríhjól, reiðhjól og jafnvel litlir rafknúnir bílar, sem tekist hefur að útvega. Enginn vafi leikur á því, að leiksvæði þetta á eftir að verða vistfólki á Sólborg til þroska og ánægju er fram líða stundir. Lionsklúbbur Akureyrar hef- ur um nokkurt skeið haft það á sinni stefnuskrá að styrkja starfsemi Vistheimilisins Sól- borgar og vill stjórn heimilisins færa klúbbfélögum þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess og margvíslegan ann- an stuðning á liðnum árum. Stjórn Sólborgar vill einnig við þetta tækifæri þakka bæjar- búum hversu vel þeir hafa ávallt brugðist við fjáröflun klúbbsins og á þann hátt gert félögum hans mögulegt að vinna að þessu verkefni. , (Fréttatilkynning) 1 HANDBÓK BÆNDA 1974 FYRIR stuttu kom út hjá Bún- aðarfélagi íslands 24. árgangur Handbókar bænda. Eins og endranær eru margar ganglegar leiðbeiningar í bókinni. Sam- tals hafa um 40 manns lagt til efni í bókina að þessu sinni. Svo til allt efni bókarinnar er nýtt. Sú venja hefur skapazt á undan förnum árum að gera einhverj- um þætti landbúnaðarins sér- staklega góð skil. í Handbók- inni 1974 eru tveir slíkir þættir, annar fjallar um vothey en hinn um sauðfé og þá sérstaklega um kynbætur þess. Það er ekki að- eins, að Handbókin eigi erindi til bænda, því í henni eru ýms- ar gagnlegar leiðbeiningar um garðrækt, skógrækt og minka- veiðar svo eitthvað sé nefnt. Handbók bænda er að þessu sinni 432 blaðsíður. Bókin er prentuð hjá Gutenberg. Bók- band annaðist Bókbindarinn h.f. Ritstjóri er Agnar Guðnason. Q Fæst í kaupfélaginu ~ v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.