Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Bændaklúbbur EITT er það fræðslu- og félagsform, sem ber öðru hærra við Eyjafjörð hin síðari árin. Það eru eyfirzku bændaklúbbsfundirnir, sem nú eiga orðið verulega sögu að baki. Mörg fyrri ár þessara funda, stóðu áhuga- menn að fundarboðun. Félag að baki klúbbfundanna var ekki til, og því var þar enginn skráður félagi. Engin fundargerð var skráð, ekkert félagsgjald greitt, aldrei gerð fundar samþykkt og næstum einu heimild- irnar, sem um bændaklúbbsfundina er til, er að finna í frásögnum Dags af hinum einstöku fundum. Þrátt fyrir þetta formleysi eða vegna þess, jókst aðsóknin að fund- um þessum, sem oftast voru haldnir á Hótel KEA og eru enn, jefnvel svo, að fullt er stundum út úr dyrum. Hinum ýmsu félagshyggjumönnum fannst i upphafi lieldur sviplítið, að niðurstöður fundarins kærnu ekki fram í ályktanaformi eða yfirlýsing- um, jafnvel áskorunum, en aðrir menn tóku þar skarið af og lögðu meira upp úr fræðslu- og kynningar- gildi fundanna, en skriflegum sam- þykktum. Eðlilegt er þá að bera fram þá spurningu, um livað fundirnir f jalli? Þeir fjalla um allar greinar land- búnaðarins og eru í formi framsögu- erindis, fyrirspurna og umræðna. Einn efnisþátur er tekinn til um- ræðu hverju sinni og þá leitast við að fá sérfróðan framsögumann. Að erindi hans loknu hefjast. umræð- umar. Sýnist þar sitt hverjum, fyrir- spumir em fram bomar, athuga- semdir gerðar og bændur segja frá reynslu sinni í viðkomandi grein. Umræður standa oft fram á nótt og venjulega reynist fundartíminn of skammur. Meðal umræðuefna á bændaklúbbsfundum eru hverskon- ar nýjungar í landbúnaði, sem fær- ustu menn eru fengnir til að skýra frá. Hinir fjölmennu og fjörugu bændaklúbbsfundir á Hótel KEA er veigamikill þáttur í menntun bænda við Eyjafjörð. Þeir eru einskonar búnaðarháskóli þeirra, þar sem menntandi fyrirlestrar eru fluttir, orðsins list iðkuð af bændanna liálfu, jafnvel kappræður, og vera má, að hinir ýmsu leiðandi menn landbún- aðarins í héraði og á vxðari vettvangi, liafi einnig talsvert af bændum lært á þessum fundum. Á sama tíma og hin ýmsu félög í bæ og byggð eru að visna upp af áhugaleysi þyrpast bændur og bænda synir á bændaklúbbsfundi. Þeir, sem annast fræðslu- og félagsstörf við Eyjaf jörð, ættu að gefa bændaklúbbs fundunum meira gaum. □ AKUREYRI er miðstöð vetrar- íþrótta hér á landi. í Hlíðar- fjalli hefur betri aðstaða verið sköpuð til skíðaiðkana og skíða- íþrótta en á öðrum stöðum. Þangað er nú kominn góður veg ur frá Akureyri. Skíðahótelið var þar opnað 15. janúar og er forstöðumaður þess ívar Sig- mundsson. Örstutt frá hótelinu er hin ágætasta skíða-stólalyfta, afkastamikil og örugg, og all- langt uppi í brekkunum er tog- braut, kennd við Stromp og önnur togbraut heima við Skíða hótelið. Kominn er snjótroðari í Hlíðarfjall, mjög til hagræðis fyrir skíðamenn og talinn hið mesta þarfaþing. í Skíðahótelinu fást hvers- konar veitingar, gisting og gufu- böð, og þegar drottinn gefur snjóinn, svo sem nú í vetur, er Hlíðarfjall mikil skíða-Paradís og fjallið er ennfremur hin mesta snjóakista, svo að þar eru skíðabrekkur oft góðar langt fram á sumar. Skíðahótelið lánar skíði og heíur í sinni þjónustu skíða- kennarana Hörð Sverrisson og Fararsjóri og nemendur frá Skagaströnd. ans á Höfn í Homaíirði varð fyrstur fyrir svörum. Hann var þarna með 33 nemendur, en far- arstjórar, ásamt honum, voru fjórir. Hann sagði að skólahús Þrír skólahópar í Hlíðarfjalli Gunnlaugur Sigurðsson, skóla stjóri Gagnfræðaskóla Garða- hrepps, verður næstur fyrir svörum. í hans skóla eru 450 nemendur. En hingað norður komu 7 nemendur, Birna Bjarnadóttir kennari og farar- stjóri, auk hans. Hvers vegna svona lítill hóp- ur? Svarið var það, að nem- endaráð skólans hefði valið (Ljósmyndir E. D.). komið í skíðafötin og út á skíði, er eiginlega alltaf gott veður. Formaður nemendaráðsins er Guðrún Olsen og formaður íþróttaráðs skólans er Guðfinn- ur Sigurðsson. Til þeirra er beint spurningu um skóladans- leikina og brennivínið. Svör þeirra eru: Dansleikirnir hjá okkur eru alveg vandræðalausir og við erum, að heita má, laus Guðmund Sigurbjörnsson og fleiri þegar á þarf að halda. En alls er átta fastráðið fólk við hótelið og svo er bætt við fólki eftir þörfum. -Fyrir mörgum árum var sá háttur upp tekinn, að veita skólafólki á Akuryeri þess kost að dvelja í hópum og undir stjórn kennara sinna til skiptis í Hlíðarfjalli og Skíðahótelinu. Skólarnir eða skólafólkið virð- ist hafa minni áhuga á þessu en fyrrum. Hins vegar koma skólahópar víðsvegar að af land inu í mjög vaxandi mæli. Þegar sá er þetta ritar skrapp upp í Skíðahótel á fimmtudag- inn í síðustu viku, voru þar nem endahópar frá þremur skólum, ásamt fararstjórum og kennur- um, frá Homafirði, Garðahreppi og Skagaströnd. Rætt var litla stund við nokkra í þessum hópupa. .» Pétur E. A. Emilsson skóla- umsjónarmaður Gagnfræðaskól í Höfn væri nýtt, tekið í notkun nú í haust og nemendur væru um 90 talsins. En skóla- stjóri er Heimir Þ. Gíslason. Nemendurnir létu það álit í Ijósi, að ferðin væri góð hvíld frá bókum og myndi námið verða betur stundað á eftir. Skíðaíþróttin væri Hornfirðing- um að mestu framandi, enda byggj u þeir í snjóléttum lands- hluta. Fæstir höfðu áður komið á skíði. Nemendum þótti Skíða- hótelið heimilislegt og mjög við- feldið, snjórinn mikill og förin hingað norður og dvölin í Hlíð- arfjalli skemmtileg andstaða við sumar-skemmtiferðirnar, og ekki minni lærdómur í því en ýmsu öðru. Fólkið var mjög ánægt með ferðina. . Höfn í Hornafirði er einn at- vinnutryggasti staður á mörg- um undanfömum árum. Þar er sjávarútvegur stundaður allt árið, tekjur fólks taldar mjög háar og mikið um nýbyggingar vandaðra íbúðarhúsa. Skólastjóri og nemendur úr Garðahreppi. þessa nemendur, vegna dugnað- ar við nám og félagsstörf í skól- . anum, ennfremur annast kostn- að á móti skólanum, af þessari för. Þessi hópur frá Garða- hreppi heimsækir Gagnfræða- skóla Akureyrar í leiðinni. Það fóru allir á skíði strax og hingað var komið, segir fólk- ið og fór jafnvel enn á skíði eftir kvöldmat. Og þegar fólk er Pétur E. A. Emilsson og nokkrir viðstaddir nemendur frá Höfn. við áfengið. Skólastjóri blandar sér í málið og spyr nemendur sína hve margir hafi sannanlega verið staðnir að víndrykkju í skólanum í vetur. Fjórir, svara þau. Það eru fjórir aðaldans- leikir í skólanum yfir veturinn en svo er „opið hús“ og meðal - annars dansað þar í hverri viku og oftar en einu sinni, en áfengi er ekki haft um hönd. Þau sjá að mestu um þetta sjálf, segir skólastjórinn. Nemendum og kennurum ber saman um, að áfengið sé ekkert vandamál í skóla þeirra, og eru það gleði- leg tíðindi. Lárus Guðmundsson er síðast tekinn tali, en hann er sveitar- stjóri á Skagaströnd og leik- fimiskennari Höfðaskóla á Skagaströnd og fararstjóri, ásamt skólastj óránum, Jóhönnu Kristjánsdóttur. Nemendurnir eru 23, flestir úr fyrsta og öðr- um bekk, og hafa sumir þeirra komið hér áður í samskonar ferðum og láta vel yfir sér. í Höfðaskóla eru 130 nemendur og er þetta aðal skólaferðin þeirra. Á Skagaströnd hafa orðið mikil umskipti í atvinnulífinu, aukin útgerð, fisk- og rækju- vinnsla, skipasmíðar og sauma- stofa. 25 lóðum undir íbúðarhús hefur verið úthlutað tvö síðustu árin. Unga fólkið vill setjast þar að, síðan atvinna tók stakka skiptum og lífskjörin bötnuðu. E. D. fundi Eininger AÐALFUNDUR Verkalýðs- félagsins Einingar var haldinn á Akureyri sunnudaginn 3. marz. f upphafi fundar minntist fráfarandi formaður látinna fé- lagsmanna og gaf síðan yfirlit um helztu þætti í starfi félags- ins á síðasta ári, en Guðjón Jóns son, starfsmaður félagsins, las reikninga og skýrði þá. Starf- semi félagsins á liðnu ári hefur að langmestu leyti einkennzt af undirbúningsvinnu vegna nýrra kjarasamninga og svo vinnu við gerð þeirra að undanförnu. En aðalsamningarnir voru lagðir fyrir félagsfund á fimmtudag- inn var og samþykktir þar með öllum greiddum atkvæðum gegn 7. Hins vegar er enn eftir að ganga frá fjöldá sérsamninga, sem félagið hefur við einstaka aðila, svo sem Akureyrarbæ, sjúkrahús, elliheimili, veitinga- hús og fleiri. Félágsmenn í Einingu eru nú 1790 og hefur fjölgað um liðlega 100 frá aðalfundi í fyrra. Skipt- ast félagar þannig milli félags- deildanna, að í Akureyrardeild eru 1150, Ólafsfjarðardeild 321, Dalvíkurdeild 219 og Hríseyjar- deild 100. Konur eru hálfu þriðja hundraði fleiri en karlar. Kostnaður við rekstur félags- ins jókst mikið á liðnu ári og varð því óhagstæðari útkoma á reikningum en oftast áður, en þó varð veruleg aukning á ýms- um sérsjóðum, samanlagt um 2.9 millj. kr., og bókfærðar eign ir félagsins eru liðlega 15 millj. króna. Á aðalfundinum var lýst úr- slitum stjórnarkjörs, sem fram fóru í janúar með allsherjar- atkvæðagreiðslu milli tveggja lista. Urðu nú formleg stjórnar- skipti, og er félagsstjórnin þannig skipuð: Jón Helgason formaður, Gústaf Jónsson vara- formaður, Þorsteinn Jónatans- son ritari, Jakobína Magnús- dóttir gjaldkeri, Sigríður Pálma dóttir, Ólöf V. Jónasdóttir og Gunnar Sigtryggsson meðstjórn endur. Við allsherjaratkvæðagreiðsl- una var einnig kjörið nýtt trún- aðarráð og endurskoðendur, en á aðalfundinum var kosið í stjórnir sérsjóða félagsins og í ýmsar nefndir, m. a. var kosin ný samninganefnd fyrir félagið, og verður það fyrsta verkefni hennar að ganga frá þeim sér- samningum, sem enn eru ógerð- ir. Aðalfundurinn var fjölsóttur og umræður fjörugar, en vegna þröngra tímamarka, sem hon- um höfðu verið sniðin, tókst ekki að ljúka fundarstörfum og verður framhaldsaðalfundur kl. 2 næsta sunnudag, 10. marz, í Alþýðuhúsinu. (Fréttatilkynning) zy Z7 Starfandi er ÁA-deild á Ákureyri AÐ gefnu tilefni skal Upplýst, að AA-deild tók til starfa hér á Akureyri sl. sumar, sem skipu- lögð samtök. Deildin heldur vikulega fundi og starfar að öllu leyti í sáma anda og aðrar slík- ar. Þátttaka hefur verið góð og umtalsverður árangur hefur náðst nú þegar. Þeir, sem æskja nánari vitn- eskju um samtök þessi, með þátttöku fyrir augum, geta hringt í síma 22373 milli kl. 9 og 10 á mánudags- og föstudags- kvöldum, fyrst um sinn. Hvað er AA? AA-samtökin eru félagsskap- ur karla og kvenna, sem sam- hæfa reynslu sína styrk og von- ir, svo að þau megi leysa sam- eiginleg vandamál sín og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu. Til þess að gérast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Starfandi AA-félagar eru áhugamenn, sem ekki taka laun fyrir störf sín. Nafnleynd er í heiðri höfð og nöfn þeirra, sem leita samtakanna eru aldrei skráð. Hver sá, sem telur sig eiga við áfengisvandamál að stríða, getur leitað til samtak- anna, án nokkurra skuldbind- AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óliáð hverskyns félags- skap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur, og taka ekki afstöðu til opinberra mála, Höf- uðtilgangur okkar er að vera ódrukkinn og að styðja aði'a drykkjumenn til hins sama. En — enginn hættir að drekka nerna hann vilji það sjálfur. AA-deildin á Akureyri. BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur nú samþykkt, að heimila íþróttaráði að panta togbraut þá, sem rætt hefur verið um að setja upp í Hlíðarfjalli, við Stromp, þar sem togbraut Skíða ráðs Akureyrar er nú. Væntanlega verður hægt að taka nýju togbrautina í notkun næsta haust, og verður unnið við uppsetningu hennar í sum- ar, en það er talsvert verk, þar sem flytja þarf allt efni neðan úr bæ upp í Hlíðarfjall. Með tilkomu þessarar nýju togbraut- ar batnar enn aðstaða til skíða- iðkana í fjallinu, bæði fyrir keppendur og alla þá fjölmörgu bæjarbúa, sem nýta hina góðu aðstöðu þar til útiveru. Tog- braut Skíðaráðs, sem lengi hef- ur þjónað góðu hlutverki í Hlíðarfjalli, kemur væntanlega enn um skeið að góðum notum og hafa komið fram hugmyndir um, að færa hana neðar í fjallið, en þar kemur hún sér vel fyrir þá, sem ekki hafa náð mikilli leikni í skíðaíþróttinni. Áætlaður kostnaður við nýju skíðalyftuna er rúmar 4 millj. króna, og er þá reiknað með öllum kostnaði, en sjálf kostar lyftan um 2 millj. króna. Margir þátttakendur. í ársskýrslu ÍBA er tala sú, er hér birtist og sýnir hún hve margir félagar eru í hinum ýmsu aðildarfélögum ÍBA og hve margir stunda hinar ýmsu íþróttagreinar. Þeir eru þó ekki taldir með hinir fjölmörgu bæj- arbúar, sem nýta Sundlaug Ak- ureyrar sér til hressingar og heilsúbótar og eins munu þeir ótaldir er iðka badminton o. fl. í íþróttahúsinu og í Skemm- unni. í íþróttasalina komast miklu færri en þar þyrftu að fá tíma, og er íþróttaskemman upptekin vegna æfinga hjá íþróttafélögunum KA og Þór og Nófaveiði fyrir Norðurfandi SL. MÁNUDAG urðu nokkrar umræður í neðri deild Alþingis um nótaveiði norðlenzkra fiski- báta. Sjávarútvegsráðherra, Lúðvík Jó'sepsson, upplýsti, a.ð erindi útgerðar- og sjómanna af Norðurlandi um áframhaldandi heimild til veiða með þorsknót væri til sérstakrar athugunar í sjávarútvegsráðuneytinu. Tveir ÚRN Ó. JOHNSON AÐAL- FORSTJÓRIFLUGLFIÐA Á STJÓRNARFUNDI Flugleiða h.f. þann 22. f. m. var tekin ákvörðun um stjórnarfyrir- komulag félagsins, sem gilda skal frá 1 marz sl. til aðalfundar 1976, en þau mál hafa verið til athugunar undanfarna mánuði. Meginatriði fyrrgreindrar samþykktar eru þessi: 1. Sérstök stjórnarnefnd skip- uð þremur mönnum fer með völd stjórnarinnar milli stjórn- arfunda. Verkefni stjórnar- nefndar eru jafnframt að móta stefnu félagsins og annast fram- kvæmd sameiningar flugfélag- anna tveggja, Flugfélags íslands h.f. og Loftleiða h.f., á þann hátt, sem fyrirhugað er. Stjórnarnefnd skipa þeir Örn Ó. Johnson, sem er formaður hennar, Alfreð Elíasson og Sig- urður Helgason. 2. Forstjórar félagsins verða þrír, þeir Örn Ó. Johnson, sem verður aðalforstjóri, og Alfreð Elíasson og Sigurður Helgason. Forstjórarnir skipta með sér málaflokkum í daglegum rekstri, þannig, að Örn Ó. John- son fer með stjórnskipunarmál og innanlandsflug, Alfreð Elías- son með flugrekstrar og tækni- mál og hótel og bílaleigu, en Sigurður Helgason með fjármál og markaðsmál. □ þyrfti íþróttafólkið raunar miklu fleiri tíma, en þeir eru ekki fáanlegir. Og almenningur í bænum fær ekki inni í íþrótta- húsunum en mikill og vaxandi áhugi er hjá fullorðnu fólki í bænum að liðka sig einu sinni til tvisvar sinnum í viku. Vonir standa nú til, að hafin verði bygging íþróttahúss við Glerárskólann í sumar og bætir það vissulega dálítið úr því ~vandræðaástandi, sem ríkir í íþróttahúsmálum í bænum. Þá virðist nú loksins kominn skriður á byggingu íþróttahúss, sem notað verður af Gagnfræða- og Menntaskólanum og verður reist á túninu sunnan sundlaug- arinnar. Þar verður byggt svo- kallað svæðishús með áhoífendá svæði fyrir ca. 1200 manns. Það er von allra, er láta sig þessi mál einhverju skipta, að staðið verði að þeii'ri byggingu af myndarskap, enda mál til komið að nemendur þessara skóla fái viðunandi íþróttahús, en gömlu íþróttahúsin á brekk- unni, sem þjónað hafa íþrótta- kennslu um langan aldur, eru nú orðin úrelt og algerlega ófull nægjandi til að þjóna þessum hluta kennslunnar. Þá rísa íþróttasahr við Lundarskóla og Oddeyrarskóla, enda er enginn skóli talinn fullbyggður í dag, ef íþróttasalinn vantar. Það má því búast við því, að á næstu árum fjölgi mjög þeim Akur- eyringum, sem taka þátt í ein- hverskonar íþróttastarfi, enda er sú stefna ríkjandi, að efla íþróttaiðkanir almennings. Yfirlit yfir félagatölu og íþróttaiðkendur sanikvæmt . kennsluskýrslu I.S.Í. 1972. KONUR KARLAR af þingmönnum Norðlendinga, Lárus Jónsson og Ingvar Gísla- son, bentu á, að þorskanótayeiði norðlenzkra sjómanna væri verulegt hagsmunamál, sem gefa yrði sérstakan gaum. Ingvar Gíslason sagði m. a.: „Hér er um verulegt vanda- mál að ræða, sem nauðsynlegt er að finna skynsamlega leið til að ráða við. Það verður að finna skynsamlega leið út úr þessum vanda. Ég vil benda hæstvirtum ráðherra á, að þó að finnast kunni mismunandi skoðanir norðanlands um þessi efni, þá er ákaflega margt, sem mælir með því og miklir hagsmunir í veði, enda áhugamál margra, að áfram verði heimilað að veiða með nót að vissu marki fyrir Norðurlandi. Það eru býsna margir bátar, sem nota þetta veiðarfæri. Og þó að það sé kannske ekki mikill fjöldi báta miðað við alla báta landins, þá er þetta býsna stór floti miðað við einstaka útgerðarstaði og Norðurland í heild, þannig að það kann illa að fara, ef ekki verður fundin skynsamleg leið út úr þessum vanda. Ég vil vænta þess, að hæstvirtur ráð- herra og menn hans í ráðuneyt- inu leiti allra skynsamlegra leiða til þess að leysa þetta vandamál.“ Q Félög: 16 ára eldri en 16 ára eldri en Alls og yngri 16 ára og yngri 16 ára K. A 148 60 474 230 912 Þór 150 130 325 400 1005 I. M. A 20 75 95 Golfklúbbur Ak 3 5 13 82 103 Róðrarkl. Æ.F.A.Kr .. 20 10 30 Sjóferðafél. Ak. ..... 1 20 23 44 Skautafél. Ak. ...... 14 6 63 48 131 Skotfél. Ak 4 17 21 Sundfél. Óðinn 20 3 15 8 46 Tennis- og badminton 8 10 46 64 Samtals 335 237 940 939 2451 íþróttaiðkendur: Fimleikar 10 5 60 30 105 Sund 46 43 56 61 206 Frjálsar íþróttir 32 18 50 22 122 Knattspyrna 10 400 249 659 Handknattleikur .... 93 67 194 111 465 Körfuknattleikur .... 25 43 83 100 251 Skautaíþróttir 10 34 53 89 186 Skíðaíþróttir 186 86 309 198 779 Badminton 28 10 84 122 Golf 3 5 13 85 106 Róður * 25 20 40 85 Borðtennis 52 52 Blak 20 75 95 Skotfimi 4 17 21 Lyftingar 1 6 7 Innanhúss-knattsp. .. 10 30 40 Siglingar * *: ’ s » 1 20 23 44 Samtals 405 400 1268 1272 3345 - ÞJÓÐHÁTÍÐARÁRIÐ 1974 (Framhald áf hlaðsíðu 1) traustar rannsóknir þó jafnan fullan rétt á sér, miðað við hið fornkveðna, að það skuli hafa er sannara reynist. Og ekki kasta þessar rannsóknir neinni rýrð á tilefni þeirra hátíðahalda, sem fram munu fara á þessu herrans ári, né heldur veikja þær virðingu okkar á þessum gömlu, sígildu bókmenntun for- tíðarinnar, né heldur á ætt og sögu kynstofnsins, sem lifað hefur, þraukað í blíðu og stríðu. En Islendingar lifa minna í sögunni en áður og á síðustu tímum hafa þeir verið upptekn- ir af byltingu á flestum sviðum atvinnu og framkvæmda, og hafa aldrei verið uppteknari af peningahyggjunni en nú. Og því er ekki að leyna, að með þjóðinni gætir í vaxnadi mæli þreytu í andlegum efnum og virðist hún aukast með hinni efnalegu velsæld, hvernig sem á því stendur. Ekkert íslenzkt skáld hefur ennþá getað ort frambærilegt hátíðarljóð, í tilefni þjóðhátíðar innar, enda hefur um skeið ver- ið dekrað við óskapnað í ís- lenzkri ljóðagerð, og bera ávext irnir þess ljósast vitni. Yngsta kynslóðin er að lenda á villigötum í áfengismálum og af virðingarleysi fyrir uppruna sínum, sögu og samtíð. Hinir mörgu og velbúnu skólar hafa glatað virðingu og valdi yfir nemendunum, foreldrar hafa ekki tíma til að ala upp börn sín í guðsótta og' góðum siðum, því þau þurfa að taka þátt í lífsþægindakapphlaupinu og vinna helzt nótt og nýtan dag, ýmsir skólar hafa nú úthýst nemendur sína frá skóladans- leikjum vegna þess að kennar- ar ráða ekki við ölóða æsku. Það er gott að fá hringveg um landið, nýja skóla, vegi, sjúkra- hús bókhlöður, skip, bíla og flugvélar. En ekkert af þessu upprætir hina andlegu þreytu, sem nú verður svo víða vart í þjóðlífi okkai'. En það er gaman að halda hátíð og við skulum halda veglegar samkomur og minnast landsins okkar, upp- runa okkar og sögu og þeirra verðmæta, sem gaf lítilli þjóð þrek til að lifa í landi sínu í ellefu aldir. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.