Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 6

Dagur - 09.03.1974, Blaðsíða 6
6 LEIÐRÉTTING. f síðasta blaði I var sagt frá prófkjöri Fram- sóknarmanna á Dalvík, og sagt, að flokkurinn ætti þar tvo fulltrúa í sveitarstjórn- inni, þau Baldvin Magnússon oddvita og frú Valgerði Guð- : mundsdóttur. Niður féll nafn hins þriðja og er það Gylfi ! Björnsson. Leiðréttist þetta hér með. TIL Akureyrardeildar Rauða krossins: Gjafir frá öskudags- liði Hrefnu Ingólfsdóttur og Hörpu Gunnarsdóttur kr. | 1.050, öskudagslið Guðrúnar ! Jóhannsdóttur kr. 641,50, ösku ! dagslið Halls og Helga kr. 333, öskudagslið Helgu, Reg- ínu, Þóru og Aðalheiðar kr. i 640, öskudagslið Hjalta og Jón ! bergs og fl. kr. 500. — Holds- veikrasöfnun frá Soffíu Gunn laugsdóttur kr. 1.000 og frá A. B. kr. 5.000. GLOÐAFEYKIR SVO nefnist nær 100 blaðsíðna félagstíðindi Kaupfélags Skag- firðinga, og hefur 14. hefti bor- izt blaðinu. Ritstjóri og ábyrgð- armaður er Gísli Magnússon í Eyhildarholti. í þessum félagstíðindum er Tobíasar Sigurjónssonar minnzt, en hann var formaður kaup- félagsstjórnar. Þökkuð eru störf Sveins Guðmundssonar fyrrver- andi kaupfélagsstjóra, er í aldar fjórðung var forystumaður sam- takanna en' sagði framkvæmda- stjórastarfinu lausu á síðasta ári og við því tók Helgi Rafn Sveins son. Allmikið af rúmi ritsins er um „fallna félaga“ og skipta þeir tugum, sem þar er minnzt stuttlega. Þá eru frásagnir af aðalfund- um kaupfélagsins og mjólkur- samlagsins, og rakin skýrsla framkvæmdastjóra á aðalfundi K. S. 1973. ' Þá er vísnaþáttur og greinar um samvinnumál. Þá er þarna að finna grein, sem heitir Trúir á framtíð Fljótanna eftir ritstjór ann og margt fleira mætti nefna. Glóðafeykir — Félagstíðindi kaupfélags samvinnumanna — er vandað rit og á ýmsan hátt til fyrirmyndar. □ „VANDAMÁL“, RIT UM ÁFENGIS- OG FÍKNIEFNAMÁL VANDAMÁL nefnist 12 blað- síðna rit, sem Áfengisvarna- nefnd Akureyrar með stuðningi áfengisvarnanefnda við Eyja- fjörð, hafa gefið út og dreift um bæ og byggð. Ábyrgðarmaður er Ármann Dalmannsson. Rit þetta fjallar um vanda- mál áfengis og annarra fíkni- efna. Þeir, sem efni leggja til í rit þetta eru m. a.: Benedikt J. Hilmarsson, Dalvík, séra Bolli Gústafsson, Laufási, Guðríður Eiríksdóttir skólastjóri, Lauga- landi, Hanna K. Hallgrímsdótt- ir, Dalvík, Hermann Sigtryggs- son æskulýðsfulltrúi, Akureyri, Kristján E. Hjartarson, Dalvík, Sigríður L. Árnadóttir, Akur- eyri, Sigrún Baldursdóttir, Ak- ureyri, Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli, Steinar Frímannsson, Almreyri, Valgerður Stefáns- dóttir, Hrafnagilsskóla, Tryggvi Þorsteinsson skólastjóri, Akur- eyri og Þóroddur Jóhannsson framkvæmdastjóri UMSE. Ennfremur er í riti þessu vitnað í mörg ummæli, er birzt hafa í blöðum. □ BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR minnir á að sveitahraðkeppni félagsins hefst að Hótel KEA þriðjudaginn 12. marz kl. 8 Spilaðar verða fjórar umferð- ir, og er spilafólk beðið að mæta stundvíslega. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið á sunnudögum kl. 2—4 e. h. Tekið á móti skólafólki á öðrum tímum samkvæmt ósk- um. NATTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið kl. 2—4 á sunnudögum. ! Skólaheimsóknir á öðrum tím um eftir samkomulagi við safnvörð í síma 22983 og 21774, eða í fjarveru safn- varðar við Kristján Rögn- 1 valdsson í síma 11497. HEIMILI OG SKÓLI ANNAÐ hefti ársins 1972 af hinu vinsæla riti, Heimili og skóli, sem Kennarafélag Eyja- fjarðar gefur út, hefur nýlega verið sent blaðinu. Þetta tímarit um uppeldismál kemur út tvisv- ar á ári og er Valgarður Har- aldsson námsstjóri ábyrgðar- maður þess, en afgreiðslu- og innheimtumaður Guðvin Gunn- laugsson kennari. í þessu hefti er viðtal við Helga Elíasson fyrrv. fræðslu- málastjóra, Benedikt Gröndal segir frá Fræðslumyndasafni ríkisins, grein er um kennslu- gagnamiðstöð kennaraháskólans í Coventry og Snorri Sigfússon skrifar opið bréf til forstöðu- manna barnaskóla norðanlands. Þá er foreldraþáttur, þáttur um umhverfismál og fræðslu eftir Hjörleif Guttormsson og grein um hávaða og heyrnarvernd eftir Erling Þorsteinsson lækni. Baldur Ragnarsson námsstjóri ritar greinina Málið og skólinn, og þættir eru í heftinu um náms bækur og fréttir af uppeldis- málaþingi. Q TILIÍYNNING um breyttan lokunartíma sölubúða Vegna nýgerðra kjarasamninga verða sölubúðir vorar lokaðar á laugardögum frá og með 9. marz næstkomandi. ! stað þess verða þær fyrst um sinn opnar á föstudögum til kj. 19,00. Akureyri, 7. marz 1974 Kaupfélag Eyfirðinga Kaupfélag Verkaxnanna Amaro h. f. Hljómver Kjötverzlun Sævars Hallgrímssonar Raforka h. f. Véla- og raftækjasalan Verzlunin Drífa Verzlunin Hrund Markaðurinn Veizlunin Skemman Bóka- og blaðasalan Radio-búðin Örkin hans Nóa Bókval Verzl. B. Laxdal Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h. f. Verzlunin Dyngja Verzlunin Rún Verzlunin Ásbyrgi Tízkuverzlunin Regína Jón Bjamason úrsmiður Byggingavöruverzlun Tómasar Bjömssonar Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Tónabúðin Axel og Einar, Radiovinnustofan Helgam.str. 10 Gunnar Ásgeirsson h.f., Glerárgötu 20. BARNAFÆÐA „PABLUM“ pk duft, 3 tegundir „HEINZ“ gl., niðursoðið, margar teg. KJÖRBÚÐIR K. E. A. GOÐ AUGLYSING - GEFUR GOÐAN ARÐ Átvinna Duglegur maður óskast stiax til iðnaðarstai'fa. Upplýsingar gefur fulltrúi kaupfélagsstjóra. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA heldur aðalfund sinn að Hótel KEA þriðjudag- inn 19. mars og hefst liann kl. 20,30 (hálfníu e.h.) Kosnir verða á fundinum: 1. Tveir menn í deildarstjórn til þriggja ára og tveir varamenn til eins árs. 2. Einn maður í félagsráð til eins árs og einn til vara. 3. 95 fulltrúar á aðalfund KEA og 32 til vara. Listum til full-trúakjörs ber að skila til deildar- stjóra fyrir kl. 20 laugardaginn 16. þ. m. DEILDARSTJÓRNIN. Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur sam- úð og vinsemd við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður og ömmu, SNJÓLAUGAR JÓHANNESDÓTTUR frá Skáldalæk. Bragi Guðjónsson, Björk Guðjónsdóttir, Guðmundur Þórhallsson, Brjánn Guðjónsson, Ragnheiður Júlíusdóttir og barnabörn. 0mm;f : ÚTGERÐASMENN og fiskverkendur ■Við flytjum inn.f.vrir fiskiflotimn öll helztu veiðarfæri, alls konar Útgerðarvörur aðrar og vélar til fiskvinnslu um borð og í landi. p vlð flytjum inn rekstrarvörur frystihúsa og fiskverkunarstöðva, •'új; , jfc' við flytjum inn salt til losunar beint á höfnum landsins, < • • i • *• ^ 'Við höfum í þjónustu okkar'eína stærstu teiknistofu landsins, en starfsmenn hennar hafa á undanförnum árurn hartnað byggingar og tækjabúnað hraðfrystihúsa og margs konar fiskvinnslustöðva vítt og . breitt um landið. * höfum í þjónustu okkar séx'fræðinga í ílestum greinum. ' ',2*» fiskiðnaðarins. komið _ hringið — skrifið — <3** Samband OG VIÐ VEITUM FÚSLEGA ALLAR S/* SiávaraftirÖadeiId NÁNARl UPPLÝSINGAR SimMmSO ^ ” f Slægingarvél Ný dönsk gæðasmíði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.