Dagur - 18.05.1974, Side 1

Dagur - 18.05.1974, Side 1
ODÝRA ISLENZKA TANNKREMIÐ LVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 18. maí 1974 — 18. tölublað danm m FILMUhúsið akureyri Á FUNDI bæjarstjórnar Akur- eyrar 7. maí voru tillögur að að- alskipulagi bæjarins, fyrir næstu 20 ár, samþykktar sam- hljóða. Þetta felur í sér, að til- lögurnar eru sendar skipulags- stjórn ríkisins til umsagnar. Skipulagsstjórn mun leggja til- lögurnar fram til sýnis þegkr og ef hún er samþykk tillögun- um fyrir sitt leyti. Að þeim tíma loknum koma þær svo á ný til bæjarst'jórnar, sem þá mun staðfesta þær endanlega. Gestur Olafsson, skipulags- fræðingur, og teiknistofa hans unnu að aðalútfærslu á þessu aðalskipulagi Akureyrarkaup- staðar, eftir að hafa kynnt sér viðhorf bæjarfulltrúa og fjölda annarra bæjarbúa til þeirra mála. Oft urðu í bæjarstjórn snarp- ar umræður um skipulagsmál- in, þar sem ágreiningur varð milli bæjarfulltrúa innbyrðis og bæjarstjórnarmanna og skipu- lagsfræðinganna, en þó má segja, að þessi störf hafi í heild vel tekist og allir séu nú sæmi- lega ánægðir með niðurstöðuna; eins og atkvæðagreiðslan í bæj- arstjórn um þetta mál ber með sér. Segja má, að aðdragandinn að þessum skipulagsmálum hafi verið sá, að með vaxandi um- svifum og þenslu bæjarins á síðustu framkvæmdaárum, hafi skýrt komið í ljós, að þau vinnu brögð hafi verið ótæk, að prjóna við skipulagið smábúta, eins og áður var gert. í síðustu stefnuskrá Fram- sóknarmanna á Akureyri var sagt: Framsóknarfélögin telja skipulagsmál bæjarins meðal hinna mikilvægustu og leggja áherslu á, að vel sé að þeim unnið. Einnig má geta þess, að Bjami Einarsson, bæjarstjóri, hefur verið einstakur áhugamað ur um þessi skipulagsmál. Q Það vorar Bátar við sjóinn. Sjúkrahúsið og fleira uppi á brekkunni. (Ljósm.: E D..). í Grýtubakkahreppnum AÐALSKIPULAG AKUREYRAR I Það er óviðkunnanlegf I I að menn sem safna af- ] I kvæðum fyrir sjáifan I I sig, séu með aðra | S höndina á peninga- | I kassanum. 1 Grenivík, 15. maí. — í vor hef- ur verið mjög góður afli á línu og á land eru komin 710 tonn fiskjar frá áramótum, sem mun vera meira en í fyrra. Sjöfn, Frosti, Sævar og Víðir hafa ró- ið með línu og svo eru nokkrir færabátar sem hafa komið með reytingsafla af og til. Vinna hef- ur verið mjög mikil. í febrúar var frystingu hætt um tíma vegna þess, að skipt var um gólfefni bæði í vinnu- sal og móttöku. Þar er sett nýtt efni frá Þýzkalandi, mjög álit- legt. Og svo var sett upp flök- unarsamstæða, sem var tekin í notkun fyrir viku og lofar góðu. í febrúar var nýtt saltfiskverk- unarhús tekið í notkun og nú er búið að salta yfir þrjú þúsund pakka, sem verið er að meta. Sauðburður gengur vel og frjósemi ánna er mikil, svo að flest lömb eru tvílembingar en einnig þrí- og fjórlembingar. JÓNAS í HVALNUM LEIKFÉLAG AKUREYRAR hafði sex sýningar á sjónleikn- um Jónas í hvalnum, eftir Vé- stein Lúðvíksson, og mun á ný hefja sýningar að hausti. Leik- stjóri var Þórhildur Þorleifsdótt ir, en leikendur átta talsins. Þessi leikur lilaut hinar bestu viðtökur. Vegna þess hve ásett var í leikhúsi bæjarins um tíma, fór leikfélagið með leikinn austur Allf í bl 6ma Sauðárkróki, 17. maí. — Hér er ailt í blóma, vorið betra en nokkru sinni fyrr og kominn ágætur hagi fyrir allar skepnur. Sauðburður stendur yfir, er rétt byrjaður hjá sumum, en lengra á veg kominn hjá öðrum og gengur vel. Stóðhryssurnar eru byrjaðar að kasta og hefur stóð- ið sjaldan verið eins vel fram- gengið og nú. Vegir í héraðinu eru betri en menn áður muna og sést hvergi slakki í vegi. . Atvinna er svo mikil hér á Sauðárkróki, að það vantar fólk, því vel aflast og óteljandi önnur verkefni að vinna. í sveit um er hið venjulega vorannríki og munu ekki allir bændur sofa mikið yfir sauðburðinn. G. Ó. í Vopnafjörð og frumsýndi hann þar, hafði svo aðra sýningu á Þórshöfn, þá þriðju á Raufar- höfn og síðan þrjár sýningar á Akureyri. Meðfylgjandi mynd var tek- in á æfingu og er af Gesti E. Jónsasyni og Arnari Jónssyni í hlutverkum sínum. (Ljós- myndastofa Páls). Q Ásmundur Kristinsson bóndi í Höfða fékk t. d. eina fjórlembda og lifa öll lömbin og ganga und- ir móður sinni. Auk þess fékk hann þrjár þrílembdar. Sauð- burðurinn stendur sem hæst hjá fjármörgum bændum, en lengra kominn hjá hinum. Ernst Ingólfsson frá Dal á geitur og fékk eina þeirra . þrí- kiða. Lifa allir kiðlingarnir og eru hinir sprækustu. Mun þetta eitthvað sjaldgæft. Geitin átti eina huðnu og tvo hafra. Útlitið á minkabúinu hér í Grenivík er með besta móti og hefur gotið gengið vel. Því er lokið og komnir 3700 hvolpar. Ákveðið er hjá hreppsnefnd- inni að leggja skólplögn eftir að- algötunni í Grenivík og verður skipt um jarðveg um leið, með tilliti til malbikunar síðar. Þá hefur hreppurinn ákveðið að byggja verkfærageymslu, 200 fermetra, og byggja á tvær leigu íbúðir af fimm, áætluðum, sam- k.væmt nýjum lögum og heim- ild'um sveitarfélaga til þess. Verið er að vinna garðlönd og þeir fyrstu eru farnir að setja niður kartöflur. Þeirra á meðal er undirritaður, er setti niður í gær og bakið minnir mjög á í dag. P. A. I íbúafjöldi bæjarins | vex nú örf. Fólkið trúir | j Akureyri fyrir sér og [ | börnum sínum. Kappreidar cg góðhesfakeppni Á ANNAN í hvítasunnu, 3. júní, verða kappreiðar og góð- hestakeppni Léttis haldin á skeiðvelli félagsins á bökkum Eyjafjarðarár. Búist er við mik- illi þátttöku, og er þegar búið að skrá hross úr nágrannabyggð um til hlaupa. Gæðingar verða dæmdir eftir hinu nýja spjaldakerfi L. H. og munu stigahæstu hestarnir hér verða sendir sem keppendur Léttis á Lándsmótinu, sem einn ig verður haldið í sumar á Vind heimamelum í Skagafirði. Veðbanki mun starfa í sam- bandi við kappreiðarnar við Eyjafjarðará, en þar verða sam- ankomnir flestir bestu og fljót- ustu gæðingar bæjarins og ná- grannabyggða og engum ætti að leiðast við skeiðvöllinn, svo spennandi sem kappreiðar geta orðið. □ „Gullna nliSio á Dalvík í TILEFNI af 30 ára afmæli Leikfélags Dalvíkur, efndi það til sýninga á Gullna hliðinu eft ir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi og sýndi leikritið tíu sinn um á Dalvík og hefur sýningu í Laugarborg í kvöld, laugar- dag, kl. 9 og á morgun kl. 4. Leikstjóri er Jóhann Ogmunds- son frá Akureyri. Anton Angan týsson lék Jón, en Halla Jóns- dóttir lék kerlingu hans. Ovin- inn lék Ómar Arnbjörnsson, Maríu mey lék Guðríður Ólafs- dóttir og postulana léku Bragi Jónsson og Rafn Arnbjörnsson. Sýningar hófust um 20. apríl. Stjórn Leikfélags Dalvíkur skipa: Halla Jónsdóttir form., Rafn Arnbjörnsson varaform., Sæmundur Andersen gjaldkeri og Guðbjörg Antonsdóttir er rit ari. Meðstjórnandi er Dagný Kjartansdóttir. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.