Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgSarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Konungskoman ÍSLENÐINGUM, sem til Noregs hafa farið til lengri eða skemmri dvalar, ber saman um vinarhug Norðmanna í garð íslensku Jjjóðar- innar. fslenzka og norska þjóðin eru af sama stofni og um margt líkar, og bæði hin norðlægu lönd hafa fóstrað þegna sína við svipuð lífskjör. Um aldir höfum við átt miklu meiri sam- skipti við Dani en eigum þó engu að síður vináttu norsku þjóðarinnar og metum hana mikils. Því var öllum fslendingum kærkomin heimsókn hins norska þjóðhöfðingja, Ólafs V, og Norðlendingar fagna því sérstak- lega, að hann gaf sér tíma til að koma hingað og treysta bönd frænd- semi og vináttu. Gamla fólkið I VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGI er málefnum aldraðra sýndur skilning- ur í verki. Það er jafnvel stundum sagt, að aðbúð þjóðfélagsins við þá öldruðu sé öðru fremur mælikvarði á efnahag og menningu. Hér á landi eru málefni aldraðs fólks oft á dag- skrá og þykist sá stjórnmálaflokkur beztur, sem gott lætur af sér leiða í þessu efni. f þessu sambandi geta menn minnst þess, að í aprílmánuði 1971, þegar „viðreisn“ var enn við völd, lá fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á almannatrygging- um. Og þá var nýbúið að gera kjara- samninga við opinbera starfsmenn, er fólu í sér stórfelldari hækkanir en áður höfðu þekkst. En í trygginga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem raunar átti ekki að taka gildi fyrr ep á næsta ári, fólst þúsund króna hækk un ellilífeyris og örorkubóta á mán- uði, úr 4880 krónum í 5880 krónur og þótti ríflegt af „viðreisn“. Þá áttu þeir, sem engar tekjur höfðu, 84.000 kr. tekjutryggingu. Framsóknar- menn gerðu hinsvegar tillögur um stórfellda hækkun og þegar vinstri stjórn kom til valda, var tekjutrygg- ingin hækkuð í 120 þúsund krónur. Og í staðinn fyrir 4.880 krónur á mánuði undir „viðreisn“ eru hin al- mennu ellilaun í dag 12.215 krónur á mánuði. Á þessu tímabili hefur framfærsluvísitalan hækkað um 56% en hækkun ellilífeyrisins hækk aði hinsvegar á sama tíma 149%. En hækkun tekjutryggingarinnar er 285%. Má ef þessum tölum ljóst vera, á hvem hátt núverandi ríkisstjórn tók á málunum, þótt fyrri stjórn sæi ekki ástæðu til að bæta hag aldraðra. □ Uppbyggingnna má alls ekki stöfiva INGI TRYGGVASON á Kár- hóli í Reykjadal skipar að þessu sinni þriðja sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Ingi hefur í tveim undangengnum kosning- um skipað sæti á framboðslista flokksins hér í kjördæminu og nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi sem varamaður. Ingi er kunnur maður í sínu héraði og víðar fyrir ýmis konar félags- málastörf. Hann er fæddur á Litlu-Laugum í Reykjadal árið 1921. Foreldrar hans, Unnur Sigurjónsdóttir og Tryggvi Sig- trýggsson, byggðu nýbýlið Laugaból árið 1929 og eiga þar þeimili sitt enn. Ungur fór Ingi til náms í Héraðsskólann að Laugum, síðan í Kennaraskól- ann og lauk þaðan prófi 1942. Frá hausti 1942 til vors 1970 hefur hann verið kennári, lengst við Héraðsskólann á Laugum, að undanskildum tveim árum, sem hann var við nám erlendis. Árið 1951 kvæntist hann Onnu Þorsteinsdóttur, kennara frá Götu á Árskógsströnd. Vor- ið 1955 fluttu þau að Kárhóli, nýbýli sem þau reistu skammt frá Laugaskóla, og þar hafa þau átt heimili síðan og rekið þar búskap. Þau eiga 5 syni. Haust- ið 1970 réðist Ingi til starfa hjá bændasamtökunum sem blaða- og upplýsingafulltrúi og hefur vegna þess starfs dvalið að nokkru leyti í Reykjavík. Nú eru frambjóð'endur Fram- sóknarflokksins að hefja funda- höld í kjördæminu. Á hvað munt þú einkum leggja áherslu í málflutningi þínurn? Nauðsyn þess, að ekki verði rofin sú þróun alhliða uppbygg- ingar lífsaðstöðu á landsbyggð- inni, sem hófst með myndun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar og stendur enn. Frá því ég fyrst man eftir hefur Faxa- flóasvæðið sogað til sín fólk og fjármagn alls staðar að af land- inu, að vísu misört eftir ýmsum aðstæðum, t. d. stjórnarfari, en þó með þeim þunga, að margir töldu að ekki yrði rönd við reist. Nú sjást þess hvarvetna merki, að þessi þróun hefur snúist við. Unga fólkið hefur öðlast skilning og trú á því, að landið allt skuli byggt, að land- Ingi Tryggvason. ið allt skuli vera og verða vett- vangur blómlegs menningar- og atvinnulífs, vettvangur blóm- legs mannlífs. Það er lífsspursmál, að sú ríkisstjórn, sem með völd fer næsta kjörtímabil, haldi fram því uppbyggingarstarfi, sem nú er hafið. Til þess að svo verði, þarf fólkið í landinu að efla Framsóknarflokkinn til áfram- haldandi forystuhlutverks í ís- lenskum stjórnmálum. Athyglis vert er, að af 17 alþingismönn- um Framsóknarílokksins á síð- asta kjörtímabili voru 14 kjörn- ir utan Faxaflóasvæðisins. Flokkur, sem þannig er skipað- ur þingfulltrúum, hefur önnur TÁLYON Mér er það í barnsminni ennþá þótt nokkuð sé liðið. að einn var í svefni og vöku minn þráláti draumur: Og það var að stækka og hraða mér gegnum hliðið að heimi hins fulltíða manns. — Og það tókst. — En sá glaumur. Fermdur og skólaður skrefaði ég eftir vegi með skáldlegum tilburðum, allt upp á spaugsemi og grín. Yfir mig sæll, því nú kæmi að þeim dýrðlega degi, er dásemdir mannlífsins breiddi út faðminn til mín. Svo opnaðist heimur og holskefla reið yfir sviðið, hræsni og lygar og skinhelgi flutu á land. Augu mín fylltust af seltu, svo máðist út miðið. Ég man hvernig vonin grófst öll niðrí fjörunnar sand. Nú knýja mig fullorðinn fastheldnir, nístandi sporar, en för mín er hikandi og slitrótt að takmarki því að hlæja burt grátinn — í hlýðni við leikreglur vorar. Því hlakka ég mest til að ganga í barndóm á ný. Brynjólfur Ingvarsson. - Hagstæft ár hjá Sambandinu (Framhald af blaðsíðu 8) aðarstöð í Reykjavík, og nýtt skip, Dísarfell, bættist í flota Sambandsskipanna. Til þessara framkvæmda var varið 206 milljónum króna. Fastráðnum starfsmönnum fjölgaði um 100 á árinu, og voru þeir 1550 í árslok. Starfandi sambandsfélög voru 46 í árslok. Félagsmannafjöldi þeirra var 39.128 og hafði þeim fjölgað um 2.587 á árinu. Voru þá 18,4% íslnedinga innan Sam- bandskaupfélaganna. Mest aukn ing varð hjá KRON, 1.363 nýir félagsmenn, og hjá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík, 536. Heildarvelta félaganna 46 að meðtöldum söluskatti nam 14.647 milljónur króna á móti 10.421 milljónum króna 1972, sem er aukning um 39%. Á ár- inu sýndu 29 þessara félaga hagnað samtals að upphæð 47 milljónir króna, en 17 félög sýndu halla að upphæð 31 milljón króna. Er því nettóhagn aður allra félaganna 16 milljón- ir, en afskriftir þeirra nema 158,6 milljónum króna. sjónarmið varðandi ýmsa mjög mikilsverða málaflokka en stjórnmálaflokkur, sem sækir meginhluta kjörfylgis til Faxa- flóasvæðisins og velur meiri- hluta forystuliðs síns af sama svæði. Það er enginn vandi að tala fagurlega um byggðastefnu. En hvað sem orðum og jafnvel góðum áformum líður þá berj- ast menn jafnan harðast fyrir lífi sínu, og Framsóknarflokkur inn á líf sitt undir því, að hann haldi trúnaði fólksins á lands- byggðinni, án þess trúnaðar væri Framsóknarflokkurinn ekki til og án Framsóknarflokks ins væri heldur engin lands- byggðastefna. Nú er fólksstraumurinn stöðv aður? Já,‘ ég sagði áðan, að þess sæust hvarvetna merki, að straumurinn lægi ekki lengur til Faxaflóasvæðisins. Bygging íbúðarhúsnæðis úti á landi og skortur vinnuafls í byggingar- iðnaði þar eru meðal ljósustu ummerkjanna. Hvar sem farið er með ströndum lands eða inn til dala eru nýreist íbúðarhús, hús í byggingu eða undirbún- ingur bygginga hafinn. Um langt skeið hefur hús- næðisskorturinn einkum verið bundinn við Reykjavík og ná- grenni. Nú er það húsnæðis- skortur, sem einkum tefur fjölg un fólks í mörgum sjávarpláss- um. Fyrir nokkrum árum hefði þótt fáránlegt að tala um að leysa húsnæðisvandamál Reykjavíkursvæðisins m e ð byggingu íbúðarhúsnæðis á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Húsavík, Þórshöfn eða Raufar- höfn. Ríkisvaldið studdi sérstak lega að uppbyggingu íbúðar- húsnæðis í Reykjavík á við- reisnarárunum, Breiðholtsfram- kvæmdunum. Ákvörðun núver- andi ríkisstjórnar um sérstaka fyrirgreiðslu til býggingar 1000 leiguíbúða á vegum sveitar- félaga utan Reykjavíkur er ekki aðeins glöggt dæmi um viðhorf núverandi ríkisstjórnar til raun verulegrar byggðastefnu, held- ur einnig líkleg til að valda straumhvörfum í byggðaþróun fjölmargra sveitarfélaga í land- inu. Þar dugir að vísu ekki frumkvæði Alþingis og ríkis- stjórnar eitt, þar veltur einnig á framsýni og áræði einstakra sveitarstjórna og áhuga þess þingmeirihluta, sem myndast við næstu kosningar, fyrir því að halda þessum sérstaka þætti uppbyggingarstarfsins áfram. Ert þú stuðningsmaður áfram haldandi vinstra samstarfs? Já, það er ég. Ég þarf ekki að fjölyrða um ástæðurnar. Ég treysti ekki Sjálfstæðisflokkn- um í byggðamálum. Flokkur, sem fær 26 þúsund atkvæði í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík, er óhjákvæðilega háður því afli, sem að baki slíku atkvæðamagni býr. Sumir segja, að vinstri stjórnir hafi ekki orðið langlífar í þessu landi á undanförnum áratugum. En er lengd stjórnarsamstarfs endilega mælikvarði á gagn- semi þess? Eru það ekki verk hverrar ríkisstjórnar, sem hljóta að marka þeim sess í sög- unni? Ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar hefur aðeins setið að völdum tæp þrjú ár enn. Samt hefur hún tryggt sér nafn í sög- unni, nafn á þeirri blaðsíðu ís- landssögunnar þar sem upp verða taldar þær íslensku ríkis- stjórnir, sem þáttaskilum valda í mikilsverðum lífshagsmuna- málum. Ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hefur unnið sigur í landhelgismálinu. Hún hefur með einstökum myndarbrag ráð ið fram úr þeim vanda, sem Vestmannaeyjagosið olli. Hún hefur snúið á heillabraut ára- tuga óheillaþróun í byggðamál- um. Hún hefur byggt upp fiski- skipaflota, sem drabbaðist niður undir viðreásn. Hún hefur hafið gagngerðar endurbyggingar á frystihúsum landsins, lyft Grett istaki í vegamálum og skóla- málum dreifbýlisins, gjörbreytt möguleikum sveitarfélaga til hafnarbygginga, komið á ný- skipan heilbrigðismála og aukið hlutdeild ríkisins í byggingu sjúkrahúsa og heilbrigðismið- stöðva, vakið nýja öldu fram- fara og bjartsýni í landbúnaði og svo mætti lengi telja. En mörg aðkallandi verkefni eru ýmist í framkvæmd eða óleyst og þess vegna þuríum við enn um sinn það sem við köllum vinstri stjórn, framfarasinnaða stjórn fólksins í landinu undir forystu Framsóknarflokksins. Með sigri Framsóknarflokksins í næstu alþingiskosningum tryggjum við áhrif hans á lausn aðkallandi vandamála. Aðstaða flokksins til að beita áhrifum sínum fer ekki eingöngu eftir tölu kjörinna þingmanna, held- ur einnig eftir fjölda þess fólks, sem að baki þeim stendur. Því vil ég skora á alþingiskjósendur hér í Norðurlandskjördæmi eystra að veita Framsóknar- flokknum slíkt brautargengi í kosningunum 30. júní, að eng- inn geti dregið í efa, að hér kjósa menn sér framfarasinnaða og framkvæmdasama stjórnar- stefnu, landsb.yggðastefnu, raun verulegt jafnrétti þegnanna í þjóðfélaginu, hvar í landinu sem þeir hasla sér völl við þjóð- þrifa- og þjóðnytjastörf, segir Ingi Tryggvason að lokum og þakkar blaðið hin ágætu svör hans. □ Mannlífið er heilbrigðara VALGERÐUR Sverrisdóttir kennari á Lómatjörn í Grýtu- bakkahreppi skipar 8. sæti á framboðslista Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra. Hún er dóttir hjónanna Jórlaugar Guðnadóttur, sem lát in er fyrir allmörgum árum, og Sverris Guðmundssonar odd- vita og bónda á Lómatjörn, og er hún 24 ára gömul. í viðtalinu kemur fram námsferill hennar og störf. Það er skemmtilegt tímanna tákn, að hún ætlar að hefja búskap á æskuslóðum sínum, ásamt norskum eigin- manni sínum. r l sveitinm Segir Valgerður Sverrisdóttir á Lómatjörn Vðkfavinna er á Dalvík Dalvík, 6. júní. Nýkjörin bæjar- stjórn er búin að halda tvo fundi. Fyrsta fund hélt hún laugardaginn fyrir hvítasunnu og kaus þá forseta og varafor- seta og þeir voru Hilmar Daní- elsson og Jóhann Antonsson. Síðan hélt hún annan fund í gær. Samþykkt var að ráða Valdimar Bragason til að gegna bæjarstjórastarfi á Dalvík og verður launasamningur lagður fyrir bæjarstjórnarfund. Á fund inum í gær var kosið í hluta af föstum nefndum, sömuleiðis kosnir þrír bæjarfulltrúar til að gera tillögu að bæjarmálasam- þykkt, hún er engin til og þess vegna ganga þessi störf hægar fyrst, á meðan hún er ekki stað- fest. Nýjung er það hér að það hefur verið tekin upp vakta- vinna í frystihúsinu, unnið á tveimur vöktum. Gert er ráð fyrir að hráefni fáist í sumar til að geta haldið uppi svona vakta vinnu. í frystihúsinu vinna um 120 stúlkur samtals. Björgvin er á leið til lands með fullfermi. H. D. Blaðið átti við hana eftirfar- andi viðtal. Hvernig hefur þú eytt árun- um síðan þú laukst barnaprófi? Ég fór í Kvennaskólann í Reykjavík, og lauk prófi þaðan eftir fjögur ár, þ. e. vorið 1967. Á meðan ég var í skólanum var ég heima á Lómatjörn í bú- skapnum á sumrin, en vorið 1967 fór ég að vinna á skrifstofu Rannsóknastofnunar landbún- aðarins að Keldnaholti og vann þar í eitt ár. Síðan fór ég til Þýskalands og var þar fyrst í skóla við þýskunám, en fór svo að vinna á skrifstofu SÍS í Ham borg. f Þýskalandi var ég í eitt ár, en er heim kom fór ég að vinna á skrifstofu KEA og eftir það var ég læknaritari á FSA. Ég hafði sett mér það þegar ég kom frá Þýskalandi, að láta ekki þar við sitja hvað utan- landsferðir snerti og haustið 1971 fór ég til Englands og var þar í 6 mánuði á ensku heimili og stundaði enskunám. — Nú, síðan ég kom heim frá Eng- landi, hef ég verið heima á HEIMIR HANNESSON, LÖGFRÆÐINGUR Norfilenzk forysta í heilsuræktarmálum FYRR á þessu ári reifaði sá er þetta ritar hugmynd um heitsuræktarmiðstöð á Norðurlandi þar sem m. a. var vísað til þróunar áætlunar sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna um íslensk ferðamál, en í þeirri áætlun var einn stærstí liðurinn slík mið- stöð er í senn nýtti jarð- hita tíl baða, væri í tengsl um við fullkomna skíða- aðstöðu, veiðiaðstöðu og ýmiskonar útivist Voru leidd rök að því, að á Norðurlandi væri brýn þörf slíkrar heilsuræktar- miðstöðvar um leið og þeirri skoðun var lýst, að ekki væri hægt að fallast á þá frumhugmynd hinna erlendu sérfræðinga að velja slíkri miðstöð stað í eða við Reykjavík — bæði frá þjóðfélagslegum ástæðum og frá sjónar- miði byggðastefnu. Enda var frá því skýrt, að þessi skoðun sérfræðinganna væri einungis fyrsta til- laga er þarfnaðist nánari athugunar bæði þeirra sjálfra og annarra og væri að lokum pólitísk ákvörðun viðkomandi stjórnvalda. í grein þessari, sem um urðu töluverð skoðanaskipti bæði í blöðum og á annan hátt, var þeirri skoðun lýst, að Akureyri eða nágrenni Akureyrar kæmi mjög til greina þegar staðarval væri skoðað í sambandi við um- rædda heilsuræktarmiðstöð og voru þau rök einkum færð fram, að þegar væri fyrir hendi fullkomin skíðaaðstaða, sem enn þyrfti að þróa, og ennfrem- ur minnt á brautryðjendastarf áhugamannafélaga, einkum á Akureyri, er hefðu það bein- línis á stefnuskrá sinni að vinna að byggingu heilsuhælis á Norð urlandi. Var þeirri hugmynd varpað fram, hvort ekki kæmi til greina að mati þessara dug- légu áhugakvennasamtaka að samræma hér aðgerðir, ekki síst með tilliti til fjárskorts um leið og nokkur grein var gerð fyrir fjáröflunarmöguleikum í sam- bandi við umrædda heilsurækt- armiðstöð. Málið er á dagskrá. Það sem fær mig fyrst og fremst til að hefja umræður um þetta, mál á opiriberum grund- velli á ný eru ekki fyrst og fremst þau skoðanaskipti er fram komu í framhaldi af þess- ari grein og lutu einkum að stað arvali og hinum reifuðu hug- myndum þar að lútandi og ekki heldur fyrirhugaðar kosningar, þó að ýmsir kynnu svo að álykta, heldur vil ég fyrst og fremst vekja athygli á því, að einmitt þessa dagana er mál þetta mjög á dagskrá á ný, þó að hljótt fari. Eins og skýrt var frá í grein minni tóku opinberir aðilar þá ákvörðun að halda áfram þeirri könnun og þeim undirbúningi er hafinn var með frumgerð nefndrar þróunar- áætlunar. Næsta st/g þess starfs er nákvæm vinna sérfræðinga, sem lýtur fyrst og fremst að staðarvali og fjárhagslegri upp- byggingu á þeim þremur eða fjórum þróunarsviðum er á dag skrá eru. Nú þegar hefur sér- fræðingafyrirtæki á vegum Sameinuðu þjóðanna verið falið þetta starf og þessa dagana er þetta starf fyrir skömmu hafið. Hér er því sannarlega um að ræða stórmál, sem nú þegar er á dagskrá, og miklu skiptir hvernig á er haldið. Ég tel ekki ástæðu til að rekja þennan þátt nánar á þessu stigi, þó að vissu- lega væri það freistandi. Á hitt vil ég leggja áherslu, að þeir aðilar, sem fara með stjórn landsins á næstunni, hafa það á valdi sínu að taka ákvarðanir í þeim málum er ég hef reynt að vekja athygli á. Þar skiptir miklu máli, að framsýni og hyggindi ráði ferðinni. Staðarvalið könnun. sjálfstæð Að lokum örfá orð um staðar- valið: Á þeim tíma er ég ritaði greinina voru málin því miður ekki komin á það stig, að spurn- ingin væri um endanlegt staðar- val. Að því leyti held ég að þeir kunningjar mínir er réttilega vöktu athygli á öðrum valkost- um, t. d. í hinu fagra Þingeyjar- þingi, hafi e. t. v. misskilið ein- hverjar setningar í grein minni. Ábendingar um skort á heitu vatni á Akureyrarsvæðinu eru vissulega hárréttar og margt fleira eins og t. d. einstök veiði- aðstaða í Þingeyjarþingi — og ýmislegt fleira má telja. En mál in eru því miður ekki enn kom- Lómatjörn og hef kennt við Barnaskólann á Grenivík tvo sl. vetur. Hefurðu hugsað þér að halda áfram kennslunni? Ekki býst ég við því. Þannig er málum háttað, að maðurinn in á það stig, að spurningin sé um staðarval austan eða vestan Vaðlaheiðar. Fyrst þurfa menn að vinna þeirri hugmynd fylgi, að heilsuræktaraðstöðunni, sem ekki endilega þyfti öll að vera á sama stað, verði valinn staður á Norðurlandi. Um það ættu menn ekki að þurfa að deila, heldur vinna því fylgi á hvern þann hátt er menn geta. Hér þarf að komast á samvinna, bæjarfélaga, áhugamanna, sam- taka og stjórnmálamanna. Þeg- ar þetta hefur tekist, þarf að fara fram nákvæm könnun á kostum og göllum hvers þess staðar er til greina kemur og köld skynsemin ein að ráða að lokum. Að því þarf að vinna að um þetta mikilvæga mál verði tekin ákvörðun áður en árið er liðið. Raunveruleg byggðastefna. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að raunveruleg byggðastefna sé frekar í því fólgin að takast á við félagsleg og verkleg viðfangsefni í þágu landsbyggðarinnar og þess fólks sem þar býr heldur en með þurrum áætlanagerðum, sem rykfalla á skrifborðum kerfisins svo að ekki sé talað um mark- lausar yfirlýsingar án gerða. Auðvitað er ekki allt hægt að gera í senn — en ég er sann- færður um það, að það mál er hér hefur verið gert að umtals- efni, er þess eðlis, að það hefur þann kost að vera hvort tveggja framkvæmanlegt og um leið nauðsynlegt. Hér eiga Norðlend ingar sjálfir að taka forystu, sem ekki verður frá þeim tekin. Valgerður Sverrisdóttir. minn tilvonandi, sem er norsk- ur, og ég, ætlum að fara að búa heima á Lómatjöm. Ætlunin er að byggja fjárhús í sumar og snúa sér síðan alvarlega að bú- skapnum. Eigið þið þcgar einhvern bú- stofn? Já, við eigum tvo hesta, einar tuttugu kanínur og nokkrar kindur, en að sjálfsögðu ætlum við að fjölga fénu í haust, ef hluta fjárhúsanna verður lokið. Hvað veldur því að ungt fólk fer nú fremur út í búskap en áður? Hvað okkur viðvíkur þá finnst okkur á allan hátt heil- brigðara og mannlegra líf úti á landsbyggðinni og þá allra helst í sveitinni. Það er ánægjuleg þróun, sem átt hefur sér stað síðastliðin ár, þegar ungt fólk hefur flutst í auknum mæli út á land. Það eru loksins að opn- ast augu Reykvíkinga fyrir því, að það sé hægt að vera víðar en í Reykjavík, en þó eru allt of margir höfuðborgarbúar, sem álíta einhverja eymd á lands- byggðinni. Ég álít það mikið landsbyggðarstefnu núverandi ríkisstjórnar að þakka, hver stefnubreyting er að verða með þjóðinni í landsbyggðarátt. Ilvenær vaknaði áhugi þinn á stjórnmálum? Hann kom alveg af sjálfu sér, að mínum dómi. Það er mikið pólitískt efni í fjölmiðl- um og við það að fylgjast nokk- uð með því, mynduðust mínar ákveðnu skoðanir í landsmál- um. Hver eru brýnustu framfara- mál í þinni sveit? Þar vil ég fyrst og fremst nefna rafmagnsmálin, sem eru í miklu öngþveiti eftir ofviðrið sl. vetur, þegar línan fór í rúst, eins og kunnugt er. Það er ljóst, að línan frá Fnjóská til Greni- víkur er engan veginn tryggð nema hún verði sett í jörð, þar sem mikil ísingahætta er á þessu svæði. Ástandið í síma- málum er svipað, og þyrfti sím- inn að komast í jörð líka. Að mínum dómi er það rafmagnið, sem fyrst og fremst krefst skjótra úrbóta. Svo eru það vegamálin. Við Höfðhverfingar og Grenvíkingar sækjum mikið af okkar þjónustu til Akureyrar og vildum fá veginn þangað meira uppbyggðan. Það hefur þó miðað í rétta átt, segir Val- gerður Sverrisdóttir að lokum og þakkar blaðið viðtalið. □ MINNING Slígrún Stígsdóttir FÆDD 11. ÁGÚST 1905. - DÁIN 22. MAÍ 1974. Stígrún mín. Ekki kom það mér á óvart,' þegar sonur þinn hringdi í mig' á miðvikudaginn 22. maí . og. 'i tjáði mér að þú hefðir kvatt þennan heim þá um morguninn. Við sem þekktum til, vissum að þetta var besta lausnin fyrir þig, en raunverulega finnst starfsfélögum þínum og tnér að þú sért enn hér á meðal okkar, svo vel varst þú kynnt hér. Þú varst búin að starfa hér hjá sama fyrirtækinu síðan 1. sept- ember 1954 og ég síðan 1955 svo að okkar kynni hafa orðið mjög náin og góð vinátta tekist milli okkar. Það var sérstaklega gott að vinna með þér og ég tel það mikla gæfu fyrir mig að hafa kynnst þér og unnið með þér. Á stundum fannst mér þú svo lítið hrjúf, en ég veit að það var bara á yfirborðinu, innra með þér bjó góð sál í sterkum lík- ama, og sú hugsun að vilja miðla öðrum og gera gott. Það var alveg sama hvað ég bað þig að gera, þú gast allt gert og vildir allt gera. Ég er ekki viss um að ég hafi verið nógu nærgætin við þig undir það síð- asta með því að biðja þig að vinna svo mörg mismunandi verk, en þá komu mannkpstir þínir svo vel i ljós. Þú sást að þarna vantaði vinnukraft og þá fannst þér sjálfsagt að hlaupa undir bagga. Þú kvartaðir aldrei en sagðir bara: „Þetta batnar“. Svo varstu vinnugefin að í matartíma þínum hér sastu og prjónaðir á þína nánustu og aðra, sem nutu góðs af kærleik þínum. Þú varst líka mjög skemmti- leg í viðræðum um hin ýmsu málefni enda vel lesin og greind og gast miðlað öðrum af þekk- ingu þinni. Það er ég viss um að þeir, sem hafa þurft að leita ráða og huggunar til þín, hafa farið frá þér reynslunni ríkari. Mér er minnisstætt er ég ræddi við þig um vandamál, sem ég átti við að stríða, þá klappaðir þú mér og sagðir: „Þetta fer allt vel, það birta öll él upp um síðir“. Og svo er nú komið, Stígrún mín, að þegar þú ert horfin okk- ur starfsfélögum þínum þá eru þín él á enda og þú komin til bjartara og fegurra umhverfis og búin að öðlast frið og ró. Við vinnufélagar þínir send- um þér kærar þakkir og biðjum þér Guðs blessunar. Far þú í friði, látna vinkona. Ættingjum þínum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. i Sofíía Halldórsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.