Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 8
Bagu Akureyri, laugardaginn 8. júní 1974 STO. /^V l . GULLSMIÐIB DENTA- 1 /^'T SIGTRYGGÚR SKEIÐAR >5^ \J & PÉTUR / AKUREYRI 1 bf Hagstætt ár lijá Sambandinu Á FIMMTUDAG hófst að Bif- röst í Borgarfirði 72. aðalfundur Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Fundinn sækja um 100 fulltrúar frá rúmlega 40 sam- bandsfélögum, auk stjórnar Sambandsins, framkvæmda- stjórnar og allmagra gesta. Formaður sambandsstjórnar, Jakob Frímannsson, setti fund- inn. Fundarstjóri var kjörinn. Ágúst Þorvaldsson og Olafur Sverrisson til vara. Jakob Frímannsson flutti skýrslu stjórnar og skýrði frá viðfangsefnum hennar á liðnu ári. Að því loknu flutti Erlend- ur Einarsson forstjóri ýtarlega yfirlitsskýrslu um reksturinn árið 1973. Kom þar meðal ann- ars fram, að miðað við aðstæður reyndist árið hagstætt fyrir Sambandið. Tekjuafgangur ársins var 174 milljónir króna. Er þá búið að færa tli gjalda opinber gjöld að fjárhæð 79 milljónir króna, vexti 217 milljónir króna og af- skriftir eigna 145 milljónir króna. Tekjuafgangi er ráðstaf- að þannig, að 37 milljónir króna eru endurgreiddar til kaup- félaga og írystihúsa, 17 milljón- ir króna eru greiddar kaupfélög unum sem vextir af stofnsjóði, en 31 milljón króna er færð á höfuðstól, sem söluverð eigna umfram bókfært verð. Endan- leg niðurstaða rekstrarreikn- ings verður þá hagnaður aö fjár hæð 89 milljónir króna. Rekstrarkostnaður hækkaði mikið á árinu, að nokkru vegna aukinna umsvifa í rekstrinum, en þó fyrst og fremst vegna þeirra míklu hækkana, sem urðu á svo til öllum rekstrar- liðum. Laun, hækkuðu um 28,6%, vaxtagreiðslur um 47,7% og opinber gjöld um 38,6%. Heildarvelta Sambandsins 1973 nam 11.253 milljónum króna og jókst um 3.744 milljón ir frá árinu á undan eða 49,9%. Er það mesta aukning á umsetn ingu, sem orðið hefur undan- farin ár. Á síðastliðnu ári var unnið að ýmsum meiriháttar framkvæmd um á vegum Sambandsins. Hald ið var áfram vélvæðingu í Sam- bandsverksmiðjunum á Akur- eyri, byggingu fóðurblöndunar- stöðvar við kornturnana í Sundahöfn og nýrrar birgða- stöðvar við Elliðavog. Vélar og tæki voru keypt fyrir innflutn- ingsdeild og hina nýju kjötiðn- (Framhald á blaðsíðu 4) GÓÐHESTAKEPPNI og kapp- reiðar Léttis voru háðar á Eyja- fjarðarárbökkum annan í hvíta- sunnu. Veður var mjög hag- stætt, hægviðri en sólarlaust. Margt fólk lagði leið sína fram á mótssvæðið, bæði ungir og aldnir. Talið er, að á annað þúsund manns hafi komið á mótið og munu fáar íþróttagreinar geta státað- af slíkri aðsókn, og leiðir þetta hugann að því, hve.hesta- menn búa hér við skarðan hlut miðað við önnur félög í bænum. Mótið hófst stundvíslcga kl. 2 með keppni alliliða gæðinga, og voru 19 hestar skráðir til leiks. Dórharar voru: Árrhann Gunn- arsson og Stefán Friðgeirsson frá Dalvík, Andrés Kristinssön, Kvíabekk, Ólafsfirði, Hjalti Jósepsson, Hrafnagili og Jó- hann Ingólfsson, Uppsölum. Dæmdu þeir eftir riýju spjalda- kerfi L. LI. og virtust áhorfend- ur ánægðir með þessa ný- breytni. 2. Tígull ........... 204,5 stig 17 vetra, jarpskjóttur, eyf. Eig. Þorvaldur Pétursson. Knapi var eigandinn. 3. Stjarni .......... 201,0 stig 11 vetra, bleikur, húnv. Eig. Alfreð Steinþórsson. Knapi var eigandinn. 4. Stjömufákur .... 190,0 stig 7 vetra, brúnn, eyf. Eig. Guðmundur Snorrason. Knapi var eigandinn. 5. Skjóni ........... 189,5 stig 12 vetra, brúnskjóttur, eyf. Eig. Árni Hermannss. Bægisá Knapi Reynir Hjartarson. í flokki klárhesta með tölti voru skráðir 18 hestar. Þessir urðu efstir: 1. Ýri ............ 209,0 stig 7 vetra, rauðblesóttur, eyf. Eig. Árni Magnússon. Knapi Ragnar Ingólfsson. , lð alhliða- gæðingar mættu .til . leiks. Bestir alhliða gæðingar urðu: 1. Óðinn ...............210,5 stig | 8 vétra, brúnn, skagf. j ■ Eig. Hildur Gunnarsdóttir. _ , I Knapi Ragnar Ingólfsson. Þrír fljótustu skeiðliestarnir, frá hægri: Oðinn, Hrímfaxi og Glanni SMATT & STORT MARGT BER BRÁÐAN AÐ Það ber margt bráðan að á þessu vori. í fyrsta lagi sjálft vorið, sem kom snemma, ef svo má taka til orða. Og vormánuð- ir voru hlýrri hér á landi en áður þckktist á þessari öld, eða svo reyndist það á Akureyri og í Reykjavík. Bændúr „misstu grasið upp“, eins og einn þeirra orðaði það, svo að hann hafði ekki tök á að bera áburðinn á allt túnið sitt, áður en kominn var svo mikill gróður, að hann sá sér ekki fært að fara um það á vélknúnum tækjum. Svo kom undirbúningur alþingiskosning- anna með litlum fyrirvara, en stjórnmálin látum við lönd og leið í þessum þætti í dag. KONUNGSKOMAN Fyrir nokkru fréttist af opin- berri heiiiisókn Ólafs 5. Noregs- konungs, en þær fréttir voru nær drukknaðar í stórviðburð- um innanlands, fyrst í stað. En konungur kom til landsins, sté á land i Rcykjavík árdegis 5. júní og kom hingað til Akur- eyrar 6. júní. Akureyringar urðu höndum seinni að búa til konungsveg, svo sem þó hefði verið við hæfi og gert var í fyrrasumar er Danadrottning heimsótti Norðurland. Einnig urðu bæjarbúar of seinir að lag færa eitt og annað í bænum, sem konungskoman hefði þó átt að örva. En ekki verður það aft- ur tekið, og veröur næst að stefna að úrbótum fyrir þjóð- hátíð. LÍTIL TJÖRN Óþverrapollur, sagði félagi minn, er við ókum framhjá lítilli tjörn við fjölfarinn veg. Mér þótti tjörnin falleg og urð- um við ekki á eitt sáttir. Sagð- ist ég þá snúa við og sanna mál mitt og ókum við að tjörninni 2. Stormur ......... 208,5 stig 9 vetra, jarpur, rang. Eig. Karl Ágústsson. Knapi Guðmundur Karlsson. 3. Þristur ......... 202,5 stig 13 vetra, jarpstjörnóttur, eyf. Eig. Gunnar Malmquist. Knapi var eigandinn. 4. Stjarni ......... 200,0 stig 8 vetra, rauðstjörnóttur, eyf. Eig. Þórey M. Vilhelmsdóttir. Knapi Páll Alfreðss. (Bls. 3) á ný. Þar benti ég honum á rauðhöfða-andarhjón og sat koll an á hrerðrinu á lítilli þúfu, sem var liálffalin í sefinu. Rauð- lröfða-endur eru fallegir fuglar. Þá voru fimm jaðrakanar að baða sig og hafði þessi félagi minn ekki heyrt þá fuglategund nefnda áður. Á tjörninni sýntu sjö óðinshanar. í fjörunni lriupu tveir sendlingar og nokkrir stelkar gullu hátt. Hvítur karri renndi sér niður á rnelhól hjá tjörninni og ropaði hátt. Tvær villigæsir voru við það tjarnar- liornið, sem fjærst var og nokkr ar kríur böðuðu sig í tæru vatn- inu. Eru þá enn ótaldir spóar, lóur og hrossagaukar. Eftir þessu hafði ég nú ekki tekið áður, sagði kunningi minn, sem oft fer þó þessa Ieið. KRUMMI Margar sögur eru til af krumma, vitsmunum hans og hrekkjum. Bóndi einn, dýravin- ur, sagði blaðinu: Eyfirskur hópur skólaunglinga var nýlega á ferð á Suðurlandi. Hrafns- hreiður var skammt frá nætur- stað og ungar í því. Strákar murkuðu lífið úr ungunum með grjótkasti. Þetta vakti réttmæta gremju ýmsra úr hópnum. Stundum er talið, að hrafnar vinni til óhelgi með því að leggj ast á unglömb, en sjaldgæft er það. Það var trú margra og er enn, að það só ógæfumerki að drepa lirafna. Víst er, að mönn- um ber skylda til þess að virða dýralífið og umgangast náttúr- una í samræmi við það. FRJÓSÖM ÆR Fimm vetra gömul ær á Björg- um í Arnarneshreppi, er með aíbrigðum frjósöm, sem nii skal greina. Ársgömul var hún tví- lembd, síðau þrílembd, þá tví- lembd og tvö síðustu árin fjór- lembd. Hún er búin að eignast 15 lömb og skila eiganda sínum, Birni Gestssyni, góðum arði, 14 allvænum haustlömbum. EN GRASIÐ VEX En grasið grær og vex, og það er vel á vegi statt. Spretta á ræktuðu landi virðist ætla að verða mikil. Aðeins á Norð- austurlandi er nokkurt kal í tún um, en nákvæmar fregnir liefur blaðið þó ekki fengið af því og mun það ekkert í líkingu við kalárin. Úthagi og heiðalönd eru sögð vel gróin og alveg óvenjulega gróin, nriðað við árs tíina. Þrír cfstu klárliestarnir, frá hægri: Ýri, Stormur og Þytur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.