Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 1
FILMUhúsið akureyri Nýr skólastjóri við Lundaskóla í VOR var auglýst skólastjóra- staða við Lundarskóla á Akur- eyri, sem taka á til starfa í háust. Um stöðuna sóttu Hörð- ur Olafsson, kennari við Barna- skóla Akureyrar, Indriði Úlfs- son, skólastjóri Oddeyrarskóla, og Matthías Gestsson, lcennari við Glerárskólann. Meirihluti frœðsluráðs Akur- eyrar mælti með því við ráð- herra, að Indriði Úlfsson, reynd ur og vel kynntur skólastjóri, hlyti stöðuna. En ráðherra hafði þá ósk að engu og skipaði Hörð Ólafsson í skólastjórastöðuna. Hinn nýi skólastjóri hefur gott orð á sér sem kennari og árnar blaðið honum heilla í ábyrgðar- miklu starfi. □ Það var margt um manninn á Akureyrarflugvelli þegar Noregskonungur kom. (Ljósm.: E. D.) Geysir syngur um helgina KARLAKÓRINN G E Y R I R heldur samsöngva um næstu helgi í Borgarbíói á Akureyri, undir stjórn Sigurðar Demetz Franzsonar. — Samsöngvarnir verða laugardag 8. júní kl. 15.00, sunnudaginn 9. júní kl. 17.00 og mánudag kl. 19.00. Einsöngvarar eru Aðalsteinn Jónsson, Guðrún Kristjánsdótt- ir og Kristján Jóhannsson. Undirleikari Hörður Kristinss. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókval og við innganginn. Kórinn hefur æft af kappi í vetur undir stjórn Sigurðar Demetz og hyggur á skemmti- og söngferð til Norður-ítalíu í september. Verða þá heimsóttar heimaslóðir söngstjórans. Q Á FUNDI framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins á miðviku daginn var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Framkvæmdastjórnin lítur svo á, að Framsóknarmenn, sem AKUREYRINGAR fögnuðu konungskomu á fimmtudaginn. Þá kom til höfuðstaðar Norður- lands Ólafur 5. Noregskonung- ur, ásamt utanríkisráðherran- um, Knut Frydenlund, og öðru fríðu föruneyti frá heimaland- inu. Með í konungsför til Akur- eyrar voru forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Hall- dóra Ingólfsdóttir, Einar Ágústs son utanríkisráðherra og marg- ir aðrir embættismenn landsins. Konungur og aðrir gestir komu í tveim flugvélum, er settust á Akureyrarflugvöll um. klukkan fjögur síðdegis. Hafði þá margt manna safiíast þar saman til að fagna góðum gest- tekið hafa sæti á framboðslist- um annarra flokka hafi með því gengið úr Framsóknarflokkn- um, og geti þar af leiðandi ekki lengur gegnt trúnaðarstörfum á hans vegum.“ Q um í sólskinsveðri og hressandi hafgolu. F yrirmenn Akureyrarkaup- staðar tóku á móti gestunum við flugvélarnar og síðan var gengið undir fánaborg skáta að flugstöðvarbyggingunni, en Lúðrasveit Akureyrar og söng- fólk úr kórum bæjarins lék og söng þjóðsöngva landanna und- ir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Þessu næst var ekið að Hótel KEA, þar sem einnig hafði safn ast mannfjöldi til að fagna hin- um tignu geslum. Litlu síðar hófst svo skoðunarferð um bæ- inn og var Amtsbókasafnið meðal annars skoðað. Bæjar- stjórn Akureyrar bauð síðan til kvöldverðar að Hótel KEA og um klukkan hálf tólf hófu flug- vélarnar sig með hina ágætu gesti upp, móti norðangolunni og kvöldroðanum. Ólafur Noregskonungur 5. er fríður maður og karlmannleg- ur, fæddur 2. júlí 1903. Foreldr- ar hans voru Karl Danaprins og Maud prinsessa af Englandi. En Karl prins var kjörinn kon- ungur Noregs árið 1905 og tók r Konungur kemur út úr Amtabókasafninu, (Ljósm.: E. D.) sér nafnið Hákon. Hann varð langlífur og eftir hans daga tók sonur hans við konungdómi, og hefur notið vinsælda og virð- ingar með þjóð sinni. Drottning hans var Marta Svíaprinsessa, er lést fyrir tveimur áratugum. Börn þeirra eru: Ragnhildur Alexandra, Astrid Maud Inge- borg og Haraldur krónprins. Ólafur Noregskonungur kom fyrst til Islands árið 1947, þá krónprins, og aftur 1961, og' þá' sem konungur. Noregskonungur kom til ís- lands á miðvikudaginn, og tafð- ist för hans um einn dag vegna óveðurs í hafi. Sjgldi hann á konungsskipinu Norge, en með í för voru tvö norsk herskip. íslenskt varðskip sigldi á móti konungi, er hann kom upp að landinu og fylgdi skipalestinni til Reykjavíkur. Konungur not- aði tímann vel til skoðunar og heldur utan í dag. Ólafur Noregskonungur var mikill íþróttamaður og áhuga- maður á því sviði alla tíð. Hann ber aldurinn mjög vel, og sýnist miklu yngri en hann er. Heim- sókn hans var kærkomin, svo sem glöggt og hvarvetna kom fram. íslendingar eiga jafnan vinum að mæta í Noregi, og til þeirra Norðmanna, sem heldur kusu að flytja til íslands og nema þar land en búa við ofríki Haralds hárfagra, rekja flestir hérlendir menn ættir sínar. Q Olafur Noregskonungur. Ilrísey, 6. júní. Afli er lítill sem enginn og þar af lciðandi sára- lítil vinna í hraðfrystihúsinu. Þeir sem stunduðu grásleppu- veiðar í vor, söltuðu 230 tunnur í Flatey og 110 tunnUr á Raufar höfn og heima var saltað í 148 tunnur, eða samanlagt nær 500 tunnur. Á þessu ári heíur engin aflahrota komið og nú eru menn að búa báta sína út á handfæraveiðar. Vona menn enn hið besta um aflabrögðin, þó treglega hafi gengið fram að «*• Ö þessu, og aðeins reytingur nú. Við litum cnn á góðærinu, sem hér var áður en þetta afia- leysi og déyfð í atvinnulífinu kom yfir okkur. Talsvert af rjúpu er í Hrísey í sumar og tveir fuglafræðingar hafa verið her við rannsóknir á rjúpnastofninum. "Æðarvarp er á norðurhluta -eyjarinnar og mér hefur skilist á landeigand- anum, Sæmundi Stefánssyni, að það fari þó heldur minnkandi. Tvö hús eru í byggingu. S. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.