Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 2
2 Undirbúningsdeild Tækniskólans, írá vinstri: Jón Ævar Ragnarsson, I»orsteinn Friðþjófsson, Aðal- geir Pálsson kennari, Þórir Aðalsteinsson, Skúli Magnússon kennari, Pétur Hansson, Jón Sigurgeirs- arsson kennari, Grúnur Sigurðsson og Geir Ágússon, ltennari, Gunnar Kristjánsson, Valdimar Ragn- son skólastjóri, Björn Agnarsson, Patricia A. Jónstsson. Frá Tækniskólanum á Akurewi STARFRÆKTAR voru bæði undirbúningsdeild og raun- greinadeild frá sept. til maí, skólaslit voru 30. maí. Nám í raungreinadeild stunduðu 7 nemendur, en í undirbúnings- deild 8. Próf stóðust 9 nemend- ur, en auk þeirra eiga 4 kost á að endurtaka og bæta próf í einni námsgrein hver á hausti komanda. Hæstu einkunn í raungreinadeild hlaut Gunnar H. Sigurðsson, 7,2, en í undir- búningsdeild Pétur Hansson, 8,4. Kennt var í þessum greinum: Eðlisfræði, efnafræði, stærð- fræði, islensku, dönsku, ensku, þýskU'-og að auki hugmynda- sögu í raungreinadeild. Prófverkefni voru hin sömu í deildunum á ísafirði, Akur- eyri og í Reykjavík. Kennarar voru 6 auk Jóns Sigurgeirssonar skólastjóra, sem veitt hefur deildunum for- stöðu frá upphafi. Skólinn er til húsa í Iðnskólahúsinu við Þór- unnarstræti. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist 3. sept. 1974. Nokkrar umsóknir hafa þegar borist, en rétt er að hvetja þá, sem áhuga hafa, að leita sér upplýsinga sem fyrst. □ Iðnskólðnum á Akureyri sagt upp AT.I.S BRAUTSKRÁÐUST 61 NEMANDI SKÓLASLIT Iðnskólans fóru fram 9. maí sl. Brautskráðir voru 58 iðnnemar úr 4. bekk og 3 úr 3. bekk. ÖIl kennsla á liðn- um vetri fór fram í nýja skóla- húsinu við Þórunnarstræti að undanskildum námskeiðum í rafsuðu og logsuðu. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs son, gerði grein fyrir starfsem- inni, lýsti prófum og sleit skól- anum. Alls voru nemendur 275 í 1.—d. bekk, þar með taldir 18 nemendur í rafsuðudeild og undirhúningsdeild til miðskóla- prófs í 4 námsgreinum. Hæstu einkunnir í 4. bekk sl. skólaár hlutu Sigmar Eiríksson, húsasmiður, I. eink. 8,90 og Jó- hann G. Jóhannsson, bifvéla- virki, 8,80. Hæstu einkunn í skóia hlaut Stefán Arngríms- son, rafvirkjanemi frá Dalvík, I. ágætiseinkunn 9,45. Kennt var í 22 iðngreinum. Fjölmennustu iðngreinarnar voru: Húsasmiðir 78, bifvéla- virkjar 30, rafvirkjar 25, ketil- og plötusmiðir 22 og vélvirkjar 18. Auk skólastjóra, Jóns Sigur- geirssonar, voru 4 fastir kenn- arar og 15 stundakennarar. í sumar verður hafinn undir- búningur að verklegu námi raf- virkja og rafvélavirkja, og verða m. a. keypt kennslutæki fyrir hluta þess fjár, er Rafveita FERMINGAR BARNAMÓT verður fimmtudaginn 13. júní í Ólafsfirði. Öll fermingarbörn á þessu vori í prófastsdæminu eru velkomin á mótið. Frá Ólafs firði verður farið í ferðalag til Skagafjarðar og mótinu slitið á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur nesti sig til dagsins, en fá mjólk á móts- staðnum. Hver þátttakandi er beðinn um að hafa með sér skjólgóðan fatnað, útbúnað til Útileikja og íþrótta, sundföt (fyrir þá, sem vilja fara í sund), Akureyrar gaf skólanum í til- efni af 50 ára afmæli hennar 1972. Ennfremur mun fara fram athugun á starfrækslu forskóla fyrir trésmiði og málmsmiði á vetri komanda og þá með líku sniði og í Reykjavík. Brautskráðir iðnnemar 1974. Úr 4. bekk: Arnór Erlingsson, húsasmiður. Ásvaldur Jónatansson, húsasm. Baldvin Þ. Sveinsson, plötusm. Bergur Höskuldsson, vélvirki. Bryngeir Kristinsson, bifvélav. Brynleifur Siglaugsson, plötus. Donald Kelly, skipasmiður. Eiríkur E. Eiríksson, bifvélav. Emil Þór Guðbjörnsson, skipas. Erlingur Þorsteinsson, húsasm. Garðar Jónasson, húsasmiður. Geir Ágústsson, rennismiður. SKÁKÞING UMFÍ UNDANRÁSIR Skákþings UMFÍ standa yfir. Keppnissveit unum, sem eru alls 13, er skipt í riðla. N. k. föstudagskvöld kl. 21 hefst keppni í einum þessara riðla á Hótel KEA Akureyri og lýkur daginn eftir. Þar keppa fjögra manna sveitir frá Eyfirð- ingum, S.-Þingeyingum og Aust firðingum. Sú sveit sem sigrar í þesum riðli kemst í úrslita- keppnina. □ Nýja testamentið og skriffæri. Þátttökugjald og ferðakostnað- ur fyrir þá, sem lengst koma að (eins og t. d. Akureyringana), er áætlaður kr. 650,00. Þátttöku þarf að tilkynna sóknarprestum fyrir mánudags- kvöld. Fermingarbarnamót hafa verið á hverju sumri og til mikillar ánægju. Frá Akureyr- arkirkju verður lagt af stað kl. 8.30 f. h. mótsdaginn, 13. júní. Hittumst öll á mótinu. Upplýs- ingar gefa sóknarprestamir. U ndirbúningsnef nd. Gísli Bergsson, plötusmiður. Gísli Pálsson, húsasmiður. Guðlaugur Arason, húsasmiður. Gunnar Kristjánsson, húsasm. Gunnlaugur Magnússon, vélv. Hallgrímur Ásgeir Hallgríms- son, bifvélavirki. Hannes Óskarsson, múrari. Haraldur Júlíusson, húsasm. Hermann Björnsson, húsasm. Hilmar Stefánsson, húsgagnasm Jóhann G. Jóhannsson, bifvélav Jóhann Ól. Þórðarson, húsasm. Jóhannes Jónsson, rafvirki. Jón Ásmundsson, vélvirki. Jón Erlendsson, bílamálun. Jón S. Melstað, bifvélavirki. Jón Ævar Ragnarsson, vélvirki. Júlíus Fossberg Arason, húsas. Jörundur Traustason, ketil- og plötusmiður. Kjartan Helgason, plötusmiður. Magnús Árnason, húsasmiður. Magnús Sigurðsson, rafvirki. Ólafur Amars, rafvirki. Ólafur Gunnarsson, húsgagnas. Ólafur Svanlaugsson, húsasm. Páll Sigurðsson, bifvélavirki. Páll Sigurgeirsson, bifvélavirki. Pétur J. Hjartarson, húsasm. Pétur Ólafsson, vélvirki. Pétur Þ. Stefánsson, vélvirki. Sigmar Eiríksson, húsasmiður. Sigmundur Jakobsson, bólstrari Sigurður B. Björnsson, húsasm. Sigurður P. Sigfússon, bifvélav. Sigurjón Jakobsson, húsasm. Stefán Jóhannesson, húsasm. Stefán Jónsson, plötusmiður. Steinþór Sigurjónsson, plötusm. Steinþór Þórarinsson, skipasm. Sveinn Friðriksson, húsasm. Sævar Benediktsson, pípul.m. Tryggvi Marinósson, plötusm. Valgeir A. Þórisson, bifvélav. Viðar Þorsteinsson, húsgagnas. Þorsteinn V. Árnason, bifvélav. Þórarinn Þorgeirsson, húsasm. Iðnteikningu í nýrri iðngrein luku: Garðar Karlsson, bólstrari. Rögnvaldur Reynisson, húsasm. Úr 3. bekk: Heiðbjört Antonsdóttir, hárgreiðslukona. Oddný Jónsdóttir, hárgr.kona. Valdís Þorvaldsdóttir, hárgreiðslukona. (F réttatilky nning) örðsending iil ferminprbarna MINNINGARORD Þersleinn Þcrsfeinsson BÓNDI, HÁLSI FÆDDUR 1. FEBR. 1889. DÁINN 17. APRÍL 1974. „Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má, Minn blessaði frelsari lifir oss hjá, Hans orð eru líf vort og athvarf í neyð, Hans ást er vor kraftur í lífi og deyð.“ Höf.: Friðrik Friðriksson. Lífi voru á jörðinni er þannig háttað, að það kviknar, nær smátt og smátt fullum þroska, lifir sitt fegursta blómaskeið, hnignar síðan hægt og hægt og slokknar loks alveg. Sú fregn barst ættingjum og vinum Þorsteins Þorsteinsson- ar, fyrrum bónda að Hálsi í Svarfaðardal, að morgni 17. apríl sl., að hann hefði andast í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri aðfaranótt þess dags. Hafði hann legið rúmfastur þar skamma hríð, en kvaddi þetta líf frekar óvænt og hljóðlega, enda þótt ættingjum og vinum væri ljóst að hverju stefndi. Er hann ættingjum og vinum sár missir og skal hans lítillega minnst hér. Hann var jarðsung- inn á Völlum 24. apríl sl. Þorsteinn var fæddur 1. febrúar 1889 í Syðra-Haga á Árskógsströnd. Hann var þann- ig 85 ára er hann lést. Þorsteinn var sonur hjónanna Þorsteins Vigfússonar, bónda og útgerðar manns, sem síðar fluttist til Rauðuvíkur, og konu hans Ás- laugar Guðmundsdóttur. Börn þeirra og systkini Þorsteins voru: Magnús, Guðmundur, Valdimar, Guðjón, Elín, Sigfús og Gunnlaugur. Af þessum systkinahópi eru enn á lífi: Gunnlaugur, sem bjó á Hamri en fluttist síðan til Dal- víkur og Sigfús bátasmiður í Kálfsskinni á Árskógsströnd. Auk þeirra átti hann hálfbróð- ur, sem einnig hét Þorsteinn, fyrrum bóndi á Hámundarstöð- um, faðir Valtýs heitins Þor- steinssonar útgerðarmanns og þeirra systkina. Þorsteinn missti ungur móð- ur sína Ágústu og fluttist þá ásamt systkinum sínum Gunn- laugi og Elínu til móðursystur sinnar, Guðrúnar Guðmunds- dóttur og Jóns bónda Jónssonar á Hálsi. Olst hann upp hjá þeim sæmdarhjónum og undi hag sín um vel. Fluttist hann aldrei bú- ferlum þaðan og kunnugir telja að hann hafi varla getað hugsað sér það. Tók hann síðar við búi á Hálsi og átti þar heima til dauðadags. Á árinu 1916 gekk Þorsteinn að eiga eftirlifandi konu sína, Jófríði Þorvaldsdóttur frá Hellu, Vigfússonar og konu hans Soffíu Jóhannsdóttur. Jó- fríður lifir mann sinn heima á Hálsi, en þau hjónin brugðu búi fyrir nokkrum árum, en við búinu tóku börn þeirra, Þor- valdur og Guðrún ásamt eigin- manni Gúðrúnar, Friðriki Magnússyni. Jófríður og Þorsteinn eign- uðust 9 böm og eru þau öll á lífi nema Soffía, er dó ung að árum. Auk þeirra er að framan UNGMENNABÚÐIR HINAR árlegu ungmennabúðir Ums. Eyjafjarðar verða að Laugalandi í Eyjafirði 7.—14. þ. m. Rúmlega 40 ungmenni hafa tilkynnt þátttöku. Enn geta nokkrir komist að í búð- er getið eru börnin þessi: Þor- steinn skipasmiður, Áslaug hús- móðir, Jón bifvélavirki, Anna húsmóðir, Guðmundur húsa- og skipasmiður og Gerður hús- móðir. Þau búa öll á Akureyri nema Jón og Gerður, sem eiga heimili í Reykjavík. j Snemma hneigðist hugur Þor steins til smíða. Fór hann til smíðanáms til Gísla Jónssonar á Hofi. Vann hann seinna mikið við smíðar á vetrum, aðallega bátasmíði, en hafði vetrarmann heima. Hann var sæmilega hag- ur smiður og virtust smíðarnar standa nær hjarta hans heldur en búskapur. Eftir að hann brá búi dund- aði hann gjarnan við ýmiss lag- færingastörf heima fyrir og sást þá gjarnan á ferli með hamar og önnur smíðatól. Þannig hag- ar til að Háls á land að sjó. Hefur þá gjarnan verið nokkur reki á fjörur. Hann hafði mjög gaman af að ganga út að sjón- um og huga að reka og gerði það meðan kraftar hans leyfðu. Þegar heim var komið með rek- ann var hann sagaður niður í smíðavið eða girðingastaura. Hin síðari ár höfðu gamli mað- urinn og þeir bændur tekið tæknina í sína þjónustu og sög- uðu með vélsög. Ég held að óhætt sé að fullyrða að reka- viðurinn og vinnsla hans í girð- ingastaura og annan smíðavið hafi síðari árin verið bæði hans aðalstarf og tómstundaiðja og hvíld frá dapurleika iðjuleysis og þverrandi lcrafta. Hann var svo heppinn að geta stundað þetta starf hluta úr árinu allt til æviloka. Enda þótt aðrir hjálpuðu til var hann ávallt verkstjórinn við þetta starf. Komu þar vel í ljós eiginleikar hans eins og iðjusemi og nýtni. Rekaviðurinn alitaf nýttur til síðustu spýtu. Snemma á búskaparárum sín um byggði hann íbúðarhúsið á Hálsi. Það er stórt steinhús og þótti mikil framkvæmd á árun- um 1939—40, enda þurfti rými fyrir stóra fjölskyldu og oft hefur verið gestkvæmt á Hálsi. Mest allt tréverk er unnið á staðnum úr rekavið og svo er einnig um útihús er byggð voru. Húsið smíðaði hann með aðstoð heimamanna og elstu sona, þar lærðu þeir að fara með hamar og sög, en leið þeirra lá til Akureyrar þar sem þeir tóku hendi til við skipa- smíðar við stofnun Slippstöðv- arinnar. Faðir þeirra tók við fyrstu trillunum er komu til Eyjafjarðar, lagfærði þær og endursmíðaði, en synir hans tveir smíða í dag nýtísku fiski- skip úr stáli eða tré. Skömmu eftir lát Þorsteins lést bróðir Jófríðar, Gunnlaug- ur Þorvaldsson, áður bóndi í Torfunesi. Var hann jarðsung- inn að Tjörn í Svarfaðardal 27. apríl sl. Sá sem þetta ritar vonar að þeir geri góða ferð saman. Ég gat ekki verið viðstaddur jarðar farir þessara ættingja minna og er þessi grein og fáu orð því hinsta kveðja mín til þeirra. Akureyri, 22. maí 1974. unum. □ Þorsteinn Friðriksson. _

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.