Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 6

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 6
6 Fj öldaframleiðsla íbúðarhúsa? MessaS í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11 f. h. Sálmar: 23, 96, 179, 14, 521. — P. S. Ferniingarbörn! Takiö eftir orð- sendingu á öðrum stað í blað- inu um mótið í Ólafsfirði og Hólum í Hjaltadal. K e p p ni um Gunnars-bikar, sem er 72 holu keppni með fullri forgjöf, hefst þriðjudag inn 11. júní kl. Kappleikjanefnd. i 18. — Hjálpræðisherinn. Sam- koman fellur niður á sunnudagskvöldið. Systrabrúðkaup: Hinn 2. júní voru gefin saman í hjónaband í Stærra-Árskógskirkju ung- frú Elsa Jenný Halldórsdótt- ir, Sólgörðum, Hauganesi, og Ágúst Árni Stefánsson, Þóru- i stöðum, Öngulsstaðahreppi. Heimili þeirra verður að Aðal stræti 66, Akureyri. Einnig ungfrú Hafdís Helga Halldórs dóttir, Sólgörðum og Eiríkur Einar Eiríksson, Byggðavegi 141, Ak. Heimili þeirra verð- ur að Tjarnarlundi 3 E, Ak. Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Lögmannshlíð- arkirkju ungfrú Sigurveig Sumarrós Bergsteinsdóttir og Gunnar Sigurður Björgvins- son. Heimili þeirra verður að Langholti 14, Akureyri. Frá Náttúrulækningafélagi Ak- ureyrar. Gjafir hafa borist frá eftirtöldum aðilum í bygging- arsjóð Heilsuhælisins í Skjald arvík: Frá kvenfél. Baldurs- brá kr. 25.000, frá Búnaðarfél. Saurbæjarhrepps kr. 25.000, frá kvenfél. Voröld Önguls- staðahr. kr. 10.000, frá vel- unnara félagsins kr. 6.000, frá kvenfél. Vöku Blönduósi kr. ’ 5.000, frá Lionsklúbbi Ak. kr. 30.000, frá N. N. kr. 20.000, frá kvenfél. Freyju Raufarhöfn kr. 5.000, frá kvenfél. Ból- staðarhlíðarhr. kr. 5.000, frá ! kvenfél. Ársól V.-Hún. kr. 5.000, og frá eftirtöldum mönnum í Búnaðarfél. Öxn- dæla: Þorsteini Rútssyni kr. 2.000, Ara H. Jósavinssyni kr. 3.000, Þór Þorsteinssyni kr. 2.000, Steini Snorrasyni kr. I 2.000 og Halldóri Kristjáns- syni kr. 2.000. — Þessum aðil- um færir félagið alúðarþakkir fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug í garð félagsins. Enn- fremur þakkar félagið öllum þeim er studdu það á fjár- öflunardegi þess fyrsta sunnu dag í mars. — F. h. N.L.F.A., Auður Þórhallsdóttir gjald- keri. Bruðkaup: Sl. laugardag voru gefin saman í Akureyrar- kirkju brúðhjónin ungfrú María Arnfinnsdóttir og Bald ur Örn Baldursson skipa- smiður. Heimili þeirra er í Lögmannshlíð. Takið eftir. Enn eru eftirtaldir vinningar ósóttir í innan- félagshappdrætti Hjálpræðis- hersins: Nr. 273 klukkustreng ur, nr. 178 karfa með mat- vörum, nr. 268 peysa og nr. 375 peysa. Leiðrétting. Guðmundur Hákon arson, framkvæmdastjóri á Húsavík heitir 11. maður á A-Iistanum, en misprentaðist í síðasta blaði Dags í tilkynn- ingu frá yfirkjörstjórn og er þetta hér með leið'rétt. U.M.S.E. Hraðmót Ung- mennasambands Eyja- fjarðar, fyrri hluti, verð- ur haldið í Árskógi sunnudaginn 9. júní kl. 1.30 eftir hádegi. Tómlæti og seiiiagangur liamla framkvæmdum fÓRÐBijgSíNS fsÍMIÉ BYGGINGAFÉLAGIÐ Brúnás á Egilsstöðum hefur um skeið undirbúið fjöldaframleiðslu íbúðarhúsa og ræddi blaðið það mál við framkvæmdastjórann, Vilhjálm Sigurbjörnsson, sem jafnframt er fréttamaður blaðs- ins á Egilsstöðum. Hann sagði: Ég hef verið að berjast fyrir því að fá fjárhagslega fyrir- greiðslu við að setja hér upp verksmiðju, er fjöldaframleiddi húshluta. Fjármögnunin hefur gengið báglega. En nú eru sænsk fyrirtæki að kanna mögu leika á að setja upp svipaða verksmiðju í Reykjavík og þá loks vöknuðu ráðamenn pen- ingastofnana. Við höfum, hjá Brúnási, kann að málið í tvö ár og athuguðum fyrst verksmiðjuframleidd hús úr timbri. En þau hús reyndust dýr og timbur hefur farið mjög hækkandi. Fórum við erlendis að leita að verksmiðju er hent- aði til að framleiða létta og vel þróaða húshluta úr steinsteypu og fundum hana. Tryggðum við okkur einkaleyfi á framleiðsl- unni hér á landi, kaupum véla- kost sem þarf og byggjum verk- smiðjuna hér á staðnum. Kostn Tveir framboðsiisfar Framsóknarflokksins V estf jarðakjördæmi. Framboðslisti Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi við alþingiskosningarnar 30. júní n. k. verður skipaður þess- um mönnum: 1. Steingrímur Hermannsson, fyrrv. alþm., Garðahreppi. 2. Gunnlaugur Finnsson, bóndi form. Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, Hvilft, Önundarfirði. • 3. Ólafur Þórðarson, skóla- stjóri, Súgandafirði. 4. Bogi Þórðarson, fyrrv. fram kvæmdastj. Hraðfrystihúss Patreksfjarðar, Kópavogi. 5. Jónas R. Jónsson, bóndi, Melum, Strandasýslu. 6. Eiríkur Sigurðsson, bifvéla- virki, ísafirði. 7. Áslaug Jensdóttir, hús- móðir, Núpi, V.-ísafj.sýslu. 8. Bárður Guðmundsson, dýralæknir, ísafirði. 9. Ólafur E. Ólafsson, fyrrv. kaupfélagsstj., Króksfjarðar nesi, Reykjavík. 10. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli, Önundarfirði. aðaráætlunin hljóðar upp á 35 milljónir króna. Framleiðslu- geta er 70—80 hús á ári. Þetta er mjög þróuð framleiðsla, hús- hlutarnir léttir, einangraðir og frágengnir bæði utan og innan. Við höfum lagt þessar áætl- anir okkar og áform fyrir lána- stofnanir syðra og þar hefur málið verið í athugun svo mán- uðum skiptir, en fjárfestingar- sjóðir hafa verið ófáanlegir til að taka nokkra endanlega af- stöðu til málsins, enn sem kom- ið er. Það er höfuðmarkmið okk ar með þessu, að brjótast út úr vítahring í byggingariðnaðin- um, sem við erum í. í síðastliðin 50 ár hefur ekki orðið umtals- verð breyting á byggingarhátt- um íslendinga og mál að linni. Fleiri en eitt fyrirtæki í Sví- þjóð bjóðast nú til að koma upp húsaverksmiðju í Reykjavík og einnig bjóðast erlend fyrirtæki til að flytja hingað til landsins tilbúin timburhús, sem fram- hald af Viðlagasjóðshúsunum. Erlendir hafa kynnst því eftir Heimaeyjargos, hve íslenskur byggingariðnaður er vanþróað- ur, en kaupgeta almennings mikil. En við erum vonsviknir yfir því, hve mikið tómlæti hefur ríkt á okkar viðleitni í þessu efni og seinagangur í afgreiðslu. Hins vegar virðast menn hlaupa til handa og fóta þegar erlendir menn vilja setja upp verk- smiðju í Reykjavík og eru þá fullir áhuga. Þeir hafa sent út reynslulausan embættismann í tæknimálum til að rannsaka hvernig þessi byggingaraðferð hentar okkur og sýnast ekki víla fyrir sér að láta erlenda aðila leggja undir sig íslenskan byggingariðnað. □ Ný geðdeild á Akureyri Suðurlandskjördæmi. Kjördæmissamband Fram- sóknarmanna á Suðurlandi sam þykkti á fundi sínum sl. mánu- dagskvöld eftirfarandi fram- boðslista til þingkosninganna 30. júní n. k. 1. Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri, Laugardælum. 2. Jón Helgason, bóndi, Seglbúðum. 3. Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, Reykjavík. 4. Ólafur Ólafsson, kaupfélags- stjóri Hvolsvelli. 5. Ragnhildur Sveinbjarnar- dóttir, frú, Lambey. 6. Guðni Ágústsson, verka- maður, Brúnarstöðum. 7. Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur, Vík. 8. Sigurgeir Kristjánsson, for- stjóri, Vestmannaeyjum. 9. Ólafur H. Guðmundsson, bóndi, Hellulandi. 10. Ríkharð Jónsson, forstjóri, Þorlákshöfn. 11. Eyrún Sæmundsdóttir, frú, Sólheimahjáleigu. 12. Jóhann Björnsson, forstjóri, Vestmannaeyjum. FYRIR nokkru er tekin til starfa ný geðdeild við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Þessi deild starfar ekki í húsa- kynnum sjúkrahússins, heldur er í sérstöku húsnæði úti í bæ, eða að Álfabyggð 13. Deildinni er þannig fyrir kom ið að hún er rekin nánast eins og einkaheimili og allir sjúkl- ingar og starfsfólk vinna saman í hóp og þar eru rædd vanda- mál hvers og eins og málum ráðið til lykta á hópfundum eftir því sem kostur er. Þá er einnig alger samvinna um ræstingu og viðhald hús- næðisins og eins er matseld að nokkru leyti sameiginleg. Þessi nána samvinna milli sjúklinga og starfsfólks er ný- breytni hér nyrðra, og henni hefir ekki verið beitt utan Reykjavíkur fyrr, en er algeng orðin með nágrannaþjóðum vorum. Hin nýja deild rúmar 8 sjúkl- inga og er það talinn æskilegur fjöldi til að starfa saman í ein- um hóp. Annars sækja fundi með hópnum sjúklingar utan úr bæ og er því á stundum nokkru fleira á fundunum en vistföst- um sjúklingum nemur. Þessi nýja deild hefur farið vel af stað og er þegar fullsetin. Læknir deildarinnar er Bryn- jólfur Ingvarsson. Annað starfs- fólk er 4 hjúkrunarkonur (V2 starf hver), 3 sjúkraliðar (V2 starf), starfsmaður og starfs- stúlka í fullu starfi hvort. (Fréttatilkynning) KVEÐJA Snjólaug Jóhannesdóttir FRÁ skáldalæk FÆDD 16. MARS 1888. DÁIN 1B. FEBRÚAR 1974. Hiín var dóttir dalsins fríða, dalsins hinna háu fjalla, bröttu, fögru berjahlíða, sem börn sin heim úr fjarlœgð kalla. Fæst í kaupfélaginu Lífið laufblað sem eigi get ljúfra minninga í orðum tjáð. — ég leggja vildi Veit þó vina að leiði Snjólaugar. — að veikindastríð Stórbrotin, göfug, er á enda. — kristin kona Þinn andi er frjáls. lokið hefur langri ævi. Þakkir ég færi Engin kona fyrir kynnin, traust þitt og trúnað önnur en mín nióðir, og tállaust fas. — er mér jafnkær. — Eitt ég veit, Er ég sá þig er ævi lýkur sjúka og þjáða, leiðir okkar þótti mér, sem sæi liggja saman. minnar móður mjúkan faðm. Þá kosti sem fann ég í fari þínu, 1 djúpum fjalladölum fómfýsi, fegurð oft dyljast fögur blóm. — og frjálsan huga. Þau anga oftast sætan fann ég einnig við aftanklukknahljóm, — hjá eigin móður. — er sólin signir landið Ástúð var báðrnn og sendir gullin roða, eiginleg. heilagt handabandið Því ber ég nú himins og jarðar boða. ( Svafa Friðriksdóttir harm í lijarta,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.