Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1974, Blaðsíða 3
3 Ársþing Héraðssamb ands S.-Þin DAGANA 20,—21. apríl 1974 var 61. ársþing Héraðssambands Suður-Þingeyinga haldið í Hótel Reynihlíð við Mývatn í boði íf. Eilíís í Mývatnssveit. Þingið hófst kl. 4 með því að formaður HSÞ, Óskar Ágústsson, Laug- um, setti þingið með ræðu. Þing forsetar voru kjörnir Jón Illuga son, Reynihlíð og Baldvin Kr. Baldvinsson, Rangá, og þing- skriíarar Hólmfríður Péturs- dóttir, Víðihlíð, Steinþór Þráins son, Skútustöðum og Steingrím ur Jóhannesson, Grímsstöðum. Á þinginu voru lagðar fram eftirfarandi. fjölritaðar skýrsl- ur: íþróttahandbók HSÞ 1974 og Starfsskýrsla HSÞ 1973 þar sem hin prentaða Starfsskýrsla HSÞ 1973 var ekki komin úr prentun vegna verkfalls. Enn- fremur voru til sölu eftirfarandi fjölrituð rit: Skýrsla um íþrótta starfsemi HSÞ 1973 og Handbók HSÞ í lausblaðabroti. Verður nú getið helstu atriða úr skýrslum þessum: Félagar í HSÞ voru um ára- mótin 1107 í 13 félögum. Á ár- inu störfuðu lengri eða skemmri tíma 8 íþróttakennarar á veg- um sambandsins. Haldið var sumarbúðanámskeið að Laug- um 12.—21. júní 1973, þátttak- endur voru um 40 á aldrinum 12—15 ára. Arnaldur Bjarna- son, Fosshóli, var endurráðinn framkvæmdastjóri HSÞ fyrir Sala ísvél (Sweden) eldri gerð til sölu. Aðeins kr. 40.000,00. Uppl .í símum 1-10-94 óg 1-20-88. Til sölu notað móta- timbur í Beykilundi 4. Sími 2-17-22. Barnavagn til sölu, kerra fylgir. Uppl. í Stafholti 5, niðri gengið að sunnan. Hraðbátur til sölu með nýlegum 25 ha mótor, sem þarfnast smá við- gerðar. Mikið magn varahluta fylgir. Uppl. í síma 1-24-91. síðastliðið ár. Landgræðsla var mikið stunduð á sambandssvæð inu og var miklu magni af áburði og fræi dreift. íþróttir voru mikið stundaðar á sam- bandssvæðinu og verður nú get ið þess helsta: íþróttafólk HSÞ tók þátt í 154 mótum og voru þátttakendur í þeim 1656, og skiptist það þannig milli íþrótta greina: Fi'jálsar íþr. Mót 27 Keppe. 357 Glíma 7 26 Blak 2 36 Handknattleikur 38 380 Knattspyrna 64 704 Badminton 3 28 Skíði 9 80 Sund 4 45 Frjálsíþróttafólk HSÞ keppti á mörgum mótum utan héraðs, m. a. Norðurlandsmeistaramóti sem við unnum með 212,5 stig- um, Bikarkeppni FRÍ, II. deild, sem við unnum með 107,5 stig- um, Bikarkeppni FRÍ, I. deild, Meistaramóti íslands og mörg fleiri. Haldið var héraðsmót í knattspyrnu fyrir eldri og yngri flokka, ennfremur bikarkeppni fyrir þá yngri. Völsungur og Magni tóku þátt í íslandsmót- unum í knattspyrnu. Glímu- menn HSÞ tóku þátt í öllum stærri glímumótum, m. a. ís- landsglímunni, Sveitarglímu GLÍ, Bikarglímu GLÍ í báðum flokkum, Norðurlandsglímunni og fleiri. Skíðaíþróttin er aðal- lega stunduð á Húsavík og tóku þeir þátt í mörgum mótum, m. a. Skíðamóti íslands, Ungl- ingaskíðamóti íslands þar sem Völsungur fékk 1 íslandsmeist- ara í svigi 15—16 ára, Böðvar Bjarnason, auk þess í mörgum fleiri mótum. Sundmeistaramót Norðurlands var haldið á Húsa- vík og var þátttaka mjög mikil. Blak er hér vaxandi íþrótta- grein, og var haldið hér héraðs- mót í því í fyrsta sinn, auk þess sem lið frá HSÞ tók þátt í ís- landsmótinu. Handknattleikur er hvergi stundaður nema á EFTIRFARANDI tillögur voru samþykktar á aðalfundi Kvenna sambands Akureyrar 19. maí síðastliðinn: 1. Aðalfundur Kvennasam- bands Akureyrar haldinn 19. maí 1974 samþykkir að skora á bæjarstjóm Akureyrar að veita ekki áfenga drykki á fundum eða samkomum, sem haldnar eru á vegum bæjarins. 2. Aðalfundur Kvennasam- Húsavík, en þar er mikill áhugi fyrir honum. Völsungur fékk 1 íslandsmeistara í handknatt- leik, meistaraílokk karla í III. deild. Badminton er stundað hér á nokkrum stöðum og fer áhugi á því vaxandi. Arngrímur Geirsson gjald- keri HSÞ lagði fram reikninga sambandsins. Niðurstöðutölur rekstrarreikningsins voru kr. 1.002.665,00. Helstu tekjuliðir voru þessir: Skattar og styrkir 455.761,00, íþróttamót og sam- komur 142.328,00 og aðrar tekj- ur 341.000,00. Helstu gjaldaliðir voru þessir: Kennslukostnaður 272.420,00, ferðakostnaður íbróttamanna 188.127,00, stjórn- arkostnaður 322.602,00, íþrótta- mót og samkomur 102.442,00 og önnur gjöld 91.649,00. Rekstrar- halli varð kr. 63.415,00. Eignir sambandsins voru 424.185,00 kr. Verður nú getið nokkurra til- lagna sem samþykktar voru á þinginu: Þingið beinir þeirri áskorun til sveitarstjórna að þær láti raunverulegt verðgildi framlags síns til sambandsins haldast með því að miða framlag sitt í ár við 75,00 kr. á hvern íbúa. Þingið beinir því til stjómar sambandsins að hefja nú þegar undirbúning að útgáfu á segul- bandsspólum með alþingeysku efni. Þingið beinir því til stjómar- innar að kanna hvort rétt sé að koma á Þingeyingahátíð og þá sem árlegum viðburði. Þingið fagnar því, að í vetur var haldið héraðsmót í skíða- göngu og beinir því til skíða- fólks, að áframhald verði þar á. Samþykkt var lagabreyting á lögum HSÞ og var hún í þá átt að fjölga í stjórn HSÞ úr 5 í 7 menn. 31. október 1974 verður HSÞ 60 ára. Afmælisins verður minnst á margan hátt, m.a. með afmælismótum og afmælishátíð á afmælisdaginn. bands Akureyrar samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Akureyrar að komið verði á fót vöggustofu á Akureyri hið fyrstíi. Bréfið hefur verið afhent bæjarstjóra. I Kvennasambandi Akureyr- ar eru þessi félög: Kvenfélagið Baldursbrá, Kvennadeild Ein- ingar, Kvenfélagið Framtíðin og Kvenfélagið Hlif. □ Frá Kvennassnibasidi Akureyrar r ; Alieit og gjafir til \ Dalvíkui’kirkj 11 ’74 j N. N. og N. N M B. G Krónur . 1.000 600 N. N . 1.000 N. N . 2.000 Jón Pálsson . 5.000 Sveinn Sigurðsson ... . 5.000 R. G . 1.000 K. J . 1.000 B. J . 1.000 Skafti Þorsteinsson . . .. 2.000 E. K. Ó . 1.000 Sigrún Kristinsdóttir 300 n. n. . 1.000 í. Á . Dánarbú Halldórs Sigfússonar . 3.000 Páll Guðlaugsson .. . . 1.000 Ólöf Gunnlaugsdóttir .. 1.500 . 1974 Guðrún Arngrímsdóttir 1.000 E. S. og M. S............ 2.500 Júlíus Kristjánsson .... 1.000 í. Á....................... 200 Baldvina Þorsteinsdóttir 1.000 Guðrún Finnbogadóttir 1.000 Hildur Jóhannsdóttir ... 1.000 Þóra Antonsdóttir....... 1.000 N. N..................... 5.000 Sigurpáll Hallgrímsson . 2.000 Hildur Jóhannsdóttir . . 1.000 Páll Guðlaugsson........ 500 H. Á....................... 500 Sveinn Friðbjörnsson . . 1.000 Ur gjafakassa kirkjunnar 6.380 Samtals kr. 52.580 Alúðarfyllstu þakkir til gef- enda og allra þeirra, sem stutt hafa kirkjuna og safnaðarstarf- ið á einn eða annan hátt. ; Sóknaniefnd. Úr stjórn HSÞ áttu að ganga Arngrímur Geirsson og Indriði Ketilsson, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Stjóm Héraðssambands Suð- ur-Þingeyinga skipa.nú: Óskar Ágústsson, Laugum, formáður, Vilhjálmur Pálsson, Húsávík, varaformaður, Sigurður Jóns- son, Ystafellþ ritari, Arngrímur Geirsson, Skútustöðum, gjald- keri og meðstjórnendur Jón Illugason, Reynihlíð, Völundur Hermóðsson, Álftanesi og Jónas Sigurðsson, Lundarbrekku. (Fréttatilkynning frá HSÞ) AUGLÝSIÐ í DEGI WRANGLER buxur og stakkar. Ný sending. Stærðir 26-34. KLÆÐAVERZLUN S!G. GUÐMUNDSSONAR — Yel lieppnað mót (Framhald af blaðsíðu 8) 5. Geysir ........... 195,0 stig 7 vetra, jarpur,.eyf. Eig. Jóhann Konráðsson. Knapi var eigandinn. Tveir efstu hestar í hvorum flokki fara sem keppendur Létt is á Landsmótið á Vindheima- melum í sumar. Þessar hryssur urðu efstar: 1. Elding ...........195,5 stig 5 vetra, rauð, húnv. Eig. Edda Vilhelmsdóttir, Knapi Reynir Hjartarson. 2. Slemma ...........194,5 stig 5 vétra, grá, þing. Eig. Frímann Frímannsson. Knapi Reynir Hjartarson. 3. Vaka .............194,0 stig 4 vetra, brún, eyf. Eig. Freyja Sigurvinsdóttir. Knapi var eigandinn. 4. Brana ........... 182,5 stig 15 vetra, hv'ít, eyf. Eig. Ragnh. Gíslad., Bitru. Knapi Aðalbergur Stefánss. 5. Kvika ........... 180,5 stig 9 vetra, brún, skagf. Eig'. Matthxas Eiðsson. Knapi var eigandinn, Að loknum góðhestakeppnun um voru svo kappreiðar og hóf- ust þær með 250 m skeiði, en í skeiði voru skráð 13 hross, sem er mesta þátttaka hjá félag inu í áratugi. Sigurvegari varð Óð'inn Hildar og hlaut hann bik- ar sem keppt var nú um í fyrsta sinn. þikarinn er gefinn af aðstandendum Hjartar Gísla- sonar. Úrslit í kappreiðunum urðu þessi: Skeið. 1. Óðinn.............29,4 sek. 8 vetra, brúnn, skagf. Eig. Hildur Gunnarsdóttir. 2. Glanni ...........30,0 sek. 8 vetra, rauðvindóttur, þing. Eig. Bergvin Jóhannsson. 3. Hrímfaxi .........30,1 sek. 12 vetra, vindóttur, skagf. Eig. Guðmundur Snorrason. 250 metra stökk. 1. Happy ............ 20,4 sek. 6 vetra, rauður, eyf. Eig. Örn Grant. 2. Blesi.............20,6 sek. 6 vetra, bleikblesóttur, skagf. Eig. Árni Magnússon og Ragnar Ingólfsson. 3. Skjóni ............20,8 sek. 6 vetra, jarpskjóttur, eyf. Eig. Guðm. Gíslason, Rvík. 300 metra stökk. 1. Fagri-Blekkur .... 23,7 sek. 9 vetra, brúnn, skagf. Eig. Benný Jensen. 2. Ölver ............ 24,1 sek. 9 v., bleik-tvístjörnóttur, eyf. Eig. Hreinn Þorsteinsson. 3. Þytur..............24,9 sek. 12 vetra, grár, húnv. Eig. Guðmundur Stefánsson. 350 nxetra stökk. 1. Litur ............ 27,6 sek. 9 vetra, litföróttur, eyf. Eig. Ásgeir Ásgeirsson. 2. Vængur ............28,0 sek. 9 vetra,' brúnskjóttur, húnv. Eig. Lilja Reynisdóttir. 3. Nótt ..............28,1 sek. 7 vetra, brúnstjórnótt, eyf. Eig. Hilmar Gunnarsson og Ingvi Eiríksson. Þess má geta að nokkrir af eldri félögum Léttis tóku þátt í þessu móti. Guðmundur Snorra son sýndi hest í góðhestakeppn- inni og ennfremur sat hann tvö hross í skeiði. Alfreð Arnljóts- son sýndi einnig hest í góðhesta keppninni og hleypti í öllum vegalengdum í stökki. Alfreð Steinþórsson sýndi hest í góð- hestakeppninni og varð hans hestur þar í þriðja sæti. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.