Dagur - 21.12.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1974, Blaðsíða 1
ÖDÝRA ISlíNZKA TANNKREMID LVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 21. des. 1974 — 58. tölublað FILMUhúsið akureyri Útlit var fyrir í gær, að niður- staða fjárlaga fyrir næsta ár verði rúmir 47 milljarðar króna, tekjuhliðin lítið eitt hærri, en umræður um þau hafa staðið undanfarna daga. Verða þau væntanlega samþykkt í dag, laugardag. En eftir það hefst jólaleyfi þingmanna. □ Samkvæmt upplýsingum Björns Brynjálfssonar hjá Vegagerð- inni í gær, var glórulaus stór- hríð og ekki gerð tilraun til að hreinsa snjó af vegutn. Fyrst liggur það fyrir, að opna veginn í Skjaldarvík og Kristnes, þegar eitthvað rofar til. Þá er hér veðurteppt allmargt fólk á leið til Húsavíkur og verður einnig reynt að hjálpa því á leiðar- enda, strax og veður lægir. Um klukkan hálfþrjú í gær hafði engin mjólk borist Mjólk- ursamlagi KEA, en verið var að athuga möguleika á því að sækja mjólk í Hrafnagilshrepp. Snjór er ekki mjög mikill en víða stórir skaflar. □ Kaldbakur EA 301 lagðist að Togarabryggjunni á fimmtudaginn. N vi Kaldbakur er (Ljósmyndari E. D.) Nýr þúsund tonna togari, Kald- bakur EA 301, lagðist að Togara bryggjunni á Akureyri kl. 1.20 Fallega skreyttir útstillinga- gluggar prýða hverja verzlun og vekja ætíð athygli manna á varningi hennar Mikið starf liggur yfirleitt að baki góðri útstillingu, sem fer mikið eftir því hvers kyns vörurnar eru, svo og hæfni og hæfileikum út- stillingamannsins. KEA hefir í mörg ár haft mjög færan starfs- mann á þessu sviði, en það er Haraldur Magnússon, sem ann- ast og stjórnar nær öllum búð- ar- og gluggaskreytingum KEA- verzlana, ekki einungis á Akur- eyri lieldur og í útibúum félags- ins út með Eyjafirði eftir því sem tími hans leyfir. Gluggar hans og aðstoðarmanns hans hafa jafnan vakið athygli og má einkum benda mönnum ó jóla- útstillingarnar nú þessu til stað- festingar, en þær hafa vakið verðskuldaða athygli. í byrjun desember hefir kaup félagið í mörg ár sett upp Ijósa- skréytingar við kirkjutröppurn- ar, svo og stórt jólatré við kirkj- una og jólastjörhu milli aðal- verzlunarhússins og Hótel KEA. Einnig hefir félagið sett upp jólatré hjá útibúinu við Byggða veg 98, auk þess sem öll útibúin út með Eyjafirði fá jólatré til að setja upp hjá sér. Ekki má svo gleyma jóla- sveinunum, sem ætíð koma fram á svölum Vöruhúss KEA fyrsta eða annan sunnudag desember, taka lagið og spjalla við unga og eftirvæntingarfulla áheyrendur. (KEA-fregnir) e. h. á fimmtudaginn. Eigandi togarans er Útgerðarfélag Akur eyringa h.f. Skipstjóri er Sverr- ir Valdimarsson en fyrsti vél- stjóri Freysteinn Bjarnason og 1. stýrimaður Jón Sigurðsson. Um klukkan 3 sama dag lagð- ist togarinn að Torfunefs- t>ryggju og fór þar fram mót- tökuathöfn í norðaustan kalda, hríð og 8 stiga frosti. Karlakór- inn Geysir söng undir stjórn Sigurðar D. Franzsonar, en ávarp fiuttu Jakob Frímanns- son, stjórnarformaður Ú. A., ennfremur Valur Arnþórsson, forseti bæjarstjórnar, og Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Ú. A. Kaldbakur er smíðaður á Spáni. Hann var almenningi til sýnis að móttökuathöfn lokinni. Ræða forseta bæjarstjórnar er birt á blaðsíðu 5 í dag. — Fréttatilkynning Útgerðarfélags ins barst ekki í tæka tíð. Gert er ráð fyrir, að skipið haldi á miðin öðruhvoru megin við áramótin. Velkominn, Kald- bakur. □ á tvö Um kl. 1 e. h. á fimmtudaginn féll snjóflóð á tvö hús við Suður götu á Siglufirði og stór- skemmdi þau. Manntjón varð ekki. Húsin voru númer 76 og 78 og einnig tók snjóflóðið með Á fimmtudaginn mátti heita stórhríðarveður um land allt og í gær var veður svipað. Víða bárust fregnir af samg'öngu- erfiðleikum á landi og strax á fimmtudaginn voru fjölmargir vegir orðnir ófærir með öllu og enn verri í gær. Á Norðurlandi öllu bætist óvissan í raforkumálum við hina ýmsu erfiðleika samgangn anna. Jaðrað hefur við raf- magnsskömmtun á orkuveitu- svæði Laxár síðustu sólarhring- ana. Áskoranir til fólks um að spara raforkuna eftir því sem framast er kostur, hafa eflaust borið mikinn árangur, en dugar þó naumast til. Rennsli Laxár er talið nokkurn veginn ótrufl- að, en mikið íshraungl við inn- tak stöðvanna hefur komið í veg fyrir fulla orkuframleiðslu. Á meðan svo er, má búast við, að grípa þurfi til rafmagns- skömmtunar og það jafnvel fyrirvaralaust. Dísilstöðvar Lax- árvirkjunar eru látnar ganga dag og nótt og er olíukostnaður 600 þús. krónur á sólarhring og litlu minni á Norðurlandi vestra, þar sem svipað er ástatt í orkumálum. sér bíl, er ók um og færði hann með sér nokkra vegalengd. Þrír menn voru í bílnum og sakaði engan. Sigþór Erlendsson kennari, ásamt konu sinni og þrem börn- um, voru í eldhúsinu í Suður- götu 78 er snjóflóðið féll. Fyllt- ist hluti hússins af snjó og komst fólkið naumlega út. Hús- munir brotnuðu og allir gluggár hússins, og milliveggir í húsinu eru taldir skemmdir eða jafn- vel ónýtir. í húsinu að Suðurgötu 76 brotnaði vesturveggurinn und- an snjóflóðinu og er það talið nær ónýtt. Þar bjó Haraldur Árnason, ásamt konu sinni og tveim börnum. En engan mann í fjölskyldunni sakaði. Sama mónaðardag í fyrra féll snjóflóð litlu sunnar, úr Hafnar fjalli á Siglufirði, og tók þá með sér mannlaust barnaheimili og hænsnahús, svo sem þá sagði frá í fréttum. □ Dag.nr óskar lesendum sínum f /S/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.