Dagur - 21.12.1974, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentvcrk Odds Björnssonar h.f.
Að jólum
Nú er að ljúka þjóðhátíðarári og
jafnframt ári mikils atvinnugóðæris
og meiri framkvæmda en oftast áður.
í efnalegu tilliti býr fólk við góðæri,
hefur miklar tekjur og kaupgetu og
lætur margar þær óskir rætast, sem
góður efnahagur getur veitt. Fjórði
liver Islendingur ferðaðist til fjar-
lægra landa lil að njóta surnars og
sólar í ríkum mæli, nær tíu þúsund
nýir bílar voru fluttir til landsins á
nokkrum mánuðum og aðrar vörur
í áþekkum mæli, þarfar og óþanfar.
Gekk verulega á gjaldeyrisforðann á
árinu, og þótt nú sé spáð nokkurri
lífskjaralægð á næstu misserum og
kaupmáttur launa hafi verið skertur
til muna, má segja, að enn láti ver-
öldin blítt við fólk hér á norður-
slóðum.
Þeir, sem taka mið af liinum ýmsu
listgreinum, sem stundaðar eru með
þjóðinni, virðast á einu máli um
frjósemi þeirra á þjóðhátíðarári og
grósku í menningarlífinu, þegar yfir
það er litið í heild. Fólk stundar sem
áður sagna- og ljóðagerð, lagasmíðar
og tónleika, málara- og höggmynda-
list og svo leiklist mjög ósleitilega.
Efst trónar Þjóðleikhús og sinfonía,
en þjóðarleikhúsið okkar allra, með
sextíu fastráðna, stjórnar málefnum
þjóðarinnar.
En á meðan flestir rólfærir menn
hraða sér milli yfirfullra verslana til
jólainnkaupanna og kaupa varning
hömlulítið undir skuggum skamm-
degis og verðhólgu og ótiyggra við-
skiptakjara, er jólahátíðin að ganga
í garð, liátíð ljóssins og liátíð trúar-
innar. Sii hátíð mun að venju hefja
menn upp úr dægursorgum og striti
og kalla fram hinar göfugri kenndir
með ungum og öldnum.
Að jólum loknum og enduðu þjóö
hátíðarári, við hækkandi sól og þær
vonir og fyrirætlanir, sem bundnar
eru sól og sumri komanda, takast
menn á við vandamálin á ný, hver
eftir sinni getu, í trausti á giftu sína
og starfsþrek. Þótt flest sé í heimi
hverfult og öldurót hins ólgandi um-
heims nái til okkar, verða íslending-
ar að lifa af landsins gæðum, treysta
guði sínum og þvx að landið skrýðist
enn á ný grænu grasi. □
Gleðileg jól!
Friðlýsingar þjóna því mark-
miði, að vernda ýmiss konar
minjar, bæði sögulegs (forn-
minjar, þjóðminjar) og náttúru
fræðilegs eðlis (náttúruminjar).
Nóttúruminjar geta verið ein-
stakir staðir, svo sem hólar,
klettadrangai-, eða fossar, eða
landssvæði, sem inniheldur fjöl
breytt landslag, gróðurfar eða
dýralíf. Sjálf friðlýsingin er lög-
fræðilegs eðlis, og öðlast þá
fyrst gildi, er hún er staðfest af
löglegum aðiljum og auglýst.
í friðlýsingu náttúruminja er
jafnan tekið fram, hvaða reglur
skuli gilda um hið friðlýsta
svæði, og tiltekin mörk þess,. en
reglur þessar eru breytilegar
eftir aðstæðum á hverjum stað.
Það má þó heita meginregla,
sem fram kemur í öllum frið-
lýsingum, að bannað er að raska
landslagi á svæðinu með hvers
konar mannvirkjagerð, en und-
antekningar eru ‘ þó gerðar
þegar sérstaklega stendur á.
Ymsir virðast halda, að frið-
lýsing lands sé fyrst og fremst
fólgin í útilokun beitarnytja,
þ. e. landið verði afgirt og
þannig friðað fyrir beit. Mun
þessi misskilningur kominn til
af því, að friðun skóga fyrir
beit var töluvert stunduð hér á
landi, löngu áður en friðlýsing
samkvæmt náttúruverndarlög-
um kom til framkvæmda.
Sannleikurinn er sá, að enn
hafa engin friðlýst svæði hér-
lendis verið girt til útilokunar
á beitarnytjum, svo mér sé
kunnugt, þótt reyndar séu beit-
arnytjar háðar leyfi eða samn-
ingi á sumum stöðum.
Allt fram um 1970 var aðeins
einn staður á Norðurlandi frið-
lýstur sem náttúruminjar, en
það eru Hveravellir á Kili. Með
setningu nýrra náttúruverndar-
laga 1971 og kosningu nýs
náttúruverndarráðs á grund-
velli þeirra, árið 1972, svo og
aukins áhuga almennings á
náttúruverndarmálum, sem
leiddi til stofnunar náttúru-
verndarfélaga víða um landið
upp úr 1970, hafa orðið þátta-
skil í þessum efnum.
Á síðustu þremur árum (1972
—74) hafa fjórir staðir eða
svæði verið friðlýstir á Norður-
landi, þar á meðal einn þjóð-
garður, og sérstök verndarlög
hafa verið sett um heilan hrepp
(Skútustaðahrepp), og hluta af
öðrum. Verður nú greint nánar
frá þessum friðlýstu stöðum og
friðlýsingu þeirra:
| ' ! í:| 'NU
1. Friðland Svarfdæla, þ. e.
bakkar og hólmar Svarfaðar-
dalsár, raunar allt flatlendið í
Svarfaðardal neðanverðum,
brekkna á milli, allt frá Tjörn
og út til sjávarins, var friðlýst
seint á árinu 1972.
Forgöngu um friðlýsinguna
hafði Náttúruverndarnefnd
Eyjafjarðar, og sá einn nefndar
manna, Hjörtur E. Þórarinsson,
að mestu um undirbúning henn
ar, svo Náttúruverndarráð
þurfti þar lítið nærri að koma.
Að þessu leyti mai'kar friðlýs-
ing Svarfaðardals þáttaskil í
friðlýsingarmálum þjóðarinnar,
og þó ekki síður að því leyti,
að þar var í fyrsta skipti frið-
lýst nytjaland, með fullu sam-
ráði og samþykki landeigenda,
og jafnframt er þetta fyrsta vot-
lendisfriðunin hér á landi.
Hér er um að ræða flæði-
engjar (flæður), með tjörnum,
svo og tiltölúlega þurra bakka
og hólma, þar sem er nokkur
ræktun eða hálfræktun, en
sjálfar flæðiengjarnar eru nú
lítið notaðar nema til beitar,
þótt fyrrum væru þær aðalhey-
skaparland viðkomandi jarða.
Að sjólfsögðu fá eigendur að
halda öllum hinum hefðbundnu
nytjum af svæðinu, en skuld-
binda sig hins vegar til að taka
ekki upp nýja nýtingu, og að
breyta ekki landslagi með mann
virkjagerð eða á annan máta,
en þar tilheyra m. a. skurðir og
vegir.
Allar fuglaveiðar eru bann-
aðar, enda er friðunin ekki síst
gerð til þess að vernda hið auð-
uga fuglalíf dalsins. Hefur verið
komið á fót eftirliti í friðland-
inu um varptímann, sem skátar
á Dalvík hafa annast.
Malarnám, sem fyrir. var á
svæðinu (í HríÉahöfða) hefur
ekki verið hindrað, en er nú
undir eftirliti.
2. Þjóðgarðurinn í Jökulsár-
gljúfrúm (Gljúfrágarðúrinn)
var stofnaður með friðlýsingu
jarðarinnar Svínadals 21. júní
1973, en land hennar nær yfir
allt svæðið vestan Jökulsár, frá
Hljóðaklettum suður að Detti-
fossi, og að sunnan nær það
vestur í fjallið Eilíf. Fossafélag-
ið svonefnda keypti jörðina um
aldamótin síðustu, og taldist
hún því vera ríkiseign. Hún var
fyrir nokkrum áratugum komin
í eyði, en landið var nýtt sem
afrétt af Keldhverfingum.
Á síðasta ári (1974) bættist
svo jörðin Ás við þjóðgarðinn,
en hún var keypt af Náttúru-
verndarráði í þessu skyni. Land
hennar nær frá Hljóðaklettum
og niður á miðjan Jökulsár-
sand, og þar með hefur allt
Gljúfrasvæðið vestan Jökulsár
verið friðlýst sem þjóðgarður.
(Þjóðgarður kallast samkvæmt
lögunum friðlýst svæði í ríkis-
eign).
Hlutverk þjóðgarða er annars
að jafnaði talið vera tvíþætt.
Annars vegar að varðveita sýnis
horn óspilltrar náttúru og hins
vegar að veita almenningi að-
gang að svæðinu, með vissum
takmörkunum, svo ekki hljótist
skemmdir af umgangi fólks.
Vissir staðir í Gljúfrunum eru
þegar orðnir vinsælir ferða-
mannastaðir, og má þar nefna
einkum Ásbyrgi, Vesturdal og
Hólmatungur. í Ásbyrgi hefur
Skógrækt ríkisins haft vissa um
sjón með höndum síðustu úrin,
og í Vesturdal var byrjað að
skipuleggja útivist (bílastæði,
tjaldstæði o. fl.) síðastliðið vor,
og gæslumaður var þar á veg-
um Náttúruverndarráðs sl.
sumar.
Reglur um þjóðgarðinn eru
að sumu leyti nokkuð strangar.
Ekki má aka utan merktra vega
eða slóða og ekki tjalda nema
á merktum tjaldstæðum, nema
með sérstöku leyfi gæslumanna
garðsins. Ekki má hrófla við
bergmyndunum, skemma gróð-
ur né trufla dýralíf. Enda má
ekki kveikja, nema með leyfi,
og allt sorp skal flytja burt úr
þjóðgarðinum. Þá eru ákvæði
sem banna umferð á hestum
utan merktra slóða og beit er
einnig bönnuð að nafni til, en
Keldhverfingar fá þó að nota
landið til beitar samkvæmt sér-
stökum samningi, og að sjálf-
sögðu einnig að smala það.
Víða á þjóðgarðssvæðinu er
uppblástur eða uppblásturs-
hætta, og má því vera, að nauð-
synlegt reynist að friða hluta
svæðisins fyrir beit um tak-
markaðan tíma. Mun beitar-
ákvæðið einkum vera sett með
tilliti til þess. Ákvæðið um
hestaferðir verður e. t. v. fellt
niður.
Öll mannvirkjagerð er háð
samþykki Náttúruverndarráðs.
Tekur þáð að sjálfsögðu einnig
til virkjunarframkvæmda við
Dettifoss, ef til þess kemur. Slík
virkjun hefur veruleg áhrif á
fossana, og næsta umhverfi
þeirra, einkum á meðan fram-
kvæmdir standa yfir, en þarf
ekki að spilla landslagi eða líf-
ríki svæðisins að öðru leyti.
Landslag Jökulsárgljúfra er
einstaklega fjölbreytt, svo vart
Úr taólmatungum í jökulsárgljúfrum. (Ljásm.: H. Hg.)
¥
mun nokkurt annað svæði kom
ast þar í samjöfnuð hérlendis.
Það er mótað af þremur megin-
öflum, jarðeldi, vatni og jökli,
sem skipst hafa á um að ríkja
yfir því. Þar er að finna menjar
um stórkostleg vatnsflóð, sem
helst verður líkt við Kötlu-
hlaupin. Ásbyrgi er myndað í
einu slíku hlaupi. Gróður er
víða mjög ríkulegur í Gljúfr-
unum og dýralíf auðugt. Linda-
árnar, sem fossa niður í Gljúfr-
in í Hólmatungum og víðar,
eiga vart sína líka. Allt rennur
þetta saman í eina undursam-
lega heild, sem þó er óendan-
lega samsett og fjölbreytileg.
Fer vel á því að þarna skuli nú
hafa verið stofnaður fyrsti þjóð
garður Norðlendinga.
Helgi Hallgrímsson,
náttúruíræóingur.
3. Herðubreiðarfriðland var
stofnað með auglýsingu 14.
ágúst 1974. Það nær yíir Herðu-
breið, Herðubreiðarlindir og
Grafarlönd (og Grafarlandaá),
og er því álíka stórt eins og þjóð
garðurinn við Jökulsá. Hins
vegar er mikill hluti þess eyði-
land, hraun eða sandar. Svæðið
er talið heyra undir Reykjahlíð
og þar með Skútustaðahrepp,
enda notað sem afrétt af Mý-
vetningum, og verður svo
áfram. Þá fær Ferðafélag Akur
eyrar að reka þar skála sinn,
svo sem verið hefur, en gæslu-
maður hefur verið þar undan-
farin sumur. Annars eru reglur
um friðlandið svipaðar og í þjóð
garðinum.
Sem kunnugt má teljast, eru
Frá Mývaíni (Vogum). Hverfjall í baksýn. (Ljósm.: H. Hg.)
Herðubreiðarlindir einstök gróð
urvin í eyðimörkinni miklu,
sem kenna má við Ódáðahraun.
Sést þar hve miklu vatnið fær
áorkað, þar sem gnótt er af því,
eða öllu heldur hve vatnsskort-
urinn er afdrifaríkur fyrir þetta
land. Að því leyti eru Lindirnar
sama eðlis og hinar nafntoguðu
vinjar í eyðimörkum Afríku. En
gróður Lindanna er viðkvæm-
ur, bæði fyrir beit sauðfjár og
troðningi ferðafólks, sem mjög
hefur vaxið á síðustu árum. Er
því full þörf, að hafist sé handa
um skipulega verndun þessara
svæða.
í Grafarlöndum er einnig víða
fallegur gróður. Eyrarrósar-
breiðurnar niður með Grafar-
landaánni verða minnisstæðar
hverjum, sem þær sér.
Þess má geta hér, að árið 1973
voru Hvannalindir við Kreppu
friðlýstar, en þar er svipað linda
svæði og í Herðubreiðarlindum,
en Krepputungan (milli Kreppu
og Jökulsár) er venjulega talin
til Austurlands. Er Herðu-
breiðarfriðlandið því raunar
þriðja landssvæðið, sem er frið-
lýst við Jökulsá á Fjöllum og
þverár hennar. Því má enn
bæta við, að rætt hefur verið
um friðlýsingu á neðsta hluta
Jökulsársandsins í Öxarfirði,
einkum vegna hins auðuga
gróðurs og fuglalífs, sem þar er.
Verður það fjórða friðsvæðið
við Jökulsá, ef til kemur, og
má segja að þá verði umhverfi
þessa merkilega vatnsfalls vel
tryggt.
4. Lög um verndun Mývatns
og Laxár í S.-Þing., voru sam-
þykkt á Alþingi síðastliðinn
vetur (1974), og undirrituð af
forseta 2. maí sama ár. Lögin
eru liður í sáttagerð þeii-ri, sem
samþykkt var af deiluaðiljum í
Laxárdeilunni svonefndu, sem
ekki mun þurfa að kynna fyrir
Norðlendingum. Frumvarp að
þeim var þó komið fram fyrir
nokkrum árum, eða meðan
Laxárdeilan stóð sem hæst, en
þá var það svæft. Lögin taka til
alls Skútustaðahrepps og Laxár
með hólmum og kvíslum, allt
að ósi hennar við Skjálfanda,
ásamt 200 m breiðri spildu með
fram Laxá, beggja megin.
Á nefndu landssvæði er öll
mannvirkjagerð og annað jarð-
rask óheimilt, nema leyfi Nátt-
úruverndarráðs komi til, sömu-
leiðis breytingar á rennsli eða
vatnsborði vatnanna. Þó skulu
heimilar framkvæmdir, sem
nauðsynlegar og eðlilegar telj-
ast til búskapar á lögbýlum,
nema spjöllum valdi að dómi
Náttúruverndarráðs. Einnig eru
heimilar byggingar samkvæmt
staðfestu skipulagi, enda hafi
Náttúruverndarráð fallist á
skipulagsáætlunina.
Af þessu sést, að hér er um
að ræða landslagsvernd, og
Náttúruverndarráði fengin víð-
tæk heimild til íhlutunar um
mannvirkjagerð. Er það þó
raunar ekki mikil breyting frá
hinum almennu lögum um
náttúruvernd hvað snertir Mý-
vatnssveit sjálfa, því þar verður
mestallt landslag að teljast sér-
stætt og merkilegt, en í slíkum
tilfellum hefur ráðið íhlutunar-
rétt án sérstakra laga.
Þá er gert ráð fyrir því í lög-
unum, að sett verði reglugerð
um várnir: gégn méngúh, þar
sem jafnframt verði kveðið á
úm verndúri og hýtirigú lífríkis
ins á svæðinu og takmörkun á
aðgangi ferðafólks.
Loks mæla lögin svo fyrir,
að náttúrurannsóknastöð skuli
reisa og reka við Mývatn, en
stöð þessi hefur lengi verið á
döfinni, og hefur nú verið reist
lítið hús fyrir hana í landi
Geirastaða.
Stjórn stöðvarinnar skal vera
stjórnvöldum til ráðuneytis um
frekari framkvæmd laganna, en
um starfsemi stöðvarinnar skal
setja sérstaka reglugerð.
Með verndunarlögum þessum
er í fyrsta skipti hérlendis, gerð
tilraun til að vernda landslag
og náttúrufar heils sveitar-
umdæmis, sem þar að auki er
fjölbyggt og í mikilli aukningu
á mörgum sviðum. (Eysteinn
Jónsson formaður Náttúru-
verndarráðs hefur stungið upp
á, að slík umdæmi verði fram-
vegis kölluð þjóðgarðssveitir).
Það fer hins vegar að sjálf-
sögðu alveg eftir framkvæmd-
inni, hvort slík lög koma að
einhverju gagni éða ekki.
Reynslan frá Kröflu á síðast-
liðnu sumri, bendir til þess að
framkvæmdaaðiljar ætli sér
ekki að taka verndarlögin alvar
lega, enda voru meginákvæði
þeirra þar þverbrotin, án þess
að fyrir væri refsað. Slík aðferð
hlýtur að skapa mjög hættulegt
fordæmi, og hætt er við að öll
slík lög verði framvegis merk-
ingarleysa, ef ekki tekst að
framfylgja þeim.
í\
a flufl vi
Skipstjóri og skipáhöfn
b/'v Kaldboks.
Góðir tilheyrendur.
í dag er merkum áfanga náð í
atvinnusögu Akureyrar, er tog-
araflota okkar bætist nýr og
glæsilegur liðskostur þar sem
er skuttogarinn Kaldbakur, er
nú kemur til heimahafnar fyrsta
sinni. Óhætt mun að fullyrða,
að síðar meir verði 19. desember
1974 talinn merkur minjadagur
í atvinnusögu bæjarfélags okk-
ar, því ekki hefur fiskiskipa-
stóll okkar áður tekið slíkt risa-
stökk í einum áfanga sem nú,
er þetta stórvirka atvinnúfæki
5. Skútustaðagígar voru frið-
lýstir árið 1973, sem náttúru-
vætti, en svo ncfnast í lögunum
einstakir staðir eða náttúru-
minjar, sem friðlýstir eru. Þetta
er mikil þyrping af liinum al-
kunnu gervigígum, sem hvar-
vetna má sjá við Mývatn og
Laxá, en óvíða eru eins fjöl-
breytilegir og samfelldir eins og
á tanganum norðan við Skútu-
staði, en tanginn hefur nú verið
friðlýstur.
Friðlýsing ýmissa annarra
náttúruvætta er nú í athugun,
svo sem Rauðhóla í Laxárdal,
Kotagils í Norðurárdal, Vatns-
dalshóla, Spákonufellshöfða og
fleira.
Af stærri svæðum, sem fyrir-
hugað er að friðlýsa má nefna
Vestmannsvatn og umhverfi
þess, en að þeirri friðlýsingu
hefur verið unnið á vegum Sam-
taka um náttúruvernd á Norður
landi. Verður það væntanlega
friðlýst á næsta ári.
Helgi Hallgrímsson.
- Öruggur akstur
(Framhald af blaðsíðu 8)
bæjaryfirvalda að koma ekki
upp umferðarljósum á fleiri
gatnamót í bænum, Skorar
fundurinn því á nefnd yfirvöld
að hraða framkvæmdum í þess-
um málum, þar sem umferðar-
ljós þau sem í notkun eru hafa
sannað ágæti sitt með ört fækk-
andi bifreiðaslysum."
„Aðalfundur klúbbsins Örugg
ur akstur á Akureyri haldinn
15/12 ’74 skorar á Vegagerðina
að láta setja biðskyldumerki á
allar þverbrautir er liggja að
Norðurlandsvegi frá Akureyri
að Ólafsfjarðarvegi (Ólafsfjarð-
arvegur þar meðtalinn).“
Stjórnarkjör. — Fráfarandi
stjórn var endurkjörin en hana
skipa: Stefán Tryggvason for-
maður, Jón Tryggvason og Ein-
ar Gunnarsson meðstjórnendur.
í varastjórn voru einnig endur-
kjörnir þeir Baldur Kristjáns-
son, Sigfús Þorsteinsson og
Ingólfur Kristinsson. □
Valur Arnþórsson.
kemur fullbúið til átaka við það
mikla verkefni, sem því er
’ ætlað.
Það hefur frá upphafi verið
lán Akureyrar, að atvinnulíf
bæjarins er spunnið mörgum
sterkum en að ýmsu leyti ólík-
um þáttum. Þetta hefur gert það
að verkum, að atvinnulíf okkar
hefur ekki verið svo sveiflu-
kennt sem atvinnulíf fjölmargra
staða annax-ra í landi voru. Hinn
öflugi landbúnaður Eyjafjarðar
skapar mikla atvinnu við úr-
vinnslu, verslun og þjónustu.
Góð höfn frá náttúrunnar hendi
renndi snemma stoðum undir
Akureyri sem innflutnings-,
verzlunar- og þjónustumiðstöð.
í bænum hefur þróast, miðað
við íslenzkar aðstæður, mjög
sterkur iðnaður. Akureyri hef-
ur orðið sterkasti skólabærinn
utan höfuðborgarsvæðisins. Síð
ast en ekki síst má svo nefna,
að á Akureyri hefur þróast ein
öflugasta togaraútgerð landsins
og í tengslum við hana eitt aíha
afkastamesta frystihúsið á ís-
landi. Allir styðja þessir þættir
beint eða óbeint hvern annan
og hafa skapað þá órofa heild,
sem hefur gert það að verkum,
að atvinnulífið hefur ekki liðið
svo mjög, þótt á hafi bjátað í
þjóðlífinu fyrir einstaka þætti
um stundarsakir. Ég hygg að
öllum sé okkur það ljóst, að
fjölbreytni atvinnulífsins er
mjög æskileg fyrir bæjarfélag
okkar og að atvinnulífið þurfi
áfram að þróast alhliða. Að
SKEMMTIFERÐ
Kjördæmissamband framsóknar
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra hefur í hyggju að efna
til hópferðar í vor, til Norður-
landa og Rínarlanda, vegna
fjölda áskorana og vegna ágætr
ar reynslu af Norðurlandaferð
sambandsins, sem þótti takast
með ágætum.
Áformað er að fljúga beint
frá Akureyri til Kaupmanna-
hafnar og Hamborgar, eftir því
hvort fólkið kýs Norðurlönd
eða Rínarlönd.
Upp úr miðjum janúarmánuði
verður búið að skipuleggja ferð
ina nánar og þá mun skrifstofa
flokksins (sími 21180 á Akur-
eyri) gefa allar upplýsingar og
taka á móti pöntunum. □
slíkri þróun vill bæjarstjórn
Akureyrar einhuga stuðla.
Það er ekki launungarmál, að
á undanförnum árum og áratug
hefur togarafloti okkar valdið
áhyggjum að því leyti, að ný-
sköpunartogarar okkar voru að
úreldast og ekki var séð, hvern-
ig endurnýjun togaranna yrði
við kömið. Endurnýjun óg aúkn
ing fiskiskiþastóls landsmanna
beindist einkum að kaupum á
nótaveiðiskipum og minni bol-
fiskveiðiskipum, en endurnýjun
togaraflotans öx mönnum í
augum. Ljóst var, að minni fiski
skipin. hentuðu okkur á Akur-
eyri ekki sem grundvöllur hrá-
efnisöflunar fyrir stórvirkan
fiskiðnað bæjarins og því var
það okkur áhyggjuefni, hversu
lengi dróst að hefjast handa um
endurnýjun togaraflota lands-
manna.
í þessu efni hefur orðið gleði-
leg breyting á allra síðustu ár-
um. Þjóðin hefur ráðist í það
stórvirki að endurnýja og stór-
efla togaraflotann á örskömm-
um tíma og við Akureyringar
höfum ekki látið okkar hlut
eftir liggja. Á skömmum tíma
hafa okkur bæst þrjú nýleg og
afkastamikil skuttogskip, í dag
bætist okkur nýr og glæsilegur
farkostur og innan skamms
• kemur til heimahafnar systur-
skip togarans, sem við fögnum
í dag. Okkur er það vissulega
ljóst, að æskilegt hefði verið, að
endurnýjunin hefði hafist fyrr
og dreifst yfir lengri tíma. Okk-
ur er það einnig ljóst, að svo
mikil og hröð uppbygging skap
ar Útgerðarfélaginu okkar og
bæjarfélaginu í heild miklar
fjárhagsskuldbindingar, sem
erfitt kann að reynast að standa
undir. En jafnframt því að
benda á þetta, leggjum við höf-
uðáherslu á, að það hlýtur að
verða sameiginlegt verkefni
þjóðarinnar allrar að skapa
togurunum þann rekstursgrund
völl, með beinum efnahagsleg-
um aðgerðum og ekki síður með
útfærslu og verndun fiskveiði-
lögsögunnar, svo þessi mikil-
virku atvinnutæki geti haldið
ótrufluðum rekstri og þannig
dregið stórfelldan auð í sam-
eiginlegan sjóð þjóðarinnar.
Þannig viljum við geta treyst
því, að togaraútgerð og fisk-
vinnsla geti til frambúðar verið
einn af þeim sterku þáttum, sem
renna stpðum undir velsæld og
framfarir í Eyjafirði.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
í verki sýnt stuðning sinn við
endurnýjun togaraflota okkar
og sú viðleitni, að stuðla að
endurnýjun hans, hefur verið
eitt af megin verkefnum bæjar-
stjórnar á síðustu árum. Um
leið og ég segi þetta vil ég í
nafni bæjarstjórnar þakka öfl-
ugt starf forustumanna Útgerð-
arfélagsins að því að útvega
hentug skip í stað þeirra gömlu,
sem voru að úreldast. Ég vil
jafnframt minnast á og þakka
starf skipstjórnarmanna okkar
og sjómanna, sem með færni
sinni og' dugnaði hafa stuðlað að
því, að afkoma togararútgerðar
okkar er með því jafn bezta sem
þekkist í landinu. Allt þetta
góðra manna, hefur borið þann
starf, svo og stuðningur margra
árangur, að endurnýjuninni að
þessu sinni lýkur nú innan
skamms, er systurskip Kald-
baks bætist í flotann.
í dag fögnum við innilega
komu Kaldbaks, skipstjóra hans
og áhöfn. Megi heill og ham-
ingja jafnan fylgja skipi og
skipshöfn. Q