Dagur - 21.12.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 21.12.1974, Blaðsíða 8
MJGLÝSINGASÍ! AGUK Akureyri, laugardaginn 21. des. 1974 T!L \ JÓLAGJAFA 1 /f’T? k ffgciwi i i?-?g Aldrei meira úrval. Leikíélag Akureyrar sýnir Matíhías í samantekt Böávars Guðmunássonar 27. og 29. desember í leikhúsi bæjarins og hefjast sýnlngarnar kl. 8.30 bæSi lcvöldin. — Á meðfylgjandi mynd er Jóhann Ögmundsson, Jón Kristinsson og Kristjana Jónsdóttlr í einum þeirra þátta, sem sýndir eru iir leikritum skáidsins. (Ljósmyndastofa Páls) t IftSS Aðalfundur klúbbsins Öruggur akstur á Akureyri og Eyja- fjarðarsýslu var haldinn að Hótel KEA á Akureyri sunnu- daginn 15. des. 1974. Fundar- stjóri var Jón Tryggvason, en fundarritari var Torfi Guðlaugs son. Formaður ávarpaði fundinn Árið 1943 gaf Þórleifur Bjarna- son út fyrsta rit sitt, Horn- strendingabók, og lilaut hún miklar vinsældir. Þetta var jöfn um höndum landfræðileg lýsing stórbrotinnar náttúru og skáld- leg speglun þess sérstæða mann lifs, sem þróast hefur öldum saman í þröngum víkum, um- kringdum bröttum fjöllum, og höfundurinn, sem sjálfur er fæddur og uppalinn á þessum forneskjulegu hulduslóðum, reyndist hafa til að bera svo persónulegan og um leið svo þjóðlegan stíl, að haft var jafn- vel á orði, að þarna væri á uppsiglingu ný tegund íslend- ingasagna. Ýmsir höfundar þræddu líka í kjölfar hennar, en ekki er vitað, að neinn þeirra hafi nál fyrirmyndinni. Síðan þetta gerðist hefur Þór- leifur ritað allmargar bækur og meðal þeirra eru æskuminning- ar hans, Hjá afa Og ömmu, sem AB gaf út árið 1960. Er það mjög hugnæm lýsing á daglegu lífi í átthögum, sem nú eru komnir í eyði, og speglar greini- GLUGGASKREYT- INGAR í G. A. Þeim, sem leið eiga framhjá Gagnfræðaskólahúsinu á Akur- eyri, mun þykja ómaksins vert að líta á fagrar gluggaskreyt- ingar, sem eru lýstar og njóta sín vel. Þessar skreytingar önn- uðust nemendur skólans í hóp- vinnu undir stjórn Einars Helga sonar. □ og rakti störf klúbbsins á árinu. Guðmundur Svavarsson um- dæmis\ erkfræðingur hjá Vega- gerð ríkisins flutti erindi um framkvæmdir vegagerðarinnar á Norðurlandi og hvað fram- undan væri á því sviði og svar- aði fyrirspumum. Sigmundur Björnsson um- lega hin varanlegu áhrif, sem náttúran, dauð og lifandi, hefur á hugkvæma og ómótaða barns- sál. Það má því skrumlaust segja, að ný bók frá hendi Þór- leifs sé með sanni fréttnæmur atburður, og sú mun einnig verla raunin á um Hreggbarin fjöll hið myndarlega sögusafn Þói'leifs, sem AB hefur nýverið sent á markaðinn. (Framhald á blaðsíðu 3) Jón Ósmann ferjumaður heitir nýútkomin bók í flokki skag- firskra fræða. Kristmundur Bjarnason, fræðimaður og rit- höfundur, tók bókina saman en útgefendur eru sýslusjóður Skagafjarðarsýslu og Sögufélag Skagfirðinga. En bók þcssi er um 230 blaðsíður, prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, og eru í henni all- margar myndir. Á bókarkápu segja útgefend- ur: „Jón Qsmann, hinn lands- kunni ferjumaður við Vesturós Héraðsvatna í Skagafirði, er fyrir margra sjónum líkt og stiginn út úr þjóðsögu ellegar goðsögu, svo stórbortinn var hann og sérstæður á flesta lund. Að lílcamsburðum og karl- mennsku átti hann sér vart jafningja á sinni tíð, en eigi var síður rómuð manngöfgi hans. Ýmsir hafa orðið til að minn- ast Jóns Ósmanns í frásögnum. Það er þó ekki fyrr en nú, með boðsmaður Samvinnutrygginga á Akureyri afhenti verðlaun fyrir öruggan akstur. Hlutu þau tveir meren fyrir 20 ára tjónlaus an akstur, 49 fyrir 10 ára og 36 hlutu viðurkenningu fyrir 5 ára tjónlausan akstur, og þakkaði Sigmundur þeim góðaksturinn. Klúbburinn bauð til kaffiveit inga og þar ræddu fundarmenn áhugamál sín varðandi umferð-, ar- og vegamál m. a. flutti Héð- inn Emilsson deildarstjóri hjá Samvinnutryggingum erindi um öryggismál í umferðinni og Gunnlaugur P. Kristinsson sýndi kvikmynd um akstur og áfengi. Eftirfarandi tillögur komu fram og voru samþykktar sam- hljóða: „Aðalfundur klúbbsins Örugg ur akstur á Akureyri haldinn 15/12 ’74 harmar það sinnuleysi þessari bók Kristmundar Bjarna sonar, að frá honum er sagt svo rækilega og vel, uppruna hans, (Framhald á blaðsíðu 5) SMATT & STORT AÐ LATAST EKKI SJÁ í bréfi um íslenska kurteisi, sem blaðinu hefur borist, er vakin athygli á, að ungt fólk sé hjálp- samara og kurteisara en eldra fólkið og það rökstutt nokkuð. Bréfritarinn segir m. a. frá manni einum, sem lengi og án árangurs reyndi að komast leiðar sinnar á bíl sínum, en sat fastur. Margir gengu hjá og enginn þóttist taka eftir neinu. Það þurfti þó ekki nema einn mann til að ýta örlítið á bílinn, eins og síðar kom í Ijós, er ung- ur maður kom til hjálpar. Því er ekki að leyna, að oft sjást atvik af þessu tagi eða hlið stæð, þannig að fólk lokar aug- unum í stað þess að rétta hjálp- arhönd, þegar örlítil aðstoð getur skipt miklu máli. HAFA H.TARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ Dæmið hér að framan gæti verið umhugsunarvert, ekki að- eins að jólum lieldur ætíð. Sá er þetta ritar þekkir mörg dæmi þess, hve fólk bregst vel við vandamálum annarra og telur sjálfsagðan hlut að liðsinna þeim, sem þurfa og hefur ekki í hámæli. Það gengur ekki fram hjá grátandi barni, eða ná- granna í nauðum, og það geng- ur lieldur ekki framhjá manni, sem þarf örlitla aðstoð til að koma bílnum sínum af stað. f þessu efni þarf ekki að draga fólk í dilka eftir aldri eða stöðu, enda meira um það vert að hafa hjartað á réttum stað. SÍÐASTA BLAÐ ÁRSINS f þessu síðasta blaöi ársins og í þessum síðasta þætti, sem nefnd ur hefur verið „Smátt og stórt“ og flestir virðast líta eitthvað í, er ástæða til að ininnast nokk- urra atriða, en fyrst af öllu þakkar blaðið og þessi þáttur mörg uppörfunarorð, einnig ábendingar og réttmætar að- finnslur. En stundum kemur það fyrir, að maður rekur s'g á hve sundurleitar og raunar frá- leitar hugmvndir sumir gera sér um útgáfu vikublaða, eins og Dags. HLUTVERK BLAÐSINS Til þess að undirstrika enn einu sinni hluívcrk Dags, er það fyrst og fremst þríþætt: f fyrsta lagi er Dagur norðlenskt frétta- blað. f öðru lagi er blaðsð norð- lenskt málgagn til séknar og vamar í málum þessa lands- hluta. í þriðja Iagi er Dagur stuðningsblað Framsóknar- flokksins og samvinnustéfnunn- ar. Samkvæmí þessu þríþætta hlutvérki og í þessari röð, hefur verið unnið á ritstjórnarskrif- stofu Dags síðustu áratugina, og blaðinu hefur farnast sæmi- lega. BLAÐINU ER TREYST Um leið og þetta er gert að um- talsefni, ber að þakka það traust, sesn fólk sýnir blaðinu á margvíslegan hátt, utan og ofan við stjórnmál og dægurmál. Það traust liefur blaðið reynt að gjaida með því, fyrst og fremst, að Iáta útgáfuna aldrei niður falla, þótt fjárhagurinn hafi stundum verið þröngur. Onnur bæjarblöð liafa haft þann hótt á, að koma stundum út og stundum ekki, eftir því hvernig vindurinn eða pólitísk- ur áliugi blæs hverju sinni. Kaupendum Dags fjölgar stöð- ugt, liægt en jafnt. Blaðið tekur greinum og ábendingum með þökkum. Þátturinn sendir les- endum sínum hinar bestu jóla- kveðjur. Nýlega hefir verið ákveðið, að KEA opni vörumarkað eða kjör markað í Glerárgötu 28, þar sem síðast var húsgagnaverzlun Val bjargar h.f. Þangað flytur 10% háttum og högum, að naumnst verður um bætt. Höfundúr hef- ur leitað uppi allar tiltækar heimildir, sumpart í ritum, sum part í munnlegri geymd og því áður ókunnar, unnið úr þeim og fellt saman í stórfróðlega og bráðlifandi ævisögu, sem stenst fræðilegar kröfur. Við lestur þessarar bókar kynnumst vét ógleymanlegum manni, sem fór eigin lciðir í hvívetna." Margir eldri menn muna vel Jón Osmann og kunna af hon- um sögur. Hann var frá Utan- verðunesi í Hegranesi, fæddur 1862, dáinn 1914. Enn standa veggir af íátæklegu skýli ferju- mannsins við Vesturós Héraðs- vatna og minna ferðamenn á sögur og sagnir um Jón Ós- mann, sem Kristmundur Bjarna son segir frá í hinni nýju og bráðskemmtilegu bók, sem óhætt er að hvetja fólk til að kaupa, og það frekar fyrr en seinna. □ afsláttarsala Birgðastöðvar Mat vörudeildarinnar, en þar verð- ur einnig tekin upp sala í smá- einingum á 2—300 vörutegund- um, matvöru og hreinlætis- vörum. Verður Kjörmarkaður- inn væntanlega opnaður fljót- lega. eftir áramótin og rekstur hans miðaður við sem allra minnstan kostnað til þess að geta haft vöruverðið sem lægst. Sém minnst verður lagt í inn- réttingar, vérzlunaráhöld og umbúðir. Þannig þurfa við- skiptavinirnar, sem afgreiða sig sjálfir, að leggja til umbúðir um keyptan varning, sem síðan staðgreiðist. Þar sem vörurnar verða seldar með lágmarks- kostnaði í Kjörmarkaðinum verður ekki hægt að veita arð út á þau viðskipti. (KEA-fregnir) N. k. sunnudagskvöld 22. des. kl. 21.00 mun Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju standa fyrir aðventukvöldi í Akureyrar- kirkju. Er það gert í samráði við sóknarprestana og Pétur Þórarinsson stud. theol. Vonast er til að bæjarbúar fjölmenni og taki þátt í þessum mikilvæga lið jólaundirbúningsins. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.