Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 1
Dagur LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 29. jan. 1975 — 4. tölublað Hin versfu veður á annan mánuð Grímsstöðum á FjöIIum, 28. janúar. Síðan viku af desember hefur tíð verið rysjótt og oft stórhríðar, sem jafnvel hafa staðið upp í þrjá sólarhringa. Hér er kominn mikill snjór og stórir skaflar en skafrifið á milli. Við höfum ekki látið út skepnu allan þennan tíma, enda ekki hægt að treysta neinum degi með veður. Eina farartæk- ið, sem við getum notað hér um þessar mundir eru vélsleðarnir og er farið á þeim um allt. Við myndum nú þiggja hláku blota, eða að verulega breyti til með veðurfar. Bændur þeir, sem síðast bjuggu í Möðrudal sóttu þangað nýlega um tuttugu hross, sem þar höfðu gengið og litu vel út. Hrossin voru rekin austur og gekk það vel. K. S. Útflutnmgur hrossa besar liafinn á árinn Litlar fregnir hafa borist af væntanlegum útflutningi hrossa á þessu ári. Þó er vitað, að vax- andi efnahagsörðugleikar og verulegt atvinnuleysi ríkir með ýmsum þeim þjóðum, sem eink- um hafa sýnt íslenskum hross- um áhuga og keypt nokkuð af þeim, einkum tömdum síðustu ár. Þá hefur flutningskostnaður hækkað verulega og hross ein- göngu flutt með flugvélum. Á þessu ári hafa fimm hross verið send til Þýskalands, héðan úr nágrenni, þar af fjögur úr Olafsfirði. Þessi hross voru flutt á bíl til Reykjavíkur og gekk það ekki greiðlega, en slysa- laust. Kaupandinn, þýsk kona, kom hingað í hrossakaupaerind um í haust og eignaðist þá þessi hross, sem öll voru tamdir reið- hestar. Mun verð þriggja hest- anna hafa verið um 100 þús. ísl. krónur en verð hinna hærra. Árni Magnússon járnsmiður, sem annast hefur sölu margra hrossa úr landi, álítur að reið- hestaverð í ár verði vart undir 100 þús. krónum, en sala ótamdra hrossa muni enn drag- ast saman. Hins gat hann einnig, að einn og einn góðhestur myndi þó verða hærra metinn. Því til sönnunar nefndi hann eyfirskan hest, sem sl. haust var seldur úr landi fyrir 225 þús. kr. Þá er þess að geta, að í Þýska landi hafa íslenskir hestar þótt mikilsverðir við uppeldi barna, er sérstakrar meðferðar þurfa að njóta, og kynni það að auka eftirspurn íslenskra hrossa. □ Vel sóttur kirkju- dagur 1 Glerárliverfi o Húsfyllir var í Glerárskóla sl. sunnudag á kirkjudegi Glerár- hverfis og ríkti mikill áhugi um byggingu kirkju í hverfinu. Um 50 manns létu innrita sig í kirkjuvinafélag sem stofnað verður og um 50 þúsund krónur Aðalsteinn Bergdal, Þráinn Karlsson og Saga Jónsdóttir í hlutveikuni sínum í Litla-Kláusi og Stóra- Kláusi. (Ljósmyndastofa Páls) Litli-Kláus osf Stóri-Kláus komu inn fyrir kaffisölu, sem Kvenfélagið Baldursbrá annað- ist og rennur það fé til væntan- legrar kirkjubyggingar. Þá bár- ust 25 þúsund krónur frá Kven félagi Akureyrarkirkju til hins nýstofnaða félags. Fyrir þessar góðu gjafir er sérstaklega þakk- að. Einnig eiga miklar þakkir skilið þeir sem á einn eða ann- an veg gerðu þennan dag mögu- legan og svo ánægjulegan sem raun varð á. Þeir sem áhuga hafa á að styðja kirkjubyggingarmálið geta gerst félagar í Kirkjuvina- félagi Glerárhverfis og látið inn rita sig hjá sóknarprestum og sóknarnefndarmönnum. □ Á föstudaginn kemur, þann 30. þ. m., hefjast sýningar hjá Leik- félagi Akureyrar á hinum vel- þekkta sjónleik Litli-Kláus og Stóri-Kláus eftir Lise Teztner, byggðum á hinu gamla góða ævintýri H. C. Andersens. Leik- ur þessi er fyrst og fremst ætl- aður handa börnum, en ætla má að hann eigi ekki síður erindi við fullorðna fólkið og má geta þess að leikritið hefur nú um langt skeið gengið sem met- aðsóknarsýning fyrir fullorðna á Det Norske Teater í Osló. íslensku þýðinguna gerði Martha Indriðadóttir en leik- stjórn er í höndum Arnars Jóns sonar. Þráinn Karlsson er höf- undur leikmyndar. Helstu hlutverk leika: Aðal- steinn Bergdal, Þráinn Karls- son og Kristín Olafsdóttir. Fyrsta sýning er n. k. föstu- dag kl. 5, önnur sýning á laug- millilBIIIIIIIIIEIllIlBIIIIIHIlIlI Ársliálíð framsóknarfélaganiia verður á Hótel IvEA á föstu- dagskvöldið. (Sjá nánar í auglýsingu). iiimiiiiiiiiiiiiEiimniiiiiiiiiEi o ardag kl. 5 og þriðja sýning á sunnudag kl. 5. Miðasala fyrir þessar sýningar verður kl. 3 til kl. 5 alla sýningardaga og dag- inn fyrir sýningardag. Næsta verkefni L. A., „Ertu nú ánægð kerling“, sem nýlega er hætt að sýna í Þjóðleikhús- inu, er þegar í æfir.gu og verð- i ur frumsýnt síðari hluta febrúar. Til orða hefur komið að Þjóð- leikhúsið kæmi í heimsókn í febrúar, sömuleiðis að L. A. sýni Matthías þar á Litla svið- inu, en alls óvíst er hvort af því getur orðið. (Fréttatilkynning) Miðað við M nauðsynlegasia Þegar blaðið ræddi við Björn Brynjólfsson hjá Vegagerðinni síðdegis í gær og spurði frétta um vegina, sagði hann meðal annars: Allir vegir máttu heita ófærir í gærmorgun. Byrjað var í gær á að opna leiðina út á Svalbarðs strönd með ýtu og vegrefli. Að austan komu svo þrjár ýtur á móti, en þessir flokkar hafa ekki náð saman enn. Vegurinn milli Húsavíkur og Mývatns- sveitar var opnaður í gær og er nú fær, einnig er talið fært um Aðaldal og Reykjadal. Þá er fært austur fyrir Tjörnes. Verið er að aðstoða við mjólk urflutninga úr Saurbæjar- og Hrafnagilshreppi í dag og mun mjólk koma þaðan fyrir kvöld- ið. Þá er í dag opnaður vegur- inn vestur í Bægisá. Trukkar og jeppar voru að- stoðaðir á veginum milli Dal- Ályklanir bæjarsljórnar um orkumál Jónas Kristjánsson látinn Jónas Kristjánsson, fyrrum sam lagsstjóri á Akureyri og braut- ryðjandi mjólkuriðnaðarins í landinu, andaðist að kveldi 27. janúar, áttræður að aldri. Hans verður getið hér síðar. □ Bæjarstjórn Akureyrar hefir á fundi sínum í gær samþykkt eftirfarandi tillögu: ,,a) Að leitað verði allra til- tækra ráða til þess að aukin grunnorka fáist fyrir orkuveitu svæði Laxárvirkjunar, sem dugi fram að þeim tíma, að Kröflu- virkjun tekur til starfa, þannig að komist verði hjá meiri háttar erfiðleikum næsta vetur. b) Að unnið verði að því, að Norðurlandsvirkjun verði stofn- uð sem allra fyrst. í því sam- bandi heitir bæjarstjórn á Norð lendinga alla að standa heils- hugar saman í þessu máli í trausti þess, að sú skipan mála leiði til lausnar á yfirstandandi erfiðleikum í orkumálunum. c) Að ríkisstjórnin gangi nú þegar til samninga um uppgjör á greiðslum fyrir eignaraðild ríkissjóðs að Laxárvirkjun og lögboðnu framlagi til stofn- kostnaðar virkjunar Laxár III. d) Að ríkisstjórnin beiti sér iyrir því, að Laxárvirkjun fái lánsfé vegna byggingar nýju varastöðvarinnar á Akureyri, sem reist er samkvæmt sér- stakri beiðni Iðnaðarráðuneytis ins, á lánskjörum, sem hliðstæð séu við sérstök lán Lands- virkjunar. Bæjarstjórn felur fulltrúum sínvim í stjórn Laxárvirkjunar að vinna að framgangi framan- greindra atriða.“ Akureyri, 22. janúar 1975. (Fréttatilkynning) víkur og Akureyrar í gær og komst þá mjólkin til bæjarins. Fram-Oxnadalur og Oxnadals heiði eru mjög snjóþung svæði nú. Verður þar ekki, að óbreyttu veðri, reynt að ryðja af vegum. Síðustu bílar fóru um heiðina fyrir helgi og gekk seint og illa. Engin slys urðu þar þó, en mjög miklar tafir. Nú er svo komið, sagði Björn að lokum, að við miðum vinnu okkar á vegunum eingöngu við hina nauðsynlegustu flutninga, svo sem á mjólk, olíu og fóður- bæti. Ég man ekki svona langan ótíðar.kafla, þegar nær jafn- harðan hefur fyllt í allar slóðir. Meðhjálpari Arnviður Ævar Björnsson, sem verið hefur meðhjálpari í Húsa- víkurkirkju á annan áratug, lét af því starfi um sl. áramót og gekk illa að fá mann í hans stað til þessa kirkjulega starfs. Að síðustu tóku nokkrar kon- ur að sér starfið fyrst um sinn. Fer vel á því á kvennaári. Við messugjörð á sunnudag- inn var frú Jóna Jónsdóttir með hjálpari. Hafa konur ekki gegnt þessu starfi við guðsþjónustur í Húsavíkurkirkju áður, svo vitað sé. □ HEIMIR Á ÞING Heimir Hannesson lögfræðingur hefur nú tekið sæti á Alþingi í stað Stefáns Valgeirssonar, sem nú dvelur í sjúkrahúsi eftir uppskurð. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.