Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 2
2 Síðastliðið sumar var haldin ráð stefna á vegum Sameinuðu þjóð anna í Búkarest og þar var fjallað um mannfjölgunarvanda mál. Eftirfarandi er þýðing og endursögn greina er nýlega birtist í Development Forum. Það var árið 1950, að Sri Lanka (þá Ceylon) bað um að- stoð frá Sameinuðu þjóðunum við takmörkun barneigna. Var þetta fyrsta aðstoðarbeiðnin af þe?su tagi, sem samtökunum barst. Þessari beiðni var hafnað yegna þess, að mörg r.íki vildu ekki, eða töldu sig ekki reiðu- þúin til að taka afstöðu til tak- mörkunar barneigna. Hvaða þjpðir voru þetta? Annars vegar þgjr, þar sem yfirgnæfandi meirihluta íbúanna aðhylltist kaþólska trú, og hins vegar voru kommúnistaríkin. Það var ekki fyrr en árið 1966, sem að- stoð af þessu tagi var veitt, — sextán árum eftir að fyrsta beiðnin barst. Nú er mönpum að verða æ betur ljóst, að til ein hverra ráða verður að grípa, því ástandið er alvarlegt. Þegar íbúafjölgun varð í Evrópu og Bandaríkjunum á nítjáandu öld inni var það einkum vegna þess, að vel áraði í landbúnaði, eða að iðnaðarframleiðsla jókst veru lega. Nú á dögum er mannfjölg- unin í þróunarlöndunum ekki í tengslum við framleiðsluaukn- ingu í landbúnaði eða iðnaði, heldur er hún einkum vegna framfara á sviði læknavísinda, — fólk lifir lengur en áður, og andstætt því sem verið hefur í þróuðu löndunum, þá hefur lækkandi fæðingartala ekki fylgt í kjölfar aukins langlífis. Þótt aðeins sé litið á mannfjölg- unarvandann frá sjónarmiði matvælaframleiðslunnar, þá er ljóst að ástandið er alvarlegt. Fyrir átta árum kom út bók, sem hét „Hungruð framtíð“. • f dag er ástandið þannig, að hungrið er ekkert framtíðar- vandamál, heldur bláköld stað- reynd sem við stöndum frammi fyrir og útbreiðsla hungurs og vannæringar fer stöðugt vax- andi. Hungursneyð er í Mið- Afríku, ríkjunum í kringum Sahara, einnig í Eþiópíu, á Ind- landi, á Jövu og í Bangladesh. Þetta eru engar tilviljanir. Vissulega hefur oft verið hung- ursneyð á Indlandi, einnig í Bangladesh, en nú versnar ástandið dag frá degi. Hvers vegna? Þetta á sér vistfræðilegar jSlœmmtan^ OPIÐ HÚS! Félagsmálastofnun Akureyrar minnir á opið hús fyrir aldrafía fimmtudaginn 30. janú- ar og framvegis annan hvorn fimmtudag. Eldri dansa klúbburinn heldur þorráblót í Al- þýðiduisinu laugar- daginn 8/2. Aðgiingumiðar verða seldir í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 2. febr. frá kl. 2—4 síðdegis. Borðhald hefst kl. 20. Stjórnin. Fundió Kalmannsúr fannst við Nýja-Bíó. Up.pl. í síma 2-22-58. skýringar, meðal annars. í Afriku, þar sem ástandið er verst, er orsökin meðal annars sú, að fólki og fénaði hefur fjölgað umfram það sem rýr landgæði þoldu. Einnig á hér mikla sök á of harðsótt ræktun ýmissa afurða til útflutnings svo sem jarðhneta. Sömuleiðis má rekja ástandið í Bangladesh, Indlandi og Pakistan til vistfræðilegra orsaka. Skóglendi hefur verið rutt úr neðstu hlíðum Himalaja- fjalla í Iandlandi, og enn meira í Nepal. Það hefur í för með sér stóraukínn uppblástur og aukna hættu á flóðum. Skóg- arnir sem áður héldu vatns- flaumnum í skefjum eru nú ekki lengur til staðar. Þess vegna verða flóðin alvarlegri og hættulegri með hverju árinu. Árið 1970 urðu stórflóð í Bangla desh, 1971 og 1972 urðu gífur- leg flóð í Pakistan, — 1974 urðu í Bangladesh einhver mestu flóð í manna minnum, meiri en flóðin árið 1955, sem þó hefur ævinlega verið vitnað til sem hinna mestu er sögur fóru af. Á þessu tímabili varð veruleg íbúafjölgun í landinu. Það sem nú blasir við okkur 'er því þetta: -K í fyrsta lagi: í allri sögu mannkyns hefur íbúum jarðar- innar aldrei fjölgað jafnört og nú. -K f öðru lagi: íbúunum fjölg- ar örar en matvælaframleiðslan eykst. I ofsetnum löndum hefur ráðstöfunarlandrými þegar minnkað um helming frá því í byrjun þessarar aldar. Gizkað er á, að árið 2000 verði ■ íhúar jarðarinnar orðnir um 6500 milljónir alsins. Vonast er til, að um miðja næstu öld tak- izt að hemja fólksfjölgunina og' að íbúatala jarðarinnar þá verði á bilinu 11.000 til 14.000 milljón- ir og haldist síðan á því bili. Greinarhöfundur telur þó að þetta muni ekki gerast, — áður en íbúaföldi jarðarinnar yrði svo mikill mundu hungursneyð- ir taka sinn toll, og er þeirrar skoðunar ennfremur, að til lítils sé unnið á mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar sem ekki aðeins hverju ríki fyrir sig, heldur og hverjum karli og hverri konu er í sjálfsvald sett hvernig þau bregðast við þessu margslungna vandamáli. í þess- um efnum þarf að ganga miklu lengra. Ræningjar í þriðja heiminum. Hér þarf einnig að taka tillit til þess hversu illa er farið með þverrandi og dýrmætar auð- lindir, eins og til dæmis olíu, kol og úran, eða þverrandi málmbirgðir, kopar, sink, blý og tin. Bent hefur verið á það, að bóndinn í Bihar fylki á Ind- landi er fimm hundruð sinnum þarfaminni á málma og orku heldur en miðaldra maður sem býr í einni af útborgum heims- borgarinnar New York. Fyrst af öllu ætti að fordæma alla mannfjölgun í þróuðu ríkjun- um, — f ríku löndunum, og þar undir falla öll Evrópuríki, Bandaríkin, Japan og Ástralía. Við megum alls ekki gleyma því, að það eru ríku þjóðirnar, sem stunda rányrkju á fátæku löndunum. Þau greiða ekki nægilega hátt verð fyrir hrá- efnin og nýta síðan þessi sömu hráefni ekki nægilega vel. Þar næst þarf að snúa sér að þeim löndum þar sem mannfjölgun er nú of mikil, en það gerist ekki í hendingskasti að takast megi að stöðva þessa þróun. En þótt svo það kunni að reynast erfitt, þá er líklegt að enn verði erfiðara að auka svo framleiðslu landbúnaðarvara, að takast megi að koma í veg fyrir hung- ur í heiminum. Frá 1959 til 1969 héldust mannfjölgun og matvælaframleiðsla í heiminum nokkurn veginn í hendur, en frá 1969 hefur mannfjölgunin í svonefndum þróunarlöndum vaxið mun örar en matvæla- ■framleiðslan. Meira að segja 'hefur ástandið verið þannig undanfarin fimm ár, að stöðugt •hefur farið minnkandi það mat- vælamagn, sem til umráða er handa hverjum einstökum jarð- arbúa. í ljósi þessara tveggja tregðu- lögmála, það er að segja, að ógerlegt er að stöðva mannfjölg unina í snarhasti og hins vegar að sömuleiðis er ógjörlegt að auka matvælaframleiðsluna á skömmum tíma, þá verður ekki annað sagt en að blikur séu á lofti framundan og útlitið dökkt. Næstu tíu til tuttugu árin verða fregnir af hungri á ýmsum svæð um veraldarinnar áreiðanlega tíðari en verið hefur fram til 'þessa. Greinarhöfundi virðist aðeins ein leið fær í þessum efnum og hún er sú að skipta auðæfum jarðarinnar á réttlátari veg en verið hefur gert fram að þessu. Skipta þeim ekki eftir markaðs kröfum, heldur eftir raunveru- legum þörfum (ekki fjárþörf- um). Með ..öðrum orðum ríku löndin ættu að draga stórlega úr notkun orku og málma. Draga verður stórlega úr notk- un einkabifreiða, en auka notk- un almenningsfarartækja, nýta mun betur allan mat en nú er gert, einkum og sér í lagi þarf þó að draga úr hinni óhóflegu kjötneyslu. í fyrra voru 385 milljónir lesta af korni og fóðurbæti npt- að í nautgripi, svín og annan kjötpening í ríku löndunum. Aðeins örlítið brot af þessu nýt ist í kjötframleiðslunni. Örlítið betri er nýtingin þó hvað snert- ir mjólkurframleiðslu. Þetta korn og fóðurbætismagn hefði nægt handa tvö þúsund milljón um Asíumanna, en þeir neyta korns að mestu leyti beint og borða tiltölulega lítið kjöt. En hvernig er unnt að fá íbúa auðugu landanna til að standa upp frá þessari miklu kjöt- veislu? Hvemig er unnt að draga úr framleiðslu einkabíla? Þessi vandamál, sem vissulega eru kjarni málsins þorði enginn maður að minnast á, á mann- fjölgunarráðstefnunni í Búka- rest. Það má með nokkrum sanni segja að hvíti ríki maðurinn, með sína óhóflegu kjötneyslu og orkusóun sé hálfgerð mann- æta, þótt ábeint sé. Þótt ýmsum kunni að finnast það hörkulega til orða tekið þá má segja að við höfum í fyrra verið að borða litlu börnin sem urðu hungur- morða suður í Afríku og í Bangladesh. Við höldum því áfram í ár, og lystin virðist ekkert hafa minnkað. Við gáfum sveltandi fólki í Afríku í fyrra 600 þúsund lestir af korni, — til hefðu þurft að koma 400 þúsund lestir til við- bótar, ef gagn hefði átt að vera að. Þess vegna og einnig vegna þess að stjórnvöld suður þar stóðu sig ekki sem skyldi urðu eitt hundrað þúsund manns hungurmorða. Þess vegna lét ég svo ummælt á ráðstefnunni, að ríku hvítu mennirnir væru í rauninni mannætur. Fyrr á tímum lögðu bæði kristnir menn og múhammeðs- trúarmenn tíunda hluta launa sinna til fátækra, og voru þó ríkir þá á tímum mun fátækari en hinir ríku eru í veröldinni í dag. Við sem nú njótum auðs og alsælda vorum þó svo rausn- arleg að leggja fram handa hungruðum heimi 0,15 prósent af því sem við höfðum til ráð- stöfunar á árinu 1973. Við ætt- um að skamrnast okkar. Þótt á þessi mál hafi verið drepið á mannfjölgunarráðstefn unni, þá voru þær umræður að- eins almenns eðlis og hvergi komið að kjarna málsins. Ýmsir létu hins vegar svo um mælt, að mannfjölgunin væri •ekki svo ýkja alvarlegt vanda- • mál, við ættum heldur að ein- beita okkur að aukinni þróun. Það voru meðal annars fulltrú- ar Argentíun og Alsír, sem létu falla ummæli í þessum dúr. Auð vitað verðum við að einbeita okkur að þróunarmálum, en ég get alls ekki verið sammála full trúa Argentínu um að mann- fjölgunarvandamálin beri að leggja til hliðar í bili. Það er að vísu rétt, að til eru í heiminum svæði þar sem íbú- ar eru fáir. Slík svæði er til dæmis að finna í Afríku og Suður-Ameríku. Samt verður stöðugt að hafa það í huga að matvælaframleiðsla og íbúa- fjölgun verða stöðugt að hald- ast í hendur. Olíuframleiðslu- ríkin hafa sum hver vanrækt landbúnað sinn. Meðan fé streymir inn, sem hægt er að nota til kaupa á landbúnaðar- afurðum, þá skjóta vandamálin ekki upp kollinum. En hvað gerist í sumum þessara ríkja þegar olíulindirnar eru uppurn- ar? Það kann sums staðar að gerast eftir svo sem tuttugu ár, eða jafnvel fyrr. Líta má á matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róma- borg í nóvember sem hliðstæðu við mannfjölgunarráðstefnuna í Búkarest. í gögnum, sem gefin hafa verið út vegna matvæla- ráðstefnunnar stendur það svart á hvítu að haldi svo sem horfir, þá þurfi ríki þriðja heimsins að flytja inn 85 mdljónir lesta af korni árið 1985. Þegar hver lest af korni kostar um 24 þúsund krónur, miðað við núgildandi verðlag, þá mun þessi innflutn- ingur kosta um 17 milljarða Bandaríkjadala. Þessi ríki munu aldrei hafa fjármagn til að greiða slíkan innflutning. I'au verða því að taka fé að láni og verða þannig enn háðari ríku löndunum. Ég hef þess vegna stungið upp á því að fátæku löndin ættu að taka sig saman og neita að greiða slíkar skuld- ir. Þau ættu að segja sem svo við stjórnendur hinna auðugu landa: „Þið hafið ai’ðrænt okk- ur með því að gréiða okkur lægra verð fyrir þau hráefni, sem við höfum látið ykkur í té, en vera ber. Þið hafið okrað á olrkur, þegar þið hafið selt okk- ur fullunnar iðnaðarvörur. Þess ar skuldir eru því ekki raun- verulegar skuldir, heldur er þetta í rauninni það fé sem þið hafið stolið frá okkur.“ Við því er auðvitað að búast að ríku löndin mundu grípa til einhvers konar hefndarráðstaf- ana. Fátæku löndin verða þvi að kappkosta að verða sjálfum sér nóg á sem allra flestum svið um, einkum þó að því er varð- ar framleiðslu matvæla. Hin geysiöra mannfjölgun, sem nú á sér stað í veröldinni er á vissan hátt bandamaður nýrrar heimsvaldastefnu, og matvælaframleiðslulöndin, eink um Bandaríkin, sem framleiða allra landa mest af hveiti munu því eftir fáein ár ráða yfir efna- hagsvopni, sem er fullkomnlegá sambærilegt við olíuvopn Araba ríkjanna. Þessu vopni verður áreiðanlega beitt með öllum þeim efnahagslegu og stjórn- málalegu afleiðingum sem slíku fyigja. (Þýdd og endursögð grein eftir vistfræðinginn og landbún aðarsérfræðinginn Réne Du- mont, sem hefur sérhæft sig í að fjalla um vandamál þriðja heimsins). □ Húsnæði Reglusöm ung stúlka óskar að taka lierbergi á leigu. Skilvísi og góðri um- gengni heitið. Uppl. í síma 2-39-13 eftir kl. 4. 2ja herhergja íbúð til leigu. Up.pl, í síma 2-22-58 eftir kl. 7 á kvöldin. Við ungar og efnilegar erurp á götunni ÓSKUM eftir íbúð, Plkk fyrir og búið. U ppl. í síma 2-20-15 eltir kl. 7 á kyöldin. Reglusainur maður ósk- ar eftir íbúð á leigu. Uppj. f síma 2-37-44 eftjr kf. 6,30. Til sölu 4ra herbergja jarðl>æ<5 v. Hafnaistræti. Uppl. í síma 2-22-68 á kvöldin. Einbýlishús í Lunda- liverfi til leigu strax. Til greina kemur leiga til vors, annars ýmsir möguleikar fyrir hendi. Sími 2-26-50 kl. 12-1 og 6-8.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.