Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 8
DAGUfó Akureyri, miðvikudaginn 29. jan. 1975 Dömu og N:, [; herra X. - • ■ steinhringar. 1 ( jff Mikið úrval. m I SMATT & STÓRT % Eyfirðingafélagið í Reykjavík hélt nýlega myndarlegt þorrablót, og ekki gleymdist laufabrauð- ið. Félagið safnar fé í neyðarbíl Norðiendinga. Í*M><í><s><í*Mx$><S*S>SxSx$*$><SxS><S><S>»<$x$xSx$>$>^<$x$xSxS><S>$>$xí>$x$>3><$><S><SxS><$xSx$xS*$^x$xS>$^xS><Sx$x$><SxS><íxS><$xSxS><$><$x$xSx$><$xS>»$><£ I Vopnafirði, 28. janúar. Snjór er mikill og upprof lítil það sem af er árinu. Hafnargarðurinn skemmdist nokkuð í einu aftaka austanveðrinu og ennfremur Hafblikshúsið svonefnda, sem stendur við gömlu bryggjuna, í sem þeir kannast við er kunn- j ugir eru. Vegir næst þorpinu hafa ver- I ið ruddir af og til en þeir hafa lokast nær jafnharðan. Mjólkur flutningum hefur verið bjargað j með snjóbíl, þar sem lengs er. j Atvinna er heldur lítil um j þessar mundir, vegna þess að | Brettingur hefur ekki landað : hér síðan fyrir jól. j Loðnubræðslan er tilbúin að j taka á móti hráefni, að ég held eftir skipun frá hærri stöðum, og á þá vinnu hafa margir j treyst. En svo er manni sagt í fréttum, að búið sé að fá út- | lendinga með útlenda verk- smiðju til að vinna þetta verk. Þótti mörgum þetta kuldaleg kveðja. Þorrablót áíti að halda hér á laugardaginn var, en því var frestað vegna ófærðarinnar, því sveitafólkið komst alls ekki á samkomustaðinn. En þrátt fyrir djöfulsskap í náttúrunni, hafa rafmagns- truflanir ekki orðið hér, að heit ið geti. En rafmagnið fáum við frá dísilstöð í kauptúninu. Segja má, að hver sitji að sínu, eins og háttað er samgöngum. Þ. Þ. ANNAR KOM OG BÆTTI UM BETUR Orkustofnun hefur nú fest kaup á tveim jarðboruni, öðrum nýj- um og hinum lítið eitt notuðum. Sá stærri og notaði getur borað niður á 3600 metra dýpi eða helmingi dýpra en áður hefur verið borað hér á landi og kost- ar hann 280 milljónir króna og kemur til landsins eftir mánuð. Hinn borinn, nýr, getur borað niður á 12—1400 metra dýpi og kemur til landsins síðar í vetur. Talið er, að stóri borinn hafi möguleika á að ná upp gífur- lega mikilli orku úr iðrum jarð- ar og meiri hita en mælst hefur til þessa í borholum. FRAKKAR KVEIKJA LÍF Talið er, samkvæmt fregnum frá Frakklandi, að þar í landi séu árlega frjóvgaðar fjölmarg- ar konur með tæknifrjóvgun og á síðasta ári hafi tala þessara kvenna komist í tvö þúsund. Þessi tala nær aðeins til giftra kvenna, sem eiga ófrjóa eigin- menn. Sex sæðisbankar í lielstu stórborgum Frakklands auð- velda þessa starfsemi, en kaþólska kirkjan þar í landi er þessum aðferðum mótfallin. Haldið er leyndu hverjir eru feður þessara barna, og séð er fyrir því, að hver karl sé aðeins faðir fárra barna, vegna hugsan legra skildleikalijónabanda síð- ar. HUNDAMALD A AKUREYRI Lögreglan og fulltrúi bæjar- fógeta hafa tjáð blaðinu, að tveir menn, annar á Akureyri en hinn sjómaður, hafi orðið uppvísir að smygli. Smygluðu þeir 192 flöskum af 75% vodka og kjötvörum, en óvíst er um magn þeirra ennþá. Vörur þess- ar komu til landsins með flutn- ingaskipi. Málið er komið í hcnd ur bæjarfógetaembættirins til j frekari meðferðar, en lögreglan j annaðist rannsókn málsins. □ Á Akureyri eru yfir 70 hundar og aðeins fáir, sem kallast geta þarfahundar á lögbýlum. Hunda hald er bannað í bænum, en bæjarstjórn hefur undanþágu í þessu efni og hefur svo verið undanfarin ár. Dýralæknar framkvæma árlega hundahreins un, og bæjarstjórn hefur nú sam þykkt reglugerð um hundahald, sem eflaust verður staðfest af ráðuneyti síðar. Flestir hundaeigendur fara eftir settum reglum með þessi gæludýr sín, en undantekning- ar, samkvæmt umkvörtunum til lögreglu, eru þó til, einkum hvað varðar það atriði, að hund ar ganga lausir og með þeim afleiðingum, sem það getur haft. En reglugerð sú um hunda- hald, sem bæjarstjórn hefur ný- lega samþykkt og væntanlega verður staðfest felur m. a. í sér eftirfarandi atriði: Hundurinn skal skráður á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa og skal hundurinn hafður með helsi með áletruðu A og tölu eftir nánari fyrirbælum heil- brigðisfulltrúa. Árlega skal greiða í bæjarsjóð leyfisgjald fyrir þá hunda, sem undanþága er veitt fyrir. Skylt er hundaeiganda að hafa hund sinn ábyrgðartryggð- an hjá viðurkenndu vátrygging- arfélagi. Hundurinn skal aldrei ganga (Framhald á blaðsíðu 4) Á sunnudagsmorguninn var slökkviliði Akureyrar tilkynnt um eld í Strandgötu 45. Kom það þegar á vettvang og slökkti eldinn á skammri stundu. Strandgata 45 er gamalt tveggja hæð hús með háu risi og í því fjórar íbúðir. Gólf og innrétt- ingar eru úr timbri. Eldurinn, sem logaði út um glugga á neðri hæð, þegar hans varð vart, kom upp í mannlausri íbúð, en nokk uð af húsgögnum var þar. Skemmdir urðu í þessari íbúð og eldurinn læsti sig upp í gegn um loftið, en gerði þar ekki meiri usla. Allt húsið fylltist af reyk. Engin slys urðu. □ GREIÐAR FERÐIR Þótt útlit sé talið uggvænlegt í efnahagsmálum, og samdráttar gæti á ýmsum sviðum, gætir þess ekki hvað ferðalög lands- manna snertir. Fregnir herma, að 450 íslendingar séu að jafn- aði á Kanaríeyjum og að þang- að muni miklu fleiri ætla í páskaferðirnar síðar í vetur. Er nú svo komið, að á orði er haft að fara nú að skattleggja far- miðana til útlanda og hefði fyrr mátt vera. BOÐSFERÐIRNAR Margir, einkum áhrifamenn í viðskipta- og stjórnmálum, fá tíð boð af ýmsu tagi. Þeim er boðið í ferðalög erlendis, í lax- veiðiárnar o. s. frv. Þessi boð þykja mörg hafa þann tilgang að hlýja hugarþel þeirra, er njóta, í garð þeirra er bjóða. Þegar menn rjúka frá skyldu- störfum sínum til að sinna þess- um boðum, er um bein vinnu- svik að ræða, auk þess er áður greinir. Við sum fyrirtæki er- lendis, er komið í veg fyrir þetta með afdráttarlausu banni af hálfu stjórnenda. Hér á landi þyrfti sýnilega að athuga mál þessi meira en hingað til hefur verið gert. VEGIR OG SNJÓMOKSTUR Snjómokstursmenn á þjóðveg- um og aðrir sem um vegi fara, hafa haft orð á því, að heilir, ■ langir vegakaflar nýlegra og upphlaðinna vega hafi að mestu verið lausir við snjó, eftir stór- hríðarnar miklu, þegar aðrir vegir voru á kafi undir þykku snjólagi. Þyrfti um þetta atriði að afla áreiðanlegra og tölulegra gagna, sem eflaust yrði mjög örfandi fyrir öra nýbyggingu vegakerfisins. Þær eru ekkert smáar upphæðimar sem almenn ingur greiðir fyrir snjómokstur í snjóavetrum. Þær minnka að mun þegar þeir vegir lengjast, sem kallast geta vegir. A r iV Goður Góðir grannar Dags, Inga Margrét með Labradortíkina Tínu í bandi Bautinn á Akureyri kynnti Degi þorramat sinn um helgina, sem hann einnig auglýsti í þriðja tölublaði. Verðið er 700 krónur fyrir manninn, og er þar allt ríf- lega skammtað, og í trogum. Án samanburðar, er þessi þorramatur fjölbreyttur og hið mesta lostæti. Minnir hann á, hve þessi gamli og góði íslenski matur, reyktur, súrsaður og salt aður, hertur eða þá kasaður, svo sem hákarlinn, er mikið hnossgæti, auk þess að vera sér- stakur undirstöðumatur, svo sem fyrrum var kallað. □ NYR BANKASTJÓRI Bankaráð Landsbankans hefur veitt Jóni G. Sólnes leyfi frá störfum frá 1. febrúar, sam- kvæmt eigin ósk. Halldór Helgason skrifstofu- stjóri hefur verið settur útibús- stjóri Landsbankans á Akureyri frá sama tíma. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.