Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VERSNANDI HORFUR í síðustu viku flutti Ólafur Jóhannes son viðskiptaráðherra ræðu á fjöl- mennum stjórnmálafundi í Reykja- vxk og hafa oið hans þar orðið fjiil- miðlum og öllum almenningi mikið umhugsunar- og umræðuefni síðan. Hann ræddi efnahagsmál þjóðarinn- ar og sagði þá meðal annaxs, að við- skipti landsmanna við útlönd á liðnu ári hefðu verið óliagstæð um 15,3 milljarða kióna. Þá hefði gjald- eyrissjóðurinn eyðst svo á árinu, að aðeins væru eftir tæpir tveir millj- arðar króna, eða um fimmtungur þess, sem hann var í ársbyrjun. Þá liti út fyxir versnandi viðskiptakjör Nú er svo komið, sagði ráðhen- ann, að svigrúm til eðlilegrar utan- ríkisverslunar og lánsfjáröflunar er- lendis er nú mun þrengra en á síð- asta ári öndverðu. Meginoisakir þess, livernig málum er nú komið, eru lakari viðskiptakjör en áður geiðist, sölutregða á erlendum mörkuðum og mikill almennur innflutningur, en þetta allt einkenndi mjög síðasta fjóiðung ársins 1974. Talið er að viðskiptakjörin liafi versnað um 9% á sl. áii. i Ráðherra ræddi maikaðsmálin, lækkandi verðlag á afuiðum okkar, sölutregðu, fiskverðsákvörðun og vanda sjávarútvegsins og svo kjara- málin. Hann benti á, að stefnt lxefði verið að 60% kauptaxtahækkunum á árinu, samkvæmt kjarasamningun- um í febrúar 1974, ef ekkert hefði verið að gert og vísitölukerfið verið í fullum gangi. En kauptaxtahækk- anir nefndra kjarasamninga það ár voru talin 48%. Sagði ráðherrann í því sambandi: Þannig má öllum vera Ijóst, að nú er málum svo kom- ið, að allar forsendur brestur fyrir almennum kauphækkunum. Á hinn bóginn gæti verið unnt að færa ýmis- legt til betri vegar með öðru móti. Þá gat ræðumaður um liugsanleg úrræði, svo sein samræmdar aðhalds- aðgerðir í peninga- og lánamálum. Ennfremur þyrfti að draga úr einka- neyslu og e. t. v. koma á skyldusparn aði. Þá kæmi til athugunar að leggja séistök innflutningsgjöld á ákveðnar vörutegundir og skattleggja farmiða. Þá yrði ekki hjá því komist að draga úr fiamkvæmdum. En allar aðgerðir þyrftu að miðast við það, að atvinnu- vegiinir yrðu áfram í fullum gangi og atvinna næg. Ljóst er, að íslendingar hafa lifað vei'ulega um efni fram. Því miður var ekki hlustað á varnaðarorð Ólafs Jóhannessonar í fyrra, er hann lagði fram efnaliagsmálatillögur stjórnar sinnar á Alþingi. Þáverandi stjórnar- andstaða fékkst ekki einu sinni til að ræða þær. Síðan hefur vandinn auk- ist og nú er ekki lengur hægt að horfa framhjá honum. □ HUGMYND UM HÓLASKÓLA Þegar hugsað er um lýðháskól- ann í Skálholti, er eðlilegt, að athyglin beinist að hugmynd um þess háttar skóla á Hólum í Hjaltadal. í öndverðu voru þeir tveir staðir kjörnir til að vera höfuðaðsetur trúar og menningarlífs í landinu. Á Hól- um er nú búnaðarskóli stofnað- ur 1882 með stórbú. Þar er barnaskóli. Nokkuð er síðan fram kom hugmynd um kristilegan heima- vistarskóla á Hólum. Hugmynd in fékk byr undir vængi, þegar frú Guðrún Þ. Björnsdóttir, Háteigsvegi 14, Reykjavík stofn aði 14. ágúst 1969 sjóð með hundrað þúsund króna gjöf til skólans. Frú Guðrún hefir síðan aukið framlag sitt í sjóðinn, og eiginmaður hennar Sveinbjörn Jónsson fyrrv. forstjóri Ofna- smiðjunnar í Reykjavík, hefir stutt hugmyndina með ráð og dáð. Sjóður þessi er nú orðinn nokkuð á þriðja hundrað þús- und krónur mest fyrir þeirra stuðning, vina þeirra og ætt- fólks. Þá er þess að geta, að Sveinbjörn og bróðir hans, Ágúst Jónsson byggingameist- ari, hafa byrjað athuganir á hitaveitu til Hóla. Framkvæmd- ir þeirra spá góðu um, að það megi takast. Þeir hafa bæði áhuga og góða reynslu á þessu sviði. Stjórn skólasjóðsins, sem er stjórn Prestafélags Hóla- stiftis, hefir veitt lán úr sjóðn- um í þessu skyni, en á miklu veltur, að hægt verði að fá heitt vatn til Hóla. Þá hefir stjórn prestafélagsins einnig skrifað Orkustofnun og óskað eftir at- hugun á heitu vatni í Hjaltadal og liðsinni við hitaveituna. wHúsnæðh 4 reglusamir mennta- skólapiltar óska eítir lítilli íbúð sem fyrst og/ eða næsta vetur. Góðri umgengni og skil- vísri greiðslu beitið. Uppl. í berbergi 47, heimavist, í síma 1-10-55 milli kl. 16—22. Lítil íbúð óskast til leigu sem fyrst. Uppl. í síma 2-17-70. Bifreiðin Til sölu MAZDA 818 cupe. BÍLASALINN, Tryggvabraut 12, sínii 1-11-19. Til sölu VÍPON 1953. BÍLASALINN, Tryggvabraut 12, sími 1-11-19. Til sölu Volkswagen ’72. Uppl. í síma 2-20-77. Vil selja Land Rover spil. Uppl. á Arnarhóli, sírni um Kópasker. Smelluklossar nr. 36 eða 37 óskast til kaups. Uppl. í síma 2-28-82. í síðasta tölublaði Dags (22. jan.) var blaðagrein eftir hinn þjóðkunna hugsjónamann, Snorra Sigfússon, þar sem hann vekur máls á skólahugsjóninni. Af langri reynslu og þekkingu í skólamálum bendir hann á, að þessi stofnun á hinum forna biskupsstóli eigi að vera afl- stöð, andlegur og menningar- legur orkugjafi á komandi tíð. Hann getur þess ennfremur, að hann hafi opnað sparisjóðsbók með nafni Hólastóls í Lands- bankanum á Akureyri og lagt Séra Pétur Sigurgeirsson. þar í fjárhæð til skólans. Hvet- ur hann menn til að taka hönd- um saman og styðja skólahug- myndina. Að þessu er leidd athygli til þess að fleiri taki eftir, og til þess að þakka Snorra Sigfús- syni. Hann studdi drengilega stofnun Skálholtsskóla og sýnir nú þessu málefni hinn sama skilning og velvildarhug. Gott er að hugsa til þess að fleiri skólar rísi á Hólum, þeir geta stutt hver annan t. d. hvað snertir kennaralið. Það, sem hæst ber í sögu Hóla og mesta blessun hefir fært ís- lensku þjóðinni er prentun og útgáfa Guðbrandsbiblíu 1584. Nú eru nærfelt fjórar aldir síð- - HUNDAHALD . . . (Framhald af blaðsíðu 8) laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn í matvöruverslanir eða aðra staði, þar sem matvara er um hönd höfð. Leyfi fyrir einstökum hund- um er jafnan háð því, að þeir raski eigi ró bæjarbúa og séu hvorki þeim, né öðrum, sem um bæinn fara, til óþæginda. Hundaeiganda ber að hlíta að öðru leyti lögum og reglum, er hundahald varða (þ. á. m. regl- um um árlega hreinsun hunda af bandormum og greiðslu hundaskatts), svo og öllum þeim fyrirmælum, sem heil- brigðisnefnd setur. Bæjarstjórn er heimilt, hvenær sem er, að afturkalla leyfi fyrir einstökum hundum eða öll veitt leyfi, telji hún þess þörf. □ Atvinna Kona óskast til að gæta eins árs barns, lielst á Eyrinni. Uppl. í sínia 2-39-77. Get bætt við mig nokkr- um nemendum á nám- skeið í ensku. Sími 1-14-85 eftir kl. 20. Pétur Jósefsson. an. Eðlilegt væri, að Biblían og' lærdómur á þeim vettvangi yrðu höfuðgrein hins nýja skóla, þ. e. a. s. að hann yrði eins kon- ar Biblíuskóli. Það hæfði staðn- um vel og slíkri skólastofnun, að halda áfram verkinu, sem Guðbrandur Þorláksson Hóla- biskup vann landi og lýð til heilla með þýðingu og útkomu hinnar helgu bókar. Ekki er fráleitt að láta sér til hugar koma að hefja skólastarf- ið með sumarnámskeiðum, þar sem lögð yrði áhersla á biblíu- nám og boðun trúarinnar undir leiðsögn lærifeðranna. Ætla mætti, að ýmsum þætti kær- komið að eiga völ á slíkum stutt um námskeiðum í sumarfríum sínum. Orðið skóli merkir kyrrð og næði. Það lýsir eðli hans. Fátt er nú betra ungu fólki, sem býr við síaukinn hraða og spennu nútímans en að komast minnsta kosti um tímabil í kyrrð og næði hinna íslensku dala og friðhelgu staða og íhuga þar gildi lífsins, lögmál þess og til- gang. Þó að smátt væri byrjað á skólanum, á hann í sér vaxtar- mátt fyrir heilög fræðin og bók allra bóka til þess að vera þjóð- inni aflvaki trúar og menningar. Það er saga Hóla í Hjaltadal um aldaraðir. Pétur Sigurgeirsson. Nokkrar fréttir af Svalbarðsströndmni j krar helstu fjárveilingar fyrir árið 1975 ffjá I Túnsbergi, 20. janúar. Stórfenni er hér mikið eftir óveðrið í síð- ustu viku, sem var eitt hið lengsta, sem komið hefur á síð- ari árum. Ekkert tjón varð nema hvað bráðabirgðaþak á frystihúsi K.S.Þ. losnaði. Snjóflóð féll í svonefndu Faxafalli norðan við Gar'ðsvík og skemmdi raflínu lítillega. Rafmagnstruflanir voru tíðar, svo sem kunnugt er. Bændur.hér treysta lítt á hina duttlungafullu Laxá og er um 40% mjólkurframleiðenda komn ir með sínar eigin vararafstöðv- ar og fleiri munu fara að dæmi þeirra. Snjóruðningstæki hafa verið að störfum frá því veðrinu slot- aði, en ekki hefur mikið mátt gola til að ekki renndi f traðir og allt lokaðist á ný. í gær voru tveir vegheflar skildir eftir á Svalbarðseyri, en hefilsstjórarnir héldu til Akur- eyrar, í morgun var orðið ófært á ný og komust hefilsstjórarnir ekki á tæki sín fyrr en undir hádegi, að leiðin frá Akureyri hafði verið rudd. Vegheflar virð ast annars ekki vera heppileg tæki þegar um stórfenni er að ræða og' þurftu þeir t. d. aðstoð jarðýtu meirihluta leiðarinnar frá Akureyri til Grenivíkur. Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en undir kvöldið, er þeir voru komnir að Varðgjá á heimleið. Var þá snarbrjálað veður að þeirra eigin sögn. Tók þá einn garpurinn „skakkan pól í hæ'ð- ina“ og villtist af leið. Fundu félagar hans hann ekki fyrr en eftir hálfan annan klukkutíma og þá í skógi niður undir sjó. Leist þeim ekki á frekara áfram hald ferðarinnar og tóku sér náttstað hjá Herði bónda á Ytri-Varðgjá og konu hans. Heim komust þeir fyrir hádegi næsta dag. Enginn snjóbíll er hér í hreppnum og er slíkt bagalegt, því ekki er víst að slíkt tæki verði gripið af götunni ef slys eða veikindi bera að höndum, þó leið sé ekki löng til Akur- eyrar. Sýnist mér brýnt að úr verði bætt, hver sem kemur til með að taka forystu í því máli. Sv. Lax. Iðnskólar. Akureyri þús. kr. . 3.600 Héraðsskólar. Laugar ....... þús. kr. . 20.000 ngi Dagur keniur út næst á miðvikudag. Til grunnskólabygginga. Akureyri, Glerárskóli, 1. áfangi.......... Akureyri, Glerárskóli, 2. áfangi (íþróttahús) Akureyri, Lundarskóli, 1. áfangi.......... Akureyri, Lundarskóli, 2. áfangi (íþróttahús og tengiálma Akureyri, Oddeyrarskóli (íþróttahús og stjórnálma) Akureyri, svæðisíþróttahús Húsavík, gagnfræðaskóli .. Húsavík, gagnfræðaskóli, 2. áfa Olafsfjörður, skóli........ Olafsfjörður, heimavist .... Svarfaðardalur, skóli...... Svarfaðardalur, mötuneyti . Dalvík, heimavist.......... Hrísey .................... Árskógshreppur............. Laugaland á Þelamörk .... Hrafnagilsskóli, 2. áfangi . ., Stórutjarnarskóli.......... Stórutjarnarskóli, sundlaug Skútustaðahreppur.......... Reykdælahreppur ........... Hafralækjarskóli........... Hafralækjarskóli, íþróttaaðstaða Skúlagarður, íbúð........ Lundur, íbúð............. Lundur, leikfimisalur .... Lundur, skóli............ Þórshöfn ................ þús. kr. 2.700 10.000 16.200 10.000 3.000 3.000 1.900 3.000 4.200 300 700 1.000 14.000 500 500 7.500 7.500 8.500 3.500 300 500 6.300 10.000 2.000 200 500 8.000 1.600 Hr. ritstjóri Erlingur Davíðsson. í tilefni skrifa í næst síðasta tölublaði Dags, um að Bifreiða- stöð Oddeyrar h.f. lokaði þegar veður og færð í bænum spilltist, vill stjórn stöðvarinnar taka fram eftirfarandi: Það er alrangt að stöðinni hafi verið lokað, er stórhríðin gekk hér yfir á dögunum. Vakt var hér á stöðinni alla dagana eins og venjulega. Hitt leiddi af sjálfu sér, að eftir að bærinn var or'ðinn ófær öllum fólks- bifreiðum og jafnvel sumstaðar einnig jeppum og margar bif- reiðar komnar á kaf í fönn, var það ekki frekar á færi leigu- bifreiða að aka um bæinn en annarra fólksbifreiða. Ennfremur viljum við láta það koma fram að enginn ein- asti þessara viljugu jeppaeig- enda, sem talað er um í þlaðinu, óskaði eftir því við forráða- menn stöðvarinnar að fá þar afgreiðslu, á meðan þetta ástand var ríkjandi. Enda mikið vafamál að jeppa- eigendur hafi heimild til leigu- aksturs á þessum bifreiðum sín- um, jafnvel þótt viðkomandi bifreiðastjóri hafi meirapróf, og megi þess vegna aka farþegum gegn greiðslu. Hins vegar munu nær engir jeppar tryggðir til leiguaksturs, og þar í liggur ástæðan. Væntum að þetta verði látið koma fram. F. h. stjórnar Bifreiðarstöðvar ; Oddeyrar h.f., Akureyri, Jónas Þorstcinsson. SNJÓRINN Síðan snemma í desember hefur verið harður vetur og veðra- samur á Norðurlandi, einnig á Austurlandi og Vestfjörðum, og í þessum landshlutum mikið fannfergi og samgönguerfiðleik- ar, auk enn válegri tíðinda af völdum snjóflóða og fárviðra. Snjóþyngslin hafa mest aukið erfiðleika bændanna, að venju, svo og allra þeirra, sem þeirra vegna og annarra landsmanna sinna flutningum fólks og ann- ars á landi. Akureyri er nú mikil snjóa- kista. Hinar 40 kílómetra götur bæjarins urðu allar ófærar þeg- ar verst var og á sumum stöð- um gífurlega mikill snjór. Skafl ar jafnháir einbýlishúsum voru ekkert einsdæmi og gefur það nokkra hugmynd um ástandið í þessum bæ. Öll snjóruðningstæki bæjar- ins og Vegagerðarinnar unnu dag og nótt og hafa gert til þessa, til þess að halda aðal- vegum opnum um landsbyggð- ina, og í bænum til að sem minnst röskun yrði á lífi fólks. Þegar svo stendur á, að ná- lega allar götur bæjarins lokast í einu og fannfergi tefur hreins- un, vill það jafnan verða svo, að sitt sýnist hverjum um röð verk efna. Mína götu hefði mátt hreinsa áður en byrjað var á götu nágrannans o. s. frv. Á meðan á mestu umferðarörðu- leikum stóð, hringdu margir til blaðsins og sögðu nokkur vel valin orð um þetta efni. Að því var einnig fundið, að opnuð var leið til Skíðahótelsins í Hlíðar- fjalli áður en ýmsar götur voru gerðar umferðarhæfar í bænum. Við erum orðhvöt og að- finnslugjörn þegar eitthvað bjátar á, og svo var það hina ströngu daga ófærðarinnar í bænum. Hins er þá að litlu get- ið, sem vel er gert og enginn hefur á það minnst einu orði hér á skrifstofum blaðsins, að vel hafi verið að verki staðið við snjómoksturinn. Það væri þó ástæða til, þrátt fyrir um- deilanlega verkefnaröð. Sann- leikurinn er sá, að það er alveg furðulegt hve snjómoksturinn hefur gengið vel, jafnvel svo, að það gengur kraftaverki næst hvað hægt hefur verið að gera á ekki lengri tíma en raun var á. Þegar veður var verst og all- ar götur urðu ófærar, var á það bent hér í blaðinu, hvort BSO gæti ekki aukið þjónustu sína, þegar svona stendur á, með því að taka inn á stöðina öflugri farartæki í snjó en hina venju- legu stöðvarbíla. í grein í Fok- dreifum í dag, telur stöðvar- stjórinn tormerki á því. Það mun mörgum bæjarbúum von- brigði, að í grein hans koma hvorki fram áhugi eða úrræði í þessu efni. E. t. v. endurskoðar BSO þessa afstöðu sína. □ Til undirbúnings að framkvæmdum við skólabyggingar. þús. kr. Dalvík ................................................... 300 Laugaland á Þelamörk, íþróttahús.......................... 300 Hrafngil, íþróttahús....................................... 300 Hrafnagilshreppur, barnaskóli............................. 300 Grenivík ................................................. 300 Reykdælahreppur, íbúð .................................... 300 Skútustaðahreppur, sundlaug............................... 300 Kópasker, skóli........................................... 300 Raufarhöfn, íþróttahús — sundlaug......................... 300 Fjárveitingar í flugmálum. þús. kr. Ólafsfjörður ........................................... 6.000 Grímsey.................................................. 8.000 Sjúkrahús og læknamiðstöðvar. þús. kr. Ólafsfjörður ............................................ 5.000 Dalvík ................................................. 16.800 Akureyri (læknamiðstöð) ................................ 1.500 Akureyri (sjúkrahús).................................. 78.000 Húsavík.................................................. 4.800 Veðráttan ræður miklu um af- komuna eiiis os svo oft áður Kasthvannni, 11. janúar. Ég tel ótíð síðan 8. desember, hríðar, stórhríðar og hvassviðri, hvass- ast 2. janúar. Þó hafa frost ekki verið hörð nema dag og dag svo verra hefði það getað verið og snjór er ekki mikill. Vegurinn lokaðist um jólin, en varð fær strax eftir nýárið. Árið byrjar ekki vel, hvernig sem framhald- ið verður. Allir munu vera vel undir veturinn búnir, hvað fóður snertir, og þá er hægt að þola harðindi, þó þau skapi alltaf erfiðleika og kostnað. Við harð- indum megum við alltaf búast og vcnandi sigrum við þau, en þau ekki okkur, eins og alltof oft hefur verið á liðnum öldum. í fyrra sagði ég frá byggingu vei'ðimannaheimilis, sem þá var fokhelt. Innrétting í því hófst í mars og tók heimilið til starfa í miðjum júní. Gengið var frá herbergjum með rúmum, auk þess var svefnpokapláss. Þá var einnig gengið frá íbúð húsvarð- ar. Veitingasala var ekki, en góð eldunaraðstaða. Einnig var aðstaða til frystingar á silungi, og öðru því er gestir vildu geyma. Veiðimannaheimilið var strax mikið sótt og vinsælt og þurfti oft að vísa fólki frá vegna þrengsla. Gestir lofuðu mjög fegurð staðarins. Hús- og veiði- vörður var Pétur Pétursson frá Árhvammi og varð hann mjög vinsæll í starfi. Veiði í Laxá var mjög mikil og góð. Þá má geta þess, að veiðifélagið lét gera veg frá Ár- hólum og suður í Hamar og bætir það mjög aðstöðuna við nýtingu veiðisvæðisins. Enn vantar þó kafla, svo vegur sé kominn sunnan hjá Brettings- stöðum. Og bráðum fer laxinn að koma. Nóg var af honum í sum- ar neðan við stífluna í Laxá og vildi hann endilega komast hér suður. Af verklegum framkvæmdum bænda er fyrst 1100 hesta hlaða í Árhólum. Það er stálgrinda- hús á 1,5 m veggjum. Þá voru einnig steyptir veggir undir 1100 hesta hlöðu á Auðnum, sem líka verður stálgrindahús. Ný 300 kinda fjárhús eru á báð- um þessum bæjum. Mjög erfið- lega gekk að fá ýtu til að grafa grunnana og varð seinast að fá hana frá Húsavík, og varð allt seinna en ætlað var. Ég sagði í fréttaþætti 30. nóv.: Hafnarmannvirki og lendingabætur. þús. kr. Ólafsfjörður .......................................... 13.500 Dalvík ................................................. 9.500 Hauganes .............................................. 3.000 Árskógssandur............................................. 400 Akureyri .............................................. 51.200 Húsavík................................................ 12.600 Raufarhöfn.............................................. 5.000 Þórshöfn ................................................. 800 Elliheimili. þús. kr. Ólafsfjörður ........................................... 3.000 Dalvík ................................................. 3.000 Akureyri................................................ 5.000 Húsavík................................................. 800 Læknisbústaðir. þús. kr. Húsavík................................................. 1.500 i Sérstök framlög til flóabáta og fólks- og vöruflutninga á sjó, landi og í Iofti. Norðurlandsbáturinn Drangur........................... Hríseyjarbátur........................................ Hríseyjarbátur v/stofnkostnaðar....................... Grímseyjarflug (Norðurflug) .......................... Til snjóbifreiða: a. í Dalvíkurlæknishéraði .......................... b. í Þórshafnarhéraði............................... c. Á Akureyri ...................................... d. Á Akureyri, vegna stofnkostnaðar................. e. í Hálshreppi (Fnjóskadal)........................ f. Axarfjörður — Kópasker........................... þús. kr. . 12.000 550 200 500 200 200 300 300 220 300 Fjárfestingaráætlanir Pósts og síma ;í í Norðurlandskjördæmi eystra 1975. Nj'jar sjálfvirkar stöðvar. þús. kr. Breiðumýri............................................... 2.000 Staðarhóll............................................... 1.300 Stækkun á eldri stöðvum. þús. kr. Akureyri................................................ 26.000 Hjalteyri ................................................ 100 Húsavík.................................................... 700 Línukerfi. þús. kr. í kaupstöðum og kauptúnum í Norðurlandskjördæmi eystra 8.500 í Kaupangssveit.......................................... 3.000 í Aðaldal................................................ 3.000 Á Svalþarðsströnd........................................ 8.000 Á Tjörnesi............................................... 7.000 Landsímasambönd. þús. kr. Húsavík — Máná........................................... 9.000 Björg — Vaðlaheiði (radíóleið)........................... 1.500 Raufarhöfn — Tjörnes (radíóleið)......................... 9.000 Húsavík — Kópasker — Raufarhöfn (fjölsímaleið)...........12.000 Nýtt húsnæði. Við Mývatn . þús. kr. . 1.000 „Út hefur enginn reiknað, ég þar svo kunni að greina frá“ o. s. frv. „skaðann af snjónum í haust.“ En í Degi kom það fram, að hægt væri að reikna skaðann. Ég tel liðið ár ekki óhagstætt, en allt horfir þunglegar með þetta ár, hvað afkomu snertir, þótt tíðarfarið ráði þar miklu um, sem jafnan áður. G. Tr. G. 19. janúar. f stórhríðinni kyngdi niður feiknasnjó í austurbrekk- urnar og er slétt af öllu, enda veðrið með þeim mestu, sem hér koma af norðaustri. En að vest- anverðu í dalnum er ekki meiri snjór en það, að farið var eftir hríðina á dráttarvél út í Aðal- dal, án mikilla erfiðleika, og nú er orðið bílfært um dalinn, nema á kafla hér norðan við, en þar féllu snjóflóð og er ófært yfir þau í bili. Ég held að ekki hafi fallið eins mikil snjóflóð þarna síðan í mars 1951. í orkuskortinum hefði munað um það, ef gufuaflsstöðin í Bjarnarflagi hefði skilað helm- ingi meiri afköstum. Völva Vik- unnar spáði snjóþungum vetri. Hún er þegar orðin sannspá. — G. Tr. G. Fjárfestingaráætlun Rafmagnsveitna ríkisins í Norðurlandskjördæmi eystra 1975. þús. kr. Stofnlína Skeiðfoss — Dalvík............................ 30.000 Lína að aðveitustöð á Akureyri........................... 7.000 Aðveitustöð á Akureyri.................................. 15.500 Aðveitustöð á Ólafsfirði................................ 20.000 Aðveitustöð á Húsavík.................................... 3.600 Iireyfanleg varadísilstöð fyrir Norðurland eystra.......12.000 Vegna flutnings rafstöðvar á Raufarhöfn................. 6.000 Lántaka vegna laxastiga í Laxá. Ríkisstjórninni heimilast að taka lán vegna kostnaðar við laxa- stiga í Laxá í Þingeyjarsýslu á grundvelli samnings um virkjun Laxár. • . ) Lántaka vegna Kröfluvirkjunar. Ríkisstjórninni heimilast að taka á árinu 150 millj. kr. lán vegna undirbúningsframkvæmda við Kröfluvirkjun. Ýmsar fjárveitingar. þús. kr. Til Leikfélags Akureyrar................................. 3.500 Til Zontaklúbbs (Nonnahús á Akureyri)....................... 75 Matthíasarfélagið á Akureyri................................ 80 Náttúrugripasafnið á Akureyri.............................. 400 Samband norðlenskra kvenna.................................. 50 Sama vegna garðyrkjukennslu ................................ 25 Til Safnahúss á Húsavík.................................... 250 Til varðveislu gamals steinhúss á Sauðanesi á Langanesi . , 50 Til Efnarannsóknarstofu Norðurlands ..................... 650 Til rannsóknarstofnunarinnar Kötlu á Víkurbakka v. Eyjaf. 100 Til útibús Hafrannsóknarstofnunar á Húsavík............... 4.400 Styrktarfélag vangefinna á Norðurlandi..................... 100 Til búnaðarsambanda á N.l. v. kaupa á heykögglaverksmiðju 2.000 Til dagvistunarheimila á Akureyri (2).................... 2.400 Til dagvistunarheimilis á Húsavík........................ 5.700 Til viðhalds heimavistar M. A............................ 5.000 Til framkvæmda á Kristneshæli............................10.000 Til fyrirhleðslu í Hörgárdal............................... 130 Til fyrirhleðslu í Svartárkoti............................. 100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.