Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VERÐTRYGGING Sú var tíðin, að íslenska krónan var álíka verðmikil og sú danska, en nú er hún fária danskra aura virði. Þannig hefur verðbólgan eytt verð- gildi íslensku krónunnar. Við verð- bólguna hafa íslensk stjórnvöld ekki ráðið og því hefur efnaliagslíf á ís- landi verið ótraust og óeðlilegt. A síðustu árum hefur mönnum þótt hagkvæmara að eiga skuldir en inn- eignir í lánastofnunum. Sparifjár- eigendur hafa orðið leiksoppar lé- legrar f jármálastjórnar og goldið hennar í stað þess að njóta ráðdeild- ar sinnar, og það svo mjög, að jafnað er við þjófnað. Þetta ófremdarástand er búið að standa svo lengi, að yngra fólkið í landinu þekkir ekki aðra þróun peningamála, lítur jafnvel á hana sem náttúrulögmál og lifir sam kvæmt lienni, t. d. í trausti þess að það sé betra að eiga skuldir en inn- stæður. Þegar svo er kornið, eru sjúk- leikamerki efnahagslífsins orðin svo hræðileg, að meira undanhald og stjórnleysi en orðið er getur naumast leitt til annars en efnahagslmms. I Fjármálatíðindum gerir Jóhann- es Nordal bankastjóri nokkra grein fyrir verðtryggingu sparisjár og bendir á leiðir til úrbóta. Hann segir þar m. a.: „Verðgildi fjármagns má tryggja með tvennum hætti. í fyrsta lagi með vöxtum, sem á hverjum tíma eru nógu háir til þess að vera á móti verð rýrnun liöfuðstólsins og skila um leið nokkurri raunverulegri ávöxt- un. Við skilyrði tiltölulega hægrar verðbólgu er þetta vafalaust einfald- asta og hagíelldasta leiðin, og von- andi tekst að skapa þau skilyrði að nýju, áður en mjög langt líður. Á meðan verðbólgan er á svipuðu stigi og verið liefur síðustu tvö árin, er hins vegar nærri því óliugsandi að tryggja viðunandi ávöxtun með breytilegum vöxtum einum saman. Við þær aðstæður er verðtrygging eina raunhæfa leiðin, enda hefur hún verið tekin upp í vaxandi mæli síðustu árin. Á þessu ári má búast við því, að verðtryggður sparnaður hér einkum um þrennt að ræða: verði í lieild um 3000 millj. kr. Er a) útgáfu verðtryggðra spariskírteina og happdrættisbréfa af hálfu ríkis- sjóðs, b) verðtryggð lán lífeyrissjóða og f járfestingailánasjóða og c) skyldu sparnað. Verðtrygging er því þegar orðin mikilvægur þáttur í því að afla fjár til opinberra framkvæmda og til útlána f járfestingarlána.“ Þá segir bankastjórinn um láns- kjörin, að verðtrygging lífeyrissjóða sé nauðsyn og að bæta megi hag spari fjáreigenda með flokki verðtryggs sparifjár í innlánsstofnunum. □ Bóndinn og félagsmálamaður- inn Óli Halldórsson á Gunnars- stöðum í Þistilfirði kom til Akureyrar í síðustu viku. Greip blaðið tækifærið til að leggja fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann svaraði að bragði. Viltu bregða upp heildar- mynd af Þistilfirði? Þistilfjörður með sínum fjór- um sveitarfélögum og þar með kauptúninu Þórshöfn, er ein félagsleg', menningarleg og við- skiptaleg heild og samstarfið er mjög gott milli sveitarfélaga. Við erum í félagsskap um versl- unina, sem rekin er á samvinnu grundvelli hjá Kaupfélagi Lang nesinga, Þórshöfn, og sama svæðið er eitt læknishérað. Við kennum yngstu börnunum en þau eldri halda áfram á Þórs- höfn. Við höfum einnig okkar sameiginlega sparisjóð, sem er merk stofnun og veitir mikla þjónustu. Bankar hafa sótt á það, að sameina hann útibúi frá sér, en því höfum við hafnað. í sparisjóðnum er okkar sparifé og við viljum ráða yfir því sjálf ir á þann veg, að það sé ávaxtað heima í héi'aði. Er ekki togstreita um spari- féð? Að vissu marki, svo sem í öðrum peningastofnunum, en ekki milli sjávar og sveita, því þar styður hver annan. Um ára- mótin eiga bændur peninga á vöxtum, einkum sauðfjárbænd- ur. Þá er oft fremur erfitt um atvinnu við sjóinn og fólk aura- lítið. Því fólki kemur vel, að eitthvað sé til að lána í spari- sjóðnum. En svo snýst dæmið við þegar kemur fram á vorið. Þá vantar bændur fé til að leysa út áburðinn, sem er mikill út- gjaldaliður búanna, en þá hafa sjómenn þegar lagt inn grá- sleppuhrogn fyrir talsverðar upphæðir og eiga peninga í sparisjóðnum. Þetta er gagn- kvæmt hagræði, sem enginn kvartar undan, enda vinna þess ir þættir heppilega saman. Sparisj óðurinn er algerlega sjálfstæð stofnun, hlutafélag, sem stofnað var um 1940. Sá sem mjög lengi var sparisjóðs- stjóri, Einar Ólason verkamað- ur, hafði aldrei í skóla komið en stjórnaði sparisjóðnum með prýði. Sigurður Tryggvason er núverandi sparisjóðsstjóri og með honum vinna þrjár stúlkur, bæði við sjóðinn og hin og þessi verkefni, sem sparisjóðurinn hefur tekið áð sér fyrir opin- bera aðila, svo sem Vegagerð- ina og rafveiturnar. Fjölgar fólki í Þistilfirði? Því fækkar ekki og á Þórs- höfn fjölgaði verulega á árun- um 1971—1974. En þar eru jafn- an nokkrar hreyfingar á þessu sviði. 500 manns búa þar og annað eins í héraðinu. Sveitar- félögin eru Skeggjastaðahrepp- ur, Sauðaneshreppur, Þórshafn- arhreppur og Svalbarðshrepp- ur. Heldur hefur fækkað í sveit- unum, en þó varð ekki fækkun á þessum árum og það er tölu- vert af ungu fólki, sem nýlega hefur hafið búskap í Sauðanes- og Svalbarðshreppi, eða eins og við segjum, Langanesinu og Þistilfirðinum, en minna er um ungt fólk í Skeggjastaðahreppi, og vart hægt að segja, að þar sé nema einn ungur bóndi. Á Langanesinu eru nokkrir bænd anna ungir menn, sem nýlega eru byrjaðir að búa, eða eftir 1970. Þar má nefna Ágúst Guð- röðarson á Sauðanesi og Ulafar Þórðarson á Syðri-Brekkum. Nýlega hóf búskap Lárus á Hall gilsstöðum og Indriði á Syðri- Brekkum. Og eitt hefur verið mér ánægja að sjá undanfarna daga, að á hinu forna höfuðbóli, Ytri-Brekkum, þar sem á síð- ustu árum nítjándu aldar bjó Vilhjálmur Guðmundsson og kona hans, Sigríður Davíðsdótt- ir frá Heiði og mikið orð fór af vegna mikils búskapar og rækt- unar stærra túns en annars staðar þekktist þar um slóðir, er nú skurðgrafa að ræsa fram tún og mýrar og ekki smávirk. En á þessari jörð hefur ekki verið búið síðustu þrjá áratugi eða svo. Sést á öllu, að þarna á mikið að gera og er kannski ekki undarlegt þar sem oddviti Þórshafnarhrepps er að hefja umsvif þessi, Pálmi Ólason, sem jafnframt er skólastjóri á Þórs- höfn. Hann á búskaparhneigð- ina í blóðinu eða á þann draum hjarðsveinsins, að sitja á Hóli og sjá yfir hjörðina. Ytri-Brekkur eru örskammt frá Þórshöfn og land jarðarinnar er einkar vel fallið til ræktunar. Sæból er ný- býli frá aðal jörðinni og er þar búið blómlegu búi. Skurðgrafan á að grafa víðar. Langanesið er þannig, að þar er ekki hægt að rækta nema ræsa fyrst. En mýr- arnar eru frjóar á nesinu, eink- um innan við Þórshöfn. Á Hall- gilsstöðum eru nýlega farnir að búa fremur ungir bændur og áhugasamir. Þar er verið að mæla fyrir framræsluskurðum. í Þistilfirðinum er hins vegar mikið þurrlendi en eitthvað verður þó ræst fram þar. Þar var mikið ræktað og byggt und- anfarin ár en lítið þetta árið. Þá má nefna þar samræktunina, sem hreppurinn gekkst fyrir á kalárunum og bjargaði þá Þistil firðingum mjög verulega. Þar njóta nú ungir menn ræktar- landsins, á meðan þeir eru að rækta sín heimalönd til fullra nytja. Á Hagalandi byrjuðu ungir menn að búa fyrir tveim árum, að vísu áður búandi menn á Ytra-Álandi, þar sem nú ungur maður býr stórbúi. Bændurnir á Hagalandi hafa Hermundarfell með. Þeir standa í stórframkvæmdum á jörðinni. Á tveim jörðum í Þistilfirðinum hafa ungir menn hafið búskap með feðrum sín- um, bæði í Laxárdal og á Gunn arsstöðum I og hafa ungu menn irnir báðir byggt sér íbúðarhús og einnig báðir 400 kinda fjár- hús. Hvernig er nú afkoma bænd- anna í þessu héraði? Ekki er nú hægt að segja, að hún sé slæm. En það sem verst er, er það, að aðstöðumunur bændanna er allt of mikill í þessu landi. íslensk bændastétt þarf að vinna að því flestu öðru fremur, að jafna þennan að- stöðumun. f Þistilfirði er yfir- leitt sauðfjárbúskapur og er viss tregða á því meðal bænda, að hefja mjólkurframleiðslu, þótt gott sé til ræktunar og mjólkurvinnslustöð á Þórshöfn. Við gætum bætt við okkur þús- und nautgripum eða svo, án þess að fækka sauðfénu. Afrétt- arlöndin okkar eru góð og sauð- féð er vænt. En í austurhluta fjarðarins gegnir þó nokkuð öðru máli um afréttarlandið því það land takmarkast af ánum á báða vegu, Hölkná og Hafra- lónsá, sem féð fer lítið yfir. En ekki er útilokað að flytja féð á önnur heiðalönd. Aðstöðumunurinn er auðsær, ef við hugsum okkur roskinn bónda, sem búinn er að greiða skuldir sínar og hefur enga skuldavexti að greiða, hefur jafnvel hagstæða vexti, og ung- an bónda, sem þarf e. t. v. að greiða hálfa milljón krónur, sem aðeins munu dæmi til er dæmið glöggt. En staðaruppbót á afurð’averð er ég andvígur. Ef staðaruppbót væri tekin upp í einhverju héraði, væri það hér- að stimplað sem annars flokks hérað, og Þistilfjarðarbyggð og Norður-Þingeyjarsýsla eru eng- in annars flokks héruð, ekki í neinu tilliti. — Hverjir nytu svo staðaruppbótarinnar? Bændur, sem hafa fulla framleiðslu, nytu Óli Halldórsson. hennar en ekki hinir, sem henn ar þyrftu mest við, svo sem ungir bændur, sem eru að koma sér fyrir. Aðstöðumuninn verð- ur að jafna eftir öðrum leiðum. Hve stór eru sauðfjárbúin? Þau eru ákaflega mismun- andi, frá 500 kinda búum eða kannski vel það og niður í 100 kinda bú, en það eru undan- tekningar og þá helst gamalt fólk, sem hefur mjög lítil bú. En nokkuð algeng bústærð er 3— 400 ærgildi. Stærstu búin eru blönduð bú og eru með 7—800 ærgildi. Búin eru stærst í firð- inum austanverðum. Á Gunn- arsstöðum hinum fornu eru nú rekin fjögur bú, þar af tvö fé- lagsbú. Þar er bústærðin einna mest og svo í Holti, ásamt félags búinu í Laxárdal. En félagsbúin á Gunnarsstöðum styðjast við fleira en búskapinn. Á öðru bú- inu er annar bóndinn skóla- stjóri og á hinu búinu er frúin skólaráðskona. Hinn bóndinn er vörubílstjóri á sumrin og verk- stjóri í sláturhúsi á haustin. Það mun vera frcmur gott að búa í Þistilfirði? Það er að minnsta kosti ákaf- lega gott að vera þar, alveg sér- staklega fyrir sálina. Að vísu á enginn að fara í búskap, sem ekki hefur gaman af því. Vinnu timi bóndans er oft afar langur, en fjölbreytnin er svo mikil, að það leiðist engum að vera bóndi. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á hverjum ein- asta degi. Jafnvel á vori eins og í vor þegar ágætustu fjármenn voru guðs-lifandi-fegnir að vera loks lausir við kindurnar, tóku önnur störf við, alls ólík fjár- mennskunni. Þá þurfti að bera á tún, vinna flög, gera við girð- ingar, byggja hús o. s. frv. og þá þarf einnig að fara að líta eftir vélunum, sem senn þarf að nota af fullum krafti við heyskapinn. Bóndinn þarf að vera mjög verkhæfur til sálar og líkama og fjölhæfur. Það er ekki leng- ur nægilegt að vera kerra, plógur og hestur. Bóndinn þarf að vera vélfræðingur, grasa- fræðingur, fóðurfræðingur, efna fræðingur og rekstrarfræðing- ur. Hann þarf að kunna skil á búfjársjúkdómum og kunna að fara með veikar skepnur og svo mætti lengi telja. En umfram allt verður hann þó að vera maður, sem ekki má loka sig inni í eigin búskap, því mann- gildið verður að setja öðru ofar og bóndinn verður að lifa líf- inu, eins og allir aðrir menn. Það má enginn verða skrifstofu- eða verslunarþræll og ekki held ur þræll búa sinna. \ . , ' •!; ' l-i 1 r- Þú hefur einhverntúna niinnst á barlóminn, Gli? Já, líklega oftar en einu sinni. Ég sagði einu sinni við ungan prest fyrir austan, að ef ég væri prestur þar og ætti að stíga í stólinn næsta sunnudag, myndi ég segja við bændur, mína elskulegu sveitunga og brýna raustina, að þeir færu allir til helvítis. Presti brá við þessi orð mín og ég varð að skýra þau, en það var einmitt barlómurinn, sem þeir bregða ótæpt fyrir sig þegar stirðlega gengur í bú- skapnum. Að vísu skal það fram tekið, að ég meina ekki fullkom lega allt sem ég segi við menn, og dreg þá línurnar skarpar og segi stundum eitt og annað að gamni mínu. Það sem ég átti við var þetta: Þessi endalausi bar- lómur bændanna er mér ekki að skapi og ekki fer hann öðru fólki heldur vel. Mér finnst þetta stundum nálgast það að vanþakka guðs gjafir. Það er dásamlegt að lifa. Og það getur verið dásamlegt að lifa, þó ■ að eitt og annað gangi þveröfugt við það, sem til var ætlast í dag, því morgundagurinn getur svo sannarlega bætt úr því. Það er einkar létt en ber ekki vott um mikinn manndóm, að berja lóm- inn. Mannlegt er það, það viður kenni ég, því alltaf þarf að hafa einhvern til að hengja. Það er gott að hafa kalið sér til afsök- unar, eða harða vetur, eða þá rigningu á sumrin, svo heyin þorna ekki. Það er svo létt að leita afsakananna út fyrir sjálf- an sig þegar á móti blæs. En það þroskar manninn ekki mik- ið að líta sjaldan í eigin barm. Ertu ekki orðinn ríkur, ÓIi? Ríkur, hvað er að vera ríkur? Það er vandi að svara þessari spurningu Erlingur. Ég bjó mér sjálfur til fjármálastefnu þegar ég var ungur og hef alltaf farið eftir henni. Hún er þannig, að ég reyni að afla eins mikilla peninga og mér er unnt, án þess að hafa neitt af öðrum og eftir því siðalögmáli, sem ég hef sjálf ur sett mér. Sömuleiðis borga ég með glöðu geði allt sem mér ber að borga, en auðvitað eftir eigin mati. Ef endarnir ná sam- an er ég hæstánægður. Ég hef Menn ættu oftar að líta í eigin barm segir ÓLI HALLBÓRSSON á Gunnarsstöðum 5 aldrei haft neitt sérstakt gaman að peningum þótt stöku sinnum sé það mikilvægt og ánægju- legt. Ég sagði á búnaðarfélagsfundi í minni sveit einhverju sinni, og sá að einhverjir litu þá upp: Þetta er eitt af þeim málum, sem miðar að því að gera þann ríka ríkari en þann fátæka fátækari. Frá því fyrst ég fór að hugsa hef ég alltaf verið á móti því, sem gerir þann ríka ríkari og þann fátæka fátækari, jafn- vel þó ég sé að verða ríkur. Þú hefur lengi kennt böm- um? Já, í 28 ár og oft hef ég sagt og segi það einu sinni enn, að það sem ég kann, hafa börnin kennt mér. Það er þroskandi að kenna börnum og einnig mjög skemmtilegt. Börnin eru ekki að leika eða sýnast. Þau eru bara eins og fólkið er. Það er gaman að því að sjá og heyra, að ættin lætur ekki að sér hæða. Ég heyri stundum sömu oi'ðatiltækin hjá barni, sem afinn, sem var allur áður en barnið fæddist, notaði. Hið sama má segja um kæki og siði barnanna. Það er gaman að sjá það og finna, að stofninn er gamall og traustur þótt laufið sé nýtt. Hvenær hefur þér þótt mest gaman að eiga tiltæka peninga? Það getur oft komið sér vel að eiga tiltæka peninga. Dæmi um það er frá síðasta hausti þegar ótíðina gerði 20. septem- ber. Þá átti eftir að ganga tvenn ar göngur og langar. Torleiði er mikið á heiðunum þegar snjór er kominn, eins og þá var. Á mánudegi gerðist það svo, að Gunnar bróðir og maður með honum fóru ríðandi upp í heið- ina til að líta eftir fé. Þar uppi var allt á kafi í snjó og þar var fé Hla haldið, stóð í svelti og með nokkurn fjárhóp komu þeir til baka. Gunnar sagði að- eins hægt að nota vélsleða til að finna féð og sinna því á heið- inni. Var þá farið að huga að vélsleðunum og þótt þeir fynd- ust fjórir, voru þeir ekki í lagi, nema helst einn þeirra. Var nú úr vöndu að ráða og ekki hægt að hugsa sér að láta fé svelta, ef nokkur tök væru á því að koma þvf til bjargar. En Gunn- ar sagðist ekki fara með menn langt inn á öræfi undir gaddi nema að hafa tryggt farartæki. Fór ég að kynna mér, hvar ég gæti fengið vélsleða og reyndi fyrst hjá Sambandinu, en þar voru vélsleðar ekki til en væntanlegir í nóvember, en hins vegar gæti skeð, að þeir fengjust hjá Gunnari Ásgeirs- syni. Hringdi ég þangað og þar voru til tveir, en því miður ekki nema þeir allra stærstu og dýr- ustu. Það eru nú einmitt tæki sem mig vantar, sagði ég, bað um einn og bar mig mannalega. Bað ég svo að senda mér hann með flugferð norður á fimmtu- daginn. Því miður eru sleðarnir enn í tolli og það tekur okkur nú meira en tvo daga að leysa hann úr tollinum var svarið. Skrif- stofustjóri hjá fyrirtækinu var Gísli R. Pétursson, fyrrum kaup félagsstjóri hjá okkur, harðdug- legur maður og leitaði ég nú til hans um skjóta fyrirgreiðslu og tók hann því vel. Sagðist ég geta sent honum peningana, kvart milljón, strax og verða þeir komnir suður eftir tíu mínútur, sagði ég. Skal gert sagði Gísli, og það skal verða riðið húsum ef tregða verður á afgreiðslu. Hljóp ég nú út í sparisjóð og bað afgreiðslustúlkuna oð póst- senda peningana til Gunnars Ásgeirssonar. Hún skrifaði á skeytið og kom svo með mér á pósthúsið. Hringdi ég þaðan-í Gísla og sagði honum að pén- ingarnir ættu að vera tiltækir syðra. Á miðvikudaginn hringdi . Gísli og sagðist nú aðeins eiga eftir að koma sleðanum í flug- fragt. Bað ég hann þá að láta bóka sleðann, sem þýðir for-f gangsfragt og burðargjaldið er samkvæmt því. Á fimmtudaginn var flogið til Þórshafnar og ég fór út á flug- völl til að sækja sleðann. Þar var ekki minn sleði, en annar vélsleði merktur manni á Langa nesströnd. Fór þá að þykkna í mér og þótti mér þetta súrt' í brotið. Rauk ég inn á flugáf- greiðsluna og hitti þá flugmann inn, sem sagði mér, að sleðarnir hefðu áreiðanlega verið tveir- í . vélinni frá Reykjavík til Akur- eyrar. Hringdi ég þá til Akur- eyrar en fékk ekki skýr svör, Heimtaði ég þá viðtal við æðsta mann þar á vellinum og fékk....... það. Hann viðurkenndi, eftir athguun málsins, að mistök hefðu orðið, en sleðinn yrði sendur með fyrstu ferð austur. Ég sagði: Ég vil fá sleðann í kvöld. Eft- ir honum bíða menn, sem ætla að nota hann til að bjarga fé úr svelti upp á heiði, svaraði ég. Ég borgaði Flugfélaginu ei’tt þúsund eitt hundrað og ellefu krónur fyrir það að sleðinn yrði fluttur í forgangsfragt og ég vil fá sleðann strax í kvöld, þið getið fengið Norðurflug til að skjóta sleðanum austur eða þá fært mér hann á bíl. Það er ekki hægt að fá flugvél og það kostar 25—30 þúsund að senda bíl austur, sagði maðurinn. En ég svaraði: Það kemur mér ekkert við. Ég borgaði ykkur’á annað þúsund krónur fyrir áð flytja til mín sleðann og mig varðar ekkert um hvernig þið ráðstafið ykkar peningum, en sleðann vil ég fá í kvöld. Ég mun athuga málið, sagði maðurinn. Það leið aðeins ör- stutt stund þar til mér barst sú fregn, að sendiferðabíll væri á leiðinni austur með sleðann og í Gunnarsstaði kom hann kl. 11 um kvöldið og um nóttina var farið á honum og öcjrum vél- sleða upp á heiðar til að sinna fénu og gekk það allt eins vel og hægt var að búast við. Sleð- inn reyndist hið besta og er kraftmikill, eins og hann var sagður. Þú kannt vel við að búa. félagsbúi? Já, fyrst bjó ég með föður- mínum og fór fljótlega að sjá um búið fyrir hann, eftir að ég var orðinn uppkominn maður, en síðan höfum við Gunnar bróðir minn búið félagsbúi í 20 ár og' mér líkar það mjög vel. Við höfum það þannig, við Gunnar, að búið á allt sem okk- ar er nema fötin okkar og eru persónulegar eignir ekki aðrar. Stéttarfélag bænda hefur safn- að upplýsingum um félagsbú og spurt okkur margra spurninga í sambandi við bú okkar. Þeir hafa fengið þau svör, að verka- skiptingin væri engin ö’nnur en sú, að sá sem við er á hverjum tíma, gerir það sem gera þarf. Annars má segja, að ég annist fjármálin útávið og fjalla um sjúka gripi. En Gunnar hugsar um vélarnar. En þegar um vandasöm verk er að ræða í sambandi við sjúkan grip eða sjúka vél, þá hjálpumst við að. Blaðið þakkar Óla Halldórs- syni á Gunnarsstöðum viðtalið. E D III5IIIIIIS!BIIIBimiIIIiI8IIÍ8IIÍII MUNIÐ að senda greinar og auglýsingar í tæka tíð. Fréttir og ábendingar ætíð vel þegnar að vanda. milllIllifllllBIIIIBIIBIBfllBBIBIIIIl Kristín Benediktsdóttir KRISTÍN BENEDIKTSDÓTT- IR, nágrannakona mín, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri aðfaranótt 24. júlí s.l. og var jarðsungin frá Akureyrar- kirkju 30. júlí. Kristín Benediktsdóttir fædd- ist á Vöglum í Hrafnagilshreppi 22. maí 1925. Árið 1950 giftist hún Árna Friðgeirssyni, ráðs- manni við Menntaskólann á Ak ureyri, og eiga þau einn kjör- son, Ingimar, sem er á fimmt- ánda ári. Margur vinnur verk sín til að verða frægur af og hljóta fyrir umbun og endurgjald. Laun heimsins fara heldur ekki eftir því hvernig verkið er unnið, því síður hvert hugarfar þess er, sem verkið vinnur. Heimur- inn hefur með verðmætamati sínu lagt þar annan mælikvarða á. Kristínu Benediktsdóttur var. sjálf vinnan nægt endurgjald. Hún skildi hvílík guðs gjöf það er að mega vinna, hraustur og glaður — meðan það endist. Eftir það ber mönnum að sýna æðruleysi og stillingu þar til yfir lýkur. Kristín hefur með lífi sínu gefið mönnum fordæmi til eftirbreytni. Heimiii þeirra Kristínar og Árna bar vitni festu og dugnað- ai', hjálpsemi og góðvildar í garð þeirra sem voru hjálpar MINNING þurfi eða áttu um sárt að binda. Við trúum því að þetta séu eig- inleikar sem gengið hafi í arf mann fram af manni í harðbýlu landi og í misvitrum heimi. Margur kom líka um langan veg að leita hjálpar þeirra. Þar var tekið á móti gestum af ljúf- mennsku, stundum af gustmik- illi glaðværð og hispursleysi en ávallt af mannlegri hlýju. Sjálf- um fannst mér stundum ég sitja einhvers staðar á bak við heim- inn þegar ég sat í eldhúsinu hjá Ö! Ð BALDVIN G. JÓHANNSSON, fyrrverandi útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík, varð bráðkvaddur í sinni gömlu heimabyggð þann 24. júlí s.l. 73 ára að aldri, en hann fæddist þann 23. september 1901. Hann var til moldar borinn á Dalvík s.l. föstudag að viðstöddu fjölmenni. Baldvin hafði helgað starfsdag sinn allan samvinnuhreyf- ingunni. Hann nam við Samvinnuskólann í Reykjavík, starf- aði síðan tvö ár á skrifstofu Sambandsins í Kaupmannahöfn, en hóf að því búnu störf við Kaupfélag Eyfirðinga á Dalvík, þar sem hann tók við stöðu útibússtjóra af föður sínum, Jóhanni Jóhannssyni, í ársbyrjun 1928. Þeirri stöðu gegndi hann óslitið til ársloka 1971, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í útibússtjóratíð Baldvins urðu stórstígar framfarir í hin- um svarfdælsku byggðum. Máttur samvinnunnar hefur óvíða ríkulegri ávöxt borið, enda jukust umsvif kaupfélags- ins á Dalvík gífurlega á þessum árum. Verzlun margfaldað- ist, ýmsar nýjar rekstursgreinar voru hafnar á vegum kaup- félagsins og uxu síðan og blómguðust. Margir lögðu hönd á plóginn í þessu mikla uppbyggingarstarfi, en hin vanda- sáma, daglega stjórn hvíldi á herðum útibússtjórans. Ljóst má vera, að erfitt er að gegna svo fjölþættu og vandasömu starfi þannig, að ekki megi hnökur á finna. Allir geta hins vegar verið sammála um, að Baldvin gegndi starfi sínu af áhuga og dugnaði og hafði jafnan að leiðarljósi það, er orðið gæti svarfdælskum byggðum til farsældar. Hann reyndi hvers manns vanda að leysa eftir því sem aðstæður leyfðu og uppskar vináttu margra. Baldvin Jóhannsson er nú horfinn yfir móðuna miklu til hins eilífa lífs í faðmi almættisins. Að leiðarlokum tjáir stjórn og félagsfólk Kaupfélags Eyfirðinga þakkir sínar og hlýhug fyrir langt og fórnfúst starf hans í þágu samvinnu- hugsjónarinnar í Eyjafirði. Jafnframt er tjáð innileg samúð aðstandendum hans og þá sérstaklega eftirlifandi eiginkonu hans, frú Stefaníu Jónsdóttur, er jafnan stóð dyggilega við hlið manns síns í vandasömu starfi hans og gegndi þannig mikilvægu hlutverki fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. F. h. Kaupfélags Eyfirðinga. Valur Arnþórsson. þeim Kristínu og Árna, svo undra nær hinu lifandi lífi en þó í skjóli og þar sem önnur lög mál giltu en sá tími setur sem ávallt er að hlaupa frá okkur. Um márgt voru þau Kristín og Árni ólík. Óvíða hef ég þó orðið var við að hjón gengju sam- hentari að verkum sínum og trúmennska, eljusemi og gleði einkenndu allt þeirra líf saman, og ég held að þau hafi lifað hamingjusömu lífi. Börnin mín hafa undanfarin ár átt mörg spor til Kristínar og Árna. Hvergi hefur þeim ver ið betur tekið. Iðulega spjallaði Kristín við þetta smáfólk af virðulegri alvöru, sem það kunni vel að meta, og mörgum kyndugum spurningum þurfti hún að svara um leið og hún vakti nýjar spurningar sem bundnar voru gátunni um þetta líf. Fyrir vináttu Kristínar vilj- um við Gréta þakka um leið og við sendum þeim feðgum, Árna ig Ingimar, vináttukveðjur og vottum þeim samúð okkar. Tryggvi Gíslason. MIG langar til að segja nokkur orð, þó megi segja að þau séu lítils virði — þetta á ekki að vera nein æfiminning. En hún Kristín er horfin, kemur ekki aftur, og það er svo erfitt að skilja þetta. Hún var alltaf svo glöð og hress, og geislaði frá henni hvar sem hún fór. Ég var svo gæfusöm að kynnast henni þegar ég fékk starf hjá Mennta- skóla Akureyrar við ræstingu, og hrædd er ég um að okkur ræstingakonunum þyki tómlegt í skólanum í haust þegar hús- móðirin er horfin. Þá verður ekki kallað: Hvar eruð þið? eruð þið ekki þarna? Svo var þá sest á borðshorn eða stól smá stund og spjallað saman, eða hún sagði: Það er heitt á könn- unni. Það var eins og hún vissi alltaf þegar við höfðum þörf fyrir hressingu og oft var stung ið mola uppí lítinn munn, sem með okkur var. Hún var svona hún Kristín, það var svo gott að koma á heimili þeirra hjóna, Árna og hennar, enda oft gest- kvæmt þar á þeirra myndarlega heimili. En svo kom reiðarslag ið. Hún Kristín veiktist ólækn- andi sjúkdómi. Ég átti stundum leið að sjúkrabeði hennar. Þar heyrðist ekki æðrú orð, þó mað- ur sæi þjáninguna og hún sem átti svo margt eftir, svona ung. En við ráðum víst engu hér og verðum að sætta okkur við þann sem öllu ræður. Enda þótt við eigum erfitt með að skilja sumt. Svo bið ég góðan guð að geyma þig, vina, og styrkja feðgana sem eftir lifa. Valborg Jónsdóttir. Dagdraumar Blaðinu hefur borist nótna- heftið Dagdraumar og kemur það út á vegum Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri, sem annast dreifingu. En Dag- draumar fást einnig í nótna- bókaverslunum og hjá höfund- inum, Steingrími M. Sigfússyni. Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prófastur á Húsavík, skrifaði nóturnar fyrir offsetprentun. Fleiri nótnahefti eru væntanleg frá þessum höfundi. Steingrímur M. Sigfússon er 66 ára, Strandamaður en ólst upp í Hrútafirði. Víða hefur hann stundað tónlistarkennslu en er nú búsettur á Húsavík og skólastjóri tónlistarskólans þar og organisti í Húsavíkurkirkju.,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.