Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 1
LVIII. árg. — Akureyri, fimmtudaginn 7. ágúst 1975 — 33. tölublað Frá lögreglunni i ■_■_■_■_■_■_■ i i ■■■_■_■_■_■_■_■_■ ■■■■i FJÓRIR árekstrar urðu í bæn- um en ekki meiðsl á fólki. Þrír bílar lentu út af vegi utan bæj- arins en þar urðu heldur ekki slys á fólki. Einn bílanna fór út af veginum frammi í Eyjafirði, annar stutt norðan við Akur- eyri, sá þriðji skammt frá Bakkaseli. Þessar upplýsingar gaf varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í gær. Ennfremur: Umferðin var ekki mjög mikil um þessa verslunarmannahelgi og mun minni en oft áður og dreifðist einnig meira á aksturs leiðir og þrátt fyrir útafkeyrsl- urnar má segja, að umferðin gengi heldur vel. Ungir menn frá Akureyri stálu í nágranna- sveit 45 þúsund krónum úr tjaldi, einnig tjaldi og verðmæt- um munum, svo sem svefnpok- um úr því, samtals um 70 þús- und króna virði. Fljótlega hafð- ist upp á sökudólgunum og þýf- inu, nema peningunum, sem lít- ið mun hafa verið eftir af. □ FYRSTU sex mánuði þessa árs voru gerðar lögregluskýrslur um 3286 umferðarslys og höfðu Færri blíreiðar INNFLUTNINGUR bifreiða á fyrri hluta þessa árs varð mun minni en á síðasta ári. í fyrra voru fluttar inn um 6 þúsund bifreiðar allt árið, en búist er við, að innflutningur bifreiða á þessu ári verði innan við 2 þúsund eða jafnvel ekki nema um 1700. En miðað við bensín- söluna nú og á sama tíma í fyrra er aukningin 3%. □ 3067 þeirra í för með sér eitt- hvert eignatjón, en í 219 skipti urðu meiðsli á fólki, segir í fréttabréfi Umferðaráðs. Átta manns létu lífið í þessum um- ferðarslysum og 375 manns voru fluttir á sjúkrahús eða í slysadeild. Ef þessi árshelmnig- ur er borinn saman við fyrri helming síðasta árs kemur í Ijós, að þá létust sjö í umferð- inni og bæði slys og eignatjón varð verulega meira nú en í fyrra. Má e. t. v. telja það eðli- legt vegna aukins fjölda bif- reiða og annarra farartækja, en þrátt fyrir það, eru slysin of tíð og ekkert má til spara við að koma í veg fyrir þau. □ ....... ... ...................... . ........................................ Við Strandgötuna eiga villtir fuglar vinum að mæta. (Ljósm.: E. D.) ■ ■■■■■ I !■■■■■! r.Vm' '_■_■_■ ■_■_! Heyskaparhorfur sæmilegar ÞAR sem fréttaritari Dags á Húsavík var farinn til Vestur- heims, leitaði blaðið frétta hjá Ljótunni- Indriðadóttur og Ein- ari Njálssyni og þau sögðu: Mann lífið á Húsavík er alveg yndislegt og áfallalaust af óknyttum og slysum, svo við vitum. Frystihúsið er lokað í eina viku, eins og undanfarin sumur og getur starfsfólkið þá veitt sér einhverja upplyftingu eða hvíld, eftir því sem hver og einn kýs, en nú verður farið að opna það á ný. Jarðskjálftar eru nú engir lengur. Um verslunar- mannahelgina, sem nú er lokið, var fátt um heimafólk í kaup- staðnum. í sumar hefur verið allmargt ferðafólk og talsverð- ur umrenningur hér í gegn. Vonandi verður einhver berja- spretta, þótt berin verði seinna þroskuð en oftast áður og ef veðráttan verður sæmileg hér á eftir. Mjólkursamlagið er nýlega búið að kaupa tankbíl til mjólk- urflutninga og verður hann tek inn í notkun bráðlega. Mjólk verður flutt á honum úr þrem- ur sveitum: Reykjahverfi, Aðal dal og Reykjadal. Laxveiðin í Laxá hefur verið með betra móti upp á síðkastið og menn fengið þetta 4-—6 laxa á dag til jafnaðar, samkvæmt viðtali við veiðivörðinn, Þórð Pétursson. Þá sagði hann að tveir menn hefðu fengið 15 laxa á hálfum degi. □ BLAÐIÐ spurðist fyrir um hey- skap í ýmsum nálægum stöðum á mánudaginn. Kom þá fram, að spretta er hvarvetna góð og mjög góð, þótt lengi framan af sprytti hægt og menn óttuðust þá mjög lélegt heyskaparár vegna kulda og þurrka. En júlí var hlýr og rakur og þá fór gróðra ört fram. Enn er sprettu tíð, en votviðrasamt. Ævarr Hjartarson ráðunautur: Heyskapur hófst mjög seint og nú hefur heyskapur lítið gengið í hálfan mánuð vegna óþurrka. Hér við Eyjafjörð eru margir bændur þó búnir að hirða mik- ið hey og hjá þeim fyrstu er heyskap lokið, þ. e. fyrri slætti. í heild má segja, að farið sé að síga á seinni hluta heyskapar- ins, þótt misjafnt sé. Þeir sem fyrstir hófu slátt fá uppslátt, því ennþá er að spretta. Hey- fengur er sæmilegur og lítur út fyrir allgóðan heyfeng, þeg- ar á heildina er litið þó hann verði eitthvað minni en fyrir- farandi ár. í Gi'ýtubakkahreppi var mjög mikið kal og því verð- ur heyfengur þar mun minni en annars hefði orðið. Ánnann Þórðarson, kaupfé- lagsstjóri, Olafsfirði: Heyskap- Bændadasfur lialdinn á Melum BÆNDADAGUR Eyfirðinga var haldinn 27. júlí og fyrir hon um stóðu að venju Búnaðarsam band Eyjafjarðar og Ungmenna samband Eyjafjarðar. Hófust hátíðarhöldin laust eft ir klukkan 2 á Melum í Hörgár- dal með helgistund sem séra Þórhallur Höskuldsson, sóknar- prestur á Möðruvöllum og kirkjukórinn önnuðust. Ræður fluttu Edda Brynjólfsdóttir skólastjóri og Ingi Tryggvason alþingismaður. Tvísöng sungu Helga Alfreðsdóttir og Eiríkur Stefánsson og fleira var þar til skemmtunar. Viðurkenning var veitt fyrir snyrtilega umgengni á sveita- býlum, en í stað þess að veita einstökum heimilum hana, svo sem venja hefur verið, var nú því sveitarfélagi veitt viður- kenning, sem almenn snyrti- mennska var talin mest í og varð Ongulsstaðahreppur fyrir valinu og hlaut viðurkenning- una. En farandgrip Búnaðar- sambandsins hlutu systkinin, húsráðendur á Ongulsstöðum 2, Birgir Þórðarson og Sigur- helga Þórðardóttir. Þá fór fram handleikskeppni kvenna. Ennfremur svonefnt bændadagshlaup í mörgum ald- ursflokkum karla og kvenna. Farandgrip f tilefni þeirrar íþróttar hlaut ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd. Gripur sá er frá SNE. Um kvöldið var dansleikur í Laugarborg. (Fréttatilkynning) Mikil laxgengd I Vopnaíirði FYRIR helgina sagði fréttarit- ari blaðsins í Vopnafirði: Lax- veiði er mikil í öllum ánum í Vopnafirði og nú er ágæt lax- gengd. Bleikjuveiðin er hinsveg ar mjög treg og ætlar þetta víst ekki að verða bleikjuár. Heyskapurinn gengur fjarska hægt því að þurrkar eru stopul- ir. Flestir eru þó búnir að ná einhverjum heyjum, en sumir ekki miklu og spretta er léleg. Sum tún voru skemmd af kali en önnur ekki og skemmdu tún in gefa ekki mikla uppskeru á þessu ári. Veðráttan stjórnar heys-kapnum og miklu leyti og eins og er tel ég ekki ástæðu til svartsýni. □ MIKIÐ LOH OG STORVSRKJUN Grímsstöðum 5. ágúst: Við byrj uðum slátt hér rétt fyrir mán- aðamótin, en síðan hefur varla sést til sólar og rignt flesta eða alla daga eitthvað, þótt ekki séu neinar stórrigningar, en þó drjúgt í dag. Spretta var orðin sæmilég en dálítið misjöfn og nú vantar ekkert nema þurrk- inn, en maður er alltaf að vona að úr rætist. Ferðamannastraumur nú yfir helgina var mjög mikill, bæði austur og vestur og vegirnir eru að heita má góðir til Aust- urlands, miðað við venju. Hér er í sumar hópur manna, Dagur kemur næst út 13. ágúst. sem vinnur að ýmiskonar rann- sóknum við Jökulsá og eru það einkum jarðfræðingar, en einn- ig er verið að bora og er það liður rannsóknanna. Þessir menn búa hér örskammt frá okkur, misjafnlega margir. Mér skilst, að rannsóknum verði lok ið með þeim rannsóknum, sem nú standa yfir. Þá skilst manni einnig, að verulega eiga að breyta fyrri áformum um virkjun Jökulsár, þannig, að stöðin framleiði yfir 400 mega- vött. Til þess að svo megi verða, verður að gera mikið uppistöðulón hér efra, að megin hluta austan ár. Mikið land vest an Hólsels og Grímsstaða fer þá undir vatn, mikið af sand- lendi en einnig gróið lapd með- fram Jökulsá. K. S. urinn gengur treglega vegna óþurrkanna, en hinsvegar er komið mikið gras. Líklega eru allir bændur búnir að hirða eitt hvað af heyi en fæstir mikið. Heyskapurinn er ekki nærri hálfnaður ennþá. Bjarni Pétursson, oddviti á Fosshóli: Heyskapur gengur hægt, enda hafa þurrkar verið litlir. Mikið af heyi er úti nú og mjög mikið óslegið af tún- unum. Heyskapurinn mun ekki vera hálfnaður nema á stöku bæ hér um slóðir. Ég held að spretta sé ágæt. Gísli Magnússon í Eyhildar- liolti: Heyskapartíð gekk vel hjá þeim, sem fyrstir byrjuðu og þá verkaðist heyið mjög vel og náðist inn eftir hendinni, en nú hafa óþurrkar á aðra viku tafið fyrir. Menn hafa því ekk- ert getað átt við heyskap, því það er ekki til neins að slá á meðan svona viðrai'. Sprettan er yfirleitt góð og sums staðar farið að spretta úr sér. Daníel Sveinbjörnsson í Saur bæ: Heyskapur er langt kom- inn hjá mörgum, á sumum bæj- um búið að slá, en æði mikið eftir á öðrum. Þótt þurrkar hafi verið stopulir hefur heyskapur- inn gengið nokkuð vel, því góð- ir þurrkdagar hafa komið öðru hverju. Á einni góðri viku verð ur heyskap að mestu lokið. Spretta er góð. Q Akureyrartogararnir FRÁ skrifstofu Útgerðarfélags Akureyringa h.f. á þriðjudag: Sólbakur landaði 145 tonnum í gær. Harðbakur gamli landaði 128 tonnum á föstudaginn. Harðbakur nýi landaði 130 tonn um í dag. Sléttbakur landaði 30. júlí 163 tonnum. Svalbakur landaði 28. júlí 210 tonnum. Kaldbakur landaði 25. júlí 201 tonni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.