Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 8
AGUR Akureyri, fimratudaginn 7. ágúst 1975 FULL BÚÐ £ i GULLSMIÐIR AF NÝJUM ^ (( Æ SIGTRYGGUR VÖRUM II & PÉTUR ( AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Unnið er að sraíði brúa yfir þverár í Eyjafirði, og er þessi ÐERAÐ GERAST í SJÁLFSTÆÐISFLOK ? Enn hafa átök í Sjálfstæðis- flokknum um ritstjórn Vísis, aukið á viðræður og vangavelt- ur manna á milli um hina sér- kennilegu afstöðu þessa blaðs til bændastéttar landsins. Dag- ur hitti snöggvast Stefán Val- geirsson alþingismann að máli nýlega og spurði hann þeirrar spurningar, sem hér er notuð sem yfirskrift. Hann svaraði: Allt frá því í fyrrahaust hef- 1 ur Jónas Kristjánsson ritstjóri heildsalablaðsins Vísis í Reykja vík skrifað hvern leiðarann af öðrum í blaðið um íslenskan landb.únað. Skrif þessi eru furðulegri en flest annað um sama efni, sem sést hefur á prenti og taka langt fram grein- um í Alþýðublaðinu, sem löng- um hafa þó verið frægar að endemum. Þessir leiðarar Vísis hafa verið mikið umræðuefni manna á milli og hafa vakið almenna reiði allra þeirra, scm bera eitthvert skyn á þessi mál. Sjálfstæðismenn hafa reynt að friða sjálfa sig og talið Jónas einn að verki og að skrif hans nú öll svo fáránleg, að falli nið- ur dauð og ómerk. ' i En blaðstjórn Vísis og Jónas? Því hefur verið hvíslað, að ; blaðstjórn Vísis hafi mannað sig upp í það að setja Jónasi úrslita kosti, annað hvort segi hann upp starfi eða hann verði rek- inn. Þegar þessar fréttir hafa verið dregnar í efa, hafa þeir vísu sjálfstæðismenn sagt frá því, að Þorsteinn Pálsson blaða- maður hjá Morgunblaðinu hafi ! verið ráðinn ritstjóri Vísis. Svo gei'ðist það á aðalfundi Reykja- prents, sem gefur Vísi út, að heildsalinn og alþingismaður- inn Albert Guðmundsson bar fram tillögu um áskorun til aðal fundar um að Jónas gegni rit- stjórastörfum áfram og var til- lagan samþykkt með yfirgnæf- andi atkvæðafjölda. Ný stjórn var svo kosin hjá hlutaféiaginu Reykjaprenti, að lokinni þessari sögulegu at- kvæðagreiðslu. Þar voru í stjórnina kosnir tveir nýir menn, þeir Gunnar Thoroddscn Stefán Valgeirsson alþingismaður. ráðherra og varaformaður Sjálf stæðisflokksins og Svéinn R. Eyjólfsspn framkvæmdastjóri Vísis. Talið var að Sveinn myndi hætta því starfi ef Jónas Kristjánsson yrði látinn hætta störfum sem ritstjóri. Knattspyrnudeild K. A. hefur ákveðið að efna til hópferðar til Siglufjarðar í sambandi við úrslitaleikinn í D-riðli 3. deildar milli K. A. og Siglufjarðar, sem fram fer á Siglufirði 9. ágúst nk. Sjá nánar í auglýsingu á öðr- um stað í blaðinu. □ Margir á ferðinni í Laxárd: Kasthvammi, 31. júlí. Hér hefur verið meira um ferðafólk en áður. Veiðimannahúsið er löng- um fullt og oft mikið af tjöld- um að auki. Vænn silungur er í ánni og sumir eru heppnir og aðrir óheppnir við veiðarnar, eins og gengur. Nú hafa 26 laxar verið fluttir [ upp fyrir virkjun, hingað upp í dalinn. Margir eru spenntir að vita, hver veiðir fyrsta laxinn í Laxárdal. Hitinn var 20 stig í gær en jörðin var grá af hélu í fyrri- nótt. Grasið er að spretta úr sér, þar sem óslegið er og útengi er vel sprottið. Engu vil ég samt spá ennþá um vænleika dilk- anna í haust. G. Tr. G. Margt gerist að tjaldabaki? Jó, þeir sem best þekkja hvað gerist að tjaldabaki hjá Sjálf- stæðisflokknum, segja, að við- ræður hafi farið fram við þá Jónas og Svein, um að þeir tækju að sér stjórn og rekstur Alþýðublaðsins, og má telja, að þar hefðu réttir menn verið á réttum stað, eins og einn sjálf- stæðismaðurinn orðaði það. Aðrir í stjórn Reykjaprents eru Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu, sem að undanförnu hef- ur verið formaður, Þórir Jóns- son forstjóri Sveins Egilssonar h.f. og Guðmundur Guðmunds- son forstjóri Vísis. Þessi átök eru nú orðin lands- kunn? Það athyglisverðasta við þessi átök, sem að undanförnu hafa átt sér stað í sambandi við rit- stjóra Vísis, Jónas Kristjánsson, er, að þau má eingöngu rekja til skrifa hans um landbúnaðar- málin og dreifbýlismálin yfir- leitt. í herbúðum Sjálfstæðis- flokksins hefur því óspart verið haldið fram, að ritstjórinn einn stæði að þessum misheppnuðu skrifum. Nú hefur komið í ljós, að aðeins lítið brot af þeim, sem standa að útgáfu Vísis telja þessi skrif ámælisverð og ekki svo að þau réttlæti brottrekstur Jónasar. Og nú er Jónas Krist- jánsson og Þorsteinn Pálsson skráðir ritstjórar Vísis. Ekki fer á milli móla, að skrif Jónasar eru eigendum blaðsins þóknan- leg, enda bera þeir fulla ábyrgð á öllum hans skrifum, eins og atkvæðagreiðslan á aðalfundin- um ber með sér. Hvernig taka sjálfstæðismenn í sveitunum þessu? Ekki tel ég líklegt, að sjálf- stæðismenn hér úti á lands- byggðinni taki þessum nýju tíð- indum þegjandi, sé við það mið- að, hvað þeir hafa sagt um þessi mál að undanförnu. Því er sú spurning á allra vörum nú: Hvað er að gerast innan Sjólf- stæðisflokksins? Hvað láta menn bjóða sér? Ritstjórnargreinar Vísis vitna vel og greinilega um rógskrifin. í fyrstu greininni um þetta mál í Vísi segir 5. nóvember undir fyrirsögninni, Milljón á mann: (Framhald á blaðsíðu 6) BATNANDI UMFERÐ Eflaust eykst umferðarmenning in á þjóðvegum með hverju ári - sem líður, þótt slysatölur sýni of mörg umferðaróhöpp. Um- ’ferðarþunginn hefur aukist mjög, vegimir aftur á móti víða batnað, og þeim fækkar óðum, ökumönnunum, sem eru tillits- lausir og hættulegir í umferð- -inni. Þetta ber að viðurkenna og þakka, en um leið er liér komið á framfæri ósk um það, að lögreglumenn ferðist nokkuð um fjölfarnar akstursleiðir, t. d. um helgar, og leiðbeini sérstak- lega þeim ökumönnum, sem ekki kunna nægilcga til verka ; við aksturinn án þess e. t. v. að , gera sér það sjálfum ljóst. Þar kcmur til greina mæting, fram úrakstur, notkun Ijósa, öku- hraði og sitthvað fleira, sem flestir myndu taka vel. 1200 ÍSLENDINGAR Síðasta dag júlímánaðar komu - enn tvær stórar flugvélar frá fslandi til Manitoba til hátíðar- haldanna miklu í minningu þess að 100 ár eru liðin síðan íslendingar hófu landnám sitt í Kanada. Fólk af íslensku bergi ' brotið, búsett vestra, hefur tek- ið svo vel á móti fólkinu frá „gamla landinu“, að rómað er. Aldrei áður hafa svo margir menn farið frá íslandi til Kan- - ada í einum hópi og nú. Mun það enn treysta vináttuböndin. HJÁLMAR OG BELTI Talið er verulegt öryggi í notk- un bílbelta, en ekki ber öku- mönnum skylda til að nota þau. Talin er nauðsyn á notkun stál- hjáhna á biflijólum og mótor- hjólum, en ekki er ökumönnum; skylt að nota þá. Notkun bíl- beltanna færist öðum í vöxt, enda liafður uppi sterkur áróð- ur fyrir notkun þeirra, og ef- laust mun löggjafinn innan tíð- ar lögbjóða þau í bifreiðum að hætti sumra annarra þjóða. Tímarit lögfræðiiiím c o Fyrsta hefti 25. árgangs er kom- ið. Lögfræðingafélag íslands gefur það út en ritstjóri er Þór VilhjálmsSon. Þar skrifar Krist- jana Jónsdóttir grein í tilefni kvennaárs, Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson rita um ákvarðanir á alkóhóli í blóði, Magsús Thoroddsen hugleiðing- ar eftir námsför til Bandaríkj- anna og sagðar eru fréttir frá aðalfundi Lögmannafélagsins, Bandalagi háskólamasna og frá Lagadeild Háskólans. Auk þess gerir Hans G . Andersen ör- stutta grein fyrir hafréttarmál- um og fleira efni er í ritinu. □ MIKILL FJOLDI BIFHJÓLA Hér á Akureyri er fjöldi léttra vélhjóla og raunar einnig þyngri og öflugri, tvíhjóla farar tækja. Öll eru þessi farartæki skráð, og þau eru alveg ótrú- lega mörg. Þetta eru yfirleitt góð farartæki til að fara á þeim í vinnu og úr og einhver hluti þeirra er gagnlega notaður. Stór meirihluti er þó aðeins notaður af unglingum frá 15 áral aldri, sem leiktæki á götum bæjarins. DÝR OG HÆTTULEG LEIKTÆKI Véllijólin eru ákaflega illa þokkuð, þegar þau eru notuð á þennan hátt af unglingum, sem fyrr grcinir. Þau valda oft slys- um í umferðinni og kvöld- og næturskrölt þeirra er títt um- kvörtunarcfni. í sambandi við slysahættu hjólreiðarmanna, mun ekki hægt að skylda neinn til að hafa stálhjálm á liöfði, en er þó alveg sjálfsögð regla, sem margir bregða ekki út af og erui í því til fyrirmyndar. AÐ BANNA AKSTUR HLUTA SÓLARHRINGS Skynsamlegt væri að banna alla óþarfa umferð á bifhjólum, vegna tíðra slysa og ónæðis af hennar völdum, einkum um kvöld og nætur. Og víst gætu yfirvöld bæjarins sett reglur um notkunartíma og bannað kvöld- og næturnotkun þessara farartækja sem leik- tækja á götum bæjarins, og lagt áherslu á notkun stálhjáhnanna utan boða og banna. BRETAPRINS í HOFSÁ Þessa viku mun Karl Breta- prins vera að veiðum í Hofsá í Vopnafirði. Þar er nýtt og vand að veiðihús, sem vcrður dval- arstaður hins tigna gests á mcð- an liann er við veiðarnar. Hofsá í Vopnafirði er nú mjög góð veiðiá, full af laxi síðustu árin. Áður var þar án efa ofveiði, sem nú er tekið fyrir og ræktar áin sig sjálf upp að mestu leyti cftir að veiðarnar voru takmark aðar við þann stangafjölda sem nú er. Einnig mun það hafa stuðlað að liinum góða árangri, að mjög var takmörkuð veiðin fremst í ánni, þar sem hrygn- ingarsvæði eru talin vera og daglegur veiðitími í ánni var einnig styttur. Þá herma fregn- ir, að Kekkoncn, forseti Finn- lands, komi einnig til íslands í þessari viku til að veiða lax, en það liefur hann oft áður gert. MYNDARLEGT MÖTUNEYTI Slippstöðin á Akureyri hefur komið upp mötuneyti í mjög góðum liúsakynnum og verður sagt frá því síðar. SAMVINNAN Nýtt hefti Samvinnunnar er komið út. Útgefandi er Sam- band íslenskra samvinnufélaga, ritstjóri Gylfi Gröndal. í þetta hefti ritar Árni Reynis son, framkvæmdastjóri Náttúru verndarráðs, greinina 29 staðir og svæði friðlýst- Smásagan Gamall maður eftir Kjartan Jónasson er í þessu hefti, enn- fremur vangaveltur Sigvalda Hjálmarssonar um anna'ð- fólk og annan heim. Þá segir frá fyrstu stúdentunum, brautsla'áð um hjá Samvinnuskólanum, frá aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga og frá Alþjóða- sambandi samvinnumanna 80 ára. Og enn má nefna grein Jónasar Guðmundssonar, nem- anda í Menntaskóla ísafjarðar, er hann nefnir Þar ríkir mann- gildi yfir fjármagni, og er hún um samvinnuhreyfinguna. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.