Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 7
7 Dvalarheimili fyrir aldraða í Húsavík íMúsúml Haustið 1972 var af nokkrum áhugamönnum stofnað félag, sem kynnti sig fyrir íbúum Þingeyjarsýslu og Húsavíkur með boðsbréfi á þessa leið: „Hinn 30. september sl. var stofnað Styrktarfélag aldraðra í Þingeyjarsýslu. Markmið félags ins er að stuðla að bættri aðbúð aldraðra þjóðfélagsþegna og bættum hag þeirra á allan hátt. Markmiði sínu hyggst félagið meðal annars að ná með því að beita sér fyrir byggingu íbúðar- og hjúkrunaraðstöðu fyrir aldr aða í samvinnu við sveitar- stjórnir, sýslufélög, sjúkrahús- stjórn og fleiri aðila. Aðalfund- ur félagsins skal haldinn í september ár hvert og þá m. a. kosin 5 manna stjórn. Aðalfund ur ákveður árgjöld félaga og var á stofnfundi samþykkt, að árgjöld fyrir 1973 skuli vera kr. 300,00 og verða þau innheimt með gíróseðli. Fyrstu stjórn fé- lagsins skipa Björn Friðfinns- son Mývatnssveit, Björn Har- aldsson Kelduhverfi, Óskar Sig- tryggsson Reykjahverfi, Björn H. Jónsson Húsavík og Teitur Björnsson Reykjadal. Á stofnfundi var samþykkt, að fyrstu framkvæmdir, sem félagið beitti sér fyrir, verði bygging dvalar og hjúkrunar- aðstöðu fyrir aldraða í tengsl- um við sjúkrahússbygginguna í Húsavík, enda liggi fyrir, að fullnægjandi landrými og heim ildir verði fyrir hendi. Verður næsta skrefið það, að stjórn fé- lagsins taki upp viðræður við sjúkrahússstjórn og sveitarfélög um það, hvernig staðið verði að framkvæmdum, ef vilji er fyrir hendi hjá þeim aðilum. Stjórnin hefur einnig í huga möguleika á því að reka minni dvalar- heimili í héraðinu í tengslum við hjúkrunaraðstöðu í Húsa- vík. Þá vill stjórnin beita sér fyrir sérstakri félagsstarfsemi meðal aldraðra. Það er von stofnenda styrktar félagsins, að héraðsbúar stuðli að því, að markmið þessi kom- ist í framkvæmd m. a. með því að gerast félagsmenn f félaginu. Eru nýir félagsmenn beðnir að rita nöfn sín hér fyrir neðan. Útfylltum blöðum sé skilað til einhvers af stjórnarmönnum." Til viðbótar þessu ávarpi sendi ég sveitungum mínum eftirfarandi hvatningu: „Bætt lífskjör og aðbúð lengja lífið. Á síðasta manns- aldri hefur meðalævi íslendinga lengst meira en um helming. Þess vegna hraðfjölgar öldruðu fólki með þjóðinni, margt af því þarfnast langstæðrar hjúkr unar síðustu æviárin. Hin fá- mennu heimili nútímans anna ekki í mörgum tilfellum þessari þörf. Elsta og stærsta hjúkrun- arheimili á þessu landi er 50 ára um þessar mundir. Þótt það hafi verið og sé rekið með mikl- um myndarbrag, annar það engan veginn þörf þjóðarinnar. Auk þess er það oft þung raun öldruðum að dvelja langdvölum fjari-i, átthögum og ættingjum. Engum; dettur £ hug, að með árgjöldum einum verði Grettis- takinu lyft. En fjármagn mun koma frá opinberum aðilum, ef mikill almennur áhugi stendur að baki góðu máli. Það er ánægjuleg hending, að rétt eftir að bréf íélagsstjórnar er sent út, er lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp, þar sem ríkissjóði er ætlað að leggja fram þriðjung byggingarkostnaðar elliheimila. Verði frumvarp þetta að lögum, ættu Þingeyingar að geta orðið ofarlega á • blaði á þeim vett- vangi. Félagsþroski í Kelduhverfi hefur lengi verið á háu stigi. Sýnum hann nú í verki með því að fjölmenna í þetta nýja félag. Mikil félagsleg þátttaka auð- veldar öldruðum sveitungum okkar lífsbaráttuna. — — — 29. okt. 1972.“ Árangur þessa ávarps varð sá, að fimmti hver íbúi sveitar- innar gerðist félagi. Var það met-þátttaka. Samskonar vakn- ing fór um Húsavík og aðrai' nágrannasveitir að sögn, en spurningum um fjölda félaga, hefur aldrei verið svarað ákveð ið, né félagatal lagt fram. En þegar fyrir stuttu var boðað til almenns fundar í félaginu, voru fundarboð send 500 einstakling- um. Síðan Styrktarfélag aldraðra var' stofnað er liðið hátt á þriðja ár. Þótt nokkur umsvif hafi verið á vegum formanns, er vafamál hvort Dvaíarheimilinu hefur þokað áleiðis. Þeim ákveðnu línum, sem markaðar voru í boðsbréfi stofnenda hef- ur lítið verið' sinnt. í stað. þess að leita eftir ábyrgri þátttöku sveitarfélaga svo og bæjarfélags Húsavíkur og sýslufélaganna tveggja, tók formaður í sínar hendur framkvæmda-forystu í byggingarmálinu. Formaður hefur haldið nokkra stutta stjórnarfundi, sem einkenndust af eftirá samþykktum. Á hverj- um fundi spurði ég formann um afstöðu sveitar, bæjar og sýslufélaganna og minnti á fyr- irmæli samþykkta styrktar- félagsins í boðsbréfinu sæla. Lét formaður jafnan vel yfir undirtektum og lofaði öllu fögru um bráðar niðurstöður í því efni. Á síðasta fundi kvað þó við annan tón. Þá var að heyra, að ekkert lægi á að ræða við sveitarfélögin. Eftir könnun þessa máls, er helst að ætla, að við enga af þessum aðilum hafi formaður rætt. Formaður hefur haldið því fram á fundum, að Suður-Þing- eyjarsýsla hafi lofað aðild að Dvalarheimilinu. Þetta virðist hann byggja á vinsamlegum ummælum £ aðalfundargerð sýslunefndar frá vori 1972 um vandamál aldraðra. Þessi bókun er gerð nokkrum mánuðum áður en Styrktarfélagið var stofnað. í bókuninni er á það bent viðkomandi elliheimili í sýslunni, að fyrst :þurfi að rann- saka, hvort þörf sé fyrir hendi, síðan að leita að stofnunar- aðilum. Sé hvort tveggja fyrir hendi og að fenginni þátttöku ríkissjóðs í byggingarkostnaði sé næsta skrefið að ná sam- komulagi um staðsetningu dvalarheimilisins. Af þessu sést, að það er ekki Dvalarheimili aldraðra í Húsavík, sem þarna hefur verið rætt um. Loks er í bókuninni fram tekið, með hlið- sjón af framansögðu, að aðild Suður-Þingeyjarsýslu komi til mála „að meira eða minna leyti,“ ef í verði ráðist. Um þátttöku Norður-Þing- eyjarsýslu hefur ekki verið spurt. Það hefur formaður þó gefið í skyn, að hafi verið gert. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur 1974 samþykkt fjárveitingu til Dvalarheimilisins 100 þús. kr. eftir beiðni formanns styrktar- félagsins, en um ábyrga aðild virðist ekki hafa verið rætt. Og fram hjá sveitarfélögum hefur alveg verið gengið. Skal þá vikið að framkvæmda athöfnum formanns. Síðan 1973 hefur formaður staðið í sambandi við arkitekt í Reykjavík, sem hann á því ári réði til að teikna Dvalarheimil- ið. Iiann hefur gert samkomu- lag við stjórn sjúkrahússins í Húsavík um lóð fyrir bygging- ar heimilisins og einnig sótt um framlög úr ríkissjóði samkvæmt Formaður boðaði til almenns fundar í Styrktarfélagi aldraðra hinn 19. þ. m. með félagsbréfi, er hann nefndi svo og sendi um 500 félögum, konum og körlum, svo sem áður er getið. Á fund- inum, sem haldinn var í félags- heimilinu á Húsavík, mættu um 20 manns aðallega af Húsavík. Formaður kvað teikningar af umræddu dvalarheimili aldr- aðra nú fullbúnar til ákvörðun- ar og yrðu þær lagðar fram og skýrðar af höfundi þeirra síðar á fundinum. Tafsamt hefði ver- ið að ná samstöðu um teikning- arnar milli viðkomandi aðila heima og heiman, hefðu mis- munandi byggingaform verið borin við. Sér í lagi hefði verið um það fjallað, hvort heimilis- menn skyldu búa í „kjarna“- byggingu eða í smáhýsum og hefði heilbrigðismálaráðuneytið beitt neitunarvaldi smáhýsun- um til framdráttar. Á teikning- unum væru því vistir allar í 27 smáhýsum, hvert hús fyrir tvo (hjónahús). Teikningarnar næðu einnig yfir þjónustubygg- ingar svo sem mötuneyti, dag- stofur, félagsaðstöðu, föndur, geymslur o. fl. Allar þessar byggingar taka yfir stórt svæði báðumegin við einn af umferð- arvegum Húsavíkurbæjar. Á fundinum kom fram óánægja út af skipulagsleysi byggingarmálsins í héraði og seinagangi með framkvæmdir. Komst einn Húsvíkingur svo að orði á fundinum efnislega, að hann þyrfti nú orðið að leggja leiðir sínar um bæinn að húsa- baki, ef hann ætti að komast hjá félagsmönnum með áleitnar spurningar um Dvalarheimilis- rnálið. Af kynningu gjaldkera Styrkt arfélagsins upplýstist, að greitt hafði verið af sjóði félagsins 340 þús. kr. fyrir umræddar teikningar af Dvalarheimilinu. Tekjur félagsins eru iðgjöld og gjafafé. Ekki var tilbúinn reikn- (Framhald á blaðsíðu 6) 1—2 herb. óskast til leigu. Sími 2-25-65. Lítil íbúð eða herbergi með eldunaraðstöðu óskast fyrir barnlaus hjón. Hringið eða skrifið til Guðfinnu Jónsdóttur, Kaplaskjólsvegi 54, Reykjavík, sími 91-25534. 4ra herb. íbúð til leigu. Laus nú þegar. Listhaf- endur leggi inn nafn og símanúmer á afgr. blaðs ins fyrir kl. 5 á föstudag. Einstaklingsíbúð, 1—2 herb., óskast sem fyrst til leigu. Uppl. í símum 2-12-23 og 2-22-31. Skúli Krist- jánsson tannlæknir. Einstæð móðir með eitt barn óskar eftir 2—3 herb. íbúð á Oddeyri fyrir 1. okt. Uppl. í síma 1-13-92 nrilli kl. 5 og 7. Eldri hjón óska eftir að taka á leigu 2 lierb. íbúð strax. Uppl. í síma 1-14-95 eftir kl. 18. Tvær menntaskólastúlk- ur með 2 börn óska eftir lítilli íbúð til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma 2-10-14 eftir kl. 18. Bifreiðaskoðun 19J5 Aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dahík og í Eyjafjarðarsýslu lýkur 15. ágúst 1975. Skoðunin fer fram við skrifstofu bifreiðaeftirlitsins senr hér segir: Mánudaginn 11. ágúst Þriðjudaginn 12. — Miðvikudaginn 13. — Fimmtudaginn 14. — Föstudaginn 15. — einkennisnúmer. A-5001 til A-5150 A-5151 - A-5300 A-5301 - A-5450 A-5451 - A--5600 A-5601 og hærri Við skoðun skulu ökumenn sýna ökuskírteini sín o gskilríki um að lögboðin gjöld af ökutækj- unum hafi verið greidd. lEinnig skal framvísa 1 jósastillingarvottorði. Vanræki einhver að korna bifreið sinni til skoð- unar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum skv. umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG DALVÍK. SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU. ■ oBSBi Vil selja gúmbát og Suzuki bifhjól, vel með farið, árg. 1974. Uppl. milli kl. 6—8 e. h. í síma 2-32-99. Til sölu vagnkerra. Uppl. í síma 2-10-36 eftir kl. 18. 18 tommu einskeri og tvær Alfa Laval mjólk- urvélar með dælu til sölu. Sími 2-10-16 kl. 7-10 ‘ e. h. Til sölu fjórar lítið not- aðar felgur (5x13”, passa á Fíat og Simcu) 4 dekk (lítið notuð 145x13) og 4 „spacerar“ (U/2” passa á Fíat). Gott verð. Halldór Jónsson, Munka þverárstræti 23, sími 1-11-63. Til sölu nýr 10 feta hraðbátur, lientar fyrir 10—20 ha mótor. Uppl. í síma 6-11-61 eftir kl. 7. Timbur til sölu, U/ix4 og 2x4. Uppl. í síma 2-33-43. Sófasett til sölu (nýtt áklæði). Uppl. í síma 2-35-41. Til sölu DBS-hjól með gírum. Sími 2-17-89. Pioner sambyggt segul- band og útvarp í bíl til sölu. Spólur fylgja. Uppl. í síma 2-23-68. Nýtt hjónarúm til sölu. Uppl. gefur Guðmund- ur í síma 2-30-82 frá kl. 8-17. Mótatimbur til sölu í Lyngholti 7. Uppl. í símum 2-28-73 og 2-10-33. Kýr til sölu. Uppl. í síma 2-27-82, Akureyri. Til sölu tveir hamstrar ásamt búri. Uppl .í Grænugötu 10 (kjalíara) eftir kl. 7 á kvöldin. Til sölu mótatimbur. Upplýsingar í Kotár- gerði 25, eða í síma 2-26-12. TTTTTTTTCTTTTTTTTTTTTTTTrrrmTT HÓTEL HOF Nýtt liótel í Reykjavík i»iwwwi®Rr— Rauðarárstíg 18 Sími 2 88 66 itmttiiiitiittiiiiíiiittitiiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.