Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 2
2 Islaiidsmóti í go ÍSLANDSMÓTIÐ í golfi fór fram á Jaðri á Akureyri dagana 25. júlí til 3. ágúst og til þess að ljúka því á þessum tíma hófst mótið klukkan sex á morgnana. Mótsstjóri var Ingi- mundur Árnason. í meistara- flokki varð Björgvin Þorsteins- son íslandsmeistari þriðja árið í röð og er í sérflokki golf- manna. í fréttatilkynningu um mótið segir svo um úrslit í einstökum flokkum: Meistaraflokkur: högg ísl.m. Björgvin Þorst. GA 308 2. Einar Guðnason GR 317 3. Þorbjörn Kjærbo GS 319 4. Ragnar Ólafsson GR 321 5. Jóhann Ó. Guðm. NK 324 Keppendur í meistaraflokki voru 30. I. flokkur karla: 1. Herm. Benediktss. GA 340 2. Bragi Hjartarson G A 344 3. Frímann Gunnl.son GA 345 4. Sig. Hafsteinsson GR 347 5. Þórhallur Pálsson GA 351 Keppendur voru um 40. II. flokkur karla: 1. Sig. M. Gestsson GB 355 2. ’ Ólafur Marteinsson GK 3G0 3. Heimir Jóhannsson GA 362 4. Hafliði Guðm.son GA 379 Keppendur voru 23. III. flokkur karla: 1. Þorst. Þorsteinsson GR 390 2. Jóhann Guðm.son GA 392 3. Tryggvi Sæmundss. GA 394 4. Gunnl. Höskuldsson GH 395 5. Sævar Vigfússon GA 407 Keppendur alfs 15. Unglingaflokkur: 1. Eiríkur Jónsson GR 328 2. Gylfi Garðarsson GV 332 3. Sigurður Pétursson GR 334 4. Gunnar Finnbjörnss. GK 341 5. Guðm. Ó. Jónsson GL 343 Keppendur alls 14. Drengjaflokkur: 1. Sveinn Sigurbergss. GR 333 2. Gylfi Kristinsson GS 341 3. Björn Bjarnason GL 357 4. Hilmar Björgvinsson GS 357 5. Kristján Þorkelsson GR 366 Keppendur alls 13. Svansson, Óskar Sæmundsson og Atli Arason. Öldungakeppni: Keppt var með og án forgjaf- ar — 18 holur. Án forgjafar: 1. Pétur Auðunsson GK 93 2. Gunnar Pétursson GR 94 3. Páll Ásg. Tryggvason GR 96 4. Jóhann Guðmundsson GA 97 5. Gestur Magnússon GA 98 Með forgjöf: högg netto 1. Jóhann Guðmundsson GA 77 2. Jón Guðmundsson GA 80 3. Páll Ásg. Tryggvason GR 81 Keppendur alls 18. Þá fór fram keppni Einherja, þ. e. þeirra, sem hafa farið holu í höggi, og sigraði þar Kjartan L. Pálsson NK á 80 höggum. □ DAGANA 9. og 10. ágúst n.k. heldur íþróttafélagið Þór, Ak- ureyri, afmælismót í tilefni 60 ára afmælis félagsins, sem var 6. júní s.l. Laugardaginn 9. ág. verður knattspyrnukeppni yngri flokka á Þórsvellinum nýja í Glerárhverfi milli liða Þórs og KA. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 1.30 verður safnast saman við Akureyrarvöll og farið þaðan í skrúðgöngu út að Glerárskóla með Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar, þar sem Har- aldur Helgason, formaður Þórs, flytur ávarp. Síðan verður geng ið út á Þórsvöllinn og leikinn vígsluleikur milli núverandi meistaraflokks Þórs og liðs skip að leikmönnum, sem voru í eld- línunni árið 1965 og fyrr. Þar á eftir verður kvenna- knattspyrna, en þess má geta, að nú fyrir skömmu var leik- inn fyrsti kappleikurinn hér á Akureyri í knattspyrnu kvenna milli liða Þórs og íþróttabanda- lags Keflavíkur. Fóru Þórsstúlk urnar með sigur af hólmi í þess- um fyrsta leik, sigruðu með 1 marki gegn engu. Þá verður og knattspyrnu- keppni í yngri flokkum .milli liða Þórs og KA. Klukkan 4 á srmnudag verður svo víðavangs hlaup í mörgum aldursflokkum kvenna og karla, þar sem öllum er heimil þátttaka. íþróttafélagið vill hvetja sem flesta, og þá ekki síst foreldra þeirra barna, sem þátt taka í þessu móti, til að koma og taka þátt í skrúðgöngunni svo og há- tíðarhöldunum öllum. (Fréttatilkynning). Björgvin Þorsteinsson. Kvennaflokkur: Að þessu sinni var aðeins um einn sameiginlegan flokk að ræða. íslandsmeistari kvenna varð Kristín Pálsdóttir GK 414 2. Inga Magnúsdóttir GK 425 3. Katrín Frímannsd. GA 427 4. Svana Tryggvadóttir GR 442 5. Karólína Guðm.d. GA 443 Keppendur alls 8. Sveitakeppni: 1. Golfkl. Reykjavíkur 482 2. Golfkl. Akureyrar 489 3. Golfklúbbur Keilis 493 4. Golfkl. Suðurnesja 504 5. Nesklúbburinn 519 í sveit Golfkl. Reykjavíkur voru: Hans Isebarn, Ragnar ÓI- afsson, Einar Guðnason, Geir „OFUR KURTEISLEGRI" ÁMINNINGU SVARAÐ í síðasta tbl. Dags á Akureyri birtist grein um dvöl á Tjald- stæði Akureyrar. Þrír ungir að- komumenn, sem telja sig kepp- endur á Golfmóti íslands hér um sl. helgi og lengur, setja nöfn sín undir ritsmíð þessa, sem þó hefði varla þurft nema einn þunnan til að skapa. En höf. segja í greininni ýmist „ég“ eða „við“, svo að faðernið er líklega þrír þunnir! Þessir náungar dvöldu á tjald stæðinu tæpa viku, eftir 23. júlí. Grein þeirra er sérlega ósvífin í garð Akureyringa og orðljót, svo að af ber. Þar fá „bæjar- búar“ í heild, lögregla, starfs- menn við tjaldsvæðið og bæjar- stjórn, — allir þessir eitthvað í Hólmfríðiir Halldórsdóttir | F. 5. september 1900. D. 14. júlí 1975. Sælt er sjúkum og þreyttum að halla höfði að hlíðarvanga, þar sem blómin ilma og blærinn andar í laufi trjánna, sem prýða béð þeirra, er horfið hafa til hinstu náða, en áttu á hinum sömu slóðum bernskuspor sín, æskuleiki og ævistarf. Þegar dagurinn er úti og kvöldið komið með kul og rökk- ur er hvíldin hin ljúfasta líkn og fagurt að vakna á nýjum morgni í faðmi vorsins „með eilífð glaða í kring um sig“. Hólmfríður Halldórsdóttir var fædd 5. sept. árið 1900 á Stóru-Tjörnum | Ljósavatns- skarði. Var hún næstyngst sjö barna þeirra hjóna Kristjönu Kristjánsdóttur og Halldórs Bjárnasonar er lengi bjuggu á Stóru-Tjörnum við sæmd og vinsældir. Hólmfríður var, eins og þau öll Stóru-Tjarnasyskinin, eink- ar verkhög og smekkvís og snyrtileg í störfum og átti næmt fegurðarskyn og hæfileika til listsköpunar. Naut heimilið á Stóru-Tjörnum þessara góðu eiginleika hennar ríkulega, því a, hún var heima öll sín æviár, utan þess er hún varð í seinni tíð oft að dveljast í sjúkrahús- um vegna brostinnar heilsu. Síðustu tuttugu árin gekk hún að kalla aldrei heil til skógar og er slíkt all djúpstæð reynsla og setur sitt mark á þann, sem þola verður. En hvort sem Hólmfríður var ung, hraust og glöð, eða lífs- þreytt, veik og vanmegna, þá áttu Stóru-Tjarnir hana — arinn heimilisins, umhvei'fið allt og það líf, sem þar hrærð- ist, líf manna og málleysingja, gróðurinn, blóm og bjarkir, hlíð og hólar, grundir og lautir, hin- ar tæru tjarnir og lindin, sem hjalaði. Allt átti þetta henrtar trúa hjarta og valcti umhyggju hennar, en einnig áhyggjur. Því að þær eru löngum á næsta leiti við það, sem við elskum, enda þótt að sá unaður og auð- ur, sem það veitir, þegar vel blæs verði uppistaðan í vef örlaganna, þegar hinir marg- slungnu og sundurleitu þættir fléttast saman. En yfir öllu því sem hér lief- Ur greint verið vakti Hólmfríð- ur og vann því af hljóðlátri trú- festi og ástúð, á meðan orka entist — og lengur þó. Hólmfríður á Stóru-Tjörnum kunni því best að una heima. Sótti hún ekki út fyrir veggi heimaranns í leit að störfum né hugðarefnum. Mun henni hafa verið ljóst að oft er leitað langt yfir skammt að lífsgæfunni, en ekki hugað sem skyldi að því gulli, sem glitrar í aringlóðinni. Að eðlisfari var Hólmfríður mjög hlédræg, gný vélaaldar gaf hún sig ekki á vald, né brýndi raust til að kveðja sér hljóðs á málþingum fjöldans. Hún var unnandi kyrrðar, og mun að ég hygg stundum hafa fai'ið ein um veg, þótt hún væri í annarra félagsskap. Kunni hún þó vel að meta háttprúða glaðværð, og návist frændliðs og góðvina veitti henni ríka ánægju. Var hún minnug á hlý handtök og gjörða greiða. Virðist allt Stóru-Tjarnafólk fætt undir því mei'ki að vera lang minnugt á gjafir samferða- fólksins — vináttu og heilindi og sýna órofa tryggð þeim öll- um, sem hug þess hafa unnið. Er heimilisbragur á Stóru- Tjörnum fast mótaður af þess- um eigindum og gildir hér jafnt um yngri sem eldri innan vé- banda heimilisins. Mæli ég hér af ríkri reynslu, því að oft hefi ég gist Stóru- Tjarnir, vermst við arininn þar og notið vináttu, sem er svo heil að eigi verður með orðum tjáð. Og nú þegar Hólmfríður á Stóru-Tjörnum, þessi fíngerða og hógværa kona er horfin að baki tímans tjalds, kenni ég ein- lægs saknaðar, er ég lít sæti hennar autt, og ég flyt henni og því öllu Stóru-Tjarnafólki heil- ar þakkir fyrir allt, "sem það hefur gefið mér og mínum í gegn um samskipti og kynni ár- anna. Við að rekja þær minn- ingar og fleiri líkar rísa fyrir sjónum mér raðir ljósa. Þegar næst verður lögð leið í Stóru-Tjarnir, verður þar ein- um færra, er fagnar gesti. En í hinum vígða reit, á höfðanum ofan við bæinn hvíslar blærinn af blómvörum og úr laufkrón- um minningum munarljúfum um hana, sem átti hér sitt ævi- starf —• og vé og gaf af ást og trúfesti, eins og þau öll sem deila með henni reitnum og sungin hafa vei'ið inn í sumar- dýrð eilífðarinnai' og boiin til nýs morguns. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. í greinarlok segja þeii' þó, að með þessum orðum sínum vilji þeir „ofur kurteislega“ (leturbr. J. J.) benda okkur á, hvað að er. En margt bendir til, að kurteisi sé þeim eigi alltaf til- tæk, eða svo reyndist okkur hér. Og svo er grautargerðin ein- stök í grein þeirra, að línu- brengl, (auðvitað prentara sök) virðast lítið skaða! Ætla mætti, að þeir viti ekki, hvaða dagur rennur eftir sunnu dagsnótt. Þeir skrifa: „Á sunnu- dagsnóttina keyrði um þverbak allan aumingjaskapinn og drullusokkaháttinn, en einmitt á mánudagsmorguninn kl. 6.30 áttum við að vera mættir í keppnina.“ Um laugardagsnóttina segir svo, í samb. við næturvörðinn: „Mikið ósköp fór eitthvað lítið fyrir honum því hávaðinn og lætin voru alveg mögnuð, svo við höfðum alveg fría nætur- skemmtun og vöku alla nótt- ina.“ Á öðrum stað segir (en ekki ljóst, hvaða nótt er átt við): „Var bæði fólk að fara og koma í tjöldin útúrdrukkið og illa til fara, var þarna aðkomu- fólk í stærri hlutanum. Gekk nú á ýmsu og er þetta örugglega fjölbreytilegasta samkvæmi, sem við höfum verið viðstadd- ir.“ Hvað þarna er meint með aðkomufólk er mér ekki ljóst. Almennur lesari kemst varla hjá því, að láta sér detta í hug, að þeim, „þremenningunum“, hafi ekki verið svo leitt sem lætur í frásögn þeirra, þegar upplýst er, að á Jaðri, við golf- skálann, bjuggu margir kepp- endur golfmótsins í tjöldum. Áttu þeir þrír, sem aðrir, kost á að búa þar í sveitakyrrðinni endurgjaldslaust. Þótti þeim kannske, þrátt fyrir allt, betra að vera hér? Líklega á fylgjandi lýsing við sunnud.nótt: „-----en þegar á þriðju klukkustund var liðið fóru bæjarbúar að heimsækja fólk á tjaldstæðinu til að stunda Vil kaupa notaðan ísskáp, millistærð. Sími 2-27-40. WÐ/jgSÍHS drykkjusvall og að því er mér lieyrðist (var vel hlustað? J. J.) saurlifnað að grófasta tagi.“ — Loks fóru þeir þó héðan — eftir of langa dvöl — með skuld á baki (neituðu að borga) og með svo ósvífnum kveðjum og skömmum við tjaldvörðinn, sem lengst hefur starfað hér, að slíku sagðist hann aídrei hafa orðið fyrir áður við þessi storf! Við eftirgrennslan hjá for- ustumönnum Golfklúbbs Akur- eyrar og mótsstjóra fékk ég að vita, að sá fyrsti í röð þeirra „þremenninganna“, Magnús, sem líklega er aðalrithöf. hóps- ins, var ekki keppandi í mótinu, hinir eitthvað með, en lítt sigur sælir, hvað varla er von, eftir þá meðferð, sem þeir urðu fyrir hér! Það skal viðurkennt og harm- að, að nótt og nótt er hér á ijaldstæðinu hávaðasamt nokk- uð, ;— í vissum hverfum, þótt nokkru fjær sé vel sofið. Þetta skyldi engan furða, þar sem á litlu svæði er saman komið allt að 500 manns. Þar er, eðlilega, „misjafn sauður í mörgu fé“. Og þar eiga „bæjarbúar“ ekki að vera með, allra síst með Bakkus til fylgdar! En sem bet- ur fer, eru umsagnir gesta okk- ar á Tjaldstæði Akureyrar oft- ast af allt öðrum toga en lopi þeirra „golfspilaranna" þriggja. Nú er hér lögregluvörður þrjár nætur vikunnar, — um helgar. Aðrar nætur fara lög- regluþjónar um svæðið og líta eftir. Gæti þeir þess að koma að óvörum og fjarlægi hiklaust þá, sem verulegu ónæði valda, slær áreiðanlega þögn á þá, sem eftir verða. Vinsamleg áminn- ing nægir sjaldan, gleymist eftir mínútuna. Aðstaða lögreglunnar er vissu lega oft erfið. Ráðamenn bæjar- ins og dómsvald þurfa að veita henni fullan stuðning í starfi sínu að friði og kyrrð á almanna færi í bænum, og svo hvergi fremur en þar, sem gestum er búinn dvalarstaður og gisting, eins og t. d. hér á tjaldstæði bæjarins. Það skal svo að lokum lastað, að öfga- og óþverraskrif, sem grein þessara óreiðumanna vissulega er, skuli tekin og birt í víðlesnu blaði, án þess að leita álits kunnugra, t. d. starfs- manna við tjaldstæðið eða lög- reglu bæjarins, um sannleiks- gildið. Sennilega mistök, sem ekki henda aftur. Tjaldstæði Akureyrar, 4. ág. 1975. Jónas Jónsson, „Brekknakoti“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.