Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 6

Dagur - 07.08.1975, Blaðsíða 6
6 Messað verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Sálmar: 213, 219, 189, 164, 252, 44. — B. S. Messa'ð verður í Lögmannshlíð- arkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 18, 581, 139, 223, 207. Bílferð verður úr Glerár- hverfi kl. 1.30. — B. S. Ver mér náðungur, Drottinn, því að þig ákalla ég. Drottinn er fús til að vera þeim náðug- ur, sem ákallar hann. Reyndu það. — Sæm. G. Jóh. Laut. Mona og Nils-Peter En- stad bjóða ykkur hjartanlega velkomin á samkomu í sal ! Hjálpræðishersins n. k. sunnu dag kl. 8.30 e. h. Brúðhjón: — Hinn 5. júlí voru g'efin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Inga Jónasína Pálmadóttir og Guð mundur Svansson rafsuðu- maður. Heimili þeirra verður að Eiðsvallagötu 24, Akureyri Hinn 2. ágúst voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þóra Ákadóttir meinatækni- nemi og Olafur Bragason Thoroddsen háskólanemi. — Heimili þeirra verður að Þór- unnarstræti 113, Akureyri. Guðný Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja á Engimýri, nú Holta- götu 20 á Akureyri, verður 95 ára 9. ágúst. Hún verður að heiman. rAtvinna Au-pair-girl! Næsta haust óska enslt hjón eftir stúlku (18 ára eða eldri) til eins árs dvalar við heimilisstörf. Nánari uppl. í síma 1-13-69. Kona óskast til barna- gæslu. Ujrpl. í síma 2-35-41. Guðrún Rósinkarsdóttir í Ytra- Krossanesi varð sjötug á sunnudaginn, 3. ágúst. — Sama dag varð Eiríkur G. Brynjólfsson, forstöðumaður Kristneshælis, sjötugur. Tii sölu: Raðhús í Gerðahverfi. Raðhús í Lundunum. Raðhús í Glerárlivenfi. Ibúðir í fjölbýlishúsium. i 2ja, 3ja og 4ra herbergja ibúðir við Hafnar- stræti og Aðalstræti. Einbýlishús við Laxagötu og Kambsmýri. íbúðir á Oddeyri, 2ja og 3ja herbergja, Hef kaupanda að stóru einbýlishúsi, helst með bílskúr. ÁSMUNDUR S. JÓHANNSSON, lidl., Glerárgötu 20, Akureyri, sími 2-17-21. Sölustjóri: RÚNA ÓLAFSDÓTTIR, heimasími 2-22-95. - Dvalarheimili fyrir aldraða í Húsavík 1 (Framhald af blaðsíðu 7) ingur félagsins fyrir 1974. Höfundur umræddra teikn- inga af Dvalarheimilinu kom nú á fundinn, sýndi þær og skýrði. Að lokinni ræðu hans tók formaður, sem einnig var fundarstjóri, til máls. Fór hann hörðum orðum um arkitektinn, sem kæmi nú með breyttar teikningar frá því sem þeir hefðu síðast orðið ásáttir um, formaðurinn og arkitektinn og sagði, að þessar teikningar yrðu aldrei samþykktar, að því er manni skildist, hvorki af for- manni styrktarfélagsins, sjúkra hússstjórn eða ráðuneyti. Arki- tektinn hélt ákveðið fram sín- um teikningum af hagkvæmni- ástæðum, en sagðist ekki vera hingað kominn „til að munn- höggvast á fundi“. Sat hvor við sinn keip, en aðrir tóku ekki þátt í viðræðu þeirra. Niður- staða um teikningarnar fékkst því engin á fundinum, eins og þó var til ætlast og formaður sleit fundi hvað eftir annað. Frá sjónarmiði óbreyttra fundar- manna lá helst við að álíta, að teikningarnar mundu hafna í körfunni. - Hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum (Framhald af blaðsíðu 8) „Nú vaknar sú spurning hvort ekki sé rétt að greiða hverjum alvörubónda eina milljón á ári fyrir að leggja nið- ur búskap. Ríkið hefur engin aukaútgjöld af slíku og neyt- endur ættu kost á furðulega ódýrum, innfluttum landbúnað arvörum. Þeir gætu lifað í osta- veislum, svínakjötsveislum og » kjúklingaveislum upp á hvern einasta dag, og bændur gætu hætt að slíta sér út fyrir aldur fram. Þetta mundi að vísu kosta nokkurn gjaldeyri- En þá hlið má leysa með því að reisa svo sem tvær stórar álverksmiðjur eða hliðstæða stóriðju og láta nokkur hundruð starfsmenn (líklega þó bændur) hafa fyrir því að afla gjaldeyris sem vant- ar til þess að allir íslendingar geti lifað í vellystingum praktug lega á innfluttum landbúnaðar- afurðum.“ Ekki fer á milli mála, hver stefnan er í þessum málum hjá þeim, sem eiga að gefa Vísi út, og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins virðist einn í þeirra hópi. En hvað um sjálfan for- sætisráðherrann ’okkar? Ekkert hefur frá honum heyrst um þessi mál. Fróðlegt verður að fylgjast með því, sem næst ger- ist, segir Stefán að lokum. □ Hefði þann veg verið unnið, sem lofað var í boðsbréfinu haustið 1972, er öruggt, að ábyrg samtök viðkomandi fjár- mögnun hefðu verið mótuð þegar á árinu 1973 og nefnd kosin af réttum aðilum þess að stjórna framkvæmdum. Slíkum samtökum einum bar réttur og skylda til að fjalla að öllu leyti um stofnun Dvalarheimilisins, stærð þess og gerð, samninga um lóð (við sjúkrahúsið) og fjárheimt á hendur ríkinui Fyrst af öllu átti að tala við sveitarfélögin, var sagt í boðs- bréfinu og var þá auðvitað fyrst og fremst átt við bæjarfélagið í Húsavík, Þunga lóðið á meta- skálunum. En þetta var ekki gert þá og hefur ekki enn verið gert. Síðan eru bráðum liðin þrjú ár. Dvalarheimilismálið svífur í lausu lofti. Við stöndum í sömu sporum, nema þokað hafi aftur á bak. Á fundinum þann 19. þ. m. var upplýst, að byggðarlag skammt héðan, hefði tekið á dagskrá elliheimilisbyggingu hjá sér um sama leyti og Styrkt arfélag okkar var stofnað. Þar væri búið að safna sjóði upp á 10 villj. kr., ná samningum við Húsnæðismálastjórn um lán samkv. gildandi kjörum ,og tryggja ríkisframlagið, sem sagt búið að grundvalla fjármögnun elliheimilisins. Það liggur í aug um uppi að þama hefur á ann- an hátt verið unnið en hjá okk- ur. Undanfarin ár hafa verið þjóðinni gjöful ár. Það hefði átt að vera hægt hér að leggja til hliðar 10 millj. kr. eins og þar. Á stjórnarfundum Styrktar- félagsins hefur verið sagt frá mönnum, sem fúslega vildu leggja fram fé í sjóð Dvalar- heimilisins og þeim ekki svo fáum, jafnvel fé fyrir heilum íbúðum, en ekkert hefur verið gert til að örva fólk til slíkra framlaga. Hér var og er verðugt og ærið verkefni fyrir Styrktar- félag aldraðra. Þessi raunasaga er ekki sögð til þess að minnka einn eða neinn, heldur til að eggja rétta aðila til raunhæfra aðgerða. Sveitarfélögin hafa fulla ástæðu til að láta Dvalarheimili aldr- aðra í Húsavík til sín taka nú og þó fyrr hefði verið. Og for- ystunnar vil ég vænta af sterk- asta aðilanum, bæjarfélagi Húsa víkur. Ég er ekki í minnsta vafa um, að skilningur á vanda málum aldraðra og nægilegur áhugi er fyrir hendi hjá bæjar- stjóm Húsavíkur og sveitar- stjórnum þeirra hreppa, sem taka Húsavík fram yfir aðra staði sínu aldna fólki til dvalar, til þess að þær ótilkvaddar taki málið alvörutökum. Það er engin ástæða til að sitja lengur hjá af kurteisisástæðum. 26. júlí 1975. Bjöm Haraldsson. FRÁ KJÖRMARKADI KEA TÓMATSÓSA kr. 150 gl. FLÓRSYKUR1 lbs. kr. 103 pk. PÚÐURSYKUR 1 lbs. kr. 114 pk. FERSKJUR niSurs. kr. 81 i/2dós PERUR niðurs. kr. 99 i/2 dós APRIKOSUR niðurs. kr. 99 ' 2 dós SÚPUR í bréfum kr. 44 br. - kaupið ódýrf! KJÖRMARKAÐUR KEA VIÐ GLERÁRGÖTU. Lykiakippa tapaðist í miðbaaium föstudaginn 1. ágúst. Vinsamlegast skilist á lögreglustöðina gegn fundarlaunum. © & I Þaklia innilega ylikur öllum œttingjum, gömlutn nágrönnum 'og vinum, sem fœrðu mér gjafir og senduð mér hlýjar kveðjur á sjötugsafmœli mirui, 29. júli s.l. — Lifið heil. % GARÐAR VILHJALMSSON. & &'i-*S-©'l-:frS-©'i-í;'í-í-©'i-^S-©'i-*S-©-i-v.';S-©^i?:S-©'i-*S-©^'^c->©'l-í(';S-©^*S-©^*' Innilegar þakkir til allra ættingja, tengdafólks og vina, sent sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTÍNAR BENEDIKTSDÓTTUR, Eyrarlandsvegi 28, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki B-deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyr- ir góða hjúkrun og uinönnun. Árni Friðgeirsson, Ingimar Ámason. Móðir okkar, HELGA ÁRNADÓTTIR, andaðist að Kristneshæli 1. ágúst. — Jarðarförin fer fram að Grund í Eyjafirði 9. ágúst og hefst kl. 1 eftir hádegi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim, sem vildu minnast lnennar, er bent á Elliheimili Akureyrar. — Sætaferðir frá Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar, Strandgötu 5, kl. 12.30 eftir hádegi. Hildigunnur Magnúsdóttir, Freygerður Magnúsdóttir, i Ámi Magntisson, Aðalsteinn Magnússon. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinatihug við andlát og jarðarför eiginmanns iníns, föður okkar, tengdaföður og afa, TRYGGVA ÞORSTEINSSONAR skólastjóra á Akureyri. Sérstakar þakkir til skátanna á Akureyri fyrir ómetanlega aðstoð. Rakel Þórarinsdóttir, Bryndis Tnggvadóttir, Már Ingólfsson, Þórdís Tryggvadóttir, Guðmundur Ketilsson, Viðar Tryggvason, Margrét Sveinbjömsdóttir og bamaböm. ) Y'-Vi' 'S-'dJ A'vl' 'S'í 'J'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.