Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 1
AGUI LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 24. sept. 1975 — 39. tölubl. K.©ááE FILMUhúsið akureyri Nú hefsf urriffakíðk á Laxamýri Laxárdal, 23. sept. Hér er krapa snjór í skóvarp, en fram að þessu hefur ekki nema aðeins gránað í rót. Veðráttan er köld og spáir það ekki góðu fyrir veturinn. Smalað var og réttað hér aust an Laxár á sunnudaginn og var þar mikill fjöldi fjár og fólks. Fegurslu gar Á mánudagskvöldið efndi Fegr unarfélag Akureyrar til kvöld- fundar með þeim eigendum fagurra garða á Akureyri, sem viðurkenningu félagsins höfðu í því húsnæði, sem áður var Verslun B. Laxdal, Hafnar- stræti 94 á Akureyri, hefur verið opnuð önnur ný og heitir hún Tískuverslunin Venus. Verslunarstjóri er Bergþóra Eggertsdóttir. Verslun þessi hef ur á boðstólum yfirhafnir, kjóla, buxur, peysur o. fl. og þar er einnig umboð fyrir Pfaff-saumavélar. Fatagei'ðin Hera er til húsa á sama stað. □ Fjárflutningar norður Hólssand Grímsstöðum á Fjöllum, 23. sept. Hér er aðeins grátt í rót. í dag er verið að flytja sláturfé norður Hólssand og gengur það vel, því snjór er ekki til fyrir- stöðu. Á Möðrudalsöræfum mun nær snjólaust, en þó hefur engin bílaumferð verið að aust- an í dag, enda éljagangur og rysjótt veðui'. Við erum fámennir og verð- um því að skipta afréttarlönd- um í skákir og erum því lengi í göngum. K. S. Heyskap lauk fyrir ágústlok og veiði lauk í Laxá 31. ágúst. Nú er veitt í klak og er það í fyi'sta skiptið, sem urriða á að klekja út og verður það á Laxa- mýri. Urriðaveiði í Laxá ofan virkjunar var svipuð og í fyrra. Aðeins er vitað um þrjár rjúp- ur hér um slóðir. G. Tr. G. hlotið í ái', og að viðstöddum fréttamönnum og nokkrum öðrum gestum. Jón Kristjánsson, formaður Fegrunarfélagsins afhenti Akur eyrarbókina, áritaða, sem viður kenningu. Þeir, sem fegurstu garðana áttu að þessu sinni eru: Helga Pálsdóttir og Ásgeir Oddsson, Lönguhlíð 14, Hrafn- hildur Ingólfsdóttir og Óli Aðal björnsson, Grænumýri 14, Þór- ey Ólafsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson, Suðurbyggð 12, Hermína Jakobsen og Einar Einarsson, Kringlumýri 4 og Anna Hjaltadóttir og Sverrir Valdimarsson, Hamragerði 27. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, þakkaði eigendum hinna fögru garða, framlag þeirra til fegr- unar bæjarins og formanni Fegrunarfélagsins og öðrum í stjórn þess ágætt starf á um- liðnum árum. □ FÉÐ REY Gunnarsstöðum Þistilfirði, 22. sept. Eins og ég sagði frá í síð- ustu frétt minni, keypti ég hest, hund og fleira nauðsynlegt í göngurnar. Þótt hvorki þekkti ég hestinn né hundinn áður en kaupin fóru fram, reyndust báðir vel. Ef ég fæ að sjá dýr, veit ég svona nokkurn veginn hvernig þau muni reynast. Búið er að lóga sauðfé á Þórs- höfn í fjóra daga. Féð reynist Upplýsingar Björns Brynjólfs- sonar hjá Vegagerðinni á Akur- eyri í gær voru þessar: Vaðlaheiði er orðin ófær fólksbílum og Öxnadalsheiði þungfær, og er verið að moka hana í dag. Mikill snjór var kominn í Bárðardal í morgun, jafnvel talað um hnédjúpan snjó og af því tilefni var veg- hefill sendur þangað frá Húsa- vík til að opna veginn. Fljóts- heiði mun hafa verið ófær litl- um bílum, en í Mývatnssveit var mun minni snjór og þurfti þó eitthvað að hreinsa í Náma- skarði í morgun, og aðeins smá- föl á Grímsstöðum. Q Við Ástjörn hefur verið drengjaheimili hvert su mar í 29 ár, á vegum Sjónarhæðarsafnaðarins. Þar voru í suir.ar yfir 50 drengir í átta vikur og umsjónarmaður Bogi Pétursson, sem gegnt hefur því starfi síðústu 16 árin. Staðurinn er einkar fagur og drengirnir virðast hafa gott af dvöl sinni þar. — Kópaskeri, 23. sept. Haustslátr- un hér á Kópaskeri er hafin og reynist féð sæmilega vænt til frálags og tekið verður á móti nokkru fleira fé en í fyrra- haust. Um hundrað manns vinnur við sauðfjárslátrunina. Slátrun er nokkrum erfið- leikum bundin hjá okkur að þessu sinni, þar sem miklar frostskemmdir urðu í frystihús- vel og betur en á síðastliðnu hausti. Meðalvigt mun vera yfir hálft seytjánda kíló. Lökust jafnaðarvigt frá bónda var þá 16 kg og best tæp 17 kg. Þetta eru mest tvílembingar, því 70— 80% ánna eru tvílembur hér um slóðir. Búið er alls staðar að ganga fyrstu göngur og í dag var farið í aðrar göngur í austustu heið- arnar þrjár í firðinum og lang- nesingar fara á miðvikudaginn. Nú má hæla Vegagerðinni. Um leið og Dagur kom út var gert við heimreiðina á Ytra- Álandi. Hér hefur verið á gangi síð- ustu dagana vísa, sem ber það með sér, að hún er eftir ein- hvern vondan strák. Hún er ort í tilefni af því, þegar Tím- inn birti mynd af forsætisráð- herra afhenda landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra silfur- disk í afmælisgjöf. Hún er svona: erslunin vi8 inu í vetur. Komið var upp bráðabirgðafrysti, en þó verður að flytja mikið af sauðfjár- afurðunum burtu í sláturtíð- inni. Utibú okkar við Ásbyrgi, var mikið sótt í sumar og gengu viðskiptin þar vel, enda mikill ferðamannastraumur. Þá hefur kaupfélagið endurbætt útibú sitt á Raufarhöfn og sett í það Fleygðu í Dóra vænni visk valdsmenn okkar þjóðar. Settu brúna á silfurdisk svona eru stjórnir góðar. Ó. H. nýjar innréttingar með nútíma- legra sniði en áður voru þar. K. Á. Siáfrið 670 kr. Þegar blaðið hafði tal af Þór- arni Halldórssyni sláturhús- stjóra á Akureyri á mánudag- inn, sagði hann féð reynast vænna en í fyrrahaust, það sem af væri. Slátursalan var nokkuð drjúg fyrir helgina. Slátur með sviðn- um haus, hreinsaðri vömb og kepp og einu kílói af mör, kost- ar kr. 670,00. Dilkakjötið í sláturtíð er 5 krónum ódýrara hvert kíló, ef keypt er beint frá sláturhúsi. Q Kristján Ólafsson útibússtjóri KEA á Dalvík sagði blaðinu á mánudaginn, að um 13 þús. fjár yrði lógað þar í haust. Eftir fyrstu sláturdagana virðist væn leiki fjár svipaður og í fyrra, en við vonum að féð úr dölunum verði vænna. Hann sagði enn- fremur: Á fimmtudaginn verður stofn uð Rauða krossdeild á Dalvík og mætir þar Eggert Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Þá má geta þess, sagði úti- bússtjórinn, að um helgina kom á fjórða tonn af rækju til vinnslu af þrem bátum. Um næstu helgi verður full- búin heimavistarbyggingin við barna- og unglingaskólann á Dalvík. Tekur hún 40 nem- endur. □ Nú standa yfir göngur, réttir og sláturtíð, sialdan er niciri þörf en þá að sýna Iipurð og tillits- semi í samskiptum við dýrin. Það er skýlaus skylda hvers og cins. | Dýraverndunarfélag Ak. Vegaframkvæmdir í kjördæmiim Þegar blaðið leitaði upplýsinga Vegagerðarinnar á Akureyri um vegaframkvæmdir í kjör- dæminu á þessu sumri varð Grétar Ólafsson, tæknifræðing- ur fyrir svörum. Á Öxnadalsheiði var undir- byggður kafli vestan við Sesselíubúð og mölborinn að hluta. Verður nú unnt að aka uppbyggðan vetrarveg frá Gilsá í Öxnadal að Grjótá á Öxna- dalsheiði. í Ólafsfirði er unnið við fram kvæmd á veginum á milli Vatnsenda og Kálfsár. Vonast er til, að sá vegur verði nær fullgerður fyrir veturinn og tekinn í notkun. Vinnuflokkur- inn, sem þar er nú, flytur síðan í Svarfaðardal og bíða hans þar verkefni á milli Garðshorns og Steindyra. Unnið var við Ólafs- fjarðarveg (Dalvíkurveg) og sett á hann jöfnunarlag og slit- lag frá Hofi að Reistará í Arnar neshreppi, ennfremur var unn- ið að undirbyggingu nýs vegar- kafla neðan við Spónsgerði. í Kræklingahlíð er búið að malbika frá Akureyri að Blómsturvallaafleggjara og þar fyrir norðan er unnið að undir- byggingu vegarins norður Kræklingahlíðina, sem áætlað er að malbika á næsta ári. Á Svalbarðsströnd var unnið við að undirbyggja veg frá Sól- bergi. að Sigluvík. Eftir er að mölbera þennan veg. Sami vinnuflokkur e^. nú að flytja fram í Eyjafjörð til þess að fylla að tveim nýsmíðuðum brúm yfir Skjóldalsá og Djúpa- dalsá. Eru þær báðar steyptar. Lokið var við veg þann í Ljósavatnsskarði, sem byrjað var á í fyrra, frá Hálsi austur fyrir Steinholt. í Köldukinn er unnið við að leggja veg frá Skjálfandafljótsbrú og suður að Hálsi. Er það uppbyggður veg- ur, en verður ekki frágenginn í haust. í Reykjadal var tekinn í notkun nýr vegur frá Kárhóli að Brún, en vegur sá hefur verið í byggingu undanfarin ár. (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.