Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 2
2 a vantar aðstoðarstúlku á rannsóknarttofu scm fyrst. Uppl. gefur HAFLIDI GUDMUNDSSON í síma 2-1S-00. Myndina af fundinum tók Páll A. Pálsson. stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Það er sú gamla hug- sjón Gísla Guðmunnssonar al- þingismanns, sem þarna er í raun og veru komin í fram- kvæmd. Byggðasjóðurinn er ekki almennur lánasjcður, held ur viðbótarsjóður við hin al- menna lánakerfi. Hann lánar viðbótarlán í sjávarútvegi, land búnaði og iðnaði og á fleiri svið um, og á þá að hafa hliðsjón af því, að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Framkvæmda- stofnunin hefur oft mikil áhrif á það, hvernig hinir almennu lánasjóðir starfa í takt við Byggðasjóðinn. Þýðingarmesta ákvæðið í mál efnasamningi núverandi ríkis- stjórnar er ákvæðið um eflingu Byggðasjóðs, því það er ekki nóg að framlög til sjóðsins á fjárlögum hafi verið stórlega aukin, heldur hefur sjóðurinn í raun og veru verið verðtryggð- ur með því að ákveða að 2% af útgjöldum á fjárlagafrum- varpi skuli árlega til hans renna. En fjárlög fara hækk- andi og þar með einnig framlög til Byggðasjóðs. Lögfesta þarf þetta stefnuskrárákvæði ríkis- stjórnarinnar, þ. e. 2% af út- gjöldum fjárlaga í Byggðasjóð. Stjórnarformaður Fram- kvæmdastofnunar ríkisins er Ingólfur Jónsson og aðrir í stjórn Steingrímur Hermanns- son, varaformaður, Ingvar Gísla son, Benedikt Gröndal, Ragnar Arnalds og Jón G. Sólnes. — Framkvæmdastjórar eru Tómas Árnason og Sverris Hermanns- son alþingismenn. Bla&ið þakkar viðtalið. □ Kanpfélag \Topnal jarðar óskar að ráða vclstjóra til starfa i frystiliúsi sínu. Upplýsingar hjá HALLDÓRI HALLDÓRS- SYNI í síma (97) 32-01, Vopnafirði. kea híióir yóai* biídir mm áyextir og þess vegna við hæfi að halda stjórnarfundi öðru hvoru úti á landsbyggðinni. Hver er starfsemi Fram- kvæmdastofnunar? í aðaldráttum er hún tvíþætt. Annars vegar áætlunargerðir og þeirra á meðal landshluta- áætlanir, eins og sést á Norður- landsáætlun, atvinnulífsáætlan- ir, eins og t. d. hraðfrystihúsa- áætlun, þróunaráætlanir fyrir einstök, afmörkuð landsvæði, eins og Inndjúpsáætlun, áætlun um viðhald byggðar á Efra- Fjalli o. fl. Svo er unnið að sam gönguáætlunum, einkum í vega málum og fleira mætti nefna. Áætlunardeild Framkvæmda- stofnunarinnar vinnur að þess- um þætti starfseminnar og for- stöðumaður þeirrar deildar er Bjarni Bragi Jónsson. Hinn þátturinn í starfi stofnunarinn- ar lýtur að lánamálum. Fram- kvæmdastofnunin hefur með höndum stjórn tveggja sjóða, Framkvæmdasjóðs íslands og lánar sá sjóður fyrst og fremst til fjárfestingarsjcða, svo sem Fiskveiðisjóðs, Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins, Iðnlánasjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. Ár- lega er gerð sérstök áætlun um lánveitingar Framkvæmdasjóðs. Á þessu ári er áætlað að lána úr sjóðnum 3650 millj. kr. Á síðustu árum hefur reynst æ erfiðara að afla Framkvæmda- sjóði fjármagns til starfseminn- ar. Verðbólgan á sinn stóra þátt í þessum vaxandi erfiðleikum. Utlánaáætlun fyrlr árið 1974 nam 3720 millj. kr. Forstöðu- maður lánadeildar er Guðmund ur B. Olafsson. Við þessa áætl- unargerð er gerð rammaáætlun um útlán fjárfestingarsjóðanna. Er mjög náið samstarf á milli stofnunarinnar og fjárfestíngar- sjóðanna. En Byggðasjóðurinn? Já, í öðru lagi heyrir Byggða- sjóður undir Framkvæmda- stofnun ríkisins. í málefnasamn ingi núverandi ríkisstjórnar var ákveðið, að 2% af útgjöld- um á fjárlagafrumvarpi skyldu renna sem árlegt framlag til Byggðasjóðs. Hér er um að ræða mjög mikla aukningu á framlagi ríkisins til . Byggða- sjóðs. Á fjárlagafrumvarpi 1975 en framlag til Byggðasjóðs 860 millj. kr. Áður runnu 100 millj. til Byggðasjóðs á ári og skatt- gjald af álbræðslu í Straums- vík. Frá því Byggðasjóður tók til starfa, hefur hann lánað sem hér segir: 5 — Daga Áætlunin er nú orðin mjög vel þekkt hér á landi. Sí- aukinn fjöldi fólks tekur þetta námskeið og losnar undan oki re.ykinganna. Dagana 28. sept. — 2. okt. n.k. verður 5 — Daga Áætlunin framkvæmd á 'Ólafsfirði. Nám- skeiðið fer fram í Gagnfræða- Bifreiðip Til sölu er PEUGEOT 404 árgerð 73 vel með farinn. Til sýnis að Aðalstræti 66 eftir kl. 7 á kvöldin. JEPPI árgerð 1964 til sölu. Uppl. gefur Kirkju- garðsvörður. Kirkjugarður Akureyrar. skóla Ólafsfjarðar, hefst sunnu- dagskvöldið 28. sept., kl. 20:30 og stendur yfir fimm kvöld 1 röð. Allir — unglingar og full- orðnir, konur og karlar sem mögulega geta, — eru hvattir til að nota þetta tækifæri til að losa sig við reykingarnar. Hætt an, sem af þeim stafar, er öilum ljós. Heilsan og lífið er í veði. Á hverju kvöldi verða ásamt fróðlegum erindum sýndar kvikmyndir, er varpa óræku ljósi á raunveruleik þessara mála. Eini kostnaðurinn, sem þátttakendur þurfa að bera er kaup á handbók, sem kostar kr. 500,00. Læknirinn, sem starfa mun með Jóni Hj. Jónssyni viö þetta námskeið, er Jósef Skafta son héraðslæknir, Ólafsfirði. íslenska Bindindisfélagið. EFLI APPELSÍNUR SITRONUR BANANAR Árið 1972 480,4 millj. kr. Árið 1973 357,3 millj. kr. Árið 1974 661,7 millj. kr. Við síðustu áramót höfðu verið samþykkt lánsloforð sem námu 2220 millj. kr., umfram það sem greitt var út af láns- loforðum og verður að hafa það í huga, þegar þessar 661,7 millj. kr. eru hafðar í huga. Á þessu ári er líklegt að Byggðasjóður láni 8—900 millj. kr., án þess að bæta við þann hala, að upphæð 220 millj., sem fyrir var við sl. áramct. Heildarútlán sjóðsins fjögur fyrstu starfsár hans munu nema allt að 2400 milljón- um króna. Hvaða verkefni Frarpkvæmda stofnunarinnar telur þú þýðing- armest? Verkefnin, sem stofnunin vinnur að, eru öil þýðingar- mikil, en ég tel starf stofnunar- innar að byggðamálum þýðing- armest. Þar á ég við bæði áætl- unargerðir og lánastarfsemi. Ég er ekki í neinum vafa um það, að starfsemi Byggðasjóðsins og þar af leiðandi Framkvæmda- stofnunar, hefur átt drjúgan þátt í því, að stöðva þá þróun fólksflutninga, sem hafa átt sér stað undanfarna áratugi, utan af landsbyggðinni til Faxaflóa- svæðisins. Árið 1974 markaði þáttaskil í þessum efnum að því leyti til, að þá fjölgaði fólki meira á landsbyggðinni en á Faxaflóasvæðinu, og ég vona að á því verði framhald. Það er ástaeða til að undir- strika, að Byggðasjóðurinn sjálf ur er ekki almennur lánasjóð- ur, heldur sjóður, sem á að Fyrsta fundi Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sem haldinn er utan Reykjavíkur, var valinn staður á Akureyri og fór hann fram fyrir skömmu. Á dagskrá þessa fundar var meðal annars rætt um áætlunar gerðir á Norðurlandi. Og þar sem fundarefnið er forvitnilegt, spurði ég annan framkvæmda- stjóra þessarar stoínunar, Tóm- as Árnason alþingismann, nán- ar um fundinn og stofnunina. Hann sagði: Formanni og framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norð lendinga var boðið að sitja fund þennan með okkur, til þess að þeim gæfist kostur á að tjá sig um áætlunargerðir í þessum landshluta. Ástæðan fyrir því, að þessi fundur var haldinn hér, var sú, að með því viljum við leggja áherslu á það, að Framkvæmda stofnunin er að mjög miklu leyti til byggðastofnun, sem fjallar um byggðamál í landinu Til sölu FORD BRONCO árgerð 1974 ekinn 10.000 km. Uppl. í síma 2-26-71. Til sölu sem nýr OPEL RECORD mótor árgerð 1962 og ýmsir aðrir hlutir af sömu árgerð. Uppl. í síma 2-24-99. Hef tapað bók sem í eru fyrstu fjórir árgangar af nýjum kvöldvökum. Bókin er með svartan, gylltan kjöl. Nánari uppl. veitir Jón Kristinsson, Elliheimili Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.