Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 8
AUGLYSINOASÍMI DAGU Akureyri, miðvikudaginn 24. scpt. 1975 FULL BÚÐ :í' . GULLSMIÐJR 3 AF NÝJUM S \ SI6THYGCUR VÖRUM ) & PÉTUR , ÁKUREYRI SMATT & STORT Strengjasteypubitar frá Möl og sandi á Akureyri, fluttir að Kröfiuvirkjun. (Ljósm.: E. D,'jl KÚFISKURINN LÍTT NÝTTUR Kúfiskur hefur lítt verið nýtt- ur hér á landi, nema til beitu. Loks eru rannsóknir á út- breiðslu og magni kúfisks við strendur landsins hafnar og gefa þær til kynna, að unnt sé að veiða árlega þúsundir tonna af þessari tegund. Spurningin er, hvort kaupendur fáist til að greiða hann því verði, að við- unandi sé. Það var rannsóknar- skipið Dröfn, sem síðast kann- aði kúfiskmiðin. . \ HIÐ MIKLA ÁHYGGJU- EFNI Fitusöfnun er algengt áhyggju- efni fólks. Hér fara á eftir sex heilræði í því efni: Athugasemd Ingvars Gíslasonar alþm., við ummæli Knúts Otterstedt, rafveitustjóra ViStal dagblaðsins Vísis í Reykjavík við Knút Otterstedt framkvæmdastjóra Laxárvirkj- unar, og þar með stríðsletrið á fyrirsögn viðtalsins á forsíðu blaðsins miðvikudaginn 17. þ. m., er vægast sagt villandi fréttaflutningur. Knútur segir fullum fetum að „orkuspár“ sýni að enn verði ónotuð mikil orka af fram- leiðslugetu EINNAR vélasam- stæðu Kröfluvirkjunar árið 1980. Þessi fullyrðing Knúts er | röng. í fyrsta lagi felst í því rang- túlkun að kenna Kröfluvirkjun við Norðurland eitt. Kröflu- virkjun hlýtur að þjóna Norður landi og Austurlandi saman. Aflvélar virkjunarinnar verða tvær, hVor um sig 30 megawött. Samkvæmt sérstökum athugun um, sem Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsens hefur gert í samráði við Landsvirkj- un, er aflþörf Norður- og Aust- urlands 76 MW þegar árið 1978. Ef einungis önnur vélasamstæð FRÁ BRIDGEFÉLAGI AKUREYRAR Bæjakeppni í bridge milli Akur eyrar og Siglufjarðar, sem bridgefélög viðkomandi aðila gengust fyrir, fór fram á Akur- eyri laugardag og sunnudag 13. og 14. september. Fjórar sveitir spiluðu frá hvorum aðila og var spiluð tvöföld um- ! ferð. Akureyringar sigruðu, hlutu 116 stig en siglfirðingar 44. Bestum árangri akureyrar- sveita náði sveit Grettis Ffí- mannssonar, sem hlaut 32 stig, og af sveitum siglfirðinga sveit 'i Boga Sigurbjörnssonar, 21 stig. Aðalfundur Bridgefélags Ak- ureyrar verður haldinn að Hótel KEA þriðjudaginn 30. sept'. kl. 8 og eru nýir félagar sérstaklega velkomnir. Spilað verður að Hótel KEA á þriðjudagskvöldum í vetur og hefst væntanlega á tvímenn- [ ingskeppni 7. okt. □ an væri komin í gagnið, myndi heildarafl vatns- og jarðgufu- virkjana á Norður- og Austur- landi aðeins nema 69 MW, þ. e. Laxárvirkjun, Lagarfossvirkj un og hálf Kröfluvirkjun, svo hið helsta sé nefnt. Eftir því að dæma myndi vanta 7 megawött til þess að fullnægja aflþörf- inni árið 1978. Ef litið er á afl- þörf Norðurlands eins, þá verð- ur orkuvöntun orðin þegar ái’ið 1979 upp á 7 megawött einnig. Þess vegna er það óþarft verk af Knúti Otterstedt að halda því fram hvað eftir annað opin- berlega að ekki verði fullnýtt orka frá EINNI vélasamstæðu Kröfluvirkjun árið 1980. En hitt er satt að Kröfluvirkj un verður stærri en þetta. Hún er hönnuð sem- 60 MW stöð. Og þá er sanngjarnt að menn spyrji, hvað verði um nýtingu orki.nnar frá þessari miklu raf- stöð, ef tvær vélasamstæður verða settar upp nálega sam- tímis eða með stuttu millibili 1976—1977. Menn geta spurt: Þýði : það ekki „óþarfa umfram orku“ um lengri eða skemmri tíma? Þeirri spurningu verður að svara neitandi. Sú „umframorka", sem ýmsir festa augun á, er í rauninni varaafl fvrir Norður- og Austur land. Það er öryggisatriði í sambandi • við raforkufram- leiðsluna. Þetta varaafl kemur m. a. í stað núverandi dísilvara- stöðva og stóreykur öryggi raf- orkunotenda á Norður- og Austurlandi. Býst ég við að all- ir 'geti orðið sammála um að ekki sé vanþörf á því. Ég held að það sitji ekki á Norðlending um að útbreiða þá kenningu að raforkuöryggið sé of dýru verði keypt. Enda er ekki svo í þessu tilfelli. Kröfluvirkjun er áreið- anlega besti virkjunarkostur, sem Norðlendingar og Aust- firðingar eiga völ á eins og á stendur. Það væri illt, ef fresta þyrfti kaupum á síðari véla- samstæðu Kröfluvirkjunar, enda liggur það fyrir að fjár- hagslegur ávinningur af slíkri frestun er ákaflega hæpinn, lík lega enginn. Hvað varðar lagningu há- spennulínunnar milli Suður- lands og Norðurlands (sem menn kalla „byggðalínu“ í tíma og ótíma), þá er það að vissu marki rétt, að Kröflu- virkjun dregur úr brýnustu nauðsyn hennar fyrir Norður- Á fundi leikvallanefndar 18. sept. voru m. a. samþykktar til- lögur til bæjarstjórnar um nafn giftir á 4 gæsluvöllpm. Þetta eru: Leiruvöllur við Hafnar- stræti, Lundavöllur við Skógar- lund, Eyrarvöllur við Reyni- velli og Gerðavöllur, væntan- lega við Dalsgerði. Fyrir voru með formlegum nöfnum: Byggðavöllur við Norðurbyggð, Mýrarvöllur við land að sinni. Þó sé ég enga ástæðu til að ofgera í þessu efni, og það er engin fremd að ætla að slá sig til riddara á því að stilla Kröfluvirkjun og sam- tengingu Suðurlands og Norður lands upp sem andstæðum. Samtenging allra raforkuvera í landinu er býsna þarflegt fyrir- tæki og hefði mátt vera fyrr á ferðinni. „Hringvegur rafork- unnar" er að sínu leyti engu ónauðsynlegri framkvæmd en akbrautin umhverfis landið. Auk þess vona ég að allir fari að átta sig á því, að þröngsýnis- sjónarmið og sérhagsmuna- stefna í raforkumálum á’enga framtíð fyrir sér. Gæfuvænleg- ast er að raforkumálin lúti sem virkastri heildarstjórn, þar sem allsherjarhagsmunir og jafn- réttissjónarmið ráða, m. a. sú sjálfsagða regla að raforka til sömu nota sé seld á sama verði hvar sem er á landinu. Löngumýri, Brekkuvöllur við Helgamagrastræti, Hlíðavöllur við Lönguhlíð og Holtavöllur við Þverholt. Ennfremur var samþykkt að hætta gæslu á 5 þessara valla um næstu mánaðamót. Byggða- völlur og Hlíðavöllur verði opn ir eftir því sem tíð leyfir í vetur meö gæsiu frá kl, 10—12 og 2—4. Einnig verði Leiruvöllur opinn næsta mánuð. □ Gapfræíaskolirm á Akureyri seftur á Gagnfræðaskólinn á Akureyri var settur í Akureyrarkirkju á mánudaginn að viðstöddu fjöl- menni. Skólastjórmn, Sverrir Pálsson, setti skólaun og ávarp- aði nemendur. í skólanum verða í vetur 620 nemendur í 26 bekkjardeiidum. Kennaralið skólans er full- skipað. Allmildar lagfæringar hafa farið fram á skólahúsmu í sumar og lóð skólans. Skólastjóri gat um úrslit landsprófs, sem ekki lágu fyrir við skólauppsögn í vor. Þar kom fram, að árangur iands- prófsnemenda á síðastliðnu vori við skólann, var emn sá besti í starfi skólans. í fyrsta lagi hlaut Kristján Kristjánsson hæstu einkunn,. sem tekin hef- ur verið við skólann, 9,8, og 77 nemendur, eða fleiri en nokkru sinni fyrr, hlutu framhaids- einkunn, og er það einnig stærri hundraðshluti en áður. Helstu nýmæli í skólastarfinu á þessum vetri, eru þau, að tek- in verður upp tilraunakennsla í þriðja bekk í svonefndri iðn- kynningu. Er þessi tilraun gerð að forgöngu skólarannsókna deildar menntamálaráðuneytis ins, sem valdi Akureyri vegna rótgróinnar .iðnmennmgar í bænum. Guðmundur Gunnars son, kennari, verður aðal um sjónarmaður þessarar tilrauna kennslu, en Bernharð Haralds Segðu vinum þínuni, að þú ætlir í megrun. Þá verður erfið ara að snúa aftur. Drekktu stórt glas af vatni fyrir aðalmáltíðina. Það minnk- ar lystina. Kauptu mat — sem þér finnst ekki sérlega góður, eða þá það dýran mat, að þú hafir ekki ráð á nema litlu. Borðaðu einn, ef þú átt erfitt með að sjá aðra háma í sig. Farðu fyrr að sofa, ef þú átt vanda til að borða á kvöldin. í rúminu finnurðu minna fyrir hungri. Kauptu föt, sem eru þaÝ þröng, að þú neyðist til að grenna þig vegna þeirra. Besta ráðið: Hreyfðu þig meir! ÓLÆSI Meira en 800 milljónir manna kunna ekki að lesa eða skrifa, og þeim fer fjölgandi. Þetta eru niðurstöður skýrslu Sameinuðu þjóðanna um málið. Skýrslan segir, að áhugaleysi valdi mestu um ólæsið. Nikið hefur verið gert víða um lönd, þar sem vandinn er mestur, en almenningur liefur ekki áhuga. Þó eru dæmi um, að vel liafi tekist. Þannig minnkaði ólæsi á Kúbu úr 23 af hundraði niður í 4 af hundraði árið 1961, þegar stjórnvöld sneru sér fullum fctum að lausn vandans. Skól- um á Kúbu var Iokað, svo að nemendur gætu farið um landið og kennt öðrum lestur og skrift. NÝTT BLAÐ Nýtt síðdegisblað, Dagblaðið, hefur hafið göngu sína undir kjörorðinu óliáð og frjálst bíað. Samstaða sjálfstæðismanna um útgáfu Vísis rofnaði og til varð Dagblaðið. Þcgar þess er gætt, að menn þcir, sem nú standa að Vísi og Dagblaðinu og einhvers mega sín þar, eru harðsoðnir og flokksbundnir sjálfstæðis- menn, leggja menn lítinn trún- að á Iiin fögru orð um óháð blað. Þcir sem fjármagninu eru háðir í jafn ríkum mæli, munu hér efiir sem hingað til styðja stétt fjáraflamanna með Siálf- stæðisflokknum. VIÐRÆÐURNAR UM LANDHELGINA Viðræður íslendinga og breta um fiskveiðilandlielgina, sem fram hafa farið, báru engan árangur og verður þeim lialdið áfram. Viðræður belgíumanna og íslendinga um sama mál, eru einn'.g hafnar, en ekki lokið. Fleiri fiskvciðiþjóðir, sem hags- muna eiga að gæta á íslands- miðunii hafa óskaö eftir viðræð um. En væntanlegra viðræðna (Framhald á blaðsíðu 5) son, kennari, hefur verið ráð inn til að taka saman ýmis þekkingaratriði úr iðnsögu Akureyrar og annan sagnfræði legan fróöleik, sem eiga að vera nemendum til leiðbeiningar í náminu. Skólastjórinn þakkaði hinuin ýrosu iðnfyrirtækjum ; bainum, st..ðning þeirra við þetta ný- inæli. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.