Dagur - 24.09.1975, Blaðsíða 5
4
5
Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri
Súnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björassonar h.f.
Haustið, með snjó í fjöllum, ævin-
týralegum litum lyngsins, fölu grasi
og fé á túnum, er gengið í garð.
Hljóðnaður er söngur þeirra fugla,
sem heimsóttu okkur í vor, dvöldu
sumarlangt og eru nú horfnir til
vetrarheimkynna sinna. Berjatíminn
er liðinn, en í kartöfluræktarhéruð-
um stendur uppskerutíminn enn
yfir, fiutningabíiar eru stöðugt á
ferð og flytja eina milljón kinda í
sláturhúsin á þessu liausti. Skólarnir
opna sínar dyr börnum og ungling-
um, sem bíða þess að setjast við
menntabrunna. Þetta er haustið, oft
hin fegursta árstíð, full af marg-
breytileik og heillandi viðfangsefn-
um og einnig undirbúningstími
sólarlítilla vetrarmánuða, sem frarn-
undan eru.
Margir eru þeir, sem jafnan kvíða
skammdegi og komandi vetri og
kann það að vera arfur dapurrar
sögu. En hvorki getum við keypt
land okkar sunnar á hnöttinn né
braskað frá okkur árstíðum. Við
verðum að lifa í fandi feðranna á
meðan við viljum heita ,og vera ís-
lendingar, njóta gæða þess og vaxa
við strangan aga náttúrunnar á norð
urslóðum. Hún kennir börnum sín-
um að hyggja að morgundeginum
og nota þekkingu sína til að nýta
bæði hin fornu lands og sjávar gæði
og þær auðlindir í jörðu, sem fyrr-
um voru sem ógnvaldar í ríki náttúr
unnar, en geta þjónað mannlegum
þörfum, aukinni menningu og lífs-
hamingju á okkar dögum og næstu
kynslóða.
Á haustdögum hyggur bóndinn að
heyjum sínum, metur magn þeirra
og gæði og hagar ásetningi í sam-
ræmi við vetrarforðann. Sjómenn
verða að treysta gjöfulum fiskimið-
um og gæftum til sjósóknar, og
launamönnum, hverju nafni sem
nefnast, er atvinnuöryggið jafn
mikils virði og lieyin eru bóndan-
um.
Á þessum haustdögum hafa lands-
feður athugað sinn heyjaforða og
lýst því yfir, að þjóðin eyði tólf
liundraðshlutum meira en hún afl-
ar. Þótt þetta stjómleysi sé áhyggju-
efni, eru atvinnuvegimir reknir með
fullum afköstum, atvinna er næg, og
framkvæmdir blasa hvarvetna við.
Það er því ekki ástæða til svartsýni
á þessum svöfu haustdögum, þótt
sjálfsagt sé og hygginna háttur, að
hugsa fyrir komandi dögum. □
Inga Jóhannesdótlir, Grímsey mnnmg
Þann 18. júní sl. lést á Fjórð-
ung'ssjúkrahúsinu á Akureyri,
sæmdarkonan Inga Jóhahnes-
dóttir, Garði i Grímsey, nálega
101 árs gömul, hið síðasta af
systkinunum frá Kussungstöð-
um í Fjörðum.
Þar hefur lokið sinni vegferð
einn af þeim sterku, góðu stofn
um, sem engir erfiðleikar lífsins
virtust geta unnið bug á. Okkur
nútímafólki finnst alls kyns
meðlæti í lífinu sjálfsagt og
getum vart sett okkur inn í
kjör þeirra, sem ólust upp á
síðasta fjórðungi nítjóndu ald-
arinnar.
En góðir stofnar standa, þótt
kaldsamt verði hér í heimi.
Snemma morguns þann 20.
júní 1974 voru óvenju margir
bílar á ferð og stefndu allir til
Dalvíkur. Þar við bryggju lá
stórt og frítt skip og var fyrir-
huguð för með því til Gríms-
eyjar.
Erindið þangað var, að halda
hátíðlegt 100 ára afmæli Ingu
Jóhannesdóttur í Garði. Fjöl-
mennt var og stigu 126 farþegar
um borð. Þeir höfðu með sér
góðan grip, vandað píanó, sem
keypt hafði verið fyrir fé, er
ættingjar og vinir Ingu höfðu
lagt fram í tilefni afmælisins.
Skyldi það staðsett í félags-
heimili grímseyinga og verða
þeim til gagns og gleði í fram-
tíðinni. Voru gefendur meiri-
hluti farþega.
Á leiðinni var glatt á hjalla,
því þarna hittust ættingjar víðs
vegar af landinu og bar margt
á góma, sem vonlegt var.
Ferðin var öll hin ánægju-
legasta og viðtökur í Grímsey
prýðilegar. Vígslubiskupinn, sr.
Pétur Sigurgeirsson, hafði
messað í Miðgarðakirkju þenn-
an dag, en athöfnin var afstað-
in, er við komum. Veislan var
í félagsheimilinu og skorti þar
ekkert, þótt veislugestir væru
mun fleiri en eyjarskeggjar, því
einnig kom áhöfn skipsins og
naut veislukostsins meðal okk-
ar.
En ég hygg, að öllum í för-
inni sé minnisstæðust sú stund,
er þeir voru leiddir inn til
afmælisbarnsins. Inga sat þar á
rúminu sínu, þessi 100 ára
gamla kona, smávaxin, fíngerð,
í svörtum fallegum kjól, furðu-
lega hress og stálminnug. Sjón-
in var farin, en alla þekkti hún,
er þeir heilsuðu henni og sögðu
til nafns síns.
Skal nú getið að nokkru ævi-
atriða þessarar merku konu.
Fædd var hún 20. júní 1874,
á Þönglabakka í Þorgeirsfirði,
sem var þá prestsetur í því
byggðarlagi, sem nú er komið
í eyði. Foreldrar hennar- voru
Jóhannes sonur sr. Jóns Reykja
líns, sem þá var þar prestur og
Guðrún Sigríður Hallgríms-
dóttir frá Hóli í sömu sveit. Er
hún var átta ára gömul fór hún
að Steindyrum á Látraströnd,
til vandalausra og var þar í ótta
ór. Mun hún hafa átt þar frem-
ur erfiða ævi og minntist hún
þess á efri árum.
Ung giftist hún Bjarna Gunn
arssyni frá Hóli og bjuggu þau
þar fyrstu fjögur árin, en fluttu
síðan að Steindyrum á Látra-
strönd. Lífið var erilsamt, en
þau voru hraust, hamingjan
virtist brosa við ungu hjónun-
um og yndisleg voru börnin,
fjögur að tölu, þegar ógæfan
skall yfir. Húsbóndinn fór í
selaróður, ásamt tveim ungum
piltum, Jóhannesi bróður Ingu
og Kjartani, bróðursyni Bjarna.
Þeir komu ekki aftur úr þeirri
för. Á ströndinni stóð unga
konan, með börnin sín, það
elsta átta ára en það yngsta eins
árs. Mér hefur verið sagt, að
dagana á eftir hafi hún gengið
um fjörurnar, með börnin sín
og horft grátandi út á hafið,
sem engu skilaði. Þung hafa
þau spor verið.
En ástin til barnanna og um-
hyggjan fyrir þeim, hjálpaði
henni yfir þessa hörmulegu
atburði. Einhverjir buðu henni,
að taka til sín sum börnin, en
henni flaug ekki í hug að
sundra heimilinu, nei, hún
ætlaði ^kki að láta þau frá sér
til vandalausra.
Nokkru seinna kynntist hún
Guðlaugi Ola Hjálmarssyni, frá
Brekku í Hvalvatnsfirði, ágæt-
um manni og giftust þau
skömmu síðar. Þau fluttu til
Grímseyjar'1914, bjuggu á Bás-
um, nyrsta bæ á íslandi, höfðu
talsvert bú með sjósókninni og
komust vel af. Inga hefur sjálf
sagt svo frá, að allt, sem úr sjón
um kom, hafi verið hirt, hvert
fiskbein hvað þá annað. Allt
var þurrkað og hert, síðan bar-
ið og höggvið sundur, handa
sauðfénu. Þetta kostaði mikla
vinnu, en börnin fóru snemma
að hjálpa til, sagði Inga sjálf í
útvarpsviðtali við Jökul Jakobs
son, er hún var níutíu og sjö
ára.
Inga var skörp, fljót að hugsa
og dugleg með afbrigðum. Ég
heyrði skemmtilega sögu af
henni, þegar ég var barn. Hún
hafði verið að ganga við kind-
ur, nokkuð uppi á eyjunni, og
hitti þar fátæka konu. Inga var
í nýjum sokkum og skóm, en
ókunna konan var í óttaiegum
ræflum og sá í bera fæturna í
gegnum götin. Inga sagði við
hana, að ómögulegt væri fyrir
hana að ganga svona, lét hana
klæða sig úr og fékk henni sína
sokka og skó, en hljóp sjálf
heim í þeim ónýtu, sem konan
hafði verið í. Gjöri aðrir betur.
Inga var ákaflega söngelsk,
eins og hún átti kyn til og
kunni feiknin öll af lögum,
sálmum og allskonar kvæðum.
Hún var sérlega eðlisgreind og
fram á síðustu ár var hún að
glíma við hugareikning, til að
halda við sínum andlegu kröft-
um.
Börn hennar eru:
1. Guðrún, gift Sigmari Ágústs-
syni, búsett í Olafsfirði.
2. Siggerður, ekkja Magnúsar
Símonarsonar hreppstjóra í
Grímsey.
3. Oli, útvegsbóndi í Grímsey,
giftur Elínu Sigurbjörnsdótt-
ur.
4. Svanfríður, ekkja Jakobs
Helgasonar, búsett á Dalvík.
í seinna hjónabandi eignaðist
hún Signýju, sem gift er Frey
Geirdal og eru þau búsett á
Akranesi.
Er Inga var níutíu og sjö ára,
var hún langamma allra skóla-
barnanna í barnaskólanum í
Grímsey og töldu menn, að það
mundi vera einsdæmi.
Mörg síðustu árin dvaldi hún
hjá dótturdóttur sinni, Huldu
Reykjalín, og manni hennar,
Þorláki Sigurðssyni, qg naut
þar framúrskarandi góðrar um-
önnunar.
Inga kvaddi þennan heim er
sólargangur var lengstur og
eyjan hennar var böðuð í sólar-
birtu svo að segja dag og nótt.
En þrátt fyrir erfitt líf var líka
bjart í hugarheimi þessarar
öldnu konu og traustið á guð-
lega fórsjón var hið sama, alla
tíð. Hafi hún að leiðarlokum
heila þökk okkar allra, ættingja
og vina. Blessuð sé hennar
minning.
Sigríður Guðmundsdóttir
Schiöth.
Dagana 8.—10. ágúst sl. tóku 24
unglingar (13—14 áraj héðan
frá Akureyri þátt í íþróttamóti
vinabæjanna Lahti, Vesterás,
Randers, Ak. og Álesund. Mót
þetta er haldið annað hvert ár
og fór nú fram í Lahti í Finn-
landi.
Flogið var frá Keílavík að
morgni þ. 7. ág. til Kaupmanna-
hafnar og Stokkhólms. Síðan
var siglt frá Stokkhólmi kl. 18
áleiðis til Turku í Finnlandi
með stóru farþegaskipi (Silja
Line) og komið til Turku kl. 8
á föstudagsmorgni og loks var
ekið með áætlunarbíl til Lahti
og komið þangað skömmu eftir
hádegi, að loknu nær 30 klst.
ferðalagi, lengst af í 30 stiga
hita!
Mótsstjórinn Ahti Mákinen
bauð keppendur velkomna og
vísaði þátttakendum til dvalar
í stóru skólahúsi í miðborginni.
Keppni Akureyringa hófst
fyrir hádegi á laugardag á
Mukkula-velli og sigruðu Ak,-
piltar þá Álesund með 6—0.
Gunnar Gíslason skoraði 3-
SMATT & STORT mnisteöt
Frá vinabænum Lahti í Finnlandi.
(Framhald af blaðsíðu 8)
við vestur-þjóðvcrja er beðið
með mestri cftirvæntingu.
EINHUGUR ÍSLENDINGA
Einhugur íslendinga í útfærslu
landhelginnar er alger. Hins
vegar eru menn ekki á eitt sátt-
ir um, hvort liagkvæmt kunni
að reynast að semja um ein-
hverjar tímabundnar undan-
þágur til handa þeim fiskveiði-
þjóðum, sem eftir þeim leita og
hafa áður notið þeirra. En um
undanþágurnar fjalla cinmitt
nefndar samningaviðræður. —
Takmarkið er þó eitt og hið
sama: Full yfirráð í 200 mílur,
síðan skynsamleg nýting.
REFSITOLLAR
Löndunarbann þjóðverja á
ferskfiski og tollmúr EBE, sem
eru refsiaðgcrðir vegna út-
færslu landlielginnar, er órétt
læti og raunar óviðunandi, og
Vinabæjakeppni í Finnlandi
mörk, Jónas Róbertsson 2 og
Erlingur Kristjánsson 1. Sann
kölluð óskabyrjun í knatt
spyrnu!
Eftir hádegi hófst frjáls-
íþróttakeppnin á hinum glæsi-
lega Radiomáki-leikvangi borg-
arinnar, í glampandi veðri. Eft-
ir opnunarræðu hófst fyrsta
keppnisgreinin, 100 m hlaup
kvenna og þar brunaði Sigríð-
ur Kjartansdóttir fyrst í mark
á 13,4 sek., vel á undan finnsku
stúlkunni Sari Tallgren sem
fékk 13,8 sek. Þessi fyrsti sigur
virtist hleypa eldmóði og bar-
áttuvilja í hina ungu Akur-
eyringa sem kepptu nú sumir
í fyrsta skipti opinberlega.
Sigurður Brynjólfsson sigraði í
kúluvarpi í sínu fyrsta kasti
með 11,50 m.
Annar ágætur árangur þeirra
varð þessi:
Kúluvarp st. 2. Inga Garðars-
dóttir 7,78 m. Langstökk st. 2.
Sigríður Kjartansdóttir 4,91 m.
100 m hlaup dr. 3. Gunnar
Rafnsson 13,2 sek. Langstökk
dr. 3. Anton Hai'aldsson 5,11 m.
Hástökk dr. 2. Gunnar Gíslason
1,60 m eftir spennandi einvígi
AGÆ-TUR -ARANGUR AKUREYRINGA
veggspjöld
Umferðarráð efnir til sam-
keppni í gerð veggspjalda, sem
nota skal í alþjóðaherferð fyrir
auknu öryggi barna í umferð-
inni. Veggspjaldið skal skír-
skota til ökumanna í þéttbýli
og vera ábending til þeirra að
gæta ítrustu varkái'ni gagnvart
börnum innan 10 ára aldurs.
Samkeppni þessi er liður í
alþjóðasamkeppni, sem Evrópu
ráðstefna samgönguráðherra
(ECMT) og alþjóðasamtök um
varnir gegn umferðarslysum
(PRI) standa að. Fyrsta sam-
keppnin var um gerð vegg-
spjalda til þess að nota í her-
ferð gegn ölvun við akstpr og
önnur samkeppnin var um gerð
veggspjalda til að nota í barátt-
unni fyi'ir aukinni notkun bíl-
belta. í þessari keppni verða
veitt 5 verðlaun.
í keppninni hér verða veitt
ein verðlaun að upphæð kr.
140.000,00 en auk þess fá 3 til-
lögur viðurkenningu. Ef sá sem
fengi 1. verðlaun hér hlyti
einnig 1. verðlaun í hinni alþjóð
legu keppni, fengi hann sem
svarar ísl. kr. 700.000,00.
Skilafrestur í samkeppninni
Torfi Jónsson, auglýsingateikn-
ari og Árni Reynisson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndar-
Iráðs.
Auk' verðlaunanna í hinni al-
þjóðlegu samkeppni hlýtur
verðlaunahafi þá upphefð að
veggspjald hans er notað um
allan heim. í hinum alþjóðlegu
samtökum um varnir gegn um-
ferðarslysum (La Preventiön
, i Routiere Internationale) eru 37
aðildarlönd. Umferðarráð gerð-
ist aðili að þessum samtökum
árið 1973 og er þetta f fyrsta
sinn sem það tekur þátt í slíkri
alþjóðakeppni. □
hér á landi er til 15. desember
1975 og er samkeppnin opin öll-
um áhugamönnum og atvinnu-
rpönnum. í dómnefnd eru: Pét-
ur Sveinbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs,
við Finnann Harri Siven, sem
var rneii'a en höfði hærri en
Gunnar! Hástökk st. 3. Sólveig
Skjaldardóttir 1,40 m, Ak.-nxet.
Reyndar stökk Sólveig yfir 1,45,
en það stökk var dæmt ógilt.
Brynja Agnarsdóttjr 12 ára fór
í 800 m hlaup stúlkna til að
bjarga stigi og varð 5. á tíman-
um 3.03,3 og hljóp síðan ágætan
sprett í 4x100 m boðhlaupi þar
sem Ak.-stúlkurnar náðu 2. sæti
með 55,3 sek. Loks varð pilta-
sveit Ak. nr. 3 í 4x100 m boð-
hlaupi á 53,2 sek., en þá hlupu
Gunnar Rafnsson, Hallur Stef.,
Anton H. og Gunnar Gíslason.
Heildarstigatala fyrir. frjáls-
íþróttakeppnina var þannig:
1. Lahti .......... 65 stig
2. Vesterás ....... 61 stig
3. Akureyri ....... 52 stig
4. Álesund .........43 stig
5. Randers .........29 stig
Síðar um daginn var keppni
haldið áfram í knattspyrnu og
voru Svíar mótherjar að þessu
sinni. Leiknum lauk með sigri
Ak. 2—0, og skoraði Gunnar
Gíslason bæði mörltin. Leikur
þessi fór fram á Kivimáa-velli.
Þótt þessir unglingar hefðu
komið um langan veg til þessa
móts var fi'ammistaða þeirra
þennan fyrri keppnisdag með
afbrigðum góð, enda voru það
örþreyttir unglingar sem sofn-
uðu að kvöldi þess 9. ágúst.
En ekki var til setunnar boð-
ið, því strax næsta morgun kl.
10 gall dómaraflautan við og
keppni hófst við dönsku piltana
frá Randers. Nokkur þreytu-
merki mátti nú sjá á Ak.-liðinu
og ennfremur munaði miklu að
markahæsti keppandinn, Gunn
ar Gíslason, var nú hafður í
strangri gæslu. Eftir mikinn
baráttuleik vax'ð útkoman jafn-
Frá Landssarob. iðnverkafólks
Myndir af veggspjöldum sem
lilotið hafa 1. verðlaun í alþjóða
samkeppni ECMT og PRI.
Á stjórnarfundi Landssambands
iðnverkafólks sem haldinn var
6. sept. 1975, var eftirfarandi
samþykkt gerð:
„Stjórn Landssambands iðn-
verkafólks lýsir undrun sinni á
hinum gikkslegu samþykktum
Stéttarsambands bænda í garð
verkalýðshi-eyfingarinnar. Virð
ist nú augljóst að áður kunnur
fjandskapur formanns Stéttar-
sambandsins í garð verkalýðs-
hreyfingarinnar er orðin stefnu
markandi fyrir sambandið."
Stjórn Landssambands iðn-
verkafólks teiur því tímabært
að verkalýðssamtökin geri sínar
ráðstafanir til að mæta árásum
Stéttarsambands bænda á við-
eigandi hátt. □
tefli 2—2 og skoruðu þeir Hall-
dór Ól. og Jónas R. mörk ís-
lendinga.
Eftir hádegið, kl. 2, var loks
úrslitaleikur mótsins milli Ak.
og Lahti. Hinir stóru og þrek-
miklu finnsku piltar reyndust
hlutskarpari og sigruðu 3—1.
En mark Akureyringa skoraði
Kristján Kristjánsson.
Lokatölur í knattspyrnunni
urðu því þannig:
1. Lahti 8 stig (8—3)
2. Akureyri 5 stig (11—5)
3. Randers 4 stig (7—6)
4. Vesterás 3 stig (5—5)
5. Álesund 0 stig (1—13)
Eftir keppnina var þátttak-
endum ekið um borgina og sýnt
hið markverðasta og vakti hin
nýbyggða íþróttamiðstöð Vieru-
máki mesta athygli. Lahti er
nokkru stærri en Reykjavík
eða ca. 97 þús. manna borg og
er einkum þekkt sem miðstöð
vetraríþrótta í Finnlandi og þar
er mikill iðnaður.
Um kvöldið var lokahóf í
Tapanila og kvöddust menn þar
með virktum , eftir að hafa
skipst á gjöfum og góðuxn
árnaðaróskum.
Næsta dag var haldið til baka
og buðu Svíarnir samfylgd sína,
sem að sjálfsögðu var þegið
með þökkum. Komið var til
Vesterás kl. 11 um kvöldið og
var Akureyringunum ætluð
hótelherbergi næstu 4 dag'a í
boði Svía.
Þriðjudag 12. ág. var svo
knattspyrnukeppni við Skult-
una, 4000 manna bæ í útjaðri
Vesterás, og unnu Ak.-piltai'nir
auðveldlega 5—1. Eftir leikinn
gáfu þeir Skultuna-menn gest-
ufn sínum mei'ki, veifur og
skaftpotta, ágæta Skultuna-
framleiðslu, að skilnaði.
Á miðvikudag bauð æskulýðs
fulltrúi Svíanna, Ulf Karlsson,
í skoðunarferð um Vestei'ás og
var þar margt fróðlegt að sjá,
svo sem ráðhúsið, kirkjan,
Valby-minjasafnið og Rock-
unda íþróttahöllin! Vesterás er
fjórða stærsta borg Svíþjóðar
með 114 þús. jbúa (1970) og er
ört vaxandi iðnaðar- (ASEA)
og verslunai'borg, ennfremur
hefir hún getið sér orð sem ein-
hver mesta „ráðstefnuborg“ á
N orðurlöndum.
Síðasta dag ferðarinnar,
liefur veruleg áhrif á fiskiðnað
inn í Iandinu og kjör sjómanna.
Ekki mega þó refsiaðgerðir af
þessu tagi hafa nein úrslita-
áhrif í landlielgisdeilunni, svo
sem þcir menn óttast, sem
draga í efa einurð og stefnu-
festu verri hehnings ríkisstjórn
arinnar.
NÝMÁL f SVIÐSLJÓSINU
Iðnaðarráðuneytið liefur skipað
nefnd manna til að kanna flutn-
inga á heitu vatni hafna á milli,
til að hita með því hina nxörgu
„köldu staði“ landsbyggðarinn-
ar. Sumum finnst hugmyndin
lieldur fáránleg. 1 sjávarútvegs-
ráðuneytinu eru vangaveltur
um, og jafnvel ráðagerðir, að
belgískir bankar fjármagni út-
gerð hér við land, sem eingöngu
á að þjóna belgískum hagsmun-
um. Útgerð þessa á að skreyta
með íslenskum nöfnum, og virt
ist sjávarútvegsráðherra ekki
lxafa áttað sig mjög vel á fyrir-
bærinu, ef marka má „fjölnxiðla
viðtal“ við liann á dögunum.
fAtvinnai
fimmtudag 14. ág„ var frjáls-
íþróttakeppni við Vesterás-
félögin og sigraði Sigríður
Kjartansdóttir í langstökki á
nýju Ak.-meti 5,11, og vann
einnig 100 m hlaup á 13,0 sek.,
en Brynja Agnarsdóttir náði 2.
sæti á 13,9 sek. Gunnar Gísla-
Son vann hástökk með 1,52 m,
en annar árangur var nokkru
lakai'i en í Lahti.
Á föstudagsmorgun voru for-
ystumenn Svíanna kvaddir með
nokkrum minjagripum og
mikju þakklæti fyrir vinsemd
og hjálpsemi. Síðan var ekið
eftir malbikuðum sveitavegun-
. um til Stokkhólmsflugvallar og
flogið heim til íslands.
Ferð þessi verður þessum
ungmennum áreiðanlega minnis
stæð og lærdómsx'ík um margt.
Sjóndeildarhringur þeirra hefir
án efa stækkað að mun, og þau
munu ef til vill hafa mannast
og menntast af því að kanna
nýjar slóðir og kynnast nýjum
siðum. Ferð þessa skipulögðu
foi'maður og gjaldkeri ÍBA og
stóðust allar þeirra áætlanir
með ágætum. Fararstjórar í
ferðinni voi'u Haraldur Sigurðs
son formaður Frjálríþróttaráðs
og Þröstur Guðjónsson íþrótta-
kennari og kona hans Gunn-
hildur Baldvinsdóttir.
H. S.
Ábyggilegur skólapiltur
óskar eftir vinnu um
helgar eða á kvöldin.
Margt kemur til greina.
Tilboð merkt
„VINNA“ leggist inn á
afgreiðslu Dags.
Unglingur eða eklri
maður óskast til að-
stoðar við gripahirð-
ingu í sveit næsta vetur.
Uppl. í síma 2-15-16
eftir kl. 7 á kvöldin.
OFNASMIÐJU
NORÐURLANDS
vantar skrifstofustúlku
frá kl. 13-17 e. h.
nú þegar.
Uppl. ekki veittar í sínia
Barnagæsla óskast fyrir
2.V2 árs dreng, lielst í
Glerárhverfi.
Uppl. í sírna 2-24-03.
Telpa óskast til að gæta
3ja ára barns frá kl. 5—7
síðdegis.
Uppl. í síma 2-24-79.
- Vegaframkvæmdir í kjörd.
(Framhald af blaðsíðu 1)
í N.-Þing. hefur verið unnið
við Vestursandsveg og er full-
gerður vegurinn á nokkrum
kafla hjá Lindarbi'ekku. Enn-
fremur var unnið að vegagerð
sunnan við Kópasker, frá
Klapparósi að Kópaskeri og sá
vegur fullfrágenginn. Þá var
frágenginn vegurinn frá Geita-
sandi að Leii'þöfn og er þetta
þriðja árið, sem unnið er við
Þórskonur!
Hinn 18. september komu all-
margar konur úr íþróttafélag-
inu Þór á Akureyri saman til
að stofna félag, er taki vii'kan
þátt í starfsemi aðal félagsins.
Framhaldsstofnfundur verður í
Strandgötu 9, fimmtudaginn 25.
september. Eru allir velunnarar
Þórs, konur yngri sem eldri,
hvattar til að mæta. □
í Hólshúsum í Hrafna-
gilslireppi eru 3 tryppi í
óskilum, eitt brúnskjótt,
hin brún.
Eigendur vitji þeirra
sem fyrst og greiði áfall-
inn kostnað.
Ábúendur.
HLUTAVELTA
verður í Alþýðuhúsinu
sunnudaginn 28. þ. m.
kl. 3 e. h.
Náttúrulækningafélag
Akúreyrar.
Sala
þann veg. Nú er unnið við veg
frá Hafralónsá að Syðri-Brekk-
um og vonast til, að hægt verði
að taka þar í notkun vel upp-
hlaðinn veg í vetur. Brú var í
sumar byggð yfir Kverká í
Þistilfirði.
Þetta eru helstu framkvæmd-
ir við vegagerð í sumar, en
ótalin nokkur smærri verkefni,
sem unnin voru jafnhliða hin-
um stærri verkum.
En ótalin eru þau verk, sem
fjármögnuð eru af Kröflunefnd
og er vegurinn um Námaskarð
þar efst á blaði. Þar hefur verið
lagður nýr og víða mjög hár
vegur frá Bjarnarflagi að vega-
mótum nýs Kröfluvegar,
nokkru austan við Námaskarð.
Ennfremur er langt komið að
leggja 7,5 km langan veg að
Kröfluvirkjun.
Auk þessa er jafnan unnið að
viðhaldi vega og vinnslu efnis,
sagði Grétar Olafsson að lok-
Til sölu svefnbekkir,
verð kr. 20,400.
Uppl. í síma 2-11-53.
Til sölu 4 páfagaukar
og búr, einnig ódýr
skýliskerra.
Uppl. í síma 2-13-27
eftir kl. 9 á kvöldin.
KÝR til sölu.
Hef til sölu nokkrar
ungar kýr og fyrsta kálfs
kvígur.
Sigíús Jónsson,
Einarsstöðum, sími um
Breiðumýri.
Til sölu borðstofuborð
og stólar. Selst ódýrt.
Uppl. í síma 2-12-75.
Til sölu mótor úr Volks-
wagen 1300, ekinn
15.000 krn.
U{>pl. í síma 2-13-38
frá kl. 9-6.
Til sölu eru
SÝNIN GARSKÁPAR
úr ljósum viði, 150x175
x28 cm að innanmáli,
með gleri í hurðum.
Hentugir fyrir sýningar-
gripi i skólum eða
prívatsöfnum .
Uppl. á Náttúrugripa-
safninu í síma 2-29-83,
eða 2-17-74 á kvöldin.
Sem nýr ísskápur og
írystikista af gerðinni
Electrolux til sölu.
Uppl. í síma 2-24-31.
Notuð Rafhaeldavél
með gormhellum til
sölu. Verð kr. 7.000.
Uppl. í síma 2-24-03.
Til sölu FLIPPER
seglskúta með mjög
fullkomnum seglbúnaði
Hagstætt verð og
greiðsluskilmálar.
Uppl. í síma 1-11-20.
Til sölu HONDA
Special Sport Club árg.
1974, A-10.
Uppl. í síma 2-38-82.
60 ungar ÆR til sölu.
Skipti á snembærum
IvÚM hugsanleg.
Uppl. á Tjarnarlandi,
sími um Munkaþverá.