Dagur - 08.10.1975, Blaðsíða 1

Dagur - 08.10.1975, Blaðsíða 1
IgpJ9*1^ s\æt'ö« • swö™ EEal EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. okt. 1975 — 41. tölublað FILMUhÚSIS AKUREYRl Kvénnafrí 24, okt. Dagana 20.—21. júní 1975 var ihaldin kvennaráðstefna í Reykjavík þar sem saman voru komnar konur úr öllum stai'fs- stéttum og öllum stjórnmála- flokkum. Þær samþykktu m. a. að skora á konur að taka sér frí frá störfum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. okt. n. k. til þess að sýna fram á mikilvægi vinnu framlags síns. Þá var stofnuð 11. sept. sl. framkvæmdanefnd um kvenna- frí þann 24. okt. n. k. Aðild að þeirri samstarfsnefnd eiga stétt- arfélög, stjórnmálafélög, kven- félög og aðrir áhuga- og hags- munahópar kvenna. Kannanir hafa verið gerðar á ýmsum vinnustöðum, og hafa þær leitt í ljós víðtækan stuðn- ing við þessa aðgerð. Hér á Akureyri hefur komið fram áhugi á, að konur taki sér frí frá störfum 24. okt. Ákveðið hefur verið að koma saman til fundar að Hótel Varð borg n. k. sunnudag, 12. okt., kl. 15. Þar verður rætt um skipulagningu og ýmis fram- kvæmdaatriði varðandi fyrir- hugað kvennafrí 24. okt. Fundurinn er opinn öllum, sem áhuga hafa á jafnréttis- málum. Á mánudaginn, þegar viðskipta vinir Landsbankaútibúsins á Akureyri komu þangað, hafði verið opnaður nýr afgreiðslu- salur í nýbyggingu útibúsins og er viðbótarbyggingin álíka að flatarmáli og gamli afgreiðslu- salurinn, sem síðan verður endurbættur og aftur tekinn í notkun fyrir afgreiðslu stofn- unarinnar til viðbótar hinu nýja, og verða þar rúmgóð húsa kynni. Nýja húsnæðið cr að sjálf- sögðu bjart og vistlegt, og til nýjunga eru mikil blómaker undif allri vesturhliðinni. Þar hafa þegar verið gróðursett blóm í vikri, sem rækta á í sér- stakri næringar-efnablöndu í stað moldar. Þessi vatnsrækt hefur ekki áður farið fram í peningastofnunum hérlendis. □ I fyrstu göngum á Árskógsströnd. (Ljósm.: E. D.)^ Hin þráláta og kalda norðanátt í lok septembermánaðar toi'- veldaði á sumum stöðum fjár- ■ S Auglýst var eftir umsóknum um fræðslustjórastöður á Norð- urlandi eystra og vestra. Þessar umsóknir bárust: Um fræðslustjórastöðu í Norðurlandsumdæmi vestra: Dr. Bragi Jósepsson, Skipa- sundi 72, Reykjavík, Helga Kristín Möller, kennari, Skip- holti 43, Reykjavík, Sveinn Kjarlansson, skólastjóri, Hafra- lækjarskóla, S.-Þing., Valgarð Runólfsson, skólastjóri, Reykja mörk 12, Hveragerði og Þor- móður Svavarsson, fil. kand., Skarðshlíð 31, Akureyri. Um fræðslustjórastöðu í Norðurlandsumdæmi eystra: Nanna Ulfsdóttir, B.A., Hraun- bæ 90, Reykjavík, Valgarður Haraldsson, námsstjóri, Hamars stíg 41, Akureyri og Þormóður Svavarsson, fil. kand., Skarðs- hlíð 31, Akureyri. □. Stofnfundur Rauða kross deild- ar Dalvíkur og nágrennis var haldinn á Dalvík 25. sept. 1975. Formaður undirbúningsnefnd- ar, Kristján Olafsson, setti fund inn og skýrði aðdraganda. Stofn félagar deildarinnar eru 38, en stofnendur teljast þeir sem skrá sig félaga fyrir áramót. Starfs- svæði deildarinnar er Dalvík, Svarfaðardalur, Árskógsströnd og Hrísey. í stjórn voru kjörnir: Kristj- ÞEIR KYNNA SKRIFSTOFUVÉLAR Skrifstofuvélar h.f. í Reykjavík, sem m. a. voru kynntar í Reykjavík fyrir skemmstu á Alþj óðlegu vörusýningunni, eru nú kynntar hér á Akureyri. Eru sölumenn fyrirtækisins hér frá 7.—10. október og hafa aðsetur á Hótel KEA. Umboð hefur Bókval h.f., Hafnarstræti 94. □ leitir. Á nokkrum stöðum kyngdi niður svo miklum snjó, að fé fennti og þar varð jarð- laust með öllu. En ekki nóg með það, því mjög erfiðlega gekk að reka fé úr heiðum vegna ófærðar og þurfti að troða slóðir svo unnt væri að reka féð. í Mývatnssveit hafa sláturlömb á sumum bæjum verið allt að því hálfan mánuð í húsi, ennfremur í Bárðardal framanverðum og í Reykjadal framan við Laugar. Slátrun lief ur þó verið flýtt svo sem kostur Mjög margt fé hefur verið dregið lifandi úr fönn og margt hefur skriðið sjálft úr fönn. En á öllum bæjum hér í Bárðar- dalnum vantar enn fé, sagði Bjarni Pétursson á Fosshóli. Féð er búið að vera nær háífan mánuð á gjöf og það er fyrst í dag, mánudag, sem ég lét ærnar út. □ Húsmæðraskólinn á Laugum verður vel sóttur í vetur. Fram að jólum verða hin ýmsu nám- skeið í skólanum, svo sem saumanámskeið, sem þegar er Þyrla eyðilagðist án Ólafsson formaður, Halla Jónasdóttir ritari, Anton Angan týsson gjaldkeri. Endurskoð- endur voru kosnir Eggert Briem og Helgi Jónsson. Gísli Ólafsson úr stjórn RKÍ og Akureyrardeildar RKÍ flutti nýstofnaðri deild kveðjur. Guð mundur Blöndal framkvæmda- stjóri hjá Akureyrardeild skýrði frá starfsemi deildar- innar. Eggert Ásgeirsson skýrði frá starfsemi Rauða krossins. Síðan urðu almennar um- ræður og kom fram mikill áhugi fyrir velferð heilsugæslu- stöðvarinnar á Dalvík en ein- mitt þennan sama dag var byrj- að að grafa fpuir stöðinni. Eggert Briem heilsugæslu- læknir skýrði frá viðhorfum í heilbrigðismálum héraðsins. Rætt var um neyðarvarnir, sjúkraflutningamál o. fl. og mun verða efnt til almenns fundar um málefni deildarinnar síðar. □ Á föstudaginn eyðilagðist stærsta þyrla Landhelgisgæslunnar, GNÁ, cr hún hrapaði utan í Skálafelli, þar sem hún var við fliitn' inga. í vélinni voru Björn Jónsson flugstjóri og Ævar Björnsson flúgvirki og sluppu þeir lítt eða ekki meiddir. Vélin var tryggð fyrir 58 millj. kr., en ný vél af þessari gerð kostar þrisvar sinnuni meira. Þessi mynd af GNÁ var tekin á Akureyrarflugvelli í sumar. (Ljósm.: E. D.) hafið, þá glóðarsteikingarnám- skeið, námskeið í almennri mat reiðslu, smurbrauðsnámskeið, síldarrétti og forrétti og ábættis rétti. Námskeið þessi standa yfir frá einu kvöldi og upp í tíu kvöld og þátttakendur eru bæði karlar og konur. Biðlistar eru þegar á sum námskeiðin. Við kennum um 50 nemendum úr Héraðsskólanum fram að jólum og litlu færri eftir ára- mótin, sagði skólastjóri. Eftir áramótin hefst svo fjögurra mánaða húsmæðra- skóli og sýnist hann muni verða fullsetinn. Skólinn tekur um 20 nemendur í húsmæðradeildina. Skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum er Hjördís Stefáns- dóttir. □ Karlöflurnar frusu í görðum Þótt mest af kartöfluuppsker- unni við Eyjafjörð hafi verið komið í hús fyrir mestu frostin, er nokkurt magn eftir og mun það verulega skemmt, ef ekki ónýtt. Snjóföl hlífði nokkuð í mörgum görðum, en frostið fór niður í 10—12 stig og jafnvel meira og harðar frostnætur voru tvær. Hafa þessi frost valdið mjög miklu uppskeru- tjóni, þótt ekki sé unnt að meta það ennþá. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.