Dagur - 08.10.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 08.10.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Siniar 1-11-66 og 1-11-67 Kitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar li.f. STÆKKIÐ LANDHELGI 15. OKTÓBER Hinn 29. september flutti Einar Ágústsson, utanríkisráðherra íslands ræðu á 30. Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. I síðari liluta hennar minnti ha|nn m. !a. á eftirfarandi atriði landhelgismálsins. í fyrsta lagi eru íiskistofnar á Is- landsmiðum enn grundvöllur efna- hags þjóðarinnar — lífshagsmunamál hennar. í öðru lagi er nærri helmingur heildarafla botnlægra fisktegunda á svæðinu enn veiddur af erlendum aðilum, einkum bretum og v.-þjóð- verjum. Og vegna smáfiskveiða breta verður að telja, að helmingur af f jölda veiddra 'fiska, hafi verið veidd- ur af erlendum fiskimönnum. Hin erlendu skip, sem þessar veiðar stunda, njóta ríkulegs styrks frá hlu taðeigandi ríkisstjórnum. I þriðja lagi er endurnýjun fisk- stofnanna í sívaxandi hættu og mesti nytjafiskurinn, þorskurinn, nær nú orðið ekki að hrygna nema einu sinni. Fiskaflinn er álíka mikill eða jafnvel minni nú en hann var fyrir 20 árum, en sóknin er þó tvöfalt meiri. í fjórða lagi er íslenski fiskiskipa- flotinn fullfær um að veiða leyfilegt hámark á íslandsmiðum. Og í fimmta lagi telur sérstök nefnd AÍþjóða Hafrannsóknarráðs- ins og Norðvestur Atlantshafs fisk- veiðinefndin, að 50% samdráttur í sóknarmætti á Norður-Atlantsliafs- svæðinu myndi ekki minnka heildar- aflan. Af þessum sökum var ekki unnt að bíða niðurstöðu Hafréttarráð- stefnunnar og hinn 15. júlí sl. var ákveðið að færa fiskveiðimörkin í 200 sjómílur hinn 15. október í haust. Jafnframt er unnið að áætlun tun vísindalega stjórnun fiskveið- anna og mun hún fela í sér miklar takmarkanir fyrir íslenska fiskveiði- flotann. Þær ráðstafanir sem ríkis- stjórn íslands hefur gert, eru í sam- rærni við þá samstöðu, sem fram hef- ur komið á Hafréttarráðstefnunni þess efnis, að strandríki geti ákveðið leyfilegan hámarksafla innan 200 mílna fjarlægðar og einnig ákveðið möguleika sína til að hagnýta hann. Hins vegar er ríkisstjórn íslands ekki andvíg því að veita sanngjarna aðlögun til bráðabirgða. En þá verð- ur að hafa þær forsendur í liuga, að stefna okkar í þessum málum hefur verið kunn í 30 ár og hins vegar, að við munum ekki láta undan efna- hagslegum þrýstingi, svo sem þeim, sem okkur hefur verið sýndur af v.- (Framhald á blaðsíðu 2) Það voru eyfirskir bændur, sem höfðu forgöngu um, að setja upp tóvinnuvélar á Akur- eyri 1897 og var það upphaf hins mikla ullariðnaðar, sem þar þróaðist undir nafninu Ullarverksmiðjan Gefjun. Byrj- unin var lopa- og garnvinnsla, en strax 1904 hófst framleiðsla á dúkum og síðan hefur verk- smiðjan eflst og stækkað og sinnt fjölþættri framleiðslu, sem landsmönnum er kunnugt. 'Ekki var það nein tilviljun, eins og sumir álíta, að ullar- iðnaðurinn var hafinn á Akur- eyri með nýrri tækni og þeim vélakosti, sem þá var fyrir hendi og unnt að kaupa. Má draga í efa, að hinir eyfirsku bændur hafi nokkru sinni látið sér detta í hug annar staður. En ullariðnaðurinn var upphaf að miklu meiri og fjölþættari verksmjðjurekstri á Akureyri, og eru allar stærstu verksmiðj- urnar sunnan Glerár, þar sem fyrstu tóvinnuvélarnar voru settar upp, fyrir nær átta ára- tugum. Hinn mikli verksmiðjurekst- ur samvinnumanna á Akureyri, er ein af meginstoðum atvinnu- lífs bæjarins og á þessu ári var yfirstjórn Iðnaðardeildar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga flutt til Akureyrar. Fram- kvæmdastjóri hennar er Hjört- ur Eiríksson. Iðnaðardeildin velti tveim milljörðum króna á síðasta ári og getur það gefið nokkra hugmynd um rekstur- inn. Hjá deildinni starfa nær 800 manns, um 700 á Akureyri en fast að eitt hundrað manns í minni verksmiðjum í Reykja- vík og í Borgarnesi. Blaðið bað Hjört Eiríksson, framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar að segja lesendum blaðs ins frá Iðnaðardeild Sambands- ins, og helstu deildum hennar. Helstu atriðin í frásögn fram- kvæmdastjórans fara hér á eftir í lauslegri endursögn. Iðnaðardeild Sambands ís- lenskra samvinnufélaga var stofnuð 1949, hinn 1. janúar og var fyrsta árið undir stjórn for- stjóra Sambandsins, en forstöðu maður þá strax og síðan fram- kvæmdastjóri, þegar Iðnaðar- deildin var gerð að sjálfstæðri deild innan Sambandsins 1950, var Harry F rederriksen og hafði hann það starf með hönd- um til dauðadags, en við fram- kvæmdastjórastarfinu tók ég að honum látnum sl. vor. Um leið og þessi mannaskipti urðu, var stjórn Iðnaðardeildar flutt norður til Akureyrar. Ástæðurnar fyrir því, að aðal- stöðvar Iðnaðardeildarinnar eru fluttar hingað norður eru fleiri en ein, en tvær voru veiga mestar. í fyrsta lagi eru • aðal verksmiðjur Iðnaðardeildarinn- ar hér á Akureyri, sem að fram an greinir. f öðru lagi er þetta stuðningur, sem stjórn Sam- bandsins vill láta í ljósi, við þá byggðastefnu, sem barist er fyrir. Jafnframt því, sem stjórn Iðnaðardeildar er flutt hingað norður, er útflutningsdeild Iðn- aðardeildar einnig flutt hingað norður, undir stjórn Jóns Arn- þórssonar, sem hingað er flutt- ur. Nú eru allar vörur sendar beint út frá Akureyri og gengið frá öllum útflutningspappírum hér á staðnum, og er þetta mikil breyting. Hefur þetta í för með sér stóraukin umsvif hér og aukna atvinnu. Fyrir sunnan rekur deildin Húfuverksmiðjuna Hött í Borg- arnesi, Fataverksmiðju Gefjun- ar í Reykjavík og rafmótora- fyrirtækið Jötunn í Reykjavík, ennfremur Verslunina Gefjun í Austurstræti í Reykjavík, og eru þá allar deildir Iðnaðar- deildar Sambandsins utan Akur eyrar taldar. Starfsfólk Iðnaðardeildar hér á Akureyri er 700 manns og fyrir sunnan um 90 manns. Samtals er starfsfólk deildar- innar rétt innan við 800. Verksmiðjurekstur samvinnu manna á Akureyri er stór þátt- ur í atvinnulífi bæjarins. Starfs fólki hefur ekki fjölgað síðustu árin, en framleiðslan hefur þó meira en tvöfaldast vegna auk- ins vélakosts og hagræðingar á öllum sviðum. Á síðasta ári var velta Iðnað- ardeildarinnar tveir milljarðar króna og á þessu ári er öruggt, að veltan fer yfir þrjá milljarða króna. Þar af var flutt á erlenda markaði fyrir 640 milljónir króna og ég geri ráð fyrir, að sú tala meira en tvöfaldist á yfirstandandi ári. Á miðju þessu ári hafði útflutningurinn aukist um 150%, miðað við sama tíma í fyrra. Meginútflutningurinn er ull- ar- og skinnavörur og er það einstaklega skemmtilég þróun, hve þessi íslensku hráefni, ull og skinn, eru í vaxandi mæli þýðingarmikil og verðmæt hrá- efni. Það er ætlun okkar að vinna ötullega að fullvinnslu þessara landbúnaðarvara, og að því ber að stefna að fullvinna bæði ullina og skinnin og marg- falda þannig verðmæti iðnvar- anna, bæði til útflutnings og á ipnlenda markaði. í sambandi við skinnavörur er keppikefli okkar að fullnýta þá glæsilegu framleiðslu, sem þar fer fram, svo sem pelssút- uðu skinnin og sauma síðan úr þeim fatnað, svo sem mokka- kápur. Þá fyrst eru skinnin full unnin og komin í það verð, sem hæst næst hverju sinni. í því sambandi er ekki aðeins um að ræða aukna atvinnu hér og verðmætasköpun í iðnaði, held- ur þýðingarmikinn þátt í gjald- eyrissköpun þjóðarinnar. Um ullina er það að segja, að ekki er lengur neitt selt út af óunninni ull, nema allra léleg- ustu flokkarnir, sem við getum ekki unnið úr. En því miður eru þeir lélegu flokkar of stórir. Við erum búnir að semja ótal greinargerðir um ullina til yfir- valda og tillögur til úrbóta í framleiðslu og meðferð hennar. Við teljum, að bændur þurfi að fá meira fyrir ullina en nú er, í verðlagsgrundvellinum, og að þeir þurfi einnig að fá meiri verðmun fyrir bestu ullina en nú er. Það hefur verið til of' lítils að vinna fyrir bændur, að framleiða úrvals ull. Hið sama gildir auðvitað um gærurnar. Það er besta ullin og bestu gær- urnar, sem halda uppi þeirri f2'amleiðslu, sem best verð fæst fyrir, bæði utanlands og innan. Það er auðvelt að stórbæta ull- ina með kynbótum, með því að rækta fé með hreinhvíta og að öðru leyti góða ull, og þarf það ekki að gerast á kostnað væn- leika fjárins. En því miður hef- ur ekki náðst æskileg samstaða um, að rækta fé með tilliti til ullar, og meðfei'ð ullai'innar þarf einnig að bæta að mun. Við höfum talsverða reynslu frá ríkisbúunum á Skriðu- klausti'i, Hólum í Hjaltadal, Reykhólum á Barðaströnd og Hesti í Borgarfirði, þar sem ræktað hefur verið hreinhvítt fé. Við höfum fengið ullina af þessu fé og hún er alveg ólík og langtum betri en gengur og gerist. Mér er sagt af starfs- mönnum þessai'a búa, að kjöt- þunginn sé ekki minni á þessu fé en öðru, og að það sé tiltölu- lega mjög auðvelt að rækta fé með þessa ágætu, hreinhvítu ull. Vandamálið er það, að bændur þykjast ekki bera nóg úr býtum fyrir bestu ullina. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sameiginlegt átak til breyt inga. Allt, sem hægt er að gera til að bæta hráefnið og ekki kostar allt of mikla fjánnuni, verður að gera hið allra fyrsta. Meiri ullargæði auka möguleik- ana á því að auka fjölbreytnina og ná meiri og betri viðskiptum erlendis og skiptir það þjóðina alla miklu máli. Hið sama gildir um gærurn- ar, svo og alla meðferð þeirra. Meðferð á gærum í slátui'hús- um landsins þarf að batna til muna, því of stór hluti skemm- ist þar vegna vöntunar á réttri verkstjói'n. Reynslan hefur sannað okk- ur, að þessar landbúnaðarvör- ur, ull og skinn, hafa löngum tekur sá næsti við, og nú er ein- um stórum áfanga lokið, sem er endurnýjun vóla og tækja allra deilda verksmiðjunnar, að heita má, spunadeild, vefdeild og fágunardeild. Framleiðslan hefur stórauk- ist. Unnið var úr 800 tonnum ullar á síðasta ári, á móti 350 tonnum fyrir tíu árum síðan. í Ullarverksmiðjunni Gefjun á Akureyri stai'fa 212 manns. Við smiðjustjórastai-fi af Jónasi Þór tók Sigurður Pálsson, sem dó ári síðai' og við af honum tók Arnþór Þorsteinsson fram til 1972, þá Hjörtur Eiríksson, en núverandi verksmiðjustjói'i er Hreinn Þormar, sem tók við því starfi í júní sl. sumar. Iljörtur Eiríksson, framkv.stj. Iðnaðardeildar SÍS. framleiðsla, ásamt sútuninni, sem Þoráteinn stjórnaði léngi, en 1935 hófst skóframleiðslan.-. Skóverksmiðjunni stjórnar Richard Þórólfsson og starfs- fólk verksmiðjunnar er - 65 manns. Þetta er eina skóverk- smiðja landsins, en það voru 5 eða 6 skóvei'ksmiðjur í land- inu. Erfiðleikar eru í skógerð hér á landi, sem í allri norðan- verðri Evrópu. Ástæðan er sú, að miklar skóverksmiðjur á Formósu og Kóreu, þar sem vinnuafl er ákaflega ódýrt; flytja fi’amleiðslu sína til Evrópulandanna í stórum förm- um. En skógei'ð hér hefur veru- lega þjóðhagslega þýðingu og það er okkar metnaðarmál, að fleiri- lánda. Þegar endurbygg- ingu Skinnaverksmiðjunnar lauk 1971, urðu alger tímamót. Árangurinn, sem síðan hefur náðst, er ákaflega mikill og eftii'tektarverður, og verðmæta aukningin við að fullsúta skinn, er alveg stórkostleg,. Sútun er rrijög’flókiri iðngrein og það var ekki vandalaust að fullvinna skinn í mokka og pels, eins og gert hefur verið með ágætum. Við ' verðum að stefna að því, að flytja minna út af óunnum gærum. en gert er og helst ekkert, og að fullvinnasla komi í staðinn. Hekla. Eftir siðai'i heimsstyrjöldina, verið vanmetnar og við eigum óþrjótandi verkefni í því að fullvinna þær og margfalda þær að verðgildi, og að því ber að stefna. Gefjun. Samband íslenskra samvinnu félaga fékk snemma áruga á auknum ullariðnaði í landinu og það varð að ráði 1930, að það keypti Ullaverksmiðjuna Gefj- uni og hefur rekið hana síðan. Tveim árum síðar var kamb- garnsvinnsla undirbúin og haf- in 1936 og 1945 var hafist handa um algera endurbyggingu verk smiðjunnar og var henni að mestu lokið 1950, með stærsta vinnuskála landsins, er þá var tekinn í notkun og var 5 þús. fermetrar að stærð. Verksmiðjan hefur alltaf ver- ið að stækka, enda er það svo, að þ'egar einum áfanga er náð, Ullarverksmiðjan framleiðir fyrst og fremst ullarvörur og má þar nefna lopa og garn, áklæði, værðarvoðir og alls konar fataefni. Ennfremur er mikið framleitt af sængum, svefnpokum, rúmteppum o.þ.h. Mikið af þessum vörum fer á erlenda markaði. Gefjun selur um 25% af sinni framleiðslu beint til útlanda, en auk þess til dæmis garn til Fataverk- verksmiðjunnar Heklu og mörg um öðrum sauma- og prjóna- stofum víðsvegar um land selur Gefjun vörur sínar. Þegai' þær vörur eru reiknaðar með, er útflutningur Gefjunar 55— 60%. Verkefnin, sem framund- an eru, eru geysilega mikil og ætlunin er að auka enn útflutn- inginn verulega með markaðs- leit og kynningu Gefjunarvara. Til dæmis um útflutning sam- vinnuverksmiðjanna á Akur- eyri má nefna viðskiptin við Sovétríkin, sem við höfum góð viðskipti við mörg undanfarin ár. Þau fyrirtæki eru tvö, sem við höfurn skipt við: ríkisversl- unin og samvinnusambandið. Á þessu ári seljum við þessum aðilum vörur fyrir 700 millj. kr. og nýlega var undiri'ituð yfir- lýsing um þess efnis að stór- auka viðskiptin á næstu árum í ullarvörur og öðrum vörum Iðnaðardeildar SÍS. Skóverksmiðjan. Það er upphaf skinnaiðnaðar samvinnumanna á Akureyri, að árið 1921 eða þar um bil, sendi Sambandið Þorstein Davíðsson til Bandaríkjanna, til þess að læra sútun og annan skinna- iðnað. Hann kom heim 1923 og hóf þá strax þvott á gæi'um í Kaupvangsgili. Upp úr því hófst svo leðurvinnsla og skó- gefast ekki upp, en sækja frem- ur á. Iðunnarskórnir eru vand- aðir og líka mjög' vel. Munum við nú mæta skókreppunni á þann hátt, að leita Iðunnar- skóm, fáum úrvalstegundum, markaða í nálægum löndum. Skógerðin er í nýjum húsa-' kynnum og vinnuaðstaða er góð. Skinnaverksmiðjan. Skinnavei'ksmiðjan Iðunn er í nýju húsnæði og vélakostur er einnig nýr. Þessi sútunar- verksmiðja mun vera ein sú fullkomnasta í öllum heimin- um. Verksmiðjustjóri er Ragn-. ar Olason. Starfsfólkið er um 110. í verksmiðjunni eru sútuð 350 þúsund gærur á ári og auk þess stórgripahúðir. Um 90% þessarar framleiðslu er flutt úr landi, bæði til Skandinavíu og mikið til Finnlands og í'aunar keýpt'i Sambandið Prjónastofu Ásgríms Stefánssonar hér á Akureyri. Hún hlaut nafnið Fataverksmiðjan Hekla og Ás- grímur hefur verið fram- kvæmdastjóri hennar fram á þennan dag. Starfsfólk er 239. Starf verksmiðjunnar var snemma tvískipt. Ásamt prjóna skapnum var hafin framleiðsla á vinnufatnaði. Hekla er lang- stærsta pi'jónastofa landsins, eða vei-ulega stærri en allar aðrar - prjónastofur landsins, samanlagðar. Og megnið af framleiðslu prjónastofudeildar er flutt út. Má þar nefna hundr- uð. þúsunda af Heklupeysum, sem unnar ei-u úr Gefjunar- bandi og seldar eru til Sovét- ríkjanna, en auk þess er svo vinnufatagerðin og hefur hún sjaldnast undan eftirspurninni. Sem dæmi um afköstin má nefna, að á síðasta ári voru Hér sér yfir verksmiðjuhverfi samvinnumanna á Akureyri. framleiddar þar 90 þúsund bux- ur, en auk þess mikið magn af úlpum og ýmiskonar vinnu- fatnaði. Betri og ódýrari sam- bærilegar vörur þekkjast ekki hér á landi. Þriðja deildin, sem stofnuð var í Heklu fyrir nokkrum ár- um, er skinnadeild og þar saum aðar mokkakápur, bæði fyrir innlendan og erlendan markað og saumað úr skinnum frá sútunarverksmiðjunni. Með því var varan fullunnin og þá orðin mjög vei’ðmæt. Mokkakápui’nar eru eftirsóttar á innanlands- markaði og stöðugt framleidd- ar, en vegna hinna mörgu gengisbreytinga hér á landi, varð útflutningur nær ófram- ■~kvæmanlegur um skeið. Þessi skinnadeild Heklu eflist vænt- anlega að nýju, því varan er góð. En ætlunin er að hefja á ný útflutningsframleiðsluna. r. I Ullarþvottastöðin. Ullarþvottastöðin á Akureyri hefur þá sérstöðu Sambands- fyrirtækja á Gleráreyrum að hún er ekki rekin af Iðnaðar- deild Sambandsins, heldur Bú- vörudeild. En mjög' mikið sam- starf er á milli Ullarþvotta- stöðvarinnar og Gefjunar. Á Ullarþvottastöðinni starfa 15 manns og henni veitir forstöðu Ofeigur Pétursson. í stöðnni er tekið á móti 6—700 tonnum af óþveginni ull, sem mun vera um 35% af þeirri ull, sem til sölumeðferðar kemur árlega. Ullai'þvottastöð var fyrst starfrækt á vegum Gefjunar, en núverandi stöð tók til starfa 1949 og eru í henni fullkomin vélasamstæða, sem þvær og þurrkar ullina. Eftir að vetrar- rúningur sauðfjár byrjaði, má heita, að starfsemi Ullai-þvotta- stöðvai'innar nái saman og stöð- in sé starfrækt allt árið. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Þá er komið að þeim verk- smiðjum samvinnumanna á Akureyri, sem Iðnaðardeild SÍS á til helminga á móti Kaup- félagi Eyfirðinga og eru það Efnaverksmiðjan Sjöfn og Káffi brennsla Akureyrar. Efnaverk- smiðjan Sjöfn er mikið og stækkandi fyrirtæki, sem fram- leiðir mikið magn af málningai'- vörum og hreinlætisvörum. Hún var stofnsett fyrir síðari heimsstyrjöldina og hefur ætíð verið rekin af miklum krafti og myndarskap, enda hefur hún alltaf verið að stækka og auka fi-amleiðslu sína. Málningar- vöruframleiðslan er nú flutt í gott húsnæði við Glerárgötu, en alls er framleiðslan á fjórum stöðum, því húsnæðið, hefur þurft að auka mjög hratt. Lengst af var Ragnar' Ólason verksmiðjustjóri Sjafnar, eða þar til hann tók við nýju sút- unarverksmiðjunni 1968, en þá tók Aðalsteinn Jónsson við verksmiðjustjórninni. Fyrir- tækið er alþekkt fyrir góðar framleiðsluvörur og á mikinn hlut í málningarframleiðslu landsmanna, svo og í fram- leiðslu hreinlætisvara. í verk- smiðjunni starfa 36 manns. Kaffibrennsla Akureyrar. í Kaffibrennslu Akureyrar starfa 17 manns og henni stjórn aði löngum og með mjklum dugnaði og forsjá Guðmundur Guðlaugsson, en fyrir ári síðan tók Þröstur A. Sigurðsson við stjórninni. Þar er framleitt hið víðkunna Bragakaffi, sem allir landsmenn kannast við. Sú ánægjulega þróun hefur oriðið, að Kaffibrennsla Akureyrar á bæði mikinn og vaxandi þátt í sölu á kaffi hérlendis. Sam- keppni á kaffimarkaðinum er hörð, bæði innlend og erlend, og kaffi er auglýst ákaflega mikið. Margar tegundir eru fluttar inn og fyrir utan Kaffi- brennslu Akureyrar, ei'u þrjár aðrar starfandi á landinu. í þessari hörðu samkeppni fer hlutur Kaffibrennslu Akureyr- ar vaxandi. Dagur þakkar Hirti Eiríks- syni fyrir þessar greinargóðu upplýsingar. □ SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) að skattbyröin verði í sem rétt- ustu hlutfalli við raunverulegar tekjur livers og eins. ENDURSKIN SMERKIN Umferðaráð minnir nú enn einu sinni á notkun endurskins- merkja og gildi þeirra fyrir um- ferðaröryggið í skammdeginu. Segir þar, að merkjunum hafi þegar verið dreift til kaupfélag- anna um land allt. Unglingar eru sérstaklega hvattir til að bera hjartalaga endurskins- merki, sem gerð hafa verið í fjórum litum, með áletruninni: „Slappaðu af“. Þá fást einnig hringlaga nierki til að sauma á flíkur með' niynd af „Höfuð- paurnum“, svo og glærar endur skinsplötur og eru þær einkum ætlaðar fullorðnu fólki. UM NOTKUN MERKJANNA Þegar þér eruð á ferli í myrkri, sem gangandi vegfarandi, þá látið þér endurskinspierkið hanga niður með síðunni, þann- ig, að það sé sjáanlegt bæði framan og aftan frá. Þar sem eiigin gangstétt er, skulið þér ganga á vinstra vegarlielmingi, þá eigið þér auðvelt með að fylgjast með umferð, sem kem- ur á móti. Hjólreiðarmenn geta haft endurskinsmerkið hang- andi á vinstri þandlegg. Öldr- uðu fólki er nauðsynlegt að bera endurskinsmerkið með síðunum, með því móti sést það betur er það gengur þvert yfir götu. Barnavagn sést tímanlega ef tvö endurskinsmerki eru sett framan á liann. ALLT ÖNNUR STEFNA ’ Margir liafa undrast, að Alþýðu bandalagið hefur breytt um stefnu í landhelgismálum. Helsti maður þess í því máli, Lúðvík Jósefsson, fyrrum. sjáv- arútvegsráðherra, átti fullan þátt í útfærslu landhelginnar í 50 mílur. Ennfremur átti rann fullan þátt í samningum viS fjórar erlendar fiskveiðiþjóðir um undanþágur til veiða innan 50 mílna, um takmarkaðan tíma, sem nefndur liefur verið umþóftúnartími. Nú er saml Lúðvík og Alþýðubandalagið því algerlega mótfallið, að sam- ið sé um nokkrar. undanþágur innan 200 mílna markanna. Skýringin virðist sú, að nú er - Alþýðubandalagið í stjórnarand stöðu, en var í stjóm þegar land lielgin var færð út í 50 bílur. AÐ NA SNÚNINGNUM Þessi snúningur Lúðvíks og félaga hefur ruglað margan alþýðubandalagsmanninn í rhn inu. Sómakærir menn í þcim samtökum eru misfljótir að átta sig á hringsnúningnum, svo sem sjá hefur mátt á hinuin ýmsu samþylditum þeirra víðs vegar um landið, og þeir eru misfljótir oð fylgja honum og eru þó ýmsu vanir. Hér á Akur eyri og víðar þurftu alþýðu- bandalagsmennirnir að koma sér upp nýrri skoðun í land- lielgismálum, eins og flokks- forystan hafði þegar gert í Reykjavik. Óneitanlega er það dálítið broslegt þegar litlir menn við lítil blöð eru að ná þessum snúningi með Lúðvík. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.