Dagur - 15.10.1975, Blaðsíða 2

Dagur - 15.10.1975, Blaðsíða 2
2 Sýningin verður haldin í Hlíðar bæ dagana 16.—20. okt. Þátttakendur: Hringur Jó- hannesson, Kjartan Guðjóns- son, Jónas Guðmundsson, Vet- urliði Gunnarsson, Baltasar, Jóhannes Geir, Örlygur Sigurðs son, Óli G. Jóhannsson, Gisli - NEYÐARBÍLLINN (Framhald af blaðsíðu 8) inn. Hann drap á nauðsyn þess að auka félagatölu í Rauða kross deildinni á Akureyri. Al- menningi myndi þessa viku gefast kostui- á að skoða nýja neyðarbílinn, og gerast þá um leið félagar. Ennfremur sagði hann, að í undirbúningi væri stofnun „sveitar sjúkravina“. Sjúkravinir geta menn og kon- ur orðið sem eru á aldrinum milli tvítugs og sjötugs og lokið hafa 3ja kvölda undirbúnings- námskeiði. Slíkt námskeið verð ur haldið á næstunni á vegum Akureyrardeildar R. K. í. en aðeins 15 nemendur komast á það námskeið. Þeim sem kynnu að hafa áhuga á sjúkravina- starfi er bent á að senda skrif- stofu Akureyrardeildar R. K. í., Skipagötu 18, Akureyri skrif- legar umsóknir er tilgreini nafn, fæðingardag, heimilisfang og síma. Helga Svanlaugsdóttir hjúkrunarkona verður ábyrg fyrir starfinu. □ Ýmisleét Viljum taka bílskúr á leigu í vetur. Uppl. í síma 2-30-25 eftir kl. 8 á kvöldin. Tilboð óskast í 24 m amerískan bragga til flutnings. Tilboð sendist á afgr. blaðsins merkt „Braggi" Píanókennsla! Jóna Axfjörð, Ásabyggð 4, sími 2-25-41. wAtviima Tvaer menntaskólastúlk- ur vantar atvinnu nokk- ur kvöld í viku. Uppl. gefnar í lieima- vist M.A. milli kl. 4 og 10 e. h. Vil'l einhver góð kona sem býr á leiðinni Mýr- ar—Barnaskóli Akureyr- ar, taka 7 ára telpu til gæslu 3—4 daga í viku fáa tíma á dag. Sími 2-15-27 eftir kl. 16. Tek smábörn í gæslu. Er í miðbæ. Sími 2-19-46. Tek að mér börn í gæslu fyrir hádegi. Uppl. í síma 2-22-72. Get tekið börn í gæslu. Sími 2-12-68. i JÁÖST 75" Guðmann, Aðalsteinn Vest- mann, Helgi Vilberg, Hallmund ur Kristinsson, Valgarður Stefánsson og Örn Ingi.' Markmið sýningarinnar er með öðrum þræði að stofna sjóð til byggingar sýningarsalar á Akureyri og hefur í því til- efni verið leitað til um 180 fyrir tækja um styrk til þessa mál- efnis og einnig mun verða tekið á móti firjálsum framlögum einstaklinga á sýningunni. Ráðgert er að þessi sýning verði árlegur viðburður í menn ingarlífi Akureyrar, og reynt að vanda til ,þess sem kostur er. Rétt er að bepda á að engin boðskort verða send út vegna þessarar, sýningar og er aðgangs eyrir kr. 200:00 fyrir fullorðna en enginn fyrir börn innan 16 ára. Athygli má vekja á því að sennilega mun þetta verða síð- asta sýning við sæmil. aðstæður á árinu og væntanlega til næsta vors. (Fréttatilkynning) Óska eftir að taka á leigu 2ja eða 3ja her- bergja íbúð. Ungt barn- laust fólk. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 2-37-44. Einlileyp kona með eitt barn óskar eftir lítilli íbúð til leigu eða her- bergi með eldunarað- stöðu. Uppl. í síma 2-24-03. Iðnaðarhúsnæði 60—80 ferm. óskast til kaups eða leigu. Upjil. í síma 2-22-48 eftir kl. 19. ÍBÚÐ Óska eftir að kaupa 2—3ja herbergja íbúð á Akureyrí. I»arf ekki að losna strax, jafnvel ntöguleikar á leigu í 1—2 ár. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt „ÍIIÚÐ ÍS“ fyrir 27. október. Einn sem er ungur og reglusamur óskar eítir að taka á leigu herbergi með sér inngangi sem næst menntaskólanum. Vinsamlegast hringið í síma 2-96-77 eftir kl. 18. Til sölu er 4ra herb. fokhelt raðhús við Seljahlíð. Upjjl. í síma 2-37-67 eftir kl. 7 á kvöldin. Ungt reglusamt par óskar eftir 2ja herbergja íbúð nú þegar. UjjjjI. í síma 2-34-58. eítir kl. 19. SMATT & STORT (Framhald af blaðsíðu 8) ur að líknar- og mannúðarstörf- um fyrir Rauða krossinn á hlut- lausan og óhlutdrægan hátt. HUGGUN OG UPPÖRVUN Hið mikilvægasta við starf sjúkravina er huggun og upp- örvun — maður er manns gam- an og okkur er öllum mikils- vert að finna hjálpsemi ann- arra. Aðstoð sjúkravina getur verið fólgin í samtölum, upp- lestri, bréfaskriftum, innkaup- um, útvegun bóka að láni og öðrum smá snúningum. Hjálp við að komast í samband við sína líka (opið bús fyrir aldraða og skenmitanir f.vrir aldraða), fá hjálpartæki til að bjargast betur á eigin spýtur, kennslu eða hjálp í léttri handavinnu o. s. frv. Sjúkravinur verður aö hafa tíma til að sinna þeim heimsóknum sem hann tekur* að sér, vera nógu trygglyndur til að geta haldið þeim áfram, heimsóknirnar munu oft reyna á umburðarlyndi og þolinmæði sjúkt-avina og þagnarskyldan má ekki bregðast. STAKA Vísa þessi, eftir B. B., varð til 12. september og að gefnu til- efni: Þeir berja nú enn í borðið og bjóða ekki vægð né fórn. — Vort Alþýðusamband er orðið að íslenskri ríkisstjórn. (Frámhald af blaðsíðu 5) stafar m. a. af því, að reglur málsins eru án undantekninga. Málfræði þess er einföld en þó mikilvæg og gefur því sveigjan- leik, sem önnur mál haía ekki. Af einu orði í Esperanto má þannig með notkun mismun- andi forskeyta, viðskeyta og endinga oft mynda tug orða eða meir, ef merking frumorðsins er slík, að þörf sé fyrir orð sem tengd séu því. Þó er fjöldi for- og viðskeytanna lítill og þau því auðlærð. Áherslan í fram- burði lendir ætíð á næstsíðasta atkvæði hvers orðs (sé það meir en eitt atkvæði), en það gerir framburð málsins skýran og hindrar að orð renni saman í hröðu tali. Þá voru orðstofn- arnir valdir eins alþjóðlegir og kostur var. Málfræði Esperantos rúmast á einu póstkorti. Hvers vegna? Oft er spurt, hvers vegna tungumál, sem slíkum kostum er búið, háfi ekki hlotið meiri útbreiðslu en raun ber vitni um. Ég vil á móti bera fram spurningu um það, hvers vegna fremstu iðnaðar- og tækniþjóð- ir hafi ekki ennþá tekið upp metrakerfið, og um leið benda á, að það þurfti ekkert minna en frönsku stjórnarbyltinguna 1789, til að hleypa af stokkun- um þeim augljósu umbótum, sem felast í notkun tugakerfis- ins í máli og vog. Slík er fast- heldni stjórnsýslumanna á venjur og siði. Hagsmunir þjóða, sem hafa heimstungu að móðurmáli, standa einnig í vegi fyrir útbreiðslu Esperantos, svo og ímyndaðir hópshagsmunir manna, sem lifa af tungumála- kunnáttu sinni. Samt er það ekki bein andstaða heldur tóm- læti fjöldans, sem er erfiðasta hindrunin og mest er um vert að sigrast sé á. Hagsmunamál hverra? Verði Esperanto að því hjálp- armáli, sem til er ætlast, munu alþjóðleg samskipti að sjálf- sögðu gerast á meiri jafnréttis- grundvelli en nú er. Þannig er Esperantohugmyndin hagsmuna mál þeirra þjóða, sem ekki tala eitt af heimsmálunum. En hún er einnig hagsmunamál kom- andi kynslóða og sérstaklega þeirra einstaklinga, sem leggja í langskólagöngu, og það gerir sífellt stærri og stærri hluti hvers árgangs. Það getur ekki talist eðlilegt ástand, að skól- arnir láti ungt fólk eyða slíkum ógnartíma og nú tíðkast í að læra hrafl úr mörgum erlend- um þjóðtungum á meðan þeir eiga í erfiðleikum með að finna rúm fyrir nýja og mikilvæga þekkingu í námsskrá sinni og vanrækja alveg að kynna ung- dómnum verkmenningu sam- tíðai'innar. Það er því sannar- lega brýn þörf á, að reynt sé með hagræðingu og fordóma- lausu endurmati að draga úr því erfiði, sem lagt er á skóla- æskuna, og þar má gera úrbót, sem um munar með því að hrinda Esperantohugmyndinni í framkvæmd. Það þarf e. t. v. nokkra bjartsýni til að trúa því, að slíkt megi takast í náinni framtíð, en líkurnar fyrir því fara þó að sjálfsögðu eftir því starfsframlagi, sem liðsmenn Esperantohreyfingarinnar veita henni, og eins eftir hinu, hvort þeir, sem samúð hafa með baráttunni fyrir Esperantohug- myndinni, vilja leggja það á sig að kynna sér tungumálið. Nú er lag, æska heimsins er opnari fyrip umbótaþugmyndum en oft áður, Esperantohreyfingin er í sókn og forysta Alþjóða- samtaka Esperantista (UEA) var yngd upp og efld á heims- þingi þeirra í Hamborg fyrir rúmu ári síðan. f Reykjavík 1977. Alþjóðasamtökin, UEA, halda árlega heimsþing, og var það á sl. sumri haldið í Kaupmanna höfn. Þátttakendur voru rúm- lega 1200, þar af um 15 íslend- ingar og 5 þeirra frá Akureyri. Sumarið 1977 Veður heimsþing- ið haldið í Reykjavík. Það er ómaksins vert að kynna sér tungumálið fyrir það þing og kanna af eigin raun, hvernig gengur að nota það. Á sl. vori héldu Námsflokkar Akureyrar námskeið í Esper- anto. Var þar um að ræða einn hóp fólks á ýmsum aldri og tvo hópa menntaskólanema, en próf sem tekið var að námskeiðinu loknu var metið til þriggja námseininga til stúdentsprófs. Nú þegar Námsflokkar Akur- eyrar fara í annað sinn af stað með Esperantonámskeið fyrir byrjendur væri vel til fundið,. að börn á barnaskólaaldri, sem áhuga hafa, tækju sig saman og mynduðu námshópa í málinu. Væntanlegt heimsþing í Reykja vík gæti vissulega orðið ánægju legur viðburður fyrir þau. Nokkur tímarit eru gefin út á Esperanto allfjölbreytileg að efni, og ekki þarf langt riám til að verða lesfær á þau. Að lokum skal sagt frá því, að innan UEA eru alls konar samstarfshópar, svo sem ýmis konar sértrúarsöfnuðii', hópur skáta, hópur blindra og alls konar hópar manna úr sömu atvinnugrein svo nokkuð sé nefnt. Akureyri, 7. okt. 1975. Jón Hafsteinn Jónsson. Notaðir miðstöðvar- jjottaofnar óskast til kaups. UjjjjI. í símum 6-12-12 á daginn og 6-13-03 eftir kl. 7 á kvöldin. Tajjast hefur svart pen- ingaveski. í því er ávís- anahefti frá Búnaðar- bankanum á Akureyri ásamt skilríkjum og ein- hverju af jjeningum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1-11-63 eítir kl. 7 á kvöldin. I»ar fór í verra! Eg týndi húslyklunum mínum á föstudags- kvöldið 10/10. Finnandi: Ég er í síma 2-27-00 frá 9-6. Kvenúr í lítilli grænni ól tapaðist í Hafnarstr. nýlega. Skilist í Lönguhlíð 5a, gegn fundarlaunum. FumM Kvengullúr fannst í Sjálfstæðishúsinu laug- ardaginn 4. þ. m. UjjjjI. í síma 2-22-48. Restmar harnavagn og ungbarnastóll til sölu. UjjjjI. í síma 2-17-63. Til sölu 6 metra langur mykjusnigill. Jón Jóhannesson, Esjjihóli. BARNAVAGN til sölu. Verð kr. 10.000. UjjjjI. í síma 2-30-46 . BARNARÚM til sölu. UjjjjI. í síma 2-39-82 eftir kl. 18. Til sölu er ný amerísk úljja no. 44. UppL í síma 2-22-72. Til s.ölu véLsleði John- son reweller 30 ha. Lítið ekinn. UpjjL í síma 2-13-38. Til sölu vélsleði Yamaha SSL 300 D ekinn 2300 km. UppL í síma 2-13-38. Til sölu mótor úr Volkswagen 1300, ekinn 15 þús. km. UjjjjI. í síma 2-13-38. s------------------------- Til sölu notað sófasett (svefnsófi og tveir stólar). UjjjjI. í síma 2-16-01 e.h. eða Víðilundi 2b.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.