Dagur - 15.10.1975, Blaðsíða 4

Dagur - 15.10.1975, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓIIANN K. SIGURÐSSON Frenhærk Odds Bjömssonar h.f. Þeffar o lmgsjónir rætast Þótt við treystum forgöngu og ákvörðunum bæjarstjómar í lielstu málum, er framtak einstaklinga og félaga í sameiginlegum framfara- og menningarmálum ætíð nauðsynlegt, enda oftast veitt fyrirgreiðsla af bæj- arins liálfu, þegar þurfa þykir. Eitt af mörgum dæmum af þessu tagi enx kaup sjúkrabílsins nýja. Hugmynd- ina að kaupum sjúkrabíls fyrir Reykjavíkursvæðið átti Blaðamanna félag íslands, sem í minningu látins blaðamanns, Hauks Haukssonar, gekkst fyrir fjársöfnun og kaupum á sjúkrabifreið, sem tekin var í notk- un syðra. En þegar afi þessa látna blaðamanns, Snorri Sigfússon, varð níræður, stofnaði hann og afkom- endur hans sjóð til kaupa á sams- konar bíl fyrir norðlendinga, en Blaðamannafélag íslands undir for- ystu Árna Gunnarssonar og Rauða kross deildarinnar á Akureyri liófu fjársöfnun, sem gerðu sjúkrabíls- kaupin möguleg. Fjársöfnunin fór að mestu fram á Norðurlandi. Al- menningur gaf nær fimm milljón- ir sem er ein mesta frjálsa söfnun, sem í þessum landshluta hefur farið frarn til líknar- og heilbrigðismála. Þar sannaðist áþreifanlega live frjáls samtök fólks fá áorkað þegar góð málefni em annars vegar. Eftirtektar verðar voru margar stórgjafir ein- staklinga og fyrirækja, en það var dýrmæt lífsreynsla að taka á móti framlögum fátækra karla og kvenna, fólks, sem t. d. tók liluta af ellilífeyri sínum til að styðja málefnið. Þegar á þetta er litið orkar það tvímælis, hvaða gjafir eru stórar og hverjar minni. Og nú, þegar nýr og best búni sjúkrabíll landsins er tilbúinn til notkunar, kom til kasta bæjarins um aðstoð, sem hann veitti á þann veg, að tryggt er að í sjúkraflutning- um verði ætíð tveir menn og læknir í neyðartilvikum, svo hin ágætu tæki bílsins notast fullkomlega og rekstur sjúkrabíllsins er tryggður. Hér með em fram bornar þakkir til allra þeirra, sem studdu þetta mál í orði og verki, og hamingjuóskir til hins aldna skólamanns syðra, er nú hefur séð hugsjón sína rætast. O Þriðjudagur 29. júlí. Allsnemma morguns er lagt af stað frá Regina áleiðis til Winnipeg. Vegalengdin er um 400 km. Ekki er mikil tilbreyting á þess um hluta leiðarinnar, sléttan óendanleg til allra átta, fallegir akrar, skógarbelti og snyrtileg bændabýli. En hér um slóðir er ákaflega búsældarlegt, sem víð- ast annars staðar í sléttufylkj- unum. í litlu kauptúni á leiðinni er matur snæddur, en hvergi á leiðinni er löng viðdvöl, enda ekkert sérstakt að skoða. Undir kvöldið komum við til Winni- peg, höfuðborgar fslendiúga í Vesturheimi. Sá staður er flest- um gestunum kunnur af sögum og sögnum, þótt þeir aldrei hafi komið þangað áður. Þangað lágu fyrst leiðir allra íslend- inga, ;sem hófu landnámið á Nýja íslandi fyrir hundrað ár- um og þar hefur verið bústaður þúsunda manna af íslenskum ættum í jafn langan tíma. Á aðalstöð langferðabíla Winnipegborgar er staðar num- ið og hinu mikla ferðalagi frá Vaneouver er þar með lokið. Hér bíða margir til að taka á móti þreyttu ferðafólki, þeirra á meðal ýmsir forystumenn þjóðræknismála í Kanada, Stefán J. Stefánsson forseti þjóðræknisfélagsins, Ted Árna- son formaður hinna miklu væntanlegu hátíðahalda, sem í Framkv.nefnd vegna 24. okt. Bæjarráðhúsið í Winnipcg. Sl. sunnudag 12. okt. var hald- inn fundur að Hótel Varðborg þar sem rætt var um fyrirhugað kvennafrí 24. okt. n. k. á degi Sameinuðu þjóðanna. JBoðað hafði verið til þessa fundar með fréttatilkynningu í þremur bæj- arblöðum hér ,á Akureyri. Fundinn sóttu um 70 konur úr fjölmörgum starfsgreinum. Rætt ' var um undirtektir kvenna við þá hugmynd að leggja niður vinnu 24. okt, bæði að því leyti er fram hefur kom- ið á vinnustöðum og svo af hálfu heimavinnandi kvenna, en Hundur bítur Á Akureyri ganga of margir hundar lausir, jafnvel ómerktir hundar. Lögreglan hefur skotið nokkra slíka í sumar, en ekki hefur það orðið næg aðvörun þeim hundaeigendum, sem ekki fara að lögum um hundahald. Nú um helgina beit hundur lítið barn. Bjó læknir um sár þess. Alvarleg slys geta af því orðið, er hundar ganga lausir á almannafæri og er nauðsynlegt að lögreglan taki þar betur í taumana áður en verri slys hljótast af. □ Pistlar úr Vesturheimsför vændum eru, Jón Árnason raf- veitustjóri Manitoba og konur þessara heiðursmanna. Allar þessar fjölskyldur hafa á liðn- um árum unnið umtalsverð störf í þágu þjóðræknismála og heimsótt ísland oftar en einu sinni. Nú er þeim lagt það erfiða verkefni á herðar, að sjá til þess að enginn verði hús- næðislaus á meðan dvalið er vestra, þrátt fyrir það, að um helmingi fleiri íslendingar sækja landnámshátíðina að Gimli en áætlað var í fyrstu. Hjá mörgum fjölskyldum gista 3—4 og hjá einni vissi ég um 10 gesti, svo víða hefur verið setinn Svarfaðardalur. Samkvæmt fyrirframgerðri áætlun er nú fólkinu skipt í hina ýmsu dvalarstaði, þar sem kunningjar og vinir bíða þeirra. Einn hópur fer til Gimli, annar til Lundar, þriðji til Árborgar og svona mætti áfram telja. Margir fá gistingu í Winnipeg. Eftir nokkurn tíma hefur allt ferðafólkið fengið sinn ákveðna samastað, þar á meðal farar- stjórar og ýmsir fleiri, sem taka sér bólstað á Hótel St. Regiz, sem er gamall og góður veit- inga- og gististaður í miðborg- inni. Flestir þurfa að hitta að máli kunningja og frændur og reka ýmis erindi. Skammt héð- an er miðstöð langferðabílanna, sem fara á tveggja tíma fresti að Gimli alla hátíðisdagana. En nú erum við loksins komin til Winnipeg og lýkur þá farsælli og langri för undir stjórn þeirra ágætishjóna, Hönnu og Gísla Guðmundssonar. Allur undir- búningur og framkvæmd ferða- lagsins hefur tekist svo vel í höndum þeirra, að tæplega verð ur á betra kosið og kveð ég þau með þökkum fyrir ógleym- anlega samfylgd. Annar farar- stjóri, séra Ólafur Skúlason, tekur nú við starfinu, en hann var um langt skeið prestur í Mountain í Norður-Dakota, og er kunnugur mönnum og mál- efnum vestan hafs. Næsta dag, 30. júlí, koma tvær þotur Air Viking frá ís- landi með nær 300 farþega. Úti Frásögn Árna Bjarnarsonar á flugstöðinni eru mættir marg- ir Vestur-íslendingar, ásamt stjórnum þjóðræknisfélaganna heima. Það er ánægjulegt að hitta fólk, nýkomið frá gamla landinu. Allir eru með nýjar fréttir, meira að segja af hafís við Norðurland, sem stingur dálítið í stúf við blessaðan ylinn hér vestra, en í gær fór hitinn í 40 stig víða í Manitoba. Marg- ir hafa líka verið svo huguls- samir að stinga nýjum dagblöð- um að heiman í töskuna, en þau eru kærkomin öllum þeim, sem búnir eru að vera hálfan mánuð í Vesturheimi og lítið frétt heiman að á þeim tíma. íslendingar hafa auðsjáanlega viljað kynna landið sem best fyrir gestunum frá íslandi. Hverjum þeirra er afhent stórt umslag með ýmsum smáritum um Winnipeg, Gimli, Mikley í Winnipegvatni, sem nú er orð- inn þjóðgarður fylkisins og eftir sóttur ferðamannastaður. Og sagan frá í gær endurtekur sig. Langferðabílarnir bíða og flytja fólkið til ýmissa gististaða á Nýja íslandi og í borginni. Hinn 31. júlí kemur svo síð- asta þotan frá Keflavík með 149 farþega. Hafa þá alls verið farnar átta ferðir hingað með rösklega 1200 farþega. Meðal þeirra, sem koma nú, er Bjarni Einarsson bæjarstjóri á Akur- eyri og frú. Erindi hans er að ganga frá vinabæjatengslum við Gimli og fer sú athöfn fram á vegum bæjarstjórnarinnar vestra við hátíðlega athöfn sunnudaginn 3. ágúst. Fimmtudagskvöldið heldur hátíðanefndin og þjóðræknis- samtökin vestra mikla kvöld- og kynningarsamkomu og býð- ur þangað öllum gestunum að heiman sem næst til, en einnig fjölda mörgum fleirum. Skemmt unin fer fram í feyknastórri byggingu, sem hermálaráðu- neyti Kanada lét reisa á þeim árum þegar allstór herstöð var í útjaðri bæjarins, ásamt til- heyrandi flugvelli. Nú er her- inn löngu horfinn á braut, en mannvirkin .standa, og' er þeim haldið við. — Þetta er fjöl- menn kynningarhátíð, fleiri þús undir manna saman komnir af austur- og vestur íslendingum, auk margra fleiri. Dansinn dunar undir stjórn voldugrar hljómsveitar, ókeypis veitingar, sem hver vill, og það sem lík- lega gleður æði marga, nóg áfengi, útbýtt af miklu örlæti af nokkrum fílelfdum körlum, sem aldrei láta vanta í skálarn- ar. Og satt best að segja, verða þarna margir góðglaðir og segj- ast vart hafa kynnst slíkurn höfðingsskap fyrr. Auk samkomuhússins stóra skildi herinn eftir í sæmilegu lagi margar íbúðarbyggingar, en þær eru nú dvalarstður 5— 600 gesta frá íslandi sem tekið hafa þær á leigu í nokkra daga, meðan hátíðahöldin fara fram á Gimli. Byggingarnar eru skammt frá aðalbænum, en skólavagnar verða í förum á milli hátíðardagana. Föstudaginn 1. agúst fara margir skoðunarferð um Gimli, nota baðströndina við Winni- pegvatn eða leggja leið sína til næstu bæja útá Nýja-íslandi, Árborgar, Lundar, Riverton. Sumir fara til Winnipeg, enda stutt leið á milli, aðeins 60 mílur. Meira síðar. þátttaka þeirra í slíku kvenna- fríi vegur þungt, er meta skal mikilvægi og þýðingu slíkra aðgerða. Það var eindregið álit þeirra kvenna, er þarna voru saman komnar, að það eitt að leggja niður vinnu þennan dag, innan heimilis eða utan, nema hvort tveggja væri, nægði ekki eitt sér, ef ekki fylgdu eftir sam- eiginlegar aðgerðir einhvers- konar af hálfu þeirra, er hlut eiga að máli. Fram komu ýmsar hugmynd- ir, en allar voru á einu máli um, að nauðsynlegt væri að hafa eitthvert fast aðsetur þennan dag þar sem fólk gæti kimið saman, ræðst við og hlýtt á dagskrárefni til fróðleiks og skemmtunar. Ákveðið var að hafa „opið hús“ þennan dag, og verður nánar auglýst síðar um tilhögun þar að lútandi. í fundarlok var kosin fram- kvæmdanefnd í tilefni af kvennafríi 24. okt. Hana skipa eftirtaldar konur, og þar getur fólk, sem áhuga hefur skráð sig til starfa og þátttöku 24. okt. Sími Auður Guðjónsdóttir, 22669 Sólveig Eggertsdóttir, 21772 Valgerður Jónsdóttir, 21573 Jóhanna Tómasdóttir, 22089 Sæbjörg Jónsdóttir, 23742 22648 22431 23137 11270 61425 23030 22271 21518 23883 \ Nýlega afhenti Slipptöðin h.f. 22,5 rúmlesta tréfiskiskip 'til Sigurbjörns Kristjánssonar K>g ívars Júlíussonar á Húsavík og hlaut skipið nafnið FANNEY ÞH 130. Skipið er búið til línu- og handfæraveiða og einnig .til snurvoðaveiða. Aðalvél er ' af gerðinni Cumminns, sem er 235 hö. við 1800 snúning á mínútú. Svefnpláss er fyrir 4 menn og skipið búið fullkomnustu fisk- leitartækjum svo og radsjá, sjálfstýringu og örbylgjustöð. Skipið reyndist vel í reynslu- ' ferð og gekk 10,0 hnúta. Hafin er smíði samskonar skips en óvíst hvenær þeirri smíði lýkur. Meðfylgjandi mynd er frá Ljósmyndastofu Páls. Halldóra Jónsdóttir, Anna Guðrún Jónasdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Halla Jónasd. (Dalvík), Fjóla Þorbergsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Áslaug Jóhannesdóttir, Olöf Jónasdóttir, Rósa Eggertsdóttir, Hrafnagilsskóla 02 Hin árlega síðdegisskemmtun Zontaklúbbs Akureyrar verður n. k. sunnudag 19. okt. kl. 3 í Sjálfstæðishúsinu. Á skemmtun- inni verður m. a. sýndur ís- lenskur fatnaður og skartgripir, veislukaffi verður á borðum. Aðal tilgangur með þessum skemmtunum, er að afla fjár til styrktar hinum ýmsu málefn- um, sem ákveðið er hverjú sinni. Að þessu sinni verður Kristileg skólasamtök á Akureyri Þann 10. okt. sl. voru stofnuð Kristileg skólasamtök á Akur- eyri (skammstafað K.S.S.) að Möðruvöllum, húsi M. A. Gestir stofnfundarins voru þeir séra Jón Dalbú Hróbjartsson skóla- prestur og Ragnar Gunnarsson ritari K.S.S. í Reykjavík, en félagið hér starfar í nánum tengslum við félagið í Reykja- vík. Tilgangur félagsins er að bréiða út Guðs orð meðal nem- enda í framhaldsskólum. Alhr þeir sem áhuga hafa á samtök- unum geta hringt í sima 2-28-67 milli kl. 5 og 6 alla miðvikudaga í vetur og geta þar fengið svbr við spurningum sínum, er varða félagið og trúarleg mál- efni. (Fréttatilkynning) Esperanto kennt í vetur hjá Námsfl. Ak. Séra Björn 0. Björnsson FÆDDUR 21/1 1895. - DÁINN 29/9 1975. FÁEIN KVEÐJIORÐ í tilefni af því, að Námsflokkar Akureyrar munu í vetur halda námskeið í tungumálinu Esper- anto, hef ég tekið að mér að rita nokkui' orð um það og hug- mynd þá, sem liggur að baki því. Ég vona, að þetta greinar- korn geti veitt einhverjum kær komnar upplýsing'ar og e. t. v. leiðrétt misskilning varðandi Esperanto. i Upphaf málsins og tilgangur. Esperanto er búið til á ofan- verðri síðustu öld af pólverjan- um L. L. Zamenhof (1859— 1917), sem innan við tvítugt tók að fást við smíði þess. Hug- mynd hans var, að það yrði alþjóðlegt hjálparmál, þannig að fólk með mismunandi móður mál notaði það til að skiptast á skoðunum, og í hverju landi lærðu börn það næst á eftir þjóðtungunni. Þannig yrði með tíð og tíma sérhverjum manni kleift að tala við sérhvern annan á Esperanto. Það var að sjálfsögðu mikil- vægt, að málið væri auðvelt í námi og sámt vel nothæft til hvers kyns hluta, m. a. til bók- menntaiðju alls konar. Það tók Zamenhof um áratug að skapa málið, og þegar hann 1887 gaf út sína fyrstu bók um það, hafði hann breytt því mikið frá frumdrögum þess, en honum hafði heppnast að skapa full- mótað tungumál. Efasemdir og hleypidómar. í upphafi voru margir fullir efasemda um að hægt væri að búa til tungumál, sem nothæft væri til bókmenntastarfsemi, hvað þá að slíkt mál þyldi samanburð við þjóðtungur. Það mun hafa verið um 1890 að einn kunningi Zamenhofs rétti hon- um skáldsögu eftir Dickens og sagði. Þessa bók er vissulega ekki hægt að þýða á Esperanto. Zamenhof tók við bókinni, þýddi hana og birti þýðinguna í tímaritinu La Esperantisto á árinu 1891. Þannig var svar hans. Þessi þýðing, sem síðar (1910) kom út í bókarformi og nefnist „La Batalo de la Vivo“, þykir fullgild sönnun þess, að efasemdir um nothæfni tungu- málsins séu ástæðulausar. Samt má ennþá heyra þá staðhæf- ingu, jafnvel frá mönnum með langt háskólanám í bókmennt- um að baki, að tilbúið mál hljóti að vanta einhverja kviku og vera þess vegna ónothæft sem bókmenntamál. Slíkir menn kunna að sjálfsögðu ekki Esperanto, því annars myndu þeir vita betur, en dómgirnin, sem í slíkri staðhæfingu felst, gefur óneitanlega nokkrar upp- lýsingar um, hvers eðlis mennt- un þeirra er. Hér skal á það bent, að flestir helstu merkisberar Esperantos hafa verið og eru úr röðum bók mennta- og málvísindamanna, og meðal íslendinga nægir að nefna Þórberg Þórðarson, Bald ur Ragnarsson og Árna Böðv- arsson, en miklu fleiri mætti taka. Auðlært mál og sveigjanlegt. Esperanto er svo miklu auð- lærðara en önnur mál, að þeir, sem ekkert þekkja til þess, geta varla gert sér grein fyrir þeim ógnar mun, sem þar er ó. Þetta (Framhald á blaðsíðu 2) ágóðinn látinn renna í sjóð til kaupa á krabbameinsleitartæki í brjósti. Brjóstkrabbamein er orðinn einn algengasti illkynja sjúkdómur hjá konum, og er allt undir því komið að takist að ná fyrir meinsemdina á byrjunarstigi. Tækið, sem þeg- ar er komið til landsins, kostar um 3,7 millj. kr. og verður að líkindum staðsett á Röntgen- deild F.S.A. Munu hópskoðanir þá væntanlega hafnar, þegar tækinu hefur verið komið fyrir. Það er von Zontasystra að bæjarbúar fjölmenni að venju og styrki þar með gott málefni. (Fréttatilkynning) íþróttavöllur K.A. kominn á lokastig Blaðið hafði samband við Stef- án Gunnlaugsson og spurðist fyrir hvernig liði með fram- kvæmdir á K. A.-svæðinu og kom fram, að íþróttavöllur fé- lagsins, sem unnið hefur verið við í sumar, er nú langt kom- inn og er ætlunin að gera loka- 'átak fýrir veturinn um næstu helgi, og vildi hann hvetja sjálf boðaliða að mæta sem flesta. □ Fyrst í september komu norð- lenskir prestar með fjölskyld- um sínum til samveru í sumar- búðunum að Vestmannsvatni.' Heiðurssæti í hópnum skipuðu tveir fyrrverandi sóknarprest- ar, annar séra Björn O. Björns- son var nokkra mánuði y.fir áttrætt, hinn séra Friðrik A. Friðriksson var rúmu ári yngri. Þeir voru frændur og áttu margt sameiginlegt. Á þeirra aldri hefir ellin venjulegast gert mikið að, en því var líkast að hún hefði sneytt hjá fang- brögðum við þessar öldnu kempur. Báðir voru léttir í hreyfingum, snarir í snúning- um, hrókar alls fagnaðar, fullir af lífsfjöri og þrótti. En á bak við hið létta yfirbragð bjó alvara þeirra, sem finna til þess hversu mörgu er ábótavant í mannheimi. Eldmóður þeirra og ósk um að bæta úr höfðu í engu breytst þótt embætti væri sleppt og þeir ættu sannarlega skilið hvíld eftir mikið dags- verk. Vel gátu átt við þó orð, sem séra Matthías Jochumsson orti um prest í Þingeyjarpró- fastsdæmi: Þitt hjarta var ört og létt í lund, sem leiki sér fugl á kvisti, en samt svo þétt á þrautastund, að þrekið sitt aldrei missti; þinn áhugi stór, þinn andi rór, þó eikurnar stormar hristi. Ósjálfrátt hygg ég að margur hinna yngri presta hafi óskað þess, að verða eitthvað áþekkur þessum sómamönnum gæfist jafnlangur ævidagur. Það voru gerðar góðar myndir af séra Birni, og allir munu geyma heillandi mynd hans frá þess- um síðsumarsstundum í þakk- látum hjörtum. Á sumarmótinu flutti séra Björn gagnmerkt erindi, ög skömmu áður hafði hann óskað þess að fá að stíga í stólínn í Akureyrarkirkju, þar sem hann hafði oft áður lagt fram sitt lið í meitluðu máli og af andagift. í orðum sínum var hinn vísi og reynsluríki prestur að vara við hættunni af þeim ógnarvopn- um, sem mannkyn ræður yfir. Hann spurði hvort fátækir og smáir við hið nyrsta haf gætu eitthvað gert til varnar. Og Bústoín landsmanna 1914 FRÁ GOLFKLÚBBI AKUREYRAR Á laugardag var bændaglíman háð, en hún er nokkurs konar töðugjöld kylfinga. Að þessu sinni hefur þó keppnisskráin ruglast nokkuð vegna óhag- stæðs tíðarfars. Þeir bændur, Jón G. Sólnes og Jón Guð- mundsson, völdu sér liðsmenn og tefldu þeim fram. Að lokinni keppni stóðu leikar jafnt og urðu bændurnir að leika bráða- bana, sem lauk með sigri Jóns Guðmundssonar eftir harða keppni. Á sunnudag var leikið um Gullsmiðabikarinn 18 holur með forgjöf. Sigurvegari varð högg Gunnar Sólnes 72 2. Heimir Jóhannsson 73 3. Hörður Steinbergsson 74 4. Ingimundur Árnason 78 5.-6. Frímann Gunnlaugsson 79 5.-6. Sævar Vigfússon 79 Um næstu helgi er fyrirhug- að að halda Flugfélagskeppnina ef veður leyfir. Bændur landsins og aðrir, sem graslendi nytja til slægna, gera það upp við sig nú á haustdög- um, hvernig þeir haga ásetningi sínum. Norðanlands og austan náðust mikil og vel verkuð hey í sumar. Á landinu sunnan og vestan voru óþurrkar, hey mis- jafnlega mikil og miður vel verkuð. Talið er, að um sjö hundraðshlutar heys hafi árið 1974 verið verkaðir sem vothey. í grein Gísla Kristjánssonar, fyrrum ritstjóra, sem birtist í ágústhefti Freys, er tafla yfir bústofn landsmanna í einstök- um sýslum og kaupstöðum, eins og hann var um síðustu áramót. ánnfremur er þar greint frá heymagni haustið áður og upp- skerumagni kartaflna og rófna. Bústofn landsmanna um ára- mótin 1974—1975 er þá þessi, samanlagður á landinu öllu: Sauðfé var 863.638 talsins. Fjölgun frá árinu 1972 var rúm- lega 33.000. svar hans var að benda á farveg bænarinnar. Bað hann alla að byrja þegar í stað að leggja málið fram fyrir hinn kærleiks- ríka föður á himnum í öruggu trausti þess að hann heyrði bænir barna sinna. Nautgripir voru 66.530. Tala mjólkurkúa hefur staðið í stað að heita má, en nokkrar sveifl- ur eru í uppeldi kálfa til kjöt- framleiðslu. Hrossin voru 44.330 og hefur þeim fjölgað síðustu árin. Tveim árum áður voru þau 39.209 talsins. Ekki er þó allur þessi búpen- ingur eign bændanna, því að í kaupstöðum landsins eru, af fyrrgreindum búpeningi, 1.116 nautgripir, rúmlega 18 þúsund fjár og yfir 4 þúsund hross. Ekki er vitað ennþá hve mikill bústofn verður á vetur settur að þessu sinni. En talið er, að á óþurrkasvæðunum verði færra um líflömb en áður. Lítið var um heyfyrningar í vor. Erlent kjarnfóður er dýrt og því verða menn nú, fremur en oftast áður, að treysta á heyfóðrið og haga ásetningi með gát. □ Trú séra Björns var í senn barnslega einlæg og studd rök- um, sem hinn skarpvitri sótti á hin dýpstu mið. Vel má heim- færa á hann orðin: „Eitt er fast, og í oss lifir: andi Guðs og sannleikans pantur þess að öllu yfir augu vaki skaparans.“ Og dagfar hans allt bar því vitni, að hann lifði heilræði Páls postula í Róverjabréfinu: „Verið ekki hálfvolgir í áhug- anum; verið brennandi í and- anum, þjónið Drottni; verið glaðir í voninni, þolinmóðir í þjáningunni, staðfastir í bænr inni.“ Slíkan trúararf vildi hann gefa sem flestum sam- ferðamönnum. Þess vegna vildi hann með orðum og athöfnum sá sannleikssæði fram að dauða stund, og þá ósk sína fékk hann uppfyllta. Síðasta sumarið var séra Birni mjög gæfuríkt. Með miklu þakklæti minntist hann hamingjustundanna, sem hann átti með ástvinum sínum vestur í Flókalundi umvafinn kær- leika, umhyggju og virðingu. Eins átti hann unaðsstundir á sínu gamla prestssetri, Hálsi, við ritstörf, andlega íþrótt og úti í náttúrunni, sem ætíð hafði átt rík ítök í honum. Það var honum mikils virði að vera hvarvetna aufúsugestur. Það var því með þakklæti efst í huga, sem séra Björn kvaddi þennan heim. Drottinn hafði gefið honum sitt ljúfa ljós, og það hafði lýst honum alla daga. Það veitti honum bjart- sýni, rósemi og traust er harin horfðist í augu við dauðann, og viss er ég um það, að þetta eilífa ljós lýsir honum til æðri heima. Ég veit að við erum mörg, sem kveðjum séra Björn með innilegu þakklæti fyrir ótal margt t. d. menningararfinn sem hann skilur eftir í rituðu máli, fyrir helga þjónustu, fyrir holl ráð, trygga vináttu og sam- verustundir, sem hann gerði ógleymanlegar. Börnum hans og fjölskyldum þeirra, systur hans og öðrum nátengdum sendi ég samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa þeim minning mikils anda og kærleiksríks ástvinar. Starfsbróðir. jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.