Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 2
2 Sauðárkróki, 17. ágúst. Undan- farið hafa skipst á rok og rign- ingar og tafið heyskap bænd- anna. Nokkuð hefur fokið af flötu heyi og það lent á girðing- um og í skurði. Margir eiga verulegt hey úti ennþá, þótt aðrir séu betur settir. En nú í dag skin Skagafjörður við sólu. Miklar byggingar rísa á Sauð árkróki. Um síðustu áramót voru 65 íbúðir í notkun, og vonast til að 10—15 bætist í þann hóp á árinu og verði íbúð- arhæfar. Á þessu ári eru hafnar byggingar á 39 íbúðum og vænt anlega verður byrjað á 16 íbúð- um í viðbót. Þá hefur verið unnið við byggingu heimavistarhúss gagn fræðaskólans og verið er að stækka sútunarverksmiðjuna, en á báðum þessum fram- kvæmdum var byrjað 1975. Enn má nefna. að Fiskiðjan er að láta reisa stálgrindahús við Sæ- tún, á uppfyllingu við Eyrar- veg. Fyrirhugað er, að smábáta- útgerðin á Sauðárkróki fái að- stöðu í þessari byggingu. Þessi bygging er átta þúsund rúm- metrar. Austur á mýrunum norðan Flæðitjarnar hafa hestamenn fengið aðstöðu til að byggja hesthús og gera skeiðvöll. Er þegar búið að reisa þar hús yfir 20 hesta og verið að reisa annað og taka grunninn að því þriðja. Húsin eru öll jafh stór. Unnið er við brúarsmíði yfir Eystriós Héraðsvatna. Þar verð ur einnig gerður nýr vegur og styttist þá leiðin mjög frá Hofs- ósi til Sauðárkróks. G. O. FRA LOGREGLUNNI Á AKUREYRl Umferðarslys varð á Glerár- götu snemma á sunnudagsmorg uninn. Maður velti bíl sínum og hafnaði bíllinn á Eiðsvelli mjög skemmdur og maðurinn liggur í sjúkrahúsi, en ekki ur kunn- ugt um meiðsli hans, sagði Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn blað inu á mánudaginn. Þá bar það til tíðinda á mánu dagsmorgun, að skurðbakki sprakk undan sandbíl við Brekkugötu. Lentu tveir menn undir sandskriðunni en hvorug- an þeirra né aðra sakaði. □ 14 bændur sfofnrækfa karföflur Austan Eyjafjarðar rækta fjórtán bændur kartöfluútsæði, sem síðan er selt kartöflufram- leiðendum á Suðvesturlandi. Ekki er blaðinu kunnugt um, í hve mörgum hekturum lands stofnrækt þessi er, en stærstu kartöfluakrar á einu búi eru níu hektarai'. Kartöfluútsæði, sem Frá bæ j ar st j órninni Tryggvabraut og kantsteinninn. í skipulagi Tryggvabrautar er gert ráð fyrir, að húsin sem standa sunnan þeirrar götu eigi að hafa innkeyrslu frá Furu- völlum. En á undanförnum ár- um hefur innkeyrslan einkum verið frá Tryggvabraut. Kvart- að hefur verið um umferðar- hættu vegna þessa og því ákvað bæjarráð í sumar að leggja kant steina á Tryggvabraut sunnán- verða og að banna bílastöður við þann vegarkant. Er nú búið að steypa kantinn að mestu, en deilur standa um það sem eftir er, vegria andstöðu eins fyrir- tækis. Deiliskipulag miðbæjarins. Bæjarráð hefur lagt til, að skipulagsnefnd í samráði við skipulagsstjóra. sé falið að sjá um deiliskipulag miðbæjarins og heimilast henni að ráða sér- fræðinga sér til aðstoðar. í byrjun verði höfuðáhersla lögð á skipulag gatnakerfis og það borið undir bæjarstjórn áður en frekari úivinnsla hefst. Uppi voru tillögur um að efna til samkeppni um þetta skipulag, en talið var nauðsynlegt að hrað.a verkinu. Aukið hreinlæti. Bæjarráð hefur lagt til, að bannaður verði malar og mold- arflutningur um götur bæjar- iná 'í gafllausúm vörubílum. Banri þetta tekur ’gildi frá og með næstu áramótum. Aukið hlutafé Ú. A. Bæjarráð hefur lagt til, að Framkvæmdasjóður Akureyrar bæjar kaupi hlutabréf í Utgerð- arfélagi Akureyringa h.f. fyrir 41,5 milljónir króna, í samræmi við yfirlýsingu, sem gefin var út í sambandi við endurnýjun togaraflotans, að kröfu við- skiptabanka. Hlutabréfin verði greidd með skuldajöfnun á láni Ú.A., sem félagið fékk hjá Fram kvæmdasjóði á sínum tíma. □ ræktað er hér norðanlands þykir mun betra en það, sem syðra er ræktað, einkum hvað sjúkdóma snertir. Það eru fjögur afbrigði, sem ræktuð eru og eru það Gull- auga, Helga, Rauðar íslenskar og Bintjé. Fyrir þessar kartöfl- Ur fá framleiðendur þriðjungi hærra verð en venjulegt mark- aðsverð. Þessar kartöflur eru ræktaðar undir eftirliti jurta- sjúkdómafræðings. Ingólfur Davíðsson jurtasjúkdómafræð- ingur og Jóhann Jónasson forstjóri Grænmetisverslunai' landbúnaðarins voru hér á ferð inni í síðustu viku og skoðuðu þá garðana og létu vel yfir sprettunni. Bifreiðir Til sölu. Fólksflutningabifreið 22 manna, með drif á, öllum hjólum. Skoðuð ’76. Hentug til skóla- flutninga. Skipti á fólksbifreið möguleg. Óttar Skjóldal, Enni, sími um Hofsós. Atvinna Get tekið börn í gæslu allan daginn. Uppl .í síma 2-37-16. - Fiölþdtar framkvæmdir (Framhald af blaðsíðu 1) og byrjað verður að vinna í lóð- inni á fimmtudaginn. Fram- kvæmdastjóri fyrir þeirri bygg- ingu er Jón Ármann Árnason, en formaður byggingarnefndar er Egill Olgeirsson. Verið er að skipta um jarð- veg í síðasta hluta Garðars- brautar og verður hún síðan steypt en ekki malbikuð. En á síðustu fjárhagsáætlun, þ. e. fyrir árið í ár, voru áætlaðar 50 milljónir til gatnagerðar í bæn- um og sú upphæð kemur til með að hækka vegna steypu í stað olíumalar, sem áður segir. Á síðasta ári var talsvert lagt af olíumöl og nú er unnið að gerð gangstétta og graseyja, svo sem í kringum félagsheimili og nær- liggjandi götur og er það ákaf- legur munur, hrein stakkaskipti til bóta af þeirri framkvæmd. Talsverðar bh'gðir eru til af olíumöl og verða þær notaðar á næstu tveim árum. Alltaf er eitthvað unnið við safnahúsið, félagsheimilið og sjúkrahúsið, og í undirbúningi er að koma upp aðstöðu fyrir þrjá tannjækna og er það á vegum heilsugæslustöðvarinnar og þar er bærinn þátttakandi að meirihluta. Ilaukur Harðarson, bæjarstjóri. Dreifikerfi hitaveitunnar var lokið á sl. ári, en í suðurbænum þarf að styrkja hitaveituna með stofnlögn, upp Þverholt, sem lokið verður við í haust. Ál'angi gagnfræðaskólabygg- ingarinnar er að verða fokheld- ur. Dagheimili til bráðabirgða hefur verið komið upp í safna- húsinu. Atvinna hefur verið mikil og í júlílok hafði meiri fiskur bor- ist til Fiskiðjusamlagsins en á sama tíma í fyrra. □ Kona óskast til að sjá um lítið heimili. Allar uppl. í síma 2-22-29 eftir kl. 19. BÆNDADAGSHLAUP UMSE Bændadagshlaup UMSE fór fram við Árskóg 3. þ. m. Keppt var í þrem aldursflokkum stúlkna og fjórum karla. Hlaupa leiðin var um 650 metrar fyrir alla flokka, nema elsta flokk karla, nær helmingi lengri, og 10 ára flokkarnir hlupu um 450 metra. Þátttakendur voru alls 55 frá 6 félögum. Helstu úrslit: Stúlknaflokkar. Karlaflokkar. 10 ára og yngri. mín. Örn V. Arnarson, R. 1.22,1 ÓH Þór Árnason, R. 1.27,5 Birnir Valdimarsson, R. 1.29,4 11 og 12 ára. mín. Einar Stefánsson, Sv. 2.27,4 Örn Traustason, R. 2.31,0 Óskar Árnason, Sv. 2.35,4 13,14 og 15 ára. mín. Stefán Árnason. Skr. 2.12,5 Gunnar Guðmannss., Skr. 2.15,9 Guðm. Hermannsson, R. 2.16,5 10 ára og yngri. mín. Laufey Hreiðarsd., Skr. 1.31,5 Hermína Gunnþórsd., Sv. 1.35,6 Jónína Sverrisd., Skr. 1.36,7 11 og 12 ára. mín. Þuríður Árnadóttir, Skr. 2.25,5 Vanda Sigurgeirsd., Sv. 2.36,5 Kristín Símonard., Sv. 2.38,9 13 ára og eldri. mín. Sigurbjörg Karlsd., Sv. 2.15.8 Guðrún E. Höskuldsd., R. 2.17,6 Svanhildur Karlsd., Sv. 2.17,7 16 ára og eldri. mín. Benedikt Björgvinss., Dbr. 3.47,3 Vignir Hjaltason, R. 3.47,5 Marinó Þorsteinsson, R. 4.09,0 Heildarstig félaganna. Umf. Reynir 54 stig Umf. Svarfdæla 48 stig Umf. Skriðuhrepps 30 stig Umf. Dagsbrún 9 stig Umf. Reynir vann Bænda- hlaupið annað árið í röð og hlaut Bændadagsstyttuna, sem SNE gaf til keppninnar á sl. ári. SUNDMOT UMSE - UMF. NARFI SIGRAÐI Hið árlega sundmót UMSE fór fram að Laugalandi í Glæsi- bæjarhreppi sunnudaginn 18. júlí sl. Fimm félög sendu kepp- endur á mótið, en þótttaka var langmest frá Umf. Narfa úr Hrísey. Helstu úrslit: Karlagreinar. 100 m bringusund. mín. Narfi Björgvinsson, N. 1.29,0 Rúnar Björnsson, N. 1.34,0 . 200 m bringusund. mín. Nárfi Björgvináson, N. 3.11,8 Almar Björnsson. N. 3.31,1 100 m skriðsund. mín. Narfi Björgvinsson, N. 1.13,1 Jóhann S. Brynjarss., N. 1.14,5 50 m baksund. sek. Sigurjón Kristjánsson, Sv. 41,8 Narfi Björgvinsson, N. 41,8 4x50 m boðsund. mín. A-sveit Urrif. Narfa 2.14,3 B-sveit Umf. Narfa 2.30,4 Kvennagreinar. 100 m bringusund. mín. Fjóla Ottósdóttir, N. 1.36,9 Gunnhildur Ottósd., N. 1.37,8 200 m bringusund. mín. Jóhanna Gunnarsd., N. 3.36,1 Hrafnhildur Hauksd., N. 3.54,4 50 m skriðsund. sek. Fjóla Ottósdóttir, N. 34,9 Guðbjörg Sigurgeirsd., N. 35,4 50 m baksund. sek. Jóhanna Gunnarsdóttir, N. 47,4 Lovísa Sigurgeirsdóttir, N. 47,5 wBifreiðin Til sölu er bifreiðin A-2347, sem er Dodge Dart, árg. 1970, í mjög góðu lagi. Uppl. í síma 2-30-31 næstu daga kl. 12.00 til 13.00 og 19.00 til 20.00 s.d. Til sölu Toyota Corona ’67 með bilaðan mótor. Uppl. í síma 2-32-19. Til sölu Chevrolet Vega ’74, ekinn 2800 km. Einnig reiðhjól. UjhjI. í síma 2-35-77. 4x50 m boðsund. mín. A-sveit Umf. Narfa 2.27,7 B-sveit Umf. Narfa 2.36,5 Stig félaga. Umf. Narfi 111 stig Umf. Þorsteinn Svörfuður og Atli 7 stig Umf. Svarfdæla 4 stig Narfi Björgvinsson hlaut flest stig einstaklinga, alls 20. Fjóla Ottósdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut farand- verðlaun, sem hjónin Borhildur Ýndvarsdóttir og Halldór Guð- laugsson í Hrísey gáfu og keppt var um í fyrsta skipti. □ Kýr til sölu. Sími 2-19-66 Til sölu nýlegt Yamaha stofuorgel með trommu- heila og fótbassa. Enn- fremur Moskvitsj ’72 og ’73, báðir í góðu standi. Góðir greiðsluskilmálar. Einnig Honda SS 50, árg. 1975. Upplýsingar gefur Jóliann Helgason, sími 96-4-15-40 á kvöldin. Vel með farin barnakerra til sölu. Uppl. í síma 2-17-26. Til sölu DUAL-hljóm- flutningstæki, magnari C. v. 120 (120w) Tuner c. t. 17 Plötuspilari 1216, 2 dynaco hátalarar. Uppl. ísíma 1-13-62. Barnavagn til sölu, verð kr. 12.000. Uppl. í síma 1-95-83. Til sölu er vel með farið Tomsson hjólhýsi. Uppl. í síma 2-23-35. 11 feta plastbátur til sölu. Uppl. í síma 1-12-97 og 2-13-43.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.