Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 4
2 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÚTBURÐER OKKAR TlMA í gamalli sögu segir, að í brúðkaups- veislu hafi vísa verið kveðin á glugga og er síðari helmingur hennar þessi: Til manns var ég ætluð / eins og þú. Menn ætluðu að þetta mundi kveðið hafa systir brúðarinnar, sem nýfædd var borin út. Þótt sagan beri þjóð- sagnablæ og sé gömul orðin, á hún erindi við okkur enn í dag, vegna þess, að enn eru börn borin út. Útburðir okkar tíma koma oft á glugga, bæði þar sem mannfagnaður er og við mætum þeim á förnum vegi, og þeir láta til sín heyra, hvort sem við viljum heyra eða ekki. Þeir koma einnig í fréttum blaðanna, kenndir við skemmdarfýsn, þjófnað, rán, notkun eiturlyfja og áfengis og eru jafnvel með byssu í hönd. Sagan um útburðinn minnir á þann hluta æskufólksins á okkar tím- um, sem úti verður á lijarni mann- lífsins og margir þeirra eru enn aumkunnarverðari en telpan, sem á gluggann kom í veislunni, og það eru þeir, sem ekki þroskast eðlilega, aldrei njóta sín í lífi né starfi, eru hálfir menn og lifa hálfu lífi, kall- aðir vandræðaböm og vandræða- menn, þúsundir að tölu. Þannig fara mörg góð mannsefnin forgörðum, sem vegna fámennis em okkar þjóð dýrmætari en öðrum þjóðum. Við stundum frammi fyrir þeim vanda, að víndrykkja barna og ung- linga vex ört og einnig eru til komin hin ýmsu fíkniefni, sem óvitar ánetj- ast auðveldlega og smyglað er til landsins á síðustu árum. Þegar til þessara tveggja atriða er litið og sið- ferðilega lægð í peninga- og við- skiptamálum, og svo til allra þeirra, sem klófesta vilja f jármuni barna og unglinga, þarf engan að undra þótt hjarnið verði kalt undir fótum. Enginn vill við það kannast, að borin séu út börn hér á landi og þó er það gert, í þeirri merkingu, sem hér hefur verið drepið á, og í miklu stærri og svívirðilegri stíl en nokkm sinni fyrr. Æska þjóðarinnar hefur á öllum tímum verið áhyggjuefni þeirra eldri, og er það mjög að vonum vegna þess, að við hana em ætíð bundnar þær vonir, að hún standi feti framar en þeir sem kveðja. En þegar svo er komið, að ískyggilega stór hópur þegnanna eru útburðir í liinum nýja stíl og vart eða ekki gerðum sínum ráðandi vegna víns og eiturlyfja, er koininn tími til að hyggja að fleiiu en gjaldeyrisstöðu og kaupmætti launa. □ Vinur vor hinn látni, sem þessi minninga- og kveðjustund er helguð, hafði lifað lángan ævi- dag, — svo langan, að líkja má við íslenzka sumardaga, þegar seint kvöldar. Eigi að síður fannst honum dagleiðin varla orðin nógu löng. Hann átti enn nokkrum erind- um ólokið við jörðina, — allt það, sem orðið „jörð“ hafði lengi táknað í hugsun hans. „Vertu, ó, Herra, mér hjá, er hinsta skyggir kveld. Ég kann að vera náttstað nær — nær en ég sjálfur hekl.“ (Þýtt). Þó var hann að því leyti vel undir það búinn, að hlýða kall- inu, er það kom, að þegar á unga aldri hafði hann gert sér ljóst, og á það sætzt, að það er deyjendum bezt, að „ofurmagn kraftarins“ — þ. e. úrskurðar- valdið yfir lífi og dauða — sé Guðs, en ekki manns. (2. Kor. 4, 7). Kristin trú gerir háar kröfur til játenda sinna. En frammi fyrir hugsjón fullkomleikans verða allir menn smáir og van- máttugir. Þekking vor er í mol- um. Þrekið og trúmennskan er í molum. Þó er þáð stundum, — raunar ekki svo sjaldan — að út úr sjálfu orði Guðs skín miskunn- söm og örvandi tiltrú til vor jarðarbarnanna. Orð Guðs leyf- ir oss að biðja og segja: „Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð.“ Þá er slík bæn ekki vonlaus. Minn- isstæð oss flestum eru þessi orð Meistara vors og Drottins: „Sælir eru hjartahreinir." Þá hljóta slíkir að vera til. f einu tilbeiðsluljóði Ritningarinnar er spurt: „Hver fær að stíga upp á fjall Drottins? Hver fær að dveljast á hans helga stað?“ Og því er svarað: „Sá, sem hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta.“ Það er umhugsunar- vert, að þannig talar orð Guðs til jarðneskra manna, svo aug- Ijóst sem það þó er, að þekking þeirra og þrek til hins góða er í molum. Síðan mér var falið að flytja kveðjuorð við útför séra Björns O. Björnssonar, —- starfsbróður míns, frænda míns og vinar — hafa þau Ritningar-rök, sem nú var á bent, búið mér mjög í hug. Því að vissulega átti hann hreint hjarta í þeim skilningi, að hann var jafnan reiðubúinn að koma fram til góðs. Umfram allt þó í þeim skilningi, hve ósvéigjanlega hreinlyndur hann var. Af öllu því fjölþætta mann- gildi, sem þessum manni var gefið, fannst mér ávallt mest til um heilindi hans. Fyrir þessu hefi ég oft gert mér grein á langri og allnáinni samleið okk- ar. Og heilindi eru höfuðdyggð. Eftir þeim mættum vér meta samferðamenn vora öðru frem- ur, hvað sem vér að öðru leyti finnum þeim til lofs eða lýta. Hann fæddist í Kaupmanna- höfn 21. janúar 1895. Sama dag og ár fæddist á íslandi Davíð skáld Stefánsson. Með þeim varð síðar traust vinátta. Björn hét fullu nafni Björn Mannes Ragnar. Foreldrar hans voru Oddur Björnsson frá Hofi í Vatnsdal, lengi prentsmiðjustjóni og bóka- útgefandi á Akureyw, og kona hans, Ingibjörg Benjamínsdótt- ir, Guðmunds'sonar á Vesturá, Vormssonar hreppstjóra á Geita skárði,- Bæði húnvetnskra ætta. Höfðu kynnzt í Kaupmanna- höfn, er þau sungu þar saman í kórum, og hófu þar hjúskap. Minningarorð flutt við útför séra Björns O. Björnssonar, í dómkirkjunni í Reykjavík, 10. október 1975, af sr. Friðriki A. Friðrikssyni, fyrrv. prófasti Þar fæddust þrjú börn þeirra — Björn elztur, þá Ragnheiður, lengi kaupkona á Akureyri, þá Sigurður, prentsmiðjustjóri á Akureyri. Hann lézt í janúar- mánuði síðastliðnum. Yngsta barnið, Þór, fæddist á Akureyri. Var deildarstjóri í KEA. Lézt 1967. Þessi systkini hafa orðið víð- kunn, mikilsvirt og mörgum kær. í uppvextinum og fram yfir námsárin hafði Björn þann þjóð lega hátt á, að kenna sig við föður sinn. Og meðal íslendinga erlendis var hann almennt þekktur sem Björn Oddsson. Eimdi lengi eftir af þeirri nafn- venju meðal skólasystkina hans. Var honum mjög í mun, að halda sínu eiginlega og þjóðlega nafni, en fékk ekki við ráðið. Löglegt fæðingar- og skírnar- vottorð gat hann ekki annars- staðar fengið en í Khöfn. Árið 1901 fluttust Oddur og Ingibjörg til íslands, settust að á Akureyri og gerðu garð sinn frægan, m. a. af miklum starfs- umsviíum Odds og þrotlausri risnu á heimilinu. Á Akureyri lauk Björn gagnfræðanámi við góðan orðstír. 15 ára gamall. Var hann þá kunnur orðinn að óvenjulega áhugamiklum bók- lestri, utan við skólanámið. Varð hann svo samgróinn Amts- bókasafninu, að óhætt var talið að fela honum umsjón þess, eitt sinn, er bókavörður var í utan- för. Er Björn hóf menntaskóla- nám, fór móðir hans með hon- um til Reykjavíkur, honum til fulltingis, og hafði þá einnig hin börnin hjá sér. Hann lauk stúdentsprófi árið 1913 — þó ekki fyrr en í september. Því að áður en próf hófust um vor- ið, lagðist hann í svæsinni tauga veiki og lá fram eftir sumri. Varð ungur stúdent, eftir því sem þá tíðkaðist. — 18 ára. Um haustið hélt hann til Kaup- mannahafnar — ásamt móður sinni, systur sinni og yngri bróður — og innritaðist þar í náttúrufræðideild háskólans. Eftir fjögurra ára nóm lauk hann fyrrihlutaprófi í náttúru- vísindum með háum einkunn- um, þ. .á. m. ágætiseinkunn í efnafræði. Þá urðu straumhvörf í lífi hans. Svo var nú komið lífsreynslu hans og hugsun, að hann vann Guði þess heit, að gjörast prestur. Hann hóf guðfræðinám við Háskóla íslands haustið 1918. Þá og þar bar fundum okkar fyrst saman. Móðir hans vissi um frændsemi okkar. Vináttu- böndin við hann og allt hans fólk hafa æ síðan reynzt mér haldgóð og mikilsverð. Vorið 1921 lukum við frænd- ur guðfræðiprófi saman, tveir einir. Margt er mér minnisstætt frá þeim prófdögum, — m. a. það, að þá varð ég þess vísari, að Björn Oddsson var ekki að- eins grandvarlega einlægur maður, heldur og drengilega einarður. Björn hafði löngum orðið að treysta tæpan fjárhag sinn með kennslu. Einn vetur kenndi hann í Kennaraskólanum, sam- hliða guðfræðináminu. Vetur- inn eftir kandídatsprófið var hann stundakennari bæði við Menntaskóla og Verzlunarskóla Rvíkur. 27. júní 1922 vígðist hann til prestsþjónustu í Þykkvabæjar- klaustursprestakalli (nú Ása- prestakall). Þjónaði því í 11 ár. Þá Brjánslækjarprestakalli í 2 ár. Þá Höskuldsstaðaprestakalli Séra Björn O. Björnsson. í 6 ár. Að því búnu varð fjög- urra ára hlé á prestsskap hans. Var nú ætlun hans sú, að gefa sig allan að ritstörfum. Þess má hér þegar geta. að eftir hann liggja ótrúlega mikil afköst á sviði ritstarfa og bók- mennta. f því efni varð hann að sækja á brattann, ekki sízt framan af, meðan hann þjónaði prestaköllum, sem þá voru afskekkt og mjög örðug yfir- ferðar, svo sem Ásaprestakall. En að ýmsu leyti stóð hann vel að vígi. Svo sem að var vikið, varð hann snemma víðlesinn. í föðurhúsum varð hann gagn- kunnugur bókagerð. Að dvelj- ast árum saman í andrúmslofti vísinda og hverskonar mennta við erlendan háskóla hafði að sjálfsögðu fært út sjónhring hans. Hann var eldmóðsmaður að hverju sem hann gekk, og eftir því fylginn sér, er á þurfti að halda. Hann vildi fylgjast með, — vaka og vinna með sam tíð sinni. Á Hafnar-árunum sótti hann tvö norræn stúdentamót, annað í Finnlandi, hitt í Sví- þjóð. Aðgerðalaust hlutleysi var honum ekki eiginlegt. Hitt var heldur lunderni hans, að láta sér ekki standa á sama, taka afstöðu í málum — „kenna til í stormum sinnar tíðar.“ Gáfnafar hans var fjölþætt, hugðarefnin eftir því mörg. Þegar hann valdi tímariti sínu nafnið „Jörð,“ vakti það óefað fyrir honum, að ekkert jarð- nesktr'og mannlegt væri honum og riti hans óviðkomandi. Jafn- framt ber Jörð því órækt vitni. að í trúnni, — í innilegu guðs- trausti, í fagnaðarerindi Jesú Krists — sá hann frumskilyrði allra jarðneskra og mannlegra heilla. Hann vildi að jarðheimur skildi þetta betur en enn er orð- ið og boðaði það í ræðu og riti. Myndarleg bók og nýstárleg kom út sjálft alþingishátíðar- árið, „Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar.“ Frumkvæðið og ritstjórnin var séra Björns. Ritið vakti athygli og varð „kveikja og fyrirmynd“ héraðs- lýsinga víða um land. Vafalaust hafa þær góðu við- tökur, sem ritverk þetta hlaut, vakið séra Birni þá bjartsýni, að nú mundi gamall draumur rætast. Því að þegar árið eftir hófst útgáfa „Jarðar.“ Aðstaðan til ritstjórnar var þó búandi pesti næsta örðug, enda heims- kreppa í algleymingi. Auk þess var heilsa Björns ekki sem bezt um miðbik ævinnar. Tímaritið kom út í 4 ár. En „Jörð“ hélt áfram að vera honum hugsjóna- og hjartans- mál. Þessvegna fékk hann lausn frá embætti 1941, fluttist til Reykjavíkur og gerðist á ný rit- stjóri og ábyrgðarmaður „Jarð- ar.“ Það var hann til ársins 1948, er ritið hætti að koma út. Þrem árum áður hafði hann hafið prestsskap öðru sinni, — nú að Hálsi í Fnjóskadal, í góðri grennd við hið stóra og góð- kunna „prentverk“ Sigurðar bróður hans og þeirra frænda á Akureyri, en á vegum þess fyrirtænis hygg ég að prentuð hafi verið og út gefin öll rit hans nema eitt. Á Hálsi byrjaði hann þýðingu merkra bóka, skáldverka og fræðirita, og kom hin fyrsta þeirra, „Egyptinn11, út 1952 (endurprentuð næsta ár), alls 6 rit, hið síðasta í 2 bindum (1961—62). Frumsamin rit séra Björns kann ég að nefna tvö: „Á Garði,“ sjónleik um Hafnar-stúdenta, og „Sveinn Framtíðarskáld,11 minningarrit um skólabróður. Enn er það, að séra Björn var frumkvöðull að ritverkinu „fslenkar Ijósmæð* ur,“ safnaði öllu efni 1. bindis og síðan meiru. Kvöldvöku- útgáfan lauk því verki. Séra Björn þjónaði Háls- prestakalli í 10 ár (1945—55). Lét þá af embætti og settist aftur að í Reykjavík. Á þeim 20 árum, sem síðan eru hðin, hefir hann notið allgóðrar heilsu og verið sístarfandi. Á árunum 1960—65 gegndi hann nokkuð samfellldri bráða- byrgða-prestsþjónustu, — fyrst á ísafirði, þá Möðruvöllum í Hörgárdal, þá Seyðisfirði og víðar á Austurlandi. Einnig lét hann það eftir sér á þessum síðasta áfanga ævinn- ar, að taka upp þráðinn frá vísindanámi Hafnar-áranna, las kynstrin öll af mannfræði og fornleifafræði og skrifaðist á við erlenda sérfræðinga um þessi efni. Líkur eru til (er mér tjáð), að áður en langt um líður verði prentað allmikið mann- fræðihandrit, sem honum auðn- tðist þó ekki að ljúka að fullu. Vart verður komið tölu á greinar hans í blöðum og tíma- ritum. Loks er þess að geta, að hann lætur eftir sig stórt safn hand- rita, sem geyma minningar hans, ýmist í skáldsöguformi eða beinni frásögn. Oft, er fund- um bar saman, sýndi hann *nér þann trúnað, að lesa mér kafla úr þeim. Svo bar við, að við dvöldumst saman á Hálsi, — okkar beggja „gamla“ prests- setri — tveir einir. dagana 29. ágúst — 12. sept. sl. Var hann þá að endursemja eitt þessara handrita, en lauk ekki við. Hann var hress og ræðinn. Hvorugur var að hugsa um „náttstað nær.“ , Hann var á heimleið til Reykjavíkur, er hann andaðist 29. sept. á Akureyri. Hinn 29. júní 1924 kvæntist séra Björn Guðríði Vigfúsdóttur frá Flögu í Skaftártungu, — dóttur Vigfúsar óðalsbónda þar, Gunnarssonar, og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur, prófasts í Ásum, Eiríkssonar. Guðríður og Björn eignuðust fimm börn. Þau eru öll stödd hér í dag, og án efa öllum viðstöddum kunn, svo og makar þeirra. Ég tel mig vera því kunnugur, að þessi systkini hafa alla tíð verið knýtt foreldrum sínum sterkum bönd- um elsku, virðingar og ræktar- semi. Þau eru: Ingibjörg Ragnheiður, gift Bjarna Linnett fulltrúa, Hafnar firði. Eiga 2 dætur. Vigfús, bókbandsmeistari, Akureyri, kvæntur Elísabetu Guðmundsdóttur frá Flatey, Skjálf. Eiga 6 dætur og 1 son. Sigríður Sveinbjörg Pálína, sjúkralistiðjufræðingur, Reykja vík. Giftist Dieter Roth lista- manni. Þau eignuðust 2 syni og dóttur. Slitu hjúskap. Oddur, kennari og leikrita- skáld. Reykjavík, kvæntur Borg hildi Hilmarsdóttur Thors. Eiga son og dóttur. Sigrún, leikkona, gift Ragnari Björnssyni, dómorganista, Reykjavík. Eiga 2 dætui-. Frú Guðríður andaðist 12. apríl 1973. Var það manni henn- ar sár reynsla. Þau unnust vel, áttu hvors annars trúnað allan og voru miklir vinir. Björn Oddsson var búinn ríkulegum fararefnum til langr- ar dagleiðar. Bjart var yfir æsku hans. Faðir hans var höfð ingi í sjón og raun, — einn af „vormönnum íslands.“ Móðirin var greind og tápmikil, prýði- lega að sér til hússtjórnar og hannyrða, og ól börn sín upp — ekki aðeins til góðleiks og drengskapar yfir höfuð, heldur og til sérstakrar fyrirmannlegr- ar háttprýði í umgengni, sem vakið hefir eftirtekt og farið þessum systkinum vel, því að heilindi voru á bak við. Björn var, að sögn, mjög fallegur drengur, glaður og fjörmikill, þrekbyggður í betra lagi og vel til foryztu fallinn í drengjahópi. Móðir og sonur voru miklir trúnaðarvinir, meðan bæði lifðu. Hann fékk orð á sig sem ágæt ur námsmaður. Hann var vak- andi viðræðumaður, gat jafnan margt lagt til málanna, hafði næmt. en græskulaust skop- skyn og var oft snarfyndinn. Að mínum dómi var hann vitur maður, — djúpskyggn og víð- sýnn. Og hugur hans var ólatur. Af innri þörf og á eigin ábyrgð glímdi hann við torráðnustu gátur lífs og heims. Margt hefir hann lesið mér úr ræðum sínum og ritum, sem mér þótti bera vott um djarft hugarflug. Annað mál er það, að stund- um þótti ritmál hans helzt til þungt í vöfum. Nútímalesend- um koma betur stuttar setning- ar en löng setningasambönd. Man ég, að einu sinni vakti ég máls á þessu við hann. Mér skilst, að hann hefði getað svar- að mörgu til. E. t. v. var hann mér ósammála. En hann horfði bara á mig þögull. Ekki þarf að því að finna, að setningar hans skili ekki tilætlaðri hugsun. til greina: Einhuga sambæn allra trúaðra manna um allan heim. Þess minnist ég, að hann var einn meðal helztu hvatamanna þess, að þjóðkirkjan tæki upp árlegan og almennan bænadag. Þegar léið að lokum þessara septemberdaga, sem við Björn áttum nú síðast saman á Hálsi, var okkúr boðið á kynningar- mót norðlenzkra presta og prestskvenna, sem haldið var _ að Sumarbúðunum við Vest- mannsvatn. Þar flutti hann við Orðaforði hans virðist mér ríku legur. Björn hafði yndi af hverskon- ar s'ígilch'i list og var vél fróður^ í sögu listar. Hánn var mjög músíkalskur. Söng d]úpán bassa, eins og fleiri þeir frænd- ur. Á unglingsaldri hafði hann numið píanóleik um tveggja ára skeið. Stundum greip hann í uppáhaldslög, sem hann- kunni utanað frá þeirri tíð. Lék hann þau með miklum tilþrifum, að því er mér fannst. Hann var að innræti afar vænn maður. Ekki get ég hugs- góða áheyrn erindið „Aldahvörf að mér, að hann léti nokkuð eða máttur bænar.“ Þannig það ógert, er hann sá áð hann vann hann síðasta „prestsverk" gat öðrum mönnum gott gert. sitt. Átti það vel við, svo ein- Bæði voru þau hjónin þannig kennandi sem erindi þetta er uppalin, að gestrisni var þeim ‘-íyrir trú hans og predikun. eðlisnauðsyn. í því efni gætti þess ekki, þótt fjárhagur þeirra vaeri sjaldan rúmur. Þau hófu" hjúskap og búskap í þá tíð, er kreppan mikla var óðum að magnast. Og kreppuárin urðu_ mörg — og mörgum prestinum erfið, þótt ekki væri annríkur rithöfu»dur jafnframt. En aldrei varð ég þess var, að þau létu „baslig smækka sig.“ En vini mínum var og gefið annarskonar risnueðli — það örlæti hjartans, sem viðurkenn- Séra Björn O. Björnsson var rúnganveginn hversdagsmaður. JtJm margt var hann óvenjulega -jjSUl-Sg-Stór í sniðum. Hann var jafnvel um sumt einkennilegur maður. Þrátt fyrir augljósa ein- .Isegni lians og ihánnúð, gáfur hans og manndóm, var hann ekki áf" öllum'kkílinn. í veru- legum ’ skilnihgf' er mannsálin einbýlisvera.- Fyrir - því veitist oss oft svó örðugt að skilja ir með fúsleik og gleði það, sem - hvert annað. -Flest erum vér samferðamennirnir gera vel. Hitt, að lofa eitthvað þvert um hug sinn gat ekki, álít ég, hent hann. hvorki vitringar né börn. Þess er þá varla að vænta, að oss takist almennt áð skilja til fulls ménn slíka sem hann var, þ. e. hvorttveggja,^- _vitringur og örgeðja, .einlcggt, barn. * En-m'argir verðá þó þeir, sem í þakklátum Ruga. géyma minn- ingu.hans. Því _að-það er minn- „Hreinlyndum hæfir lofsöngur. jng nm dýrmætan ástvin, dreng Um séra Björn sem prest er mér efst í huga að segja — enn með orðum helgrar bókar: (Sálm. 33, 1). Þótt vandlátur væri um trúar-rökin, var trú *- hans á Guð eigi að síður barns- lega einlæg, full lotningar og trúnaðartrausts. Hvenær sem - var og hvar sem hann var staddur talaði hann við Guð í bæn um áhugamál sín og vanda - mál, einnig hin hversdagslegu g og smáu. Um þetta voru þau hjónin algerlega samhuga. Eiga börn þeirra um það ljúfar og vermandi minningar, hve inni- -' lega og án afláts foreldrarnir hvöttu þau til að rækja og varð- veita bænarlíf sitt og fela sig Guði í öllum hlutum örugg og - ókvíðin. Veigamikið atriði í trúar- hugsun séra Björns var full- vissa hans um mátt sambænar, t. d. fyrir sjúkum. Var hann sannfærður um, að hafa orðið vitni að dásamlegum bæn- heyrslum. Fyrir allmörgum árum — áður en mannkynið var almenni lega vakið til vitundar um hætturnar, sem yfir því vofa og nú eru orðnar augljósar hverjum hugsandi manni — sá hann fyrir hvað verða vildi. Samdi hann þá og flutti — og las fyrir mörgum — erindi, er hann nefndi „Aldahvörf cða máttur bænar.“ Benti hann þar á hætturnar — og það bjarg- ráð, er hann hugði eitt koma lyndan mann'og sannan prest. Þessi látni __vinur vor var •jpiátfstað' nær“ — nær en hann sjálfúr. og vér - átt'um von á. Hann er farinn frá oss. Vér biðjum honum blessunar Guðs £— ■’ æ'ðstu"-fararúeilla. Hann hvarf sjónum j.yprum handan við sólsetrið. En þar, handan -.við-þetta-sólsetur, er raunar engin nótt, heldur nýr dagur. •-Þar álengdar er hinn heilagi staður drottinlegra fyrirheita um ljós og líf. Þar rís „fjall Guðs.“ Þangað ér horfni vinurinn að héfja göngu sína — undrandi og fagnandi. Amen. (Hér er getið barna séra Björns, svo og ritstarfa hans, nokkru nánar en gert var, þegar ræðan var flutt). fkiym KA VANN ISFIRÐINGA 5:2 A AKUREYRI KA og ÍBÍ léku á grasvellinum á Akureyri sl. laugardag. Rign- ing hafði verið fyrr um daginn og völlurinn því glerháll. í fyrri leik þessa aðila varð jafntefli á hinum slæma og umdeilda velli þeirra ísfirðinga. KA hafði gengið illa í síðustu leikjum og urðu nú leikmenn liðsins að fara að sýna betri knattspyrnu. í liði KA léku tveir nýliðar, þeir Sverrir Þóris son leikmaður nr. 7 og Guð- bergur Ellertsson lék nú í stöðu markmanns en hann hefur ver- ið varamarkmaður liðsins und- anfarið. Báðir skiluðu hlutverki sýnu vel. KA byrjaði að sækja í leikn- um og fengu hornspyrnu strax á fyrstu mín., og stuttu síðar átti Gunnar Blöndal gott skot að marki en aðeins framhjá. KA-menn sóttu nokkra stund, en ísfirðingar náðu upphlaupi á 7. mín. og uppskáru 4 horn- spyrnur í röð. Á 11. mín. kom síðan fyrsta mark leiksins og það gerðu ísfirðingar. Skotið var hörkuskoti utan af hægri kanti, og hafði Guðbergur mark maður engin tök á að verja. Næstu mínútur sóttu liðin til skiptis án þess þó að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Á 25. mín. fær Sigbjörn Gunn arsson góðan stungubolta sem hann afgreiðir örugglega í netið og jafnar fyrir KA. Næsta mark kom svo á 35. mín. Þá fær Gunnar Blöndal góða fyrirgjöf sem hann afgreiddi einnig í netið. Aðeins tveimur mín. síðar var Gunnar aftur á ferðinni, þá komst hann inn í sendingu frá markmanni, lék á einn varnar- mann og skoraði af öryggi. Enn einu sinni var Gunnar í eldlínunni, þá var honum brugð ið innan vítateigs og dæmdi dómarinn vítaspyrnu. Gunnar tók vítið sjálfur og skoraði „stöngin inn“. Á 44 mín. skaut Hörður Hilmarsson á markið af löngu færi og var það hörku- skot sem markmaður réði ekki við og lenti boltinn í netið. Var nú staðan orðin 5 gegn einu fyrir KA og þannig lauk fyrri hálfleik. • Seinni hálfleikur var frekar tilþrifalaus og var mikið um langspyrnur og hornspyrnur. ÞOR YINNUR ARMANN A LAUGARD.VELLI Þór og Ármann léku á Laugar- dalsvelli sl. laugardag. Völlur- inn var blautur eftir langvar- andi rigningu og mjög háll. Þórsarar voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu í fyrri hálf- leik nokkur dauðafæri sem þeim þó tókst ekki að skora úr. í byrjun seinni hálfleiks skor- ISLANDSMÓT 3. DEILDAR í KNATTSPYRNU Úrslitakeppni 3. deildar í knatt- spyrnu fer fram á Akureyri fyrir og um næstu helgi og verður leikið í tveimur riðlum. Tilhögun keppninnar er annars þannig: Fimmtudagur 19. ágúst. A-riðill Afturelding,— Víkingur Þórsvöllur kl. 16.00 A-riðill KS — Þróttur Þórsvöllur kl. 17.45 B-riðill Leiknir — Fylkir Þórsvöllur kl. 19.30 Föstudagur 20. ágúst. A-riðill Víkingur — Þróttur Þórsvöllur kl. 16.00 A-riðill Afturelding — KS Þórsvöllur kl. 17.45 B-riðill Reynir — Fylkir Þórsvöllur kl. 19.30 Laugardagur 21. ágúst. A-riðiH KS — Víkingur Þórsvöllur kl. 13.30 A-riðill Þróttur — Afturelding Þórsvöllur kl. 15.15 B-riðill Leiknir — Reynir Þórsvöllur kl. 17.00 Sunnudagur 22. ágúst Úrslit. 3. sæti Þórsvöllur kl. 14.00 1. sæti Akure.völlur kl. 16.00 Umsjónarmaður KSÍ er Rafn Hjaltalín. KSÍ Ekki tókst liðunum að skora lengi framan af hálfleiknum, þrátt fyrir nokkra tilburði. Var t. d. furðulegt að Guðjóni Harð- arsyni skyldi ekki takast að gera mark eftir að hafa ein- leikið í gegn um alla vörn ís- firðinga en það gerði hann oft, en brást ávallt upp við markið. Á 43. mín. seinni hálfleiks var dæmd hornspyrna á KA og var boltinn gefinn vel fyrir markið, og einn ísfirðingurinn hoppaði hæst og skallaði glæsilega í markið. Þóttist undirritaður þekkja að þar færi Albert nokk ur körfuknattleiksleikmaður hjá Þór á vetrum. Þannig lauk leiknum með 5 mörkum gegn 2 fyrir KA, og verður það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit. ONNUR URSLIT Onnur úrslit í annarri deild um helgina urðu þau, að Haukar sigruðu Reyni með 2—1 og Vest mannaeyingar sigruðu Selfyss- inga með 11—0. STAÐAN IDEILDINNI Staðan í leikjum þessi: ÍBV Þór Ármann KA deildinni að helgarinnar loknum er nú 12 10 13 8 13 14 Völsungur 13 ÍBÍ Haukar Selfoss Reynir 12 13 13 13 110 45-9 32-12 23-16 26-27 20-13 15-19 20-26 18-43 12-38 22 20 15 14 13 10 10 7 5 uðu Ármenningar fyrsta mark leiksins, en nokkru síðar jafnaði Árni Gunnarsson fyrir Þór. Einar Sveinbjörnsson skoraði síðan næsta mark og marka- kóngurinn Jón Lárusson gerði síðasta markið oð þannið endaði leikurinn, þrjú mörk gegn einu fyrir Þór. Þetta verða að teljast sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins, en eins og áður var sagt voru Þórsarar ávallt betri aðilinn. Ekkert virðist nú geta komið í veg fyrir að Þórsarar fái að leika aukaleik um sæti í fyrstu deild að ári, og jafnvel geta þeir unnið aðra deild ennþá ef ein- hverjum tekst að stela stigum af Vestmannaeyingum. NÆSTU LEIKIR Næstu leikir i deildinni verða á laugardaginn. Þá leika á Akureyrarvelli Þór og Reynir, í Hafnarfirði Haukar og ísfirð- ingar, Völsungar fá Ármenn- inga í heimsókn og KA fer til Selfoss og leikur við heima- menn. ISLANDSMOT í 5. FLOKKI íslandsmót í 5. flokki í knatt- spyrnu var haldið á Akureyri fyrir nokkru. Keppt var í tveimur riðlum og voru þrjú lið í hvorum riðli. Úrslit urðu þau, að lið Vest- mannaeyinga sigraði, þeir unnu alla andstæðinga sína með miklum mun, nr. 2 varð lið frá Fram í Reykjavík, nr. 3 varð KA frá Akureyri og nr. 4 ÍR úr Reykjavík. ENN SIGRAR 1 1 BJÖRGVIN 1 MEÐ YFIRBURÐUM Jaðarsmótið svokallaða í golfi var haldið á golfvellinum á Akureyri um síðustu helgi. Keppendur voru 59 víðsvegar að af landinu. Mót þetta gefur þeim sem góðum árangri ná stig til setu í landsliðinu. Leiknar voru 36 holur og var veður til keppni frekar leiðin- legt, rigning og bleyta. Úrslit í mótinu án forgjafar urðu þessi: Karlaflokkur. Högg Björgvin Þorsteinsson, GA 141 Gunnar Þórðarson, GA 153 Jóhann Benediktsson, GK 158 Sigurður Thorarensen, GK 159 Ragnar Ólafsson, GR 159 Hannes Eyvindsson, GR 161 Árni Jónsson, GA 162 Kvennaflokkur. Högg Sigurbjörg Guðnadóttir, GV 201 Katrín Frímannsdóttir. GA 206 Karolína Guðm.dóttir, GA 209

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.