Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 8
TEPPAHREINSUN HÚSGAGNAHREINSUN SÍMI21719 Akureyri, miðvikudaginn 18. ágúst 1976 — . Barnahnífapör 1 og'ÍLsr*- “ ■ i GULLSIVIIÐIB barnarammar 1 í Jf SIGTRYGGUR nýkomið. \\ & PÉTUR N y AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Hiuti af.byggöinni á Biönduósi. . jsí (Ljósrn.: E. D.) Þegar blaðamaður var á ferð- inni á Blönduósi á sunnudag- inn, bærðist ekki hár á. höfði, en skæðar tungur halda því annars fram, að þar sé sjaldan kyrrt veður. í fyrrasumar var mikið af götum staðarins mal- bikað og vita allir hvaða breyt- ingum kauptún tekur við það. Þá mun þess skammt að bíða, að Blönduós verði „heitur stað- ur“, þ. e. að húsin verði þar öll hituð með laugarvatni frá Reykjum við Reykjabraut. En við borun þar kom upp svo mikið af heitu vatni, að það nægir staðnum eins og hann er nú og vel það. Áberandi er, að á síðustu ár- um hefur allmikil byggð risið austan Blöndu, hið snyrtlegasta íbúðarhverfi og raunar annað líka ofan við gamla þorpið vestan Blöndu. Kaupfélagshúsin, félagsheimil ið og fleiri áberandi myndar- legar bygging'ar prýða staðinn, ennfremur skólarnir og rétt við Blöndu er Iiéraðshælið. Hveppsnefndin keypti stóra mjölskemmu á Seyðisfirði og •hefur sett hana upp austan ár. Mun ætlunin að leigja þar iðn- aðarhúsnæði, sem getur komið sér vel. Veiðin í Blöndu var treg framan af sumri en glæddist síðan og hefur veiðst ágætlega undanfarið, eða allt upp í 60— 70 laxa á lag á fjórar stengur. Hins vegar hafði til skamms tíma lítið veiðst í Svartá, en þangað gengur laxinn til að hrygna. Oþurrkar hafa verið upp á síðkastið og hefur bændum því gengið illa að þurrlca. En gras- vöxtur er mikill í ár og hey- fengur verður mikill, en eitt- hvað af heyjunum er ekki sem best verkað vegna óþurrka að undanförnu. Ferðamannastraumur er ætíð verulegur og svo hefur verið í sumar. Hótel Blönduóss tekur á móti gestum að vanda og Kvennaskólinn er rekinn sem sumargistihús. Stefnt er að því að koma tólf leiguíbúðum hreppsfélagsins undir þak fyrir veturinn. Q NYR BÆJARSTJORI Þegar þessar línur eru ritaðar er bæjarráðsfundur nýlega liald inn og þar lýsti meirihlutinn því yfir, að hann hefði orðið sain- mála um að mæla ákveðið með Helga Bergs yngri, sem nýjum bæjarstjóra sem var einn af um sækjendum um það embætti. En á næsta bæjarstjórnarfundi. fundi, sem haldinn var í gær, þriðjudag, átti mál þetta að hljóta cndanlega afgreiðslu. Á bæjarráðsfundinum komu ekki fram aðrar tillögur eða uppástungur um nýjan bæjar- stjóra, en málsmeðferð meiri- hlutans var gagnrýnd af sjálf- stæðismönnmn. Sagði einn bæj- arfulltrúinn að þeim fundi loknum, að hann öfundaði Jón G. Sólnes af orðaforða hans! „ÍSLENSK IÐNKYNNIN G“ fslensk iðnkynning ,sem Félag íslenskra iðnrekenda, iðnaðar- ráðuneytið, Landssamband iðn- verkafólks, Neytendasamtökin og samband íslenskra samvinnu félaga standa að, hefur tilkynnt, að í næsta mánuði hefjist starfs ár „íslenskrar iðnkynningar“. Framkvæmdastjóri er Pétur Sveinbjamarson. Markmið iðn- kynningarinnar er að kynna landsmönnum íslenskan iðnað og cnnfremur þarf íslensk iðn- vara að vera samkeppnisfær við sambærilegan erlendan iðnað bæði um verð og gæði. Einnig þarf að örva áhuga landsmanna á að nota sér það, sem innlent er. En til að ná þessum mark- miðum, þarf að vekja sem víð- ast umræður um íslenskan iðn- að og íslenskan iðnvarning, því miklu skiptir, að landsmenn sjálfir styðji sína eigin fram- leiðslu. GRASLEPPUHROGNIN Á Suðvesturlandi voru grá- sleppunet í sjó fram í ágúst- B^ppframkvæntdum við Gefjun miðar vel Eins og kunnugt er standa nú yfir allmiklar byggingafram- kvæmdir hjá Sambandsvcrk- smiðjunum á Akureyri. Annars vegar er þar um að ræða 1.500 fermetra vinnuskála fyrir kembi- og spunavéladeild Gefj- unar, og hins vegar 600 fermetra lagerhúsnæði fyrir Gefjun. Hjörtur Eiríksson frkvstj. sagði okkur, að þessum íram- kvæmdum hefði miöað vel áfram undanfarið. Búið er að reisa vinnuskálann, og áætlað er að byrja að setja þar niður vélar nálægt 10.—1$, september. Gert er ráð fyrir, að niðursetn- ing vélanna taki um þrjá mán- uði, svo að framleiðsla á að geta hafist þar fyrir næstu ára- mót, ef allt fer eftir áætlun. Fyrsta skóflustungan tekin Svo sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu í dag, verður fyrsta skóflustunga að byggingu Endurhæfingarstöðvar Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra, teldn á laugárdaginn klukkan 3 e. h. Lóð sú, sem stöðin á að rísa á, er við Sjafnargötu, sem er vest- an Hörgárbrautar í Glerár- hverfi. Þegar blaðið spurði Heiðrúnu Steingrímsdóttur f o r m a n n Sjálfsbjargar nánar að máli þessu, sagði hún meðal annars: Við höfum nú loks fengið mjög góða lóð fyrir þær bygg- ingar, sem þarna eiga að rísa og byrjað verður ó nú í sumar. Byggt verður í áföngum og verður fyrsti áfanginn 1700 fer- metrar, einnar hæðar hús. Öll nauðsynleg leyfi liggja nú fyrir og ekkert til fyrirstöðu að hefja verkið. Verktakar eru allir ráðn ir, én Jón Gíslason reisir húsið eftir teikningu Jóns Geirs Ágústssonar. Lög frá 1971 gerir áhuga- mannafélögum eins og Sjálfs- björgu þessar framkvæmdir færar. Helmingur kostnaðar er óafturkræfur styrkur og aðeins einn þriðji á að fjármagnast af byggingaraðila sjálfum. Afstaða almennings til Sjálfs- bjargar mun hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum? Já, ótrúlega miklum breyt- ingum. Við, sem fötluð erum, erum ekki lengur ein að berj- ast fyrir betri aðstöðu. Nú er það almenningsálitið, sem þrýst ir á okkur til framkvæmdanna, gagnstætt því sem áður var. Ileiðrún Steingrímsdóttir. Plastiðjuna á Bjargi er búið að starfrækja síðan 1969 og Endur- hæfingarstöðin hefur verið rek- in í fimm undanfarin ár og þessi starfsemi má alls ekki niður falla. Ég hvet sem flesta velunnara Sjálfsbjargar til að koma að Sjafnargötu á laugardaginn, þar sem fyrsta skóflustungan verður tekin, sagði Heiðrún Steingrímsdóttir að lokum. í stjórn Sjálfsbjargar eru auk hennar: Hafliði GuðmuTidsson, Helga Jónsdóttir, Valdimar Pét- ursson og Elinóra Rafnsdóttir. Nýjung verður það í þessari byggingu, að þar verður aðstaða til fyrirbyggjandi meðferðar vegna atvinnusjúkdóma. mánuð. Ljóst er, að í ár hefur veiðst meira af grásleppunni en nokkru sinni fyrr, vegna mikils netafjölda í sjó. Búið er að flytja út hrogn fyrir 740 milljón ir króna og sjómenn fá um 35 þúsund krónur fyrir liverja saltaða hrognatunnu, sem telja verður liagstætt verð. Því mið- ur eru hrognin flutt út í tunn- um, en ckki fullunnin í kavíar. Talið er, að um 500 liílir bátar hafi stundað þessar veiðar í vor og sumar. VERKSMIÐJA Á GRUNDARTANGA Aftur eru framkvæmdir á Grundartanga við Hvalfjörð komnar á dagskrá. Verið er að semja við norska fyrirtækið Elkem Spigerverket um aðild að járnblcndiverksmiðju, því fyrri áform fóru út mn þúfur. Þegar hefur verið sótt um lán hjá Norræna fjárfestingarbank- anum til framkvæmdanna og við það miðað, að fyrri áfangi verksmiðjunnar verði tekinn í notkun 1978. En heildarkostn- aður er áætlaður 14.8 milljarðar króna. Ásgeir Magnússon er framkvæmdastjóri íslenska járn blendifélagsins. Norska fyrir- tækið á, samkvæmt því, sem nú er stefnt að, að eiga 45% hluta fjár fyrirtækisins en íslenska ríkið 55%. SIÐASTIR f MARK Þátttaka íslendinga í Olympíu- leikunum var frá upphafi hæp- in og í reynd olli liún veruleg- um vonbrigðum. Gamansamir menn sögðu, að þurft hefði að fresta leikslokum um einn dag á meðan þess var beðið að ís- lendingar kæmu í mark. En þótt svona færi um sjóferð þá, er ekki ástæða til að örvænta. Á hitt ber fremur að líta, að al- menn íþróttaiðkun veitir hverj- um og einum og þjóðinni í heild, auka hreysti til að takast á við verkefni sín í lífsbaráttunni. ÞEIR LEIKA Á KERFIÐ Frá því hefur verið sagt í sunn- anblöðum, að hópur manna í viðskiptaheiminum, vel skipu- lagður og e. t. v. einhverjir bankastarfsmenn, liafi svikið fé út úr bankaéerfinu í ótrúlega stórum stíl, tvo milljarða króna á tveim árum. Sakadómur Reykjavíkur liefur málið til meðferðar. Talið er, að hópur fjáraflamanna þessara telji tuttugu manns. Með því að starfa saman og búa sér til nýtt kerfi í meðferð ávísanavið- skipta, sneru þeir á bankakerf- ið og gátu svikið út 20 milljónir á dag án þess að greiða vexti, segir í fregnum um þetta mál. SKATTARNIR Skattleysi fyrirtækja hefur á undanförnmn árum valdið mikl um umræðum og hörðum mót- mælum. Talið hefur verið, að 500 fyrirtæld með um 37 milljarða veltu greiði ekki neinn tekjuskatt og er þá ein- göngu vitnað í skattskrá Reykja víkur. Fjármálaráðherra lýsti því yfir f sjónvarpi á dögunum, að endurskoðun skattalaga væri í undirbúningi og yrði frum- varp þar að lútandi lagt fyrir Alþingi í haust, en yfirlýsingar af þessu tagi cru árlegar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.