Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 7

Dagur - 18.08.1976, Blaðsíða 7
7 Piltar úr finileikaflokki Ollerupskólans sýna tvíinenningsæfingar. FimSeikaflokkar Ollerupskólans hér á sýningarferð í sepfember ísafirði; Sigurður Greipsson í Haukadal; Jón Þorsteinsson, sem starfrækt hefur lengi íþróttaskóla við Lindargötu í Reykjavík; Þorgils Guðmunds- son lengi kennari á Hvanneyri og í Reykholti; Viggó Nathanels son að Núpsskóla við Dýrafjörð; Tryggvi Þorsteinsson á ísafirði og Akureyri; Ágúst Óskarsson frá Laugum og nú við Varnjár- skóla í Mosfellssveit; Vignir Andrésson kennari um árabil í Reykjavík; Haraldur Svein- björnsson úr Vopnafirði, kenn- ari við Colombiuháskóla í New York Jón T. Þorsteinsson úr Svarfaðardal, kennari við íþróttalýðskólann í Sönderborg, Danmörku, og margir fleiri. Þegar Niels Bukh lagði horh- stein að fyrsta húsi skóla síns, þá valdi hann framtíðarverki sínu þessi einkunnarorð: „Það er von mín. að þessi skóli megi stuðla að því að danskur æsku- lýður sé heilbrigður, vinnufær og framtakssamur. Það er trú mín að þetta megi takast meðan þeir sem hér starfa eru með- vitandi gáfna sinna og krafta sem gjafa frá guði og með þakk- látum huga noti þær £ þjónustu við hann.“ Fimleikaflokkur frá Ollerup, sá er í fyrra fór frægðarför til Japans, sýnir við vígslu íþrótta- hússins nýja í Vestmannaeyjum síðar á sumrinu, en hefur svo tvær sýningar í Reykjavík og eina á Akureyri. Q sendimaður (karl eða kona óskast til skeytaútburðar við landssímastöðina á Akureyri frá 1. september n. k. Vinnutími 9—20 (9 f. h. til 8 e. h.). Væri gott starf fyrir tvo er skiptu því milli sín. Eyðublöð fyrir umsóknir og nánari upþlýsingar gefur undirritaður. , UMDÆMISSTJÓRI PÓSTS OG SÍMA, AKUREYRI Norðurlandsmót í frjálsum íþróttum verður að þessu sinni haldið á Akureyri dagana 4. og 5. september. Venjulegar keppnisgreinar. Skriflegar tilkynningar um þátttöku sendist í pósthólf 226, Akureyri, fyrir 31. ágúst. ERJÁLSÍÞRÓTTARÁÐ ÍBA íþróttaskólinn í Ollerup á suður strönd Fjóns í Danmörku er kunnur hér á landi. Allt frá stofnun skólans 1920 til sl. vet- urs hafa konur og karlar frá íslandi verið nemendur hans. Með sér hafa þessir íslendingar fært hingað út ekki aðeins í reisn og fimleikafærni, kunn- áttu í íþróttafræðum og virð- ingu á félagslyndi heldur einnig vilja til þess að stuðla að íþrótta iðkunum til gleði og styrkingar. Aðeins nokkur nöfn þessu til stuðnings: Ármann Dalmanns- son og Hermann Stefánsson á Akureyri; Gísli Kristjánsson á Út er komið 6. hefti tímaritsins „LÍFSGEJSLAR,11 sem er tíma- rit um lífsambönd við aðrar stjörnur, og gefið út af Félagi Nýalssinna. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa hugmynd um efni þessa heftis: Uppruni sólhverfisins. Lífgeisl- an og lífbjarmi. Tólfta öldin. Hnattlögun jarðar í Jobsbók. Kraftur lífsins og framþróunar- kenningin. Draumur um blá- græna sól. Draumur um sam- komu á öðrum hnetti. Fornir tákn eða spásagnadraumar. Peðið, sem svarf og kom aftur. Frásagnir af miðilsfundum. Nokkrar myndir eru í heft- inu, til skýringar lesmáli. Q Fssfeign er Á söluskrá hjá okkur er nr. a.: 2 stórhýsi í miðbænum. Einbýlishús í smíðum. Ibúð í tvíbýlishúsi í smíðum. Raðhúsíbúð í smíðum. Býli á fögrum stað í nágrenninu. Auk þess f jöldi fasteigna af öllum stæðum og gerðucn víðsvegar um bæinn. Leitið upplýsinga hjá aðalfasteignasölu bæjarins. FASTEIGNASALAN HF. Sínri 2-18-78. Opið mánudaga til föstudaga kl. 17-19. Sölunraður: SKÚLI JÓNASSON . íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 2-16-09 eftir kl. 16. Vantar íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-15-76, milli kl. 8—10 e. h. Ibúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 2-17-24. Vantar íbúð. Læknir vill taka á leigu 4ra—5 herb. íbúð nú þegar eða í ágústlok. Uppl. í síma 2-23-48. Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu sem fyrst, Uppl. í síma 1-96-49 eftir kl. 20. íbúð ti lleigu. Af sérstökum ástæðum er til leigu fram að ára- mótum ný tveggja lrerb. íbúð. Uppl. í síma 2-16-06. Óska eftir að taka á leigu 2ja til 4ra herbergja íbúð sem fyrst. Vinsamlegast hringið í síma 2-36-54. Til sölu er ný uppgerð 3ja herberja íbúð. Uppl. í síma 2-23-35. Lítil íbúð óskast til leigu. Þarf ekki að vera í langan tíma. Sími 2-38-66. íbúð til leigu. Uppl. í síma 2-24-24 milli kl. 7—8 á kvöldin. Ungt, reglusamt par óskar eftir 2ja—3ja herbergja íbúð til leigu, sem fyrst. Uppl. í síma 1-10-51. Húsnædi Verkamenn vana byggingarvinnu vantar strax. Upplýsingar hjá verkstjóra. SMÁRI H.F. KAUPANGI VIÐ MÝRARVEG, SÍMI 2-12-34. Stjórn verkamannabústaðð -Akureyri- auglýsir 21 íbúð til umsóknar. . Stjórn 'verkamannabústaða, Akureyri, hefur hab ið byggingu fjölbýlishúss nr. 1—3—5 við Hjalla- lund á Akureyri. í fjölbýlishúsi þessu verða 21 íbúð, 18 fjögurra herbergja og 3 þriggja herbergja íbúðir. Brúttó gólfflötur fjögurra iherbergja íbúðar er rnn 88.55 m2, innifalin hlutdeild í stigalnisi. Hverri ' íbúð fylgir sér geymsla í kjallara um 4,4 m2 að meðaltali, svo og sameiginleg reiðhjóla- og barna- vagnageymsla, hitaklefi, þvottahús, anddyri og sorpgeymsla fyrir hverjar sjö íbúðir (hvert stiga- hús). Brúttó gólfflötur þriggja herbergja ibúðar er um 80.0 m2 með geynrslu. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar 1. nóv- ember 1977. Áætlað verð á fjögurra herbergja íbúð er kr. 6.000.000, en á þriggja herbergja íbúð kr. 5.500.000. — Áætlað verð íbúðanna mun breyt- ast í samræmi við breytingar á byggingarkostnáði á byggingartímanum. Við úthlutun íbúðanna ber utnsækjendunr að greiða 10% af áætluðu kostnaðarverði og við af- hendingu það senr á vantar til að 20% af endan- legu kostnaðarverði íbúðarinnar séu greidd af hans hendi. 80% af kostnaðarverði íbúðanna fylgir senr föst lán. Unrsóknarfrestur unr íbúðir er til 18. septenr- ber 1976. Væntanlegir unrsækjendur geta vitjað unr- sóknareyðublaða frá og nreð 18. ágúst 1976 og fengið nánarj upplýsingar hjá stjórn werka- mannabústaða, senr fyrst unr sinn rnun hafa að- sietur á skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strandgötu 7, frá kl. 5—7 síðdegis virka daga, þó ekki á laugardögum. Einnig verða unrsóknareyðublöð afhent á skrifstofu Iðju, Brekkugötu 34, Akureyrr Sérstök athygli er vakin á því að endurnýja ' þarf eldri umsóknir, til að þær verði teknar til greina við úthlutun. STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA AKUREYRI Tvískipt gleraugu með dökkri umgerð töpuðust fyrir verslunarmanna- helgina við heimavist M.A. (Hótel Eddu) eða á Bautanum. Voru í hulstri. Skilvís finnandi láti vita á afgr. Dags. Ath. Sl. sunnudag tap- aðist frá heimili sínu svartur og hvítur hund- ur, merktur A-2, og hafði band um sig. Finnandi hringi í sírna 1-11-77- Nýlega tapaðist rautt drengjareiðhjól. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 1-95-91.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.