Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 5

Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. BÆJAR- STJÖRASKIPTI Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Akur- eyrar eru óánægðir með sjálfa sig út af fremur bágborinni frammistöðu sinni við kjör nýs bæjarstjóra á síð- asta bæjarstjórnarfundi. En þar var Helgi M. Bergs kosinn í það embætti með sex atkvæðum en sjálfstæðis- menn sátu hjá og hafa ekki getað dulið vandræði sín. Sjálfir höfðu þeir engan „kandidat“ og óánægja þeirra er af því sprottin, að þeim voru eng- in bitlinga-lirossakaup boðin til að styðja það bæjarstjóraefni, sem meiri hluti bæjarstjórnar varð ásáttur um og kaus. Ýmislegt hafa sjálfstæðis- menn látið frá sér fara í blöðum um þetta mál. Sem svar við því er rétt að taka fram þau atriði, sem Sigurður Óli Brynjólfsson drap á í síðasta Degi, en þar sagði hann meðal ann- ars um liina óánægðu sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Akureyrar: „í fyrsta lagi fylgdust þeir með og voru sammála undirbúningi málsins. í öðru lagi leituðu þeir umsækj- endur um bæjarstjórastöðuna, sem mestan áhuga virtust hafa á starfinu, jafnt kynningarviðtals við bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, sem meiri- hlutann. Því gátu þeir, rétt eins og meirihlutinn, myndað sér sjálfstæða skoðun um umsækjendurna. í þriðja lagi var tveim aðalfulltrú- um sjálfstæðismanna sagt frá því sem trúnaðarmáli, að samstaða væri hjá meirililutanum um að styðja Helga M. Bergs og óskað eftir þeirra stuðn- ingi, en án lnossakaupa eða bak- samninga, ef þeim sýndist eins og meirihlutanum að hann væri álitlegt bæjarstjóraefni. Þessu tilboði höfn- uðu þeir, svo sem ljóst var þegar þeir þá þegar brutu þann trúnað, sem þeim var sýndur, með því að hlaupa með málið í blöðin. Það voru því bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfnuðu samvinnu um kjör bæjarstjóra og þeir komu aldrei með sinn „kandidat“.“ Þess er svo að vænta, og undir þau orð munu bæði bæjarfulltrúar og aðrir bæjarbúar taka, að vel hafi til tekist um ráðningu nýs bæjarstjóra. Verkefni bæjarfélagsins eru bæði mikil og margvísleg, liagur þess traustur, hinar ýmsu starfs- og fram- kvæmdadeildir undir öruggri eigin stjórn og fastanefndir á vegum bæj- arins annast veigamikil verkefni. Störf bæjarstjóra eru þó engu að síður bæði vandasöm og þýðingar- mikil. Þau liefur fráfarandi bæjar- stjóri, Bjami Einarsson, leyst vel af hendi og til hins sama er ætlast af eftirmanni hans. □ MINNINGARORÐ HELGIJÓNSSON Fæddur 4. nóv. 1908. — Dáinn 30. júlí 1976. Er ég sest niður til að minnast með nokkrum fátæklegum orð- um Helga Jónssonar, er mér þakklæti, virðing og djúpur söknuður efst í huga. Helgi var fæddur að Mýrar- lóni 4. nóv. 1908. Foreldrar hans voru Jónasína Sigríður Helga- dóttir og Jón Ólafsson og var Helgi einn af 9 börnum þeirra hjóna. Lífsbaráttan var flestum hörð á þeim árum og kynntist Helgi vinnustritinu snemma, og má segja að því hafi ekki linnt fyrr en hann lést, eftir stutta en erfiða legu á F.S.A. 30. júlí síðastliðinn. Það má með sanni segja að á honum hafi sannast máltækið: „vinnan göfgar mann inn,“ því mikið vann hann, og manna göfugastur var hann. Eftirlifandi kona Helga er Helga Sigurðardóttir frá Máná á Tjörnesi. Þegar þau stofnuðu sitt heimili var hún ekkja með tvo unga syni, Aðalgeir og Sig- urð. Þeim reyndist hann sem bezti faðir, og það hefur Sigufð- ur eiginmaður minn sagt mér, að aldrei nokkurn tíma hafi hann sagt til þeirra styggðar- yrði en alltaf verið boðinn og búinn að styðja þá og styrkja, bæði sem börn og uppkomna menn. Aðalgeir lézt ungur, er hann var nýbúinn að stofna sitt eigið heimili, en ekkja hans, Snæborg og dætur þeirra Helga Sigurlaug og Allý Halla, nutu umhyggju hans og kærleika meðan hans naut við. Tvo syni lætur Helgi eftir sig. Jón, sem hann átti með fyrri konu sinni, en þau slitu sam- vistum, og Gunnar, sem er einkasonur þeirra Helga og Helgu. Býr Jón í Skagafirði ásamt Önnu konu sinni og 4 dætrum, Sigríði Kristínu, Hjör- dísi Erlu, Kolbrúnu og Hrafn- hildi. Gunnar er kvæntur Laufeyju Sigurbj örnsdóttur og búa þau hér á Akureyri ásamt tveim börnum sínum, Helga og Mar- gréti. Oll eiga þau, ásamt mér, manni mínum og börnum á bak að sjá bjargföstum, óbifanlegum bakhjalli sem ekkert getur kom ið í staðinn fyrir. Þó veit ég, Helga mín, að missir þinn og söknuður hlýtur að vera mestur og sárastur. Ég tel mig ekki hafa kynnst öðrum eins mannkosta manni, sem Helgi var. Skyldurækni, trúmennska, heiðarleiki og hóg- værð voru hans aðalsmerki. Komu þessir eiginleikar hans glöggt í ljós í öllum hans orðum og gjörðum. Á Skinnaverksmiðjunni Iðunni vann hann nær óslitið seinustu 33 árin, og var ósér- hlífni hans og dugnaði þar við brugðið. Við börn var hann slíkur að vart er hægt að lýsa. Þá virtust allir hans beztu eiginleikar njóta sín til fulls. Ekki fólst það í ærslum, háværri kátínu eða austri sætinda. En þolinmæðin, mildin og hin ríka kímnigáfa hans komst þar óskert til skila. Og þegar hann lyfti litlu barni upp á kné sér og strauk í burtu tár af vöngum með stóru vinnu lúnu höndunum sínum fannst ekki betra skjól né meiri hugg- un lítilli barnssál. Börn og unglingar, og flestir þeir, sem á var hallað í áheyrn hans, áttu sér öruggann for- svarsmann, þar sem Helgi var. Þau Helgi og Helga höfðu átt heimili á fleirum en einum stað hér á Akureyri, og ætíð var sami hlýi sanni heimilisbragur- inn yfir þeim öllum. Seinustu árin bjuggu þau í Hólabraut 13, Kristniboðshúsinu Zion og voru þar húsverðir við góðan orðstír. Gestrisni þeirra beggja var ein- stök. Á móti öllum var tekið eins og hver gestur og gangandi væru komnir um langan veg. Ekki get ég látið lokið þessum minningarbrotum án þess að geta þess, sem lyfti Helga áreið- anlega oft upp yfir amstur og strit hversdagsleikans. En það voru samskipti hans við hest- inn. Það var hans tómstunda- gaman, yndi og unaður, og sá eini munaður, sem hann veitti sér, ef munað skyldi kalla. Því tíminn sem fór í gegningar og öflun fóðurs þessara vina hans var tekinn af takmörkuðum hvíldarstundum. Og að lokum vil ég þakka honum allt það góða, sem hann gerði fyrir okkur Sigurð og börnin okkar. Það góða sem aldrei verður mælt á mælistiku hins smáa og veraldlega, heldur mælistiku góðmennskunnar þar sem hún rís hæst í hógværð sinni og almætti. Helgi, þökk sé þér og blessuð sé minning þín. Sonja Sveinsdóttir. Nýlega útskrifaðist ellefti hópur sjúkraliða frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 24 að tölu. Þctta er síðasti hópurinn, sem sjúkrahúsið útskrifar í þessu formi. Námið er ársnám. Inntökuskilyrði hrcytast nú. Forstöðukona er Gunnur Sæinundsdóttir en kennarar sjúkraliðanna auk hennar eru nokkrir. Ljósmyndastofa Páls tók meðfylgjandi mynd af liinum nýátskrifuðu sjúkraliðum. Resta kýrin mjólkaði 8149 kíló í síðasta hefti Freys eru birtar niðurstöður úr skýrslum naut- griparæktarfélaganna árið 1975. Þar kemur fram, að kýr á skýrslum voru 21746, en það eru 58% af kúm landsmanna. Meðal nyt reyndist vera 3594 kg með 4.13% fitu. Hæst var nytin hjá kúnum í Eyjafirði, 3797 kg með 4.33% fitu, eða 165 kg af rnjólk- urfitu, þar var meðalbúið einnig stærst, 28.4 árskýr. Afurðir eftir reiknaða árskú mælt í kg mjólkur hafa minnk- að um 145 kg frá árinu áður. Þetta er fjórða árið í röð. sem meðaltalsafurðir kúnna dragast saman og er lækkunin frá árinu 1971, þegar afurðir voru þær hæstu, sem þær hafa orðið, fast að 300 kg á kú eða 7.7%. Aðal- ástæðan er fjölgun skýrslu- færðra kúa. Félagsbúið að Hamri, Rípur- hreppi í Skagafirði hafði afurða hæstu kýrnar árið 1975. Þar voru 22.6 kýr, meðalnytin var I MINNINGU HELGA JÓNSSONAR Fæddur 4. nóvember 1908. — Dáinn 30. júlí 1976. Kveðja frá vinnufélögiim. Harmi er hugur vor lostinn, Helgi var nuininn í burtu, mannkostamaðurinn sanni, mannvinur, dáður aí öllum. Styrkur að starfinu gekk hann, styrkur af kærleika sönnum, þögull, en þelliýr í bragði, þolinn í daglegum önnum. Þakklæti kveðjan er þrungin, þungbær sorg birtu Guðs vafin. Helga rnynd gott er að geyma, græðir það undir um síðir. Hvar helst sem góðir menn ganga, Guð liefur markað sér vegi, tendrast þar ljós hans, er lýsir leið frarn að eilífðar degi. Oftast mun órituð saga, alþýðumannsins, er hverfur, enda þótt mynd hans og minning merluð sé fegurstu litum. Augun hin eilífu sáu, ofursmátt jarðarblóm skarta. Brosmildi bróðirinn geymdi í barmi hið auðmjúka hjarta. 4917 kg. Næst í röðinni var kúa- bú þsirra bræðra Sigurjóns og Bjarna í Neðri-Tungu, ísafirði. Þar voru 14.7 árskýr. Meðalnyt þeirra var 4910 kg og það þriðja í röðinni var hjá Steini Snorra- syni, Syðri-Bægisá, Öxnadal. Þar voru árskýrnar 26.1. Meðal- nyt þeirra var 4830 kg. Besta kýrin árið 1975 var Hrefna 61 á Kroppi, Hrafnagilshreppi. Mjólk aði hún 8149 kg með 4.71% fitu. Mjólkurfita var 384 kg. Næst- mesta mjólkurfitu hafði Bláma í Hróarsholti, Villingaholts- hreppi. Hún mjólkaði 5668 kg með 6.68% fitu eða 379 kg af mjólkurfitu. Afurðir Hrefnu eru næst- hæstu, sem um getur hér á landi, hvort sem mælt er í kg mjólkur eða mjólkurfitu. Grána á Reykjarhóli í Fljótum mjólk- aði 8190 kg árið 1972, en Kæti á Ljótsstöðum í Vopnafirði gaf af sér 430 kg af mjólkurfitu árið 1973. Mjólkurframleiðendum fækkar. Á undanförnum árum hafa árlega um 200 bændur hætt mjólkurframleiðslu. Árið 1974 lögðu 3103 bændur inn mjólk hjá mjólkursamlögunum en á síðasta ári voru þeir'2883. Þeim hafði því fækkað um 220. Hver framleiðandi skilaði að meðal- tali 38.684 kg mjólkur á síðast- liðnu ári, en það var 1313 kg meiri mjólk á hvern framleið- anda en árið áður, Mest var mjólkin á hvern bónda á svæði Mjólkursamlags KEA, rúmlega 64 þús. kg, en meðalinnlegg á hvern framleiðanda hjá Mjólk- urbúi Flóamanna var 46.153 kg. Hlutfallslega hefur mjólkur- framleiðendum fækkað mest á svæði mjólkursamlagsins í Búðardal eða um 21%, Þeim fækkáði um 9.4%, sem lögðu inn hjá Mjólkursamlagi KEA, en hjá Mjólkurbúi Flóamanna rétt um 4%, en á öllu landinu nam fækkunin 7%. Meðalflutningskostnaður á hvert kg mjólkur frá framleið- anda að stöðvarvegg var á síð- astliðnu ári kr. 2,47, en árið 1974 kr. 1,60. Hæsti flutningskostnað ur var kr. 5,73 á hvert kg, en lægstur kr. 1,75. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins. Sængurgerð Ullarverksmiðj- unnar Gefjunar hefur nú verið flutt frá Akureyri og sett niður á Sauðárkróki. Að sögn Hjartar Eiríkssonar frkvstj. er hún þar í húsnæði, sem Iðnaðardeild hefur á leigu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Vinna f sængur- gerðinni á Sauðárkróki hófst hinn 17. ágúst, og í byrjun munu starfa þar um 10 manns. Þar mun fara fram öll fram- leiðsla Ullarverksmiðjunnar Gefjunar á ullarsængum, dralon sængum, svefnpokum, rúm- teppum og kerrupokum, og auk þess stendur til að setja þar einnig upp sérstaka deild til að framleiða ryateppi. Að sögn Hjartar er hér um að ræða lið í viðleitni Sam- bandsins til að skapa aðstöðu fyrir iðnað sem víðast á land- inu. Eins og kunnugt er rekur Iðnaðardeild eina af verksmiðj- um sínum í Borgarnesi, Húfu- verksmiðjuna Hött, og auk þess rekur Kaupfélag Skagfirðinga saumastofu fyrir fána á Hofs- ósi, sem Iðnaðardeild sér fyrir verkefnum. Sambandsfréttir. HVASSAFELL KOM Hinn 12. ágúst voru liðin 30 ár síðan íslenski fáninn var dreg- inn að húni á Hvassafelli, fyrsta Sambandsskipinu. sem keypt var á ítalíu fyrir forgöngu Vil- hjálrns Þór. Þar með hófst nýr kafli í sögu samvinnuhreyfing- arinnar, þar sem þetta varð upphafið að kaupskiparekstri Sambandsins. Skipaflotinn jókst fljótlega. Arnarfell var byggt fyrir Sam- bandið í Svíþjóð 1949 og Jökul- fell 1951. Á næstu árum bætt- ust enn við þrjú skip, og 1956 var svo ráðist [ þav stóra átak að kaupa olíuskipið Hamrafell. sem var 16.300 burðarlestir ig sameign Sambandsins og Olíu- félagsins h.f. Fyrir skammsýni ráðamanna í landinu neyddust þessir aðilar þó til að hætta rekstri Hamrafells og selja það. (Framhald á blaðsíðu 2) GYÐA JÓNSDÓTÍÍR Minniiigarorð. Þann 10. ágúst sl. lézt í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri Gyða Jónsdóttir á Hjalteyri og hafði þá um skeið átt við van- heilsu að stríða. Utför hennar er gerð frá Möðruvöllum í Hörgárdal mið- vikudaginn 18. ágúst. Mig langar að minnast Gyðu örfáum orðum, en skortir vafa- laust þekkingu til að rekja hennar ævislóð í smáatriðum, enda ekki ætlun mín. Hún fæddist á Akureyri 25. ágúst 1918, dóttir hjónanna Guðnýjar Jóhannsdóttur og Jóns Sigurðssonar, sem þar var bæði skipa- og húsasmiður. Ekki veit ég betur en hennar bernsku- og unglingsár hafi liðið með líkum hætti og þá gerðist almemat. Hún fór snemma að taka til hendi og vistaðist hjá fólki bæði á Akureyri og hand- an fjarðar. Gyða var tápmikil og glaðvær fríðleikskona og slíkt gat ekki farið fram hjá Jóhannesi Björns syni á Nolli í Grýtubakka- hreppi. Þau gengu í hjónaband 14. des. 1935. Það þori ég að fullyrða, að Jóhannes telji að þann dag hafi hann fengið sína veglegustu afmælisgjöf um ævina, en það er einmitt hans fæðingardagur. Þau hjón eru svo til heimilis að Nolli á meðan Jóhanrtes byggir þeim Sæból úr landi föður síns, en þangað fluttu þau 1937. Það er svo fljótt upp úr 1940, að þau flytja til Hjalteyrar og þar var þeirra heimili æ síðan. Ég sagði fyrr, að Gyða hefði verið tápmikil og glaðvær stúlka á yngri árum. Þeim eðlis kostum hygg ég, að hún hafi haldið. Sannarlega varð það hennar hlutskipti að ganga í gegnum súrt og sætt. Um það verður ekki fjallað hér. Ævistarf Gyðu varð að sjálf- sögðu húsmóðurstarfið. Ekki veit ég betur en að þar hafi Frá golfmóti Norðurlandsmót í golfi var hald ið á velli Golfklúbbs Húsavíkur dagana 28. og 29. ágúst. Keppt var í þremur flokkum, karla- flokki, kvennaflokki og flokki drengja 12—16 ára. Leiknar voru 36 holur með og án for- gjafar. í karlaflokki var keppt um farandbikar, gefinn af Sam- vinnubankanum á Húsavík. í kvennaflokki var keppt um far- andbikar, sem gefinn var af Kísiliðjunni. Þátttakendur voru 56. Frá Akureyri voru 32, frá Ólafsfirði 10 og frá Húsavík voru 14. Fegursta veður var báða daga en nokkuð hvasst. Úrslit urðu sem hér segir: Karlafl. án forgjafar: högg Gunnar Þórðarson, A. 166 Frímann Gunnlaugsson, A. 167 Árni Jónsson, A. 171 Karlafl. með forgjöf: högg Jónas Geir Jónsson, H. 140 Óli Kristjánsson, H. 146 Karl Hannesson, H. 146 Kvennafl. án forgjafar: högg Katrín Frímannsdóttir, A. 208 Karolína Guðmundsd., A. 225 Sigríður Birna Ólafsd., H. 236 Kvennafl. með forgjöf: högg Sigríður Birna Ólafsd., H. 166 Katrín Frímannsdóttir, A. 172 Karolína Guðmundsd., A. 177 henni farið verk vel úr hendi. Heimili þeirra hjóna var vel búið og smekklegt og hafa þar efalítið farið saman handbrögð beggja. Með prýði kom hún á legg fjórum sonum sínum, studdi dyggilega við bak manns síns í blíðu og stríðu og bjó þeim öll- um fagurt heimili. Gyða var gæðakona og greið- vikin, trúuð kona og trygglynd. Ég veit, að hjónabandið var ein- lægt og gott. Til marks um það hefi ég gjarnan, að oftar heyrði maður talað urn „Gyðu og Jóa“ í sömu andrá en sitt í hvoru lagi. Þar sem annað fór, fór oftast hitt. Og ekki má gleyma um- hyggju hennar fyrir sonabörn- unum. Af öllum hennar ástvinum missir Jóhannes að sjálfsögðu mest. Við hann vil ég aðeins segja með Grími Thomsen, að: „Þó að fornu björgin brotni, bili himinn og þorni mar, alláx- sortni sólirnar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminning þess, sem var.“ Öllum ástvinum Gyðu og skylduliði óska ég blessunar Guðs. Hjalteyringur. Norðurlands Drengjafl. án forgjafar: högg Jón Gunnarsson, A. 180 Stefán Jóhannesson, Ó. 189 Gunnar Straumland, H. 190 Drengjafl. með forgjöf: högg Jón Gunnarsson, A. 132 Stefán Jóhannesson, Ó. 141 Baldur Sveinbjörnsson, A. 150 Þ. J. SUNDKENNSLA FYRIR KONUR Nú á tímum jafnréttis karla og kvenna hefur verið lagður nið- ur sértími kvenna í sundi sem undanfarið hefur verið í fimmtu dagskvöldum. í staðinn býður sundlaugin upp á sundkennslu fyrir konur á fimmtudagskvöldum og verð- ur kennt í innilauginni. Kennsla þessi er fyrir allar konur, jafnt byrjendur og þær sem lengra eru komnar í íþróttinni. Kenn- ari verður Ásdís Karlsdóttir íþróttakennari og er kennslan konum að kostnaðarlausu. Þær þurfa aðeins að greiða venju- legan aðgang að lauginni. Kennsla þessi hefst í byrjun september og eru konur hvattar til að fjölmenna í laugina, því fáar íþróttagreinar eru betur við hæfi hins almenna borgara en sundið. ianSíium ÞÓR VARÐ AKUREYRARMEISTARI Þór og KA léku í Akureyrar- móti, meistaraflokki, sl. mið- vikudag. Tveimur síðustu leikj- um þessara aðila lauk með jafn tefli og bjuggust menn nú við skemmtilegum leik. Svo fór þó ekki, leikurinn var leiðinlegur á að horfa. Hann hófst ekki fyrr en kl. 20 og þess vegna var síð- ari hálfleikur leikinn íl !hálf- rökkri. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mín. Sendur var góður bolti fyrir markið frá vinstri og Sig- tryggur Guðlaugsson skallaði að marki KA. Ævar markmað- ur hafði hendur á boltanum en tókst ekki að verja og í netið fór boltinn. Næstu 15 mínútur sóttu KA- menn nokkuð og fengu þá dæmdar þrjár hornspyrnur sem þeim tókst ekki að skora úr. Tvisvar varði Samúel mark- maður mjög vel á þessu tíma- bih. Á 32. min. átti Árni Gunn- arsson gott skot að marki KA en Ævar varði vel. Þannig var staðan í hálfleik, eitt mark gegn engu fyrir Þór. í byrjun seinni hálfleiks sóttu KA-menn nokkuð, þar til að inná kom markaskorarinn Björn Víkingsson. Hann hafði aðeins verið á vellinum í nokkr ar mínútur þegar hann hafði skorað annað mark Þórs. Á 25. mín. átti Guðjón gott skot að marki Þórs en framhjá. Árni Gunnarsson bætti síðan þriðja markinu við á 30. mín., og úr því hófst hinn dramatíski kafli leiksins þegar mótlætið fór að fara í taugarnar á KA- mönnum. Á 32. mín. var Herði fyrirliða KA vísað af leikvelli eftir að hafa verið helst til orð- ljótur við dómarann. Á sama tíma var Steinþór Þórarinsson uppvís að því að sparka í aftur- endann á nafna sínum Sigur- geirssyni að ástæðulausu. Á 35. mín. var dæmd auka- spyrna á Þór skammt utan víta- teigs. Gunnar Blöndal fékk boltann vel fyrir og skallaði óverjandi í markið. Þannig lauk leiknum með sigri Þórs þrjú mörk gegn einu, og með þessum sigri urðu Þórs- arar Akureyrarméistarar í knattspyrnu 1976. Dómari f leiknum var Stein- dór Gunnarsson og línuverðir Ólafur Jensson og Steingrímur Björnsson. ÍBV VINNUR KA 5:1 Á AKUREYRARVELLI Það voru allar aðstæður fyrir hendi á Akureyrarvelli sl. sunnudag til að leika góða knattspyrnu. Veður gott, völlur góður og liðin sem léku skipuð mönnum sem vitað var að geta leikið góðan bolta ef þeir vilja. Fyrir leikinn voru Vest- mannaeyingar ósigraðir í deild- inni og var strax séð á leik þeirra að það var engin tilvilj- un. Liðið er skipað leiknum og duglegum mönnum, og er sókn- arkraftur liðsins mikill. Strax á fyrstu mínútu átti Jóhann Jakobsson gott mark- tækifæri við mark ÍBV en skaut beint á markmanninn sem var rétt staðsettur að vanda. Á 29. mín. kom síðan fyrsta mark leiksins. Það var Örn Óskarsson sem rak endahnútinn á góða sóknarlotu Vestmannaeyinga og skoraði efst í bláhornið, algjörlega óverjandi fyrir Guð- berg markmann. KA-menn sóttu síðan nokkuð og á 40. mín. fengu þeir hornspyrnu og tví- vegis varði markmaður Vest- mannaeyinga stórglæsilega. Fyrri hálfleik lauk með sigri ÍBV, 3—0. í seinni hálfleik tóku Vestmannaeyingar 1 e i k i n n smám saman í sínar hendur og fór nú nokkuð að dofna yfir KA-liðinu sem annars hafði staðið sig vel í fyrri hálfleik, þrátt fyrir markamuninn. Á 16. mín. bættu síðan Vestmanna- eyingar fjórða marki sínu við eftir að hafa skotið hörkuskoti í stöng. Aðeins mínútu síðar fékk Gunnar Blöndal boltann í erfiðri aðstöðu og vippaði lag- lega yfir markmann Vestmanna eyinga og minnkaði muninn í 4—1. Á 39. mín. skora Vest- mannaeyingar sitt 5. mark og, þannig lauk leiknum með sigri ÍBV, 5 mörk gegn einu. ÖNNUR ÚRSLIT 1 Önnur úrslit í annarri deild urðu þau, að Selfyssingar sigr- uðu Hauka með fjórum mörk- um gegn þremur, og Völsungar sigruðu Reyni með tveimur gegn einu. Leik Þórs og ÍBÍ var frestað þar er ekki var flugveður til ísafjarðar. Staðan í annarri deild að lokn- um leikjum helgarinnar er nú ÍBV 15 13 2 0 61-11 28 Þór 14 9 4 1 37-13 22 Ármann 15 6 4 4 24-17 16 Völsungui- 15 6 4 5 23-15 16 KA 16 5 4 7 29-35 14 ÍBÍ 14 3 5 6 16-28 11 Haukar 15 4 3 8 24-31 11 Selfoss 15 4 3 8 25-48 11 Reynir 15 2 1 12 14-45 5 AKUREYRINGAR SIGRA í KERLINGARFJ. Um verslunarmannahelgina var hið svokallaða Fannborgar skíðamót í Kerlingarfjöllum. Keppendur voru alls staðar að af landinu. Keppni þessi er svigkeppni og svokölluð tveggja brauta keppni, þ. e. a. s. að tveir keppendur eru ræstir sam hliða í tveimur brautum og vinnur sá sem kemur fyrr í mark. Sá sem tapar er úr leik og sigurvegari í svona móti þarf því að fara margar ferðir þar til hann stendur einn uppi ósigraður. Minnir keppni þessi svolítið á bændaglímu. í flokki 10 ára og yngri sigr- aði Ingólfur Gíslason (Lórenz- sonar), í flokki 11—14 ára Ólafur Harðarson (Ólafssonar skólastj.) og í flokki 15 ára og eldri sigraði Tómas Leifsson eftir mjög skemmtilega keppni við Austurríkismanninn Hel- mudt Mayer sem verið hefur í Kerlingarfjöllum við kennslu í sumar. Um síðustu helgi fór svo fram opið mót í svigi. Keppt var í öllum flokkum. í flokki full- orðinna varð Tómas Leifsson nr. 3, í flokki 13—14 ára sigraði Finnbogi Baldvinsson (Þor- steinssonar), f flokki 11—12 ára sigraði Ólafur Harðarson, og í kvennaflokki 15—16 ára varð Sigurlaug Vilhelmsdóttir (Þor- steinssonar) í þriðja sæti en þar sigraði Steinunn Sæmunds- dóttir. Margir af bestu skíðamönn- um landsins voru í keppnum þessum og er árangur Akur- eyringanna þeim og okkur til sóma. ii „ Ó. A.' íi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.