Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 8
Daguk
Akureyri, miSvikudaginn 1. sept. 1976
Barnahnifapör
og H ' v GULLSMIÐ1R !,
barnarammar f \ SIGTRYGGUR
nýkomið. 1 & PÉTUR “ AKURHYRI
risa a
Húsavík, 31. ágúst. Hafnar eru
á Húsavík framkvæmdiv við
byggingu dvalarheimili aldr-
aðra. Að byggingunni stendur
sameignarfélag Húsavíkurkaup-
staðar og tólf hreppsfélaga í
Suður- og Norður-Þingeyjar-
sýslu. Föstudaginn 20. ágúst
hófust framkvæmdir með því,
að fyrstu skóflustunguna tók 92
ára gamall maður, Sigtryggur
Hallgrímsson frá Reykjarhóli í
Reykjahreppi. En hann hefur
lengi sýnt byggingu dvalar-
heimilisins mikinn áhuga og
gaf 100 þúsund krónur til bygg-
ingarinnar við þetta tækifæri
og um leið hvatti hann alla þing
Eyfirskir bændur
selja Fáki hey
í viðtali við Ævarr Hjartarson
ráðunaut Búnaðarsambands
Eyjafjarðar kom fram, að hey-
fengur mun vera meiri en í
fyrra á sambandssvæðinu og
heyin ágætlega verkuð. Enn
liggja ekki fyrir tölur um fram-
kvæmdir, en sennilegt er þó, að
býggingar séu svipaðar að
magni og verið hefur. Byggt er
á færri stöðum en byggingar
eru stærri svo sem hlöðubygg-
ingarnar í Kálfsskinni, Auð-
brekku og Bakka í Svarfaðar-
dal, allt stórar einingar. Rækt-
un mun svipuð og áður, en
jarðabætur eru enn ómældar.
Um tvö hundruð hektarar bætt-
ust við túnin í fyrra, sem var
minna en á kalárunum, en á
þeim vondu árum bættu menn
sér upp kalið með mjög aukinni
ræktun.
Nokkuð er rætt um heysölu-
málin, sagði ráðunauturinn.
Mikið hefur verið selt héðan af
heyi og er það hestamanna-
félagið Fákur í Reykjavík, sem
er kaupandi þess heys. Þetta
hey hefur verið selt undir fram-
leiðslukostnaði. í sambandi við
verðlagningu heys nú, þyrfti
Búnaðarfélag íslands að gefa út
heyverð fyrr en gert er. Bænd-
ur selja heyið á 17—18 krónur
kílóið, en framleiðslukostnaður
SKYNDIHAPP-
DRÆTTI ÞÓRS
Þriðjudaginn 31. ágúst var dreg
ið í skyndihappdrætti hand-
knattleiksdeildar Þórs. , Upp
komu eftirtalin númer: 600, 808
957. Vinningar eru sólai'-
er talinn 21 króna. Þá sýnist
það orka tvímælis að se'lja mik-
ið af heyi til fóðurs handa sport
hestum á sama tíma og sunn-
lenskir bændur eru í sárri þörf
fyrir mikið af úrvalstöðu. Þá
hefur hey verið selt til Fær-
eyja, af Fljótsdalshéraði. Á hey-
sölumálin vantar allt skipulag,
og eyfirskum bændum væri
héld ég mjög að skapi að geta
aðstoðað bændur í öðrum lands
hlutum með því að selja þeim
umframhey sín við sanngjörnu
verði, sagði ráðunauturinn að
lokum. □
eyinga til að leggja fram fé til
byggingarinnar.
Kiwanis- og Lionsklúbbur á
Húsavík gáfu samtals eina
milljón til framkvæmdanna.
Sameignarfélag dvalarheimilis
aldraðra var formlega stofnað
28. janúar 1976. Fulltrúar þess
skipa: Egill Olgeirsson, Húsa-
vík, formaður, Jón Illugason,
Mývatnssveit, ritari, Björn Guð
mundsson, Lóni, Kelduhverfi,
Arnljótur Sigurjónsson, Húsa-
vík, Kristján Ásgeirsson, Húsa-
vík, Jóhann Jónsson, Húsavík
og Teitur Björnsson. Brún,
Reykjadal.
. Húsið teiknuðu arkitektarnir
Hrcbjartur Hróbjartsson og
Geirharður Þorsteinsson. Það
er þrjár hæðir og kjallari, 965
fermetrar og hugsað sem fyrsti
áfangi að byggingu dvalar-
heimilis fyrir aldraða í Þing-
eyjarsýslum. í þessum fyrsta
áfanga er gert ráð fyrir 16 íbúða
einingum sem eiga að rúma 44
vistmenn. Þar verður einnig að-
staða fyrir ýmiskonar þjónustu,
bæði fyrir vistmenn og aldrað
fólk utan heimilisins. Bygging-
unni var valinn staður rétt
sunnan við sjúkrahúsið á Húsa-
vík. Þ. J.
SMÁTT & STÓRT
MIKIÐ OG GOTT ÞORSK-
OG ÝSUKLAK
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð
ingur hefur látið hafa það eftir
sér, að ljóst sé, að nú í ár hafi
þorsk- og ýsuklak tekist óvenju
lega vel. Eru þetta mikil og góð
tíðindi. Þessi fiskur verður orð-
inn nytjafiskur eftir finnn ár og
ef þetta væri reglan, sagði fiski-
fræðingurinn, þá gætum við
sjálfsagt haldið áfram sama
vafasama háttalaginu við fisk-
veiðarnar.
DÓMARI í AVÍSANA
MÁLINU
Dómsmálaráðuneytið hefur
skipað Hrafn Bragason borgar-
dómara umboðsdómara í ávís-
anasvikamálinu. Frumrannsókn
hefur verið gerð í málinu og
hefur Seðlabankinn m. a. skilað
skýrslu til yfirsakadómarans í
Reykjavík varðandi málið.
Þetta stórkostlega ávísanasvika
mál hefur vakið furðu og reiði
almennings og mjög að vonum
og er því bót í máli, að máls-
meðferð verður nú hraðað með
skipan umboðsdómara, sem
væntanlega lætur hendur
standa fram úr ermum og er
líklegur til þess.
NÝTT SKATTAFRUMVARP
I HAUST
Fjármálaráðherra hefur tjáð, að
nýtt frumvarp til laga um breyt
ingar á skattalögum verði lagt
fram á Alþingi í haust. Þær
breytingar eiga meðal annars að
Nú veltur mikið á seplembermánuði
Og
landaferðir með Ferðamiðstöð-
inni h.f. til Costa Blanca. □
Hóli við Raufarhöfn, 30. ágúst.
Veðráttan hefur leikið við mann
í sumar, svo vart verður á betra
kosið.
Sæmileg veiði er í ánum hjá
okkur, svona einn lax á stöng
yfir daginn til jafnaðar og auk
þess vænn silungur.
Mikil atvinna er í sumar á
Raufai'höfn. Þó er afli báta í
rýrara lagi en Rauðinúpur aflar
nokkuð vel. Og svo er vinnan
mikil, að þurft hefur að fá að^.
komufólk í vinnu. Smávegis
hefur verið tekið á móti loðnu,
í tveim slögum, ekki mikið, t. d.
miðað við Siglúfjörð, en þó
betri votturinn.
Mannheilt er hér um slóðir
og ósjúkt, að kvefi frátöldu, en
það fá menn öðru hverju. Veðr-
áttan setur sinn svip á mann-
lífið. í fyrradag var hér 23 stiga
hiti og er það sjaldgæft á Rauf-
arhöfn, sem keppir við Horn-
bjarg í kaldri veðráttu. Þessir
miklu hitar eru mjög sjaldgæfir
Hér gekk heyskapurinn mjög
vel, eins og víðast í þessum
landshluta. Grasið er að spretta
í allt heila sumar. Við erum
búnir að slá túnin tvisvar og
grasið heldur áfram að spretta.
Svo eru menn farnir að spá
í dilkana í haust og sýnist sitt
hverjum í því efni. En mín skoð
un er sú, að enn geti brugðið
verulega til beggja vona með
vænleika þeirra og það fer eftir
veðurfarinu síðustu vikurnar.
Það veltur á septembermánuði,
s í ð a s t a vaxtarmánuðinum.
Komi ótíð nú, tekur það fyrir
vöxt dilkanna og verða þeir þá
ékki vænir, þrátt fyrir þetta
góða sumar. Þ. S.
Fyi'ir nokkru lauk að Hólavatni
í Eyjafirði 12. starfssumri sumar
búðanna, en sem kunnugt er
reka KFUM og K á Akureyri
sumarbúðir þar. Þ.að er orðin
föst venja að hafa kaffisölu að
Hólavatni að sumarstarfi loknu,
og gefst þá fólki tækifæri til
þess að skoða staðinn og njóta
þess sem umhverfið hefur að
bjóða auk þess sem tækifæri
gefst einnig til að styrkja starf-
ið með því að drekka þar síð-
KAFFISALA
degiskaffi. Hafa fjölmargir heim
sótt staðinn á þessum kaffisölu-
dögum og er óhætt að segja að
þessi liður starfseminnar að
Hólavatni nýtur einnig vin-
sælda. Eru allir boðnir vel-
komnir að Hólavatni á sunnu-
daginn og má benda á, að verði
veður gott, geta yngstu gest-
irnir skroppið út á vatn í fylgd
leiðsögumanns. Verið velkomin
að Hólavatni á sunnudaginn.
(Fréttatilkynning)
Úr sctustoí'unni með myndir á vcggjum.
(Ljósni.: Fr. V.)
Ármann Guðjónsson ketil- og
plötusmiður á Akureyri, kall-
aður Omrni, hefur átt tíu mál-
verk í setustoíu starísmanna
Slippstöðvarinnar h.f. á Akur-
eyri, er þar voru sett upp að
ósk starfsmanna.
Á föstudaginn opnar Ommi
málverkasýningu í Iðnskólahús-
inu og verður það sölusýning.
Þar verða um 30 myndir, lands-
lags- og mannamyndir. Ármann
Guðjónsson hefur áður haldið
tvær málverkasýningar og seldi
þá margar myndir. Q
fela í sér ákvæði um, að ein-
staklingar verði að telja sér
laun í eigin atvinnurekstri eins
og launamenn, sem tekjur sínar
fá annars staðar. Ennfremur á
frumvarpið að fela í sér breyt-
ingar á fyrningarreglum og er
þar athyglinni beint.að því að
skattleggja söluhagnað á annan
veg en gert er. Þá er í athugun
sérsköttun hjóna.
LIFA EINS OG FURSTAR
Ritstjóri Tímans gerir skatt-
svikin að umtalsefni nýlega í
leiðara blaðs síns og segir þar
meðal annars um þá, sem kunna
að hagræða tölum til að komast
hjá því að greiða skatta:
Fyrií allra augum lifa þó
þessir menn. og aðrir fleiri, sem
skattskrárnar herma, að lítið
hafi aflögu, eins og talsvert
eyðslusamir furstar með fullar
hendur fjár. Þeir búa í dýrum
og skrauti hlöðnum einbýlis-
húsum, þeir aka um í margra
milljóna drekum, þeir fara oft
á ári til útlanda með fjölskyld-
ur sínar, þeir halda miklar
veizlur, og þeir eiga sumar-
bústaði, lystibáta, fjallajeppa og
yfirleitt flest, sem hugur þeirra
virðist girnast. Og þeir stunda
laxveiðar hálft sumarið í feng-
sælustu ám landsins, og það sér
enginn, að þá skorti fé til neins
af þessu.
KUNNA EKKI AÐ
SKAMMAST SÍN
Hitt er önnur saga, að þessir
samborgarar okkar, sem ganga
um skattlausir eða skattlitlir án
þess að roðna, — af því að þeir
kunna ekki að skammast sín —
hafa safnað glóðum elds að
höfði sér. Þeir eru fúi í lifandi
tré, og óskammfeilni þeirra er
komin út yfir öll takmörk, hvað
sem lagasmugum líður. Þolin-
mæði hinna raunverulegu skatt
greiðenda er þrotin, og þeir
munu ekki una öðru en þessi
leikur hinna ríku og tekjumiklu
þjóðfélagsómaga sé stöðvaður.
Víða um land sýnast þau eiga
yið, þessi orð ritstjórans og er
það von almennings, að skatt-
svikum linni.
ALMANAK I
FORSTJÓRANNA
Mjög er kvartað yfir því, live
erfiðlega gengur á sumrin að ná
tali af forstjórum fyrirtækja,
bankastj. og alþingismönnum.
Og það gengur illa að ná saman
fundum með þessum mönnum,
jafnvel þótt mikið liggi við.
Margir þessara manna nota
annað almanak á sumrin en
allur almenningur og það eru
laxveiðileyfin, sem þeir kaupa
á vetrum og láta sitja fyrir öllu
cðru að nota á laxveiðitímanum.
Úrvals myndir
í kvöld og næstu kvöld mun
Borgarbíó sýna myndina The
Midnight Han eða Morðgátan,
með Burt Lancaster í aðalhlut-
verki. Mynd þessi hefur hvar-
vetna hlotið frábæra dcma enda
vel að því komin.
Einnig mun Borgarbíó hefja
sýningar á myndinni China-
town, gerð af snillingnum
Roman Polanski, sem hlotið
hefur metaðsókn í Háskólabíói
í Reykjavík. □