Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 7

Dagur - 01.09.1976, Blaðsíða 7
7 Nýtt klæðningarefni Innflutningsdeild SÍS tók fyrir nokkru umboð hér á landi fyrir sænska stálverksmiðju, „Nord- bottens Jarnverk" í Luleá í Norður-Svíþjóð, en hún fram- leiðir stálklæðningu til nota utanhúss á þök og veggi,. sem vakið hefur mikla eftirtekt. Er þetta nýja klæðningarefni meðal þeirra vörutegunda, sem til umræðu verða á bygginga- vöruráðstefnu Innflutnings- deildar snemma í næsta mán- uði. Klæðningin er framleidd úr stálplötum, sem eru heit- galvaniseraðar og plasthúðaðar undir málningu. Henni er ætlað að koma í staðinn fyrir báru- járn, en er bæði fallegri og endingarbetri, þar sem þessar plötur eiga að geta enzt í 25— 30 ár. Skv. upplýsingum frá Val Sigurbergssyni í Byggingavöru deild hefur þessi klæðning þeg- ar verið seld til ýmissa aðila víðs vegar um landið, m. a. á frystihús, íbúðarhús og verzl- unarhús. Reynslan það sem af er.má teljast góð, og salan er vaxandi. Meðal annars er ný- búið að selja slíka klæðningu á nýja fóðui-verksmiðju í Gunn arsholti og á nýtt félagsheimili KFUM í Vatnaskógi. Árlegur innflutningur á báru járni mun nú nema um 3.500 til 4.000 lestum, og er ljóst, að þetta nýja efni getur valdið byltingu í frágangi bygginga hér á landi, ef vel tekst til. TIL SÖLU: góð tveggja herbergja íbúð syðst við Byggðaveg. Uppl. í sírna 2-10-14, eftir hádegi. ÚTSALA hefst miðvikudaginn 1. september á hann- yrðavörum, garni, náttkjólum, sokkabuxum o. £1. Útsalan stendur aðeins fáa daga. Verslunin DYNGJA hvítar blúndur, strengteygja, sundhettur. Amar o DÖMUDEILD FALLHLÍFAR- STÖKK Námskeið í fallhlífar- stökki fyrir byrjendur verður baldið á Akureyri dagana 6.—11. sept. Allar nánari upplýs- ingar veitir Einar Ólafsson í síma 2-26-63, efitr kl. 20 næstu kvöld. f,V ■ > .?«' 'Jt NYKOMIÐ: Kjólar Kápur Blússur og pils, stærðir 40—48 Bögglatöskur, margar gerðir og stærðir Sportsokkar, röndóttir Slæður í úrvali. MARKAÐURINN WOLF rafmagns- verkfæri Brettaskífur Borvélar Handsagir Skriðdrekar Járn- og glervörudeild Gagnfræðadeild fyrir fullorðna verður starfrækt í vetur við Náms- flokka Akureyrar, fáist næg þátttaka. Kenndar verða samræmdar greinar gagnfræðaprófs í tveimur önnum. Próf úr fyrri önn, sem samsvar- ar 3. bekkjarprófi verður tekið í janúar. Umsótknarfrestur um skólavist er til 20. septem- ber n. k. Allar nánari upplýsingar iveitir forstöðu- maður, Bárður Halldórsson, í símurn 2-17-92 eða 1-12-37. NÁMSFLOKKAR AKUREYRAR Verkamenn vana byggingarvinnu vantar strax. Upplýsingar hjá verkstjóra. SMÁRI H.F. KAUPANGI VIÐ MÝRARVEG, SÍMI 2-12-34. Gluggatjaldaútsala Útsala á eldri gluggatjöldum verksmiðjunnar hefst í verslun Gefjunar miðvikudáginn 1. sept. n. k. Margir litir, gott verð. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN, AKUREYRI. Akureyrar Eins og áður hefur verið auglýst, eiga nemendur í 1.—6. bekkjum aðkoma í skólana þriðjudaginn 7. sept. n. k. og verður mæting þeirra sem hér segir: 6. bekkir komi kl. 10 f. ,h. 4.-5. bekkir korni kl. 11 f. h. 1. —3. bekkir korni kl. 1 e. h. Skólasvæði þessara barna eru óbreytt miðað við s.l. skólaár. Innritun þeirra skólaskyldra barna, sem flust hafa inn á skólasvæðin, en hafa ekki enn verið inn- rituð í voðkomandi skóla, verður fimmtudaginn 2. sept. n. k. kl. 1—3 e. h. Forskólabörnin komi í skólann þriðjudaginn 14. sept n .k. Varðandi mætingartíma þeirra verður haft samband ivið viðkomandi heimili. Skólanefnd Akureyrar hefur ákveðið að skóla- svæði forskólabarnanna vierði í stónum dráttum þau sömu og eldri barnanna, en þó með þeim undantekningum, er nú skal greina: 1. Vegna þrengsla í Lundarskóla sæki forskóla- börn á svæðinu austan Heiðarlundar og sunnan Þingvallastrætis (Birkilundi, Einilundi, Espi- lundi, Háalundi, Hjarðarlundi og Víðilundi) í Barnaskóla Akureyrar. 2. Vegna þrengsla í Glerárskóla sæki börn á svæðinu austan Skarðshlíðar og sunnan Höfða- hlíðar, ásamt Stórholti og Lyngholti, í Oddeyrar- skólann. Sökum áðurnefndra breytinga á skólasvæðunum, verður í samráði og með aðstoð lögreglunnar í bænum unnið að því að lijálpa forskólabörnun- um yfir fjölförnustu göturnar á leið þein-a i og úr skóla. SKÓL AST J ÓR ARNIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.