Dagur - 29.09.1976, Síða 8

Dagur - 29.09.1976, Síða 8
BATAVELAR 5—45 ha. 5—45 hestafla VÉLAR OG SKIP H.F. Pósthólf 1006 Sími 27544 - Reykjavík Bagu Akureyri, miðvikudaginn 29. sept. 1976 Barnahnífapör og barnarammar nýkomið. GULLSMIÐIR : SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Búið er að semja og samþykkja regiugerð um búfjárhald á Akureyri en eftir er að fá reglu gerðina samþykkta af stjórn- völdum. Reglugerð þessi er við það miðuð, segir í fyrstu grein, að stemma stigu við óhóflegu bú- fjárhaldi innan lögsagnar- umdæmis Akureyrar og tryggja að gróðurlendi bæjarins verði ekki spillt. Hana á að endur- skoða 1982. Reglugerðin tekur til hrossa, svína, sauðfjár, geita og alifugla. Sá, sem hyggst sækja um leyfi til búfjárhalds, á að senda umsókn sína til bæjarráðs og leyfisveiting er háð því, að um- sækjandi sé í viðkomandi félags samtökum. Bæði hesta- og sauð- fjáreigendum ber að greiða sér- stakt búfjárgjald, kosta fjallskil og greiða hagatoll fyrir beit á Glerárdal. „Afréttur Akureyrar er Gler- árdalur og allt land ofan og vestan fjallgirðingar, þ. e. vest- an Hamratúns, Breiðumýrar og jarða norðan Glerár.“ Jafnan skal fylgjast með beitarþoli landsins og endurskoða leyfða beit í samræmi við það, og ef nauðsynlegt reynist verður gripið til ítölu á afrétti og skal þá að jafnaði fyrst fækka sauð- fé þeirra einstaklinga, sem eiga fleiri en 10 vetrarfóðraðar kind- . ur og/eða þeirra fjölskyldna, sem eiga fleiri en 20. Tilsvar- andi reglur gilda um eigendur hrossa. Leyfður fjöldi fjár á Sauðárkróki, 27. september. — Laufskálarétt í Hjaltadal var á laugardaginn. Þar voru 700 full- orðin hross rekin til réttar, auk 300—400 folalda og er það mesta stóðrétt hér um slóðir. Þangað kom stóðið, er gekk á Kolbeins- dal. Fjöldi manns kom á rétt- ina, ekki aðeins úr héraði held- ur einnig frá ýmsum stöðum norðanlands og undi sér vel í blíðviðrinu. Á sunnudaginn voru svo stóð réttir í Skarðarétt í Gönguskörð um og Staðarrétt við Reynistað. I haust er besta gangna- og réttarveður, sem menn muna um áratugi. Hér á Sauðárkróki gengur slátrun greiðlega og féð virðist í góðu meðallagi að væn- leika. Búið er að lóga 24 þúsund fjár, mest 2400 á dag. Hjálmar Guðjónsson á Tunguhálsi lagði inn 150 dilka, sem jöfnuðu sig með 18 kíló og fóru allir í fyrsta flokk. En margir miklir sauð- fjárbændur eiga enn eftir að lóga fé sínu. G. O. afréítum bæjarins er nú 2000, þ. e. vetrarfóðrað, en liross 100. Hestaeigendur eiga að kosta smölun hrossa sinna. Aðrar reglur gilda um lögbýli. Bæjarstjórn getur bannað allt búfjárhald innan ákveðinna svæða bæjarlandsins. Daglegt eftirlit með jarðeign- um bæjarins og vörslu bæjar- landsins skal vera undir stjórn umsjónarmanns jarðeigna bæj- arins, eða þess sem bæjarstjórn ákveður. Q STYÐJIÐ GOTT MÁLEFNI Happdrætti Náttúrulækninga- félags Akureyrar er í fullum gangi. Happdrættisbíllinn er daglega á stæðinu við Amaró- húsið en miðarnir seldir í bóka- versluninni Eddu og vefnaðar- vörudeild Amaró. Styðjið gott málefni og kaupið miða, því allur ágóði af happdrættinu rennur til byggingar heilsu- hælis við Eyjafjörð. □ Laugardagsmyndin Hótelgesturinn er næsta laugar- dagsmynd Borgarbíós. Myndin er bresk og fjallar um sögulega atburði í litlu hóteli að vetrar- lagi. Aðalhlutverk leika Vanessa Redgrave, Cliff Robertsson og Susan George. Q SMÁTT & STÓRT HALLAR UNDAN FÆTI Þau tíðindi gerðust á kjördæmis ráðstefnu Samtaka frjálslyndra á Vestfjörðum, að samþykkt var að kjósa nefnd til að ganga á fund Alþýðuflokksins til að vita hvort hann sé reiðubúinn til samstarfs við Samtökin fyrir næstu kosningar. Þá er fram tekið í ályktun kjördæmisráðs- ins, að það hljóti að vera verk- efni landsfundar síðar á árinu, að taka ákvörðun um, hvort halda heri áfram starfi samtak- anna. Má segja, að nú sýnist halla undan fæti hjá Samtök- unum, og það gæti vafist fyrir mönnum, hvor flokkurinn yrði hækjan. En svo illa, sem Sam- tökin eru á vegi stödd, virðist Alþýðuflokkurinn litlu betur staddur. Hann hefur t. d. upp- gefist við að gefa út sitt eigið blað, Alþýðublaðið, og gefur Vísir það nú út. SAGT TIL SYNDANNA Kurt Waldheim gagnrýndi og sagði, er hann tók á móti full- trúum á þing Sameinuðu þjóð- anna fyrir nokkrum dögum, meðal annars: Starfsemi Sameinuðu þjóð- anna gengi ólíkt betur ef full- trúar eyddu skemmri tíma í samkvæmi, mættu stundvís- lega á fundi og semdu skjöl og samþykktir með orðalagi, sem venjulegt fólk skilur, en ekki á innantómu frasamáli, sem er oft einkar yfirborðskennt og nánast óskiljanlegt fyrir þá sem utan við standa. Hann sagði ennfremur, að yfirgengilegt samkvæmislíf væri að lama starfsemi samtakanna. Orð Waldheims hafa vakið mikla athygli, enda í fyrsta sinn rðsevri Hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar verður í haust lógað um 20 þús- und fjár. Tekið er á móti 650 fjár á dag. Búið var um helgina að lóga 6500 og var njeðalvigt dilkanna 15,24 kg, sem er heldur meiri vigt en heildar meðalvigt in var í fyrrahaust. Tvær leiguíbúðir á vegum hreppsins eru í byggingu, verið að byrja á einbýlishúsi og ann- að er í smíðum og orðið fok- helt. Framkvæmdir kaupfélagsins við frystihúsið hafa staðið yfir og er ekki lokið, þótt farið sé að síga á seinni hlutann. fbúar á Svalbarðseyri eru fast að hundrað, álítur kaupfélags- stjórinn, Karl Gunnlaugsson, og íbúum hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Mest hefur verið byggt við Smáratúnið og hófust þær byggingar fyrir fjórum árum. Noklcrir menn stunda sjóinn í frístundum sínum. Þeirra elst- ur er fyrrverandi hreppstjóri, Jóhannes Laxdal í Tungu, sem leggur kolanet þar skammt noi'ðan við og aflar oft vel af rauðsprettunni, orðinn 85 ára og er einn á bát sínum. Skóli sveitarinnar var settur fyrir viku síðan, nýr skólastjóri er Þórunn Magnúsdóttir frá Reykjavík. Q Nýlega samþykktu bæjaryfir- völd að veita íþróttafélaginu Þór á Akureyri sérstaka viður- kenningu, peningaupphæð, fyr- ig ágætan árangur á sviði knatt spyrnunnar. En félagið hefur nú unnið sér rétt til keppni í fyrstu deild á næsta sumri. Ennfremur var samþykkt að veita íslandsmeistaranum í golfi, Björgvini Þorsteinssyni, nokkurn fjárhagslegan stuðn- ing fyrir framúrskarandi árang ur í golfíþróttinni. Q Frá Svalbaðsströnd. (Ljósm.: E. D.) að valdamesti maður stofnunar- innar sakar fulltrúana opinber- lega um veislusýki. . .. . ,, ^ ^ KJÖLFESTA TVEGGJA RIKISSTJÓRNA Menn minnast þess gjarnan um þessar mundir, að tvö ár eru liðin frá myndun núverandi ríkisstjórnar, eða ríflega það og nær helmingur kjörtímabilsins eftir. I stað vinstri stjórnarinn- ar undir forsæti Ólafs Jóhannes sonar, sem einkenndist af miklu framkvæmda- og athafnalífi um land allt, kom núverandi ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar. I báðum þessum ríkisstjórnum er Framsóknarflokkurinn kjölfest- an. ÓSÁTTIR VH) ÍHALDIÐ Þess var vænst af flestum íhalds andstæðingtmi við síðustu stjórnarskipti, að ný vinstri stjórn yrði mynduð, með þátt- töku eða hlutleysi Alþýðuflokks — og þess Y»r jafnvel krafist. En val Framsóknraflokksins eftir síðustu alþingiskosningar stóð ekki um það, hvort mynda ætti nýja vinstri stjórn eða mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Framsóknarflokkur- inn átti aðeins um þá kosti að velja, að mynda stjórn þá með Sjálfstæðisflokknum, sem mynd uð var, eða vera utan stjórnar. Stjórnarmyndun með vinstri flokkunum var reynd til þraut- ar og bar ekki árangur. GÆLUR OG STAÐ- REYNDIR Þegar þessar staðreynlir eru athugaðar, munu flestir fram- sóknarmenn hafa fallist á rétt- mæti þess, að flokkur þeirra tæki á sig ábyrgð á núverandi stjórn landsins að sínum hluta, hvort sem þeir voru hlynntir vinstri stjórn eða ekki, ef mögu leikar hefðu verið á því. Þeir sjá, að það var þýðingarlaust að kalla á það, sem ekki var til og ástæðulítið, eins og á stóð, að gæla við hugmyndir um vinstri stjórn, sem útilokað var að koma á laggirnar. Menn geta haldið áfram að gæla við liug- myndir um vinstri stjórn og kannski kemur hún síðar. En menn mega ekki setja þær gæl- ur fyrir bæði augu og neita að horfa á staðreyndir. RÉTT ÁKVÖRÐUN Efnahagsmálin eru enn og ætíð í brennidepli með þjóðinni. Verðbólgan er ennþá allt of mikil, einnig skuldasöfnun, en þó hafa þessi mál bæði verið að færast í betra horf að undan- fömu. Verulegum opinberum framkvæmdum er haldið uppi mjög víða um land, atvinna hefur verið góð og kaupgeta almennings mikil. f fjármálum og atvinnumálum þjóðarinnar numu margir hafa vænst mik- ilJa átaka og skörulegri ákvarð- ana en raun ber vitni. En víst er, að sífellt stærri hluti fram- sóknarfólksins í Iandinu hefur af tveggja ára reynslu komist á þá skoðun, að stjórnarsam- starf með Sjálfstæðisflokknum var frá sjónamiiði þjóðarinnar og Framsóknarflokksins rétt ákvörðun. (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.