Dagur - 16.02.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 16.02.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGTJR LX. ARG. AKUREYRI, MEÐVIKUDAGINN 16. FEBRÚAR 1977 7. TÖLUBLAÐ m\, Haldið áfram viö Kröflu Iðnaðarráðuneytið óskaði álits hæfustu manna um stöðu Kröfluvirkjunar og fjallaði ríkisstjórnin um álit þetta á a. m. k. tveim fundum sínum. Niðurstöð- ur nefndarinnar voru þess- ar: Haldið verði áfram, nú á þessu ári vinnsluborun- um til áframhaldandi gufu- öflunar fyrir Kröfluvirkj- un. Haldið verði áfram fram- kvæmdum við stöðvarhús og gufuveitu að því marki sem nauðsynlegt er til þess að geta tekið fyrri vélar- samstæðu stöðvarinnar í notkun. Lokið verði við lagningu háspennulínu frá Kröflu- virkjun til Akureyrar. □ VaðlaheiÖi - Gagnheiði Menntamálaráðuneytið hef ur 'heimilað Ríkisútvarp- inu að standa fyrir sitt leyti að því með Pósti og síma á koma örbylgjusam- bandi austur frá Vaðla- heiði til Gagnheiðar, og að endumýja stöðvar þær, sem eru að syngja sitt síð- asta, svo sem við Blöndu- ós, Stöðvarfjörð, Breiðdals- vík, Hornafjörð, Lágafell, Langholt og Laugardals- hóla. Með þessu á að stór- bæta þjónustuna við út- varpsnotendur. Áætlaður kostnaður Ríkisútvarpsins við þessar framkvæmdir er áætlaður 100 milljónir króna. □ - ■■■ ■ Pf| Ullar- og skinnavörur Útflutningsmiðstöð iðnaðar ins hefur upplýst, að út- flutningur ullar- og skinna vara hafi á síðasta ári auk- ist um 55,8% að verðmæti og kemur bæði til hærra verð og aukið magn. En heildarútflutningur þess- ara vara nam á síðasta ári 3225 milljónum króna. Hér er um að ræða iðn- aðarvörur frá Verksmiðj- um SÍS á Akureyri að lang stærstum hluta. Og enn eru gerðir stórir sölusamn- ingar fyrir þessar vörur erlendis, einkum í Sovét- ríkjunum, og kom fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeild ar SÍS, Hjörtur Eiríksson, úr einni slíkri samninga- ferð fyrir nokkrum dögum. í ýmsum deildum verk- smiðja Sambandsins er unnið með hraðvirkum vélum allan sólarhringinn og hrekkur það þó hvergi nærri til að fullnægja eftir spurn hinna ágætu iðn- vara. □ Loðnulöndun á Raufarhöfn Hóli viS Raufarhöfn 14. febrúar. Veðráttan er ljómandi góð og nokkur jafnfallinn snjór á jörðu. Ekki beita bændur fé sínu á þá hnjóta, sem upp úr standa. Rauðinúpur kom inn í gær með 100 tonn. En minni bátar afla ekkert ennþá. Atvinna er ágæt á Raufar- höfn, bæði við fiskverkunina og svo er loðnubræðslan í fullum gangi og alltaf verið að landa. Sveitarstjóraskipti hafa orðið hér. Heimir Ingimarsson hefur látið af því starfi, en við tekið Sveinn Eiðsson, austfirðingur. Samkvæmt upplýsingum Árna Sörensens verksmiðju- stjóra, er nú búið að taka á móti 26 þúsund tonnum af loðnu frá áramótum og bíður eitt skip með á sjöúnda hundr- að tonn fram til miðnættis en verður þá losað. Um 700 tonn eru brædd á sólarhring. Um þetta leyti í fyrra var búið að landa hér 14.200 tonnum og meira fengum við ekki til verk- smiðjunnar, sagði Ámi verk- smiðjustjóri að lokum. Þ. S. Rækjuveiðar í Öxarfirði Kópaskeri 14. febrúar. Það er búið að opna flóann hjá okkur og þrír rækjubátarnir, Þingey, Trausti og Kópur, eru famir á rækjuveiðar. Þær veiðar hafa legið niðri síðan um miðjan desember og var lokunin vegna þorsk- og ýsuseiða, ennfremur síldar- og lúðuseiða. En nú er irækjuaflinn ágætur og 16 manns vinna í rækjuverksmiðj- unni. Þingey hafði áður hafið veiðar með línu og farin að fiska sæmilega, eða 3—4 tonn yfir nóttina. Með þessari rækjuveiði hefur lifnað yfir atvinnulífinu, en á meðan unnu konur við slátur- gerðina. En Kópaskersslátur er vinsælt víða um land og eftir- sótt vara. Sláturgerðin verður ekki eins mikil á meðan á rækjuvinnsl- unni stendur. Snjór er orðinn allmikill og er orðið mjög þungfært til Leir- hafnar, og konur, sem þaðan koma til vinnu bjuggust jafnvel við því að þurfa að gista hjá okkur. Sjómenn em byrjaðir að undirbúa grásleppuveiðarnar og ætln sér áreiðanlega að skrafa við hana í vor. Piltur, sem hjá okkur vinnur, skrapp heim til sín norður á Sléttu og drap þrjár tófur á leiðinni. Ó. F. Blómasala á sunnudaginn Eins og undanfarin ár mun Lionsklúbbur Akureyrrar bjóða bæjarbúum blóm á konudag- inn, sem er n. k. sunnudagur. Blómasalan hefur verið fast- ur liður í starfsemi klúbbsins í fjölda mörg ár, og Lionsfélagar jafnan hvarvetna fengið góðar móttökur hjá bæjarbúum þegar þeir koma með blómvendina. Þessa velvild þakka Lions- menn og vonast til að fá jafn góðar móttökur sem ávallt áður. Eins og jafnan fyrr verður öllum ágóða varið til líknar- mála og að þessu sinni til styrkt ar Vistheimilinu Sólborg. (Fréttatilkynning) DAGUR kemur næst út miðvikudaginn 23. febrúar. Fyrstu blöðin úr offsetprentvél Dags skoðuð. (Ljósm.: Fr. V.) Fyrsta offsetprentaða blað Dags fjetta er fyrsta tölublað Dags, sem prentað er í hinni nýju offsetprentvél blaðsins, sem er af News King gerð frá fyrirtækinu King Press, Inc. í Missouri í Bandaríkjunum. Sem áður fer prentun fram í Prentverki Odds Björnssonar og prentverkið kaupir aðrar vél ar í fullkomna offsetprent- smiðju og annast rekstur henn- ar. Þessi nýja offsetprentsmiðja mun gjörbreyta prentiðninni á Norðurlandi. Nokkrar útlitsbreytingar eru gerðar á Degi, hannaðar af Kristjáni Kristjánssyni af mik- illi smekkvísi, en þær koma til framkvæmda smám saman ef Ungfrú Akureyri Síðastliðinn sunnudag var á fjölmennri Sunnuhátíð kjörin ungfrú Akureyri 1977. Titilinn hlaut ungfrú Guðrún Hjörleifs- dóttir, nemandi í 4. bekk G. A. Guðrún mun í vor taka þátt í samkeppni um titilinn ungfrú ísland. Óskar blaðið henni allra heilía. □ að líkum lætur og eru þær ekki miðaðar við nýtt andlit, heldur ofurlitla „andlitslyftingu11, í fyrirsagnaletri og umbroti. Stækkun blaðsins eða aukinn fjöldi tölublaða er á dagskrá og hafa lengi verið. Upplagið er nú hálft sjötta þúsund og vex hægt en stöðugt, án þess að sérstakar ráðstafanir hafi verið til þess gerðar að fjölga kaupendum. Ljóst er, að blaðið getur ekki annað því fjölþætta hlutverki, sem því er ætlað og nauðsyn- legt má teljast af útbreiddu blaði, nema það sé stækkað eða tölublöðum fjölgað. En fjárhag- urinn verður að ráða þeirri þróun. Sem ætíð áður, eru fréttir og ábendingar vel þegnar, svo og greinar um almenn mál, sem lesendur hafa áhuga á að koma á framfæri, en í því efni er æski legt, að máli sé í hóf stillt. Blaðið ræddi um helgina við herra Gene Morgan, sérfræðing frá framleiðanda offsetsprent- vélarinnar, sem hér hefur dvalið undanfarna daga við að setja niður þessa nýju prentvél og prófa hana. Hann telur offset vél þessa mjög vandaða, hrað- virka og fjölvirka. Hún hentar vel til prentunar blaða og bóka og jafnvel til ýmis konar smá- prentunar. Um hraðvirkni tók hann sem dæmi, að það væri ekki nema dagsverk að prenta venjulega bók, 2—300 blaðsíður í 2—3000 eintaka upplagi. Hörður Svanbergsson annast nú offsetprentvélina, en Frí- mann Frímannsson annast um- brot í prentsmiðju, eins og ver- ið hefur. □ Gene Morgan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.