Dagur - 16.02.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 16.02.1977, Blaðsíða 4
Skrifstofur Hafnarstraeti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Þáttaskil í prentun Með þessu tölublaði eru þau þáttaskil hjá blaðinu, að þetta er fyrsta tölu- blaðið, sem prentað er í nýrri News King offsetprentvél, sem blaðið keypti frá Bandaríkjunum og nú hefur verið sett upp í nýju prentsmiðjuhúsi Prent- verks Odds Björnssonarr við Tryggva- braut á Akureyri. Sjálf kaupir prent- smiðjan önnur þau tæki, sem tilheyra nýtísku offsetprentsmiðju og eru sum komin en önnur væntanleg. Þótt hér sé um að ræða mjög full- komna offsetprentvél, verður fyrst um sinn engin stökkbreyting á Degi, en útlitsbreytingar verða gerðar smátt og smátt, og væntanlega verður blaðaút- gáfan aukin, ef fjárhagur blaðsins leyfir. Er full þörf á stækkun eða fjölgun útkomudaga, svo að blaðið geti betur þjónað því margþætta hlut- verki, sem því er ætlað og þörf er á. Átta síðu vikublað getur að mjög tak- mörkuðu leyti komið til móts við f jöl- margar óskir lesenda. Sem áður er Dagur norðlenskt fréttablað, vettvangur norðlendinga til skoðanaskipta og norðlenskt mál- gagn til sóknar og vamar í málefnum fjórðungsins. Dagur styður Framsókn- arflokkinn og samvinnustefnuna, bindindishreyfinguna og margvísleg framfaramál, tekur þátt í umræðum um almenn framkvæmda- og menn- ingarmál og auðveldar fólki fjölmörg mannleg samskipti í daglegu lífi. Hann hefur jafnan reynt að vera frjáls lyndur, minnir á fjölmörg mál í stutt- um greinum, til umhugsunar, en hef- ur takmarkað rúm fyrir orðmargar rökræður eða svokallaða þrætubókar- list. Dagur fagnar senn 60 ára afmæli sínu. Útkoma hans hefur verið reglu- leg á liðnum árum og útgáfan ekki verið háð sveiflum peninga eða geð- þótta einstakra manna. Verður þó ekki með sanni sagt, að fjárhagsleg afkoma hafi alla tíð verið góð. Hins vegar hefur þetta vikublað ætíð notið vinsælda og trausts, meðal annars fyrir reglulega útkomu, sem fólk getur treysts, og sjaldan eða ekki hafa rit- stjórar þess lagt sig niður við blaða- mennsku á lægsta þrepi, enda naut það ágætra manna, svo sem Ingimars Eydal, Jónasar Þorbergssonar, Hauks Snorrasonar og Jóhanns Frímann á fjórða áratug. Stöðug fjölgun kaupenda styður þá von, að blaðið geti í vaxandi mæli rækt hlutverk sitt við lesendur sína og nokkur f járfesting verði því ekki lengi fjötur um fót. □ Fréttabréf úr Ólafsfirði Détur Már Jónsson bæjarstjóri í Ólafsfirði hefur sent blað- inu eftirfarandi fréttabréf til birtingar. Þakkar Dagur bréfið og fer það hér á eftir. Mikið fannfergi er nú hér, það mesta í 10—15 ár, segja athugulir menn. Aldrei varð þó öngþveiti hér vegna snjóa og tóku menn þessu með mestu ró og fengu sér gönguferð í stað þess að fara um í bílum sínum. Færð er nú orðin ágæt, verið að ljúka við að ryðja vegi og götur. Engin snjóflóðahætta er talin hér í bænum, þrátt fyrir þetta mikla fannfergi. Hefur aldrei í manna minnum fallið snjóflóð á hús hér í bænum, en víða annars staðar í firðinum er þó snjóflóðahætta. Atvinna hefur verið í daufara lagi hér að undanförnu, sakir lítils afla skuttogaranna. Minni bátar hafa hins vegar aflað sæmilega. Mikil óánægja ríkir hér vegna reglugerðar um grá- sleppuveiði, en nú fer að líða að því, að menn búi sig undir grásleppuveiðarnar. Sífellt verður ljósara, að nauð synlegt er að renna fleiri stoð- um undir atvinnulíf staðar eins og Ólafsfjarðar, og koma þarf upp iðnaði á þessum stöðum. Vélsmiðjan Nonni h.f. keypti á sl. sumri vélar fyrirtækisins Stáliðn h.f. á Akureyri, sem framleiddi stálhúsgögn og er nú framleiðslan hér í Ólafsfirði að fara í gang og veitir það nokkr- um mönnum atvinnu. Allmiklar framkvæmdir voru hér á síðasta ári. Um síðastliðin áramót voru 19 íbúðir í bygg- ingu, samtals 8211 rúmmetrar. Atvinnuhúsnæði samtals 13850 rúmmetrar var í byggingu. Full gerðar voru einnig 12 íbúðir á liðnu ári, samtals 4589 rúm- metrar. Á vegum sveitarfélagsins var unnið við 'innréttingar verk- námsálmu gagnfræðaskólans, og er vonast til að hún verði tekin í notkun í þessum mán- uði. Einnig var unnið við sökkla og plötu heilsugæslustöðvar og dvalarheimilis, og var þeim áfanga lokið á síðasta hausti. Verður byggingin boðin út með vorinu. En þessa daga er verið að Ijúka hönnunarvinnu. Fer því að líða að því, að þessi gamli draumur ólafsfirðinga rætist. Þá var gert töluvert átak í varanlegri gatnagerð og steypt- ir um 6000 fermetrar af götum. Var hluti Aðallgötu steyptur, og einnig var gengið frá götu við hraðfrystihús staðarins. Nú er komið bundið slitlag á um það bil sjötta hluta allra gatna Átak þarf í kjaramálum Laugardaginn 5. þ. m. efndu verkalýðsfélögin á Akureyri til sameiginlegs fundar í Borgar- bíói til að ræða ástand og horf- ur í kjaramálunum. Frrummæl- endur voru Ásmundur Stefáns- son hagfrræðingur ASÍ og Nýr salur Nokkuð hefur snjóað þennan síðasta mánuð, þótt minna sé það en inn til landsins. Nokkuð hefur þurft að greiða fyrir flutn ingum, svo mjólkurbílamir kæmust leiðar sinnar, og er þá hefill til taks. En nú eru vegir greiðfærir. Nýlega kom ær úr afrétt saman við fé frá Mýri, sem sett hefur verið út. Eigandi hennar er Pétur Krristjánsson á Litlu- völlum. Nú, þegar veður stillast og snjór er kominn undir sleða, verður farið í afréttina, en skeð gæti, að fé væri þar. Síðasta laugardag var efnt til þorrablóts að venju. Það fór fram í samkomusal, sem byggð- ur við bamaskólahúsið, og var frá upphafi þeirrar byggingar ætlast til þess. Þetta er mjög vistlegur salur, ásamt tilheyr- andi snyrtingum. Að þessari framkvæmd stendur sveitar- sjóður og önnur félagasamtök í sveitinni. Oddviti hreppsnefnd- ar Bárðdælahrepps er Egill Gústafsson og opnaði hann þessa þjónustumiðstöð í upp- hafi þorrablótsins. Þ. J. Snorri Jónsson varaforseti Al- þýðusambandsins. Einnig tóku allmargir heimamenn til máls, og var það einróma álit manna, að nú yrði að gera verulegt átak í kjaramálunum og gera jafn- framt kröfu til þess, að ráðstaf- anir til að draga úr verðbólg- unni verði meira en kák eitt. Fundurinn samþykkti einum rómi að senda frá sér yfirlýs- ingu þá, sem hér fyllgir með. Þá mætti til fundarins Stefán Gunnarsson, bankastjóri Al- þýðubankans, og ræddi málefni bankarís og það hlutverk, sem honum væri ætlað fyrir launa- stéttirnar í landinu. Fékk málflutningur Stefáns mjög góðar undirtektir og mik- ill áhugi kom fram fyrir því, að útibú frá Alþýðubankanum yrði sett upp á Akureyri. Var í því sambandi samþykkt til- laga, sem einnig fylgir hér með. Fundur verkalýðsfélaganna á Akureyri, haldinn í Borgarbíói laugardaginn 5. febrúar 1977, lýsir yfir eftirfarandi: 1. Stöðva verður undanbragða- laust þá þróun mála, að kaup máttur launa fari síminnk- andi á sama tíma og þjóðar- tekjur vaxa. 2. Við samningagerð á komandi vori ber að stefna að því, að eftir samningana verði kaup- máttur launa ekki lakari en hann var bestur á árinu 1974. 3. Höfuðáherslu verður að leggja á að auka kaupmátt launanna og varðveislu hans. Þess verður því að krefjast af stjórnvöldum, að þær ráð- stafanir sm duga verði gerð- ar til að skera niður verð- bólguna. Fundurinn mótmæl ir harðlega þeim óhóflegu hækkunum, sem orðið hafa á ýmsum greinum opinberr- ar þjónustu á sama tíma og stjórnvöld krefjast þess af almenningi að una við óbreytt laun. 4. Hafa verður sem víðtækast samstarf milli verkalýðsfélag anna um samningagerð, með það fyrir augum ekki síst, að metin verði sameiginlega af félögunum þau atriði, er til athugunar koma og taka þarf afstöðu til ekki síður en beinnar krónutölu launa. Fundur verkalýðsfélaganna á Akureyri 5. febrúar 1977 telur mikla nauðsyn bera til að banki verkalýðshreyfingarinnar, Al- þýðubankinn, verði efldur, þar sem öflug bankastofnun á henn- ar vegum myndi styrkja að- stöðu launastéttanna til muna. Fundurinn beinir því til stjórna verkalýðsfélaganna að kanna hvort félögin í bænum geti náð samstöðu um að beita sér fyrir stofnun útibús frá Al- þýðubankanum hér í bæ, svo fljótt sem þess væri kostur, m. a. með því að beina auknum viðskiptum til bankans áður en til stofnunar útibús getur komið. (Fréttatilkynning) NIÐJAR SVEINBJÖRNS ÓLAFSSONAR SMIÐS Á AKUREYRI Vegna ritgerðar um Glaumbæ á Langholti, sem undirritaður vinnurr nú að, langar hann til að biðja þá lesendur Dags, sem kynnu að vera afkomendur Sveinbjörns Ólafssonar smiðs, að láta mig vita. Sveinbjörn var sonur Ólafs bónda á Bólstað við Steingrímsfj örð, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdótt- ur á Eyðihúsum í Miklaholts- hreppi, Jónssonar prófasts á Stað í Steingrímsfirði. Hálf- bróðir Guðrúnar var séra Hannes Jónsson prestur, síðast í Glaumbæ, d. 1873. Dóttur- dóttir séra Hannesar er Mar- grét hét Pétursdóttir (fædd 1861), hvarf vestur um haf ung að árum. Ókannað er enn, hvort hún á afkomendur vestra, en að því slepptu er ekki kunn- ugt nema um þrjá niðja séra Hannesar, Halldór Ólafsson, starfsmann Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar og tvö böm hans. Halldór, sem veitt hefur góðar upplýsingar um ætt sína, er sonur Ólafs stúdents, sonar séra Þorsteins Halldórsonar í Mjóa- firði og konu hans, frú Láru Sveinbjömsdóttur, smiðs, Ólafs sonar. Telur Halldór, að Svein- bjöm sé fæddur 26. maí 1832, dáinn á Espihóli í Eyjafirði á nýársdag 1885. Ekki veit hann með vissu um systkini frú Láru, ömmu sinnar og niðja þeirra. í þeirri von, að þá sé að finna hér nyrðra, er þessa getið. Ágúst Sigurðson, Mælifelli. í bænum. Haldið verður áfram við gatnagerð á þessu ári og á þá m. a. að ljúka við að steypa Aðalgötu, en svo heitir gatan, sem liggur í gegn um bæinn. í höfninni var á síðasta ári gert við skemmdir, sem komið höfðu fram í nýju stálþili og var síðan steyptur kantur ofan á það, og svo fyllt að þilinu. Á næsta sumri er ráðgert að þar verði steypt þekja. Einnig á að bæta grjótgarða, en þeir eru í mjög slæmu ásigkomulagi og gengur sjór yfir þá, jafnvel í smábrimi. Þá verður hafinn undirbúningur að því, að skapa stærri skiþum aðstöðu hér í höfninni. En stór skip hafa ávallt orðið að flýja út úr höfn- inni, ef eitthvað veður hefur gert. Er vonast til, að sú aðstaða verði komin, að hluta til, árið 1978. Af hitaveitunni hér er það helst fréttnæmt, að vatn það er fannst 1975, hefur enst skemur en gert var ráð fyrir, vegna mikilla byggingarframkvæmda á undanfömum árum, og er nú fyrirhugað, að hefja hér boranir aftur næsta sumar, til að afla hitaveitunni nægilegs vatns. Kalt vatn hefur einnig verið hér of lítið og hefur sífellt borið meira á vatnsskorti, jafnvel svo, að sl. haust var óttast, að veru- legur vatnsskortur yrði í vetur, vegna þurrkanna sl. sumar og í haust. En þetta fór betur en á horfðist, þar sem fyrri hluti vetrar var mildur og úrkomu- samur. Nú er hafinn undirbún- ingur að nýrri aðveitu til bæjar ins og er þess vænst, að sú lausn dugi í a. m. k. tíu ár. Þá má á það minna, að sl. ár var lokið við gerð knattspymuvall- ar, sem mun vera með betri malarvöllum á landinu. Ætlun- in er, að gengið verði frá um- hverfi vallarins nú í sumar. Nokkuð var unnið að vega- gerð >hér á sl. ári og var lagður vegur út úr bænum við austan- vert Ólafsfjarðarvatn, en þar er ætlunin að framtíðarvegurinn liggi að Lágheiði. Úr bæjarlífinu er það annars að segja, að Leikfélag Ólafs- fjarðar æfir nú af kappi sjón- leikinn Sjóleiðina til Bagdad, eftir Jökul Jakobsson, undir stjóm Kristins G. Jóhannsson- ar skólastjóra. Mun nú farið að styttast í frumsýninguna. Þá eru félagasamtök í bænum byrjuð að halda árshátíðir sín- ar, og er þar ávallt glatt á hjalla og heimamenn hafa sjálfir allan veg og vanda af skemmtiatrið- unum, og svo öllu öðm framlagi til árshátíðanna. Em þær góð upplyfting í skammdeginu. Þá er verið að ganga frá aðild Ólafsfjarðarkaupstaðar að norrænum vinabæjartengslum og verða formleg tengsl við bæina Karlskrona, Hilleröd, Horten og Lovisa. □ Loðnuveiðin Heildarloðnuaflinn á mánudags kvöldið var orðinn 226 þúsund lestir. Á laugardagskvöld höfðu 73 skip fengið einhvem afla og í vikulokin var aflinn nálega 200 þúsund lestir á móti 137 þúsund lestum á sama tíma í fyrra. Aflahæstu skipin í viku- lokin vom Sigurður RE með 8530 lestir en næst komu Guð- mundur RE og Börkur N K. Loðnu hefur verið landað á 19 stöðum á landinu. □ 4•DAGUR Um síðustu helgi var pólska handknattleiksliðið Slask í heimsókn hér á Akureyri ásamt íslenska lndsliðinu, og voru lið þessi aufúsugestir hér í bæ. Segja má að handbolti á heimsmælikvarða hafi verið leikinn í skemmunni þessa daga, og em þar heimsfrægir handknattleiksmenn á ferð. 1 liði Slask eru a. m. k. fjórir leikmenn sem venjulega leika með pólska landsliðinu, og ber þar fyrst að nefna Klem- pel, stóran og sterkan leik- mann, sem skorar að jafnaði 10 mörk í leik með sínum frægu vinstri handar skotum. Slask styrkti lið sitt með pólska landsliðsmarkmannin- um en hann er ekki leikmaður þessa félags og vann sér það m. a. til ágætis í síðustu heims meistarakeppni að verja 21 vítaskot af 22 sem á liðið var dæmt. Czymczak, en svo heitir Bæjarstjórinn afhendir Jóni Karlssyni fyrirliða landsliðsins gjöf bæjarsjóðs. (Ljósm.: Fr. Vestm.) Slask kom, sá og sigraði markmaðurinn, er stór og stæðilegur og kunni greini- lega ýmislegt fyrir sér í mark- vörslunni, enda af flestum tal- inn besti markmaður heims. Fyrri leikur Slask var gegn KA, á föstudagskvöldið. Ekki var búist við að KA hefði mikið í hina pólsku meistara að gera, en reyndin var sú að báðir aðilar gerðu mikið af mörkum, og náði KA oft að sýna nokkuð góðan leik. Gauti stóð í markinu í fyrri hálfleik og varði ágætlega og m. a. tvö skot frá Klempel. Ólafur Haraldsson var í mark inu í seinni hálfleik og stóð sig einnig með prýði. í hálf- leik var staðan 10 gegn 15 fyr- ir Slask. í seinni hálfleik settu pólverjar upp hraðann og kom þá styrkmunur liðanna vel í ljós. Sérstaklega reyndu þeir að draga vöm KA fram á völl inn og gáfu síðan boltann á línumennina sem þá stóðu fyrir opnu marki. KA menn lögðu áherslu á að reyna að stöðva langskyttumar og opn- aðist þá um leið fyrir línu- mennina. Úrslit leiksins urðu síðan 32 gegn 23 fyrir Slask og má KA vel við una þeim úrslitum, en að gera 23 mörk hjá Slask er mjög góður árang ur, jafnvel þótt segja megi að pólverjarnir hafi ekki sýnt KA mönnum brýndar klæm- ar. Flest mörk KA gerði Sig- urður 8 (3 úr víti), Hörður 5, Ármann og Jóhann 3 hvor, og Hermann og Páll Kristjáns son 2 hvor. Klempel var mark hæstur Slask með 13 mörk eða jafn mörg og á móti FH í haust, en alls gerðu 8 leik- menn þeirra mörk. Þorramótið á ísafirði Þorramótið sem er punktamót á skíðum var haldið á fsafirði um helgina. Allir bestu skíða- menn landsins vom þar meðal keppenda og var því keppni mikil. Á laugardag var keppt í svigi og í karlaflokki sigraði Sigurður Jónsson frá fsafirði, annar var Hafþór Júlíusson og þriðji Gunnar B. Ólafsson og einnig frá ísafirði, og fjórði Ámi Óðinsson, Akureyri, en aðrir akureyrskir keppendur luku ekki keppni. í kvennaflokki var þrefald- ur akureyrskur sigur, en sá sigur féll einnig sömu fjöl- skyldu í skaut. Fyrst var Mar- flokki og Margrét Baldvins- dóttir í kvennaflokki. Sigurður Jónsson er nú staddur hér á landi í stuttu fríi en hann er við æfingar og keppnir á meginlandinu, og hefur verið það í marga mán- uði og er greinilega bestur okkar skíðamanna, en gaman verður að fylgjast með þeim köppum á íslandsmótinu hvort einhverjum tekst að hnekkja veldi hans. Hver man þetta merki? Maður einn í bænum kom að máli við Dag og bað fyrir eftir- farandi: getur einhver gefið upplýsingar um, hvenær þetta merki var gefið út á Akureyri, hvaða ár og í hvaða tilefni. Upplýsingar þakksamlega mótteknar á skrifstofu Dags. □ grét Baldvinsdóttir, önnur Sigurlaug Vilhelmsdóttir og þriðja stóra systir hennar Margrét Vilhelmsdóttir. í skíðagöngu 20 ára og eldri sigraði Halldór Matthíasson en hann keppir nú ekki leng- ur fyrir Akureyringa, heldur er fluttur til höfuðborgarinnar og keppir fyrir þá. Á sunnudag var keppt í stór svigi og í karlaflokki sigraði Sigurður Jónsson, ísafirði, annar Hafþór Júlíusson, ísa- firði, þriðji Haukur Jóhanns- son, Akureyri, og til gamans má geta þess að næstu menn voru Tómas Leifsson, Árni Óðinsson og Björn Víkings- son, allir frá Akureyri. í kvennaflokki sigraði Stein unn Sæmundsdóttir, önnur Margrét Baldvinsdóttir og þriðja Kristín Úlfsdóttir, ísa- firði. 1 alpatvíkeppni sigraði Sigurður Jónsson í karla- Landsliðið tapar Á laugardag léku síðan lands- liðið og Slask og eftir að for- sala á aðgöngumiðum hafði staðið yfir í einn klukkutíma var orðið uppselt, og þurftu því margir frá að hverfa. Sýn- ir það nauðsyn þess að hér í bæ rísi stórt íþróttahús með áhorfendasvæðum fyrir a.m.k. 1500 manns. Áður en leikur- inn hófst fllutti bæjarstjórinn á Akureyri Helgi Bergs stutt ávarp og afhenti fyrirliða landsliðsins Jóni Karlssyni peningagjöf frá Akureyrarbæ til styrktar landsliðinu og ósk- aði bæjarstjóri þeim velfam- aðar í komandi leikjum. Þá talaði einnig Haraldur M. Sigurðsson íþróttakennari og afhenti landsliðinu einnig pen ingaupphæð sem hann hafði safnað daginn áður meðal íþróttaáhugamanna hér í bæ og gat þess jafnframt í lokin að meira kæmi seinna. Sig- urður Jónsson þakkaði fyrir H.S.I. Slask notaði nú í þessum leik markmanninn fræga, og þegar leikurinn hófst voru allir þeirra bestu menn á vell- inum. Fyrsta mark leiksins skoraði Ágúst Svavarsson fyr- ir landsliðið, en Klempel jafn aði fyrir Slask, og komust þeir síðan í 3—1, en þá skoruðu Ólafur Einarsson og Þorbjöm fyrir landsliðið og náðu að jafna. Skömmu síðar var dæmt víti á Slask og skoraði Jón Karlsson ömgglega úr því. Slask jók nú heldur for- skotið og f hálfleik var staðan orðin 10 gegn 16 fyrir Slask, og hafði þá Klempel gert helming af mörkum þeirra. f seinni hálfleik jók Slask enn þá forskotið og þegar leikur- inn var flautaður af var stað- an 15 gegn 25. í seinni hálf- leik notaði íslenski landsliðs- Unglingameistaramót íslands: Akureyringar sigursælir í lyftingum Þá var einnig um helgina haldið íslandsmót unglinga í tvíþraut og var keppt í Bald- urshaga undir stúku Laugar- dalsvallarins. Þrettán manna hópur frá lyftingaráði Akureyrar tók þátt i mótinu og stóðu sig KA vinnur Völsung Á undan leik landsliðsins og Slask léku KA og Völsungar í 3. fl. í handbolta. KA menn sigruðu örugglega með 14 mörkum gegn 7 eftir að stað- an hafði verið 8 gegn 6 í hálf- leik. Lið KA var mjög frískt í þessum leik en flestir leik- menn liðsins leika nú á fyrra ári í þessum flokk, og komust langt í íslandsmótinu í fjórða flokk í fyrra. mjög vel. f fjaðurvigt varð ' íslandsmeistari Viðar Öm Eð- vardsson frá Akureyri. Hann snaraði 55 kg og jafnhattaði 70 kg eða samanlagt 125 kg, sem allt eru Akureyrarmet. í fluguvigt varð Haraldur Ólafsson annar, en setti samt íslandsmet í jafnhendingu, 78 kg. f léttþungavigt varð íslands meistari Hjörtur Gíslason. Hann snaraði 117,5 kg og jafn- hattaði 145 kg eða samanlagt 262,5 kg, og eru þetta Akur- eyrarmet einnig. Jakob Bjama son varð íslandsmeistari í 100 kg flokknum, snaraði 82,5 kg og jafnhattaði 100 kg eða samtals 182,5 kg, en ekki áður hefur verið keppt í þessum flokki þannig að þetta eru allt fslands- og Akureyrarmet. Akureyringar voru stigahæst- ir á mótinu með 29 stig, KR var í öðm sæti með 21 stig og síðan komu Ármann og Vest- mannaeyingar. þjálfarinn alla svokallaða varamenn landsliðsins og var greinilegt að hann var að þreifa fyrir sér með leikað- ferðir og annað. Hraðupp- . hlaup hjá íslendingum voru ekki nógu góð, þeir gerðu að- eins eitt mark úr þeim, en Slask 6. Flest mörk íslenska liðsins skoraði Jón Karlsson 4 (3 úr víti), Ólafur 3, Þórarinn, Geir og Þorbjörn 2 hver og Björgvin og Ágúst 1 hvor. Að vanda var Klempel markhæst ur Slask með 10 mörk, og einnig skomðu sex aðrir leik- menn færri mörk. Dómarar í báðum leikjunum vom þeir Kristján Örn Ingibertsson og Kjartan Steinback og dæmdu þeir sæmilega. Þessi hand- knattleiksheimsókn var Akur- eyringum mjög kærkomin og hafi þeir er að henni stóðu kærar þakkir. Þór nálgast 1. deildina Á laugardag léku Þór og Grindvíkingar í annarri deild í körfuknattleik og varr leik- urinn háður hér á Akureyri. Áður en leikurinn hófst voru Þórsarar efstir í deildinni, höfðu engum leik tapað, en Grindvíkingar vom númer tvö eftir að hafa tapað fyrri leiknum við Þór. Þórsarar náðu strax afgerandi fomstu í leiknum og unnu með 68 stigum gegn 63. Eiga þeir nú aðeins eftir að leika þrjá leiki í deildinni og þar af tvo hér heima og hafa engu stigi tap- að, en næsta lið hefur tapað tveimur leikjum og þamæsta þremur, þannig að möguleikar Þórs að leika í fyrstu deild á næsta ári em mjög miklir. Um næstu helgi leika Þór og Valur í bikarkeppni KKÍ og fer leikurinn fram hér á Akur eyri, og verður þar gaman að sjá hvemig Þór vegnar gegn fyrstu deildar liði. íslandsmót Um helgina var haldið íslands mót í innanhússknattspymu í Reykjavík. Aðeins eitt lið frá Akureyri tók þátt í mótinu, annarar deildar lið KA. Þeir stóðu sig síðan nokkuð vel, unnu þrjá fyrstu leikina með nokkrum mun, og vom þá komnir í 8 liða úrslit, en léku þá gegn Akumesingum sem sigmðu með 5 mörkum gegn 4. KA er nú að hefja æfingar í knattspymu úti, undir stjóm Matthíasar Ásgeirssonar en hann verður þjálfari liðsins fyrst um sinn þar til Jóhannes Atlason kemur. Næstu leikir Um næstu helgi verða háðir tveir leikir í íslandsmótinu í handknattleik annarri deild. Lið Stjörnunnar úr Garðabæ kemur og leikur við Þór á laugardag og KA á sunnudag. Ó. A. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.