Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 3
Hestamannafélagið Funi Aðalfundur félagsins verður haldinn að Sólgarði mánudaginn 6. júní kl. 9 e. h. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kvikmyndasýning. Félagar mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. í sumar verður verslunin opin frá kl. 9 til 18 föstudaga kl. 9—19. Lokað á laugardögum. Meðan yfirvinnubannið stendur verður opið kl. 9—17,30. Frá Dalvíkurskóla Veturinn 1977—78 verður í skólanum 1. bekkur framhaldsdeildar, uppeldis- og verslunarbraut. Umsóknir sendist skólanefnd Dalvíkurskóla fyrir 4. júní. SKÓLASTJÓRI. DÝRAVINIR! í kjailaranum: Hundamatur og fleira fyrir hunda. Kattamatur, kattasandur og ýmislegt kattadót. Fuglamatur og ýmislegt fyrir fugla. Fiskar, fiskabúr, fiska- matur og tilheyrandi. Hamstrarnir komnir, pantanir óskast sóttar. Hamstrabúr, hamstra- matur. Opið kl. 17—18. Föstudaga kl. 17—19. Laugardaga kl. 9—12. Leikfangamarkaðurinn Hafnarstræti 96 TIL SÖLU Einbýlishús við Stafholt og Stóragerði á Akureyri. Einbýlishús með bilskúr við Háagerði i Húsavík. Skipti á húseign á Syðri brekkunni á Akureyri möguleg. Þriggja herbergja ibúðir við Ásabyggð, Eiðsvallagötu, Ránargötu, Þingvallastræti og Skarðshllð. Fjögurra herbergja ibúðir við Löngumýri, Grenivelli, Skarðs- hlíð, Tjarnarlund. Ásmundur S. Jóhannsson hdl., Brekkugötu 1, Akureyri, simi 21721. Akureyringar Auglýsing um lóðahreinsun og Fegrunarviku Lóðaeigendur á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 17. júní nk. Hin árlega fegrunarvika er ákveðin 6. til 14. júní nk. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað verður af íbúðarlóðum og sett í hrúgur á götukannta framan við lóðir eftir- greinda daga. Mánudaginn 6. júní Glerárhverfi. Þriðjudaginn 7. júní Ytri brekkan norðan Þing- vallastrætis og vestan Þórunnarstrætis að og með Hamragerði. Miðvikudagur 8. júní Gerðahverfi II og Lunda- hverfi vestan Mýravegar. Fimmtudagur 9. júní Suðurbrekkan sunnan Þing- vallastrætis austan Mýravegar að og með Eyrar- landsvegi. Föstudagur 10. júní Innbærinn frá Kaupvangs- stræti. Mánudagur 13. júní Miðbærinn og norður brekk- an austan Þórunnarstrætis að Glerárgötu. Þriðjudagur 14. júní Oddeyrin austan Glerárgötu. Upplýsingar varðandi hreinsunina verða gefnar á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa Geislagötu 5 kl. 10 til 12 ofangreinda daga, sími 21000. Formaður Fegrunarfélags Akureyrar. Heilbrigðisfulltrúi Akureyrarbæjar. AKUREYRARBÆR Úfboð Tilboð óskast í smíði á pípuundirstöðum fyrir lögn í stokk. Útboðsgögn eru afhent á tæknideild Ak- ureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, Akureyri, föstudaginn 10. júnl kl. 11,00 f. h. HITAVEITA AKUREYRAR. Félagsmálastofnun Akureyrar óskar efti að ráða starfskraft að heimilisþjónustu á vegum stofnunarinnar. Þar sem störf við heim- ilisþjónustu krefjast sérstakrar hæfni, er áskil- inn réttur til að hafna öllum umsóknum. Upplýsingar um starfið veitir Edda Bolladóttir sími 21377. Skriflegar umsóknir þurfa að hafa borist Félagsmálastofnun Akureyrar, Geislagötu 5, fyrir 20. júní nk. Frá Iðnskólanum á Akureyri Allra síðasti innritunardagur nýnema í skólanum er föstudaginn 3. júní kl. 16—19. Þeir sem ekki hafa látið innrita sig þá, geta ekki vænst skólavistar á næsta skólaári. SKÓLASTJÓRI. DAGUR:3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.