Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 7
Frá Ferðafélagi Akureyrar Ferðafélag Akureyrar hefur á undanförnuru árum efnt til ferða laga, lengri og skemmri, og feng- ið góða þátttöku. Að venju var gerð ferðaáætlun fyrir þetta ár, og samkvæmt henni eru fyrstu ferðirnar þegar afstaðn ar. En framundan eru þessar ferðir: 15. 4/6 Fjöruferð. 16. 11/6 Blámannshattur, göngu- ferð. 17. 17—19/6 Herðubreiðarlindir — Askja. Kostur mun gefast á Herðubreiðargöngu fyrir þá sem vilja, ef veður leyfir. 18. 25—26/6 Drangey — Sauðár- krókur — Hegranes. 19. 26/6 Ingjaldur, gengið úr Skíðadal. 20. 1—3/7 Þorljótsstaðir — Hraun þúfuklaustur — Merkigil. 21. 9—17/7 Strandir — Ingólfs- fjörður — Tröllatunguheiði — Dalir — Skógarströnd — Stykkishólmur — Grundar- fjörður — Ólafsvík — Hellis- sandur — Arnarstapi — Staðar sveit — Borgarfjörður — Kaldi dalur — Kjölur. 22. 10/7 Svarfaðardalur og Skíða- dalur. 23. 15-17/7 Fjölskylduferð í Laugafell. 24. 17/7 Heljardalsheiði, göngu- ferð. 25. 22—24/7 Þeistareykir. Kostur gefst á göngu að Vítum og um Gjástykki. 26. 22—24/7 Vinnuferð í Snæ- fellsskála með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Gert er ráð fyrir að farið verði í jeppum og sameinast hópi austan- manna á leiðinni. Ef veður leyfir mun gefast tækifæri til Snæfellsgöngu. 27. 30/7-1/8 Þjófadalir - Hvera vellir. 28. 6—14/8 Kverkfjöll — Brúar- öræfi — Snmfell, í samfloti með Ferðafélagi íslands. 29. 6—14/8 Lónsöræfi með Ferða- félagi íslands. Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sér sjálfir fyrir fari til Hornafjarð ar, en þar verður sameinast hópi frá Ferðafélagi íslands. 30. 19—21/8 Laugafell — Gæsa- vötn — Laufrönd — Öxnadal- ur — Aldeyjarfoss — Stóra- tunga. 31. 21/8 Sveppatínsluferð. 32. 23—28/8 Fjallabaksleið syðri — Hvanngil — Emstrur, með Ferðafélagi íslands. Flogið verður til Reykjavíkur að kvöldi þess 23. og sameinast hópi frá Ferðafélagi íslands. Flogið til baka að kvöldi þess 28. eða eftir hentugleikum hvers og eins. 33. 27-28/8 Berjaferð KHéðins- fjörð. Reynt verður að fá bát frá Ólafsfirði. 34. 2—4/9 Hljóðaklettar og Jök- ulsárgljúfur í haustlitum. 35. 4/9 Gljúfurárjökull. Gengið úr Skíðadal. Skrifstofa félagsins að Skipa- götu 12 verður opin frá 26. maí til 1. september á mánudögum og fimmtudögum kl. 18—19. Sími 2-27-20. í helgarferðir sumarsins skal taka farmiða á fimmtudagskvöld, en í lengri ferðir með 14 daga fyrirvara nema annað sé auglýst. í lengri ferðum á vegum FFA er heitur matur, mjólk, kaffi og te venjulega innifalið í fargjaldi. Annað nesti og viðleguútbúnað þurfa þátttakendur sjálfir að leggja sér til. Upplýsingar um ferðir fram til 20. maí gefur Aðalsteinn Valdi- marsson í síma 2-36-92 kl. 19—21 kvöldið fyrir hverja auglýsta ferð og tekur hann á móti pöntunum á sama tíma. Auk þess eru ferðir auglýstar 1 bæjarfréttadálkum Akureyrarblaðanna. Þótt veður- útlit sé rlæmt eða auglýstur brott farartími henti ekki, er sjálfsagt fyrir þá sem áhuga hafa að gefa sig fram, því oft er hægt að færa til skemmri ferðir. Farmiðar í ferð nr. 7 verða af- hentir í skrifstofu félagsins laugar daginn 2. apríl kl. 18—19. Þeir sem ætla sér að gista í Lamba, skála félagsins í Glerár- dal, eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna eða formann fé- lagsins, Magnús Kristinsson, í sfma 2-39-96, til þess að eiga ekki á hættu að koma að skálanum ullsetnum. Ennremur er vakin athygli á þvi, að á hluta upplags- ins af íslandskorti Ferðafélags ís- lands er skálinn sýndur norðvest- an Glerár í stað suðaustan. Þeir sem ekki hafa komið að Lamba áður, ættu að fá nákvæmar upp- lýsingar um staðsetningu hans áður en lagt er af stað. Gott er fyrir áhugafólk að geyma þessa ferðaáætlun, til glöggvunar. VÖRUTILBOÐ! „ÞRIF" þvottalögur V/i LIR. FLÖSKUM KR. 168,00 UTJTJTJTJTJTJTJTJTJIJTJTJTJTJTJ Viðskiptavinir ath.: Söluop í Byggðavegi 98 Hrísalundi 5 Brekkugötu 1 VERÐA OPIN TIL KL. 23,30 FRÁ 0G MEÐ 1. JÚNÍ Matvörudeild % ^'íí'iX e' Vv XVX 1« hæð 2. hæð % Qð-V{/'On X XVH % efós/ X V X V X, NORDAUSTUR jjJUk a nn® i :r * I m TTIH~' MMmillllllllllllllllllllllllllllMIIIMIIIIIIIIIIMIIIMIMmnimilMIIIIIIMIIIimi IBlL .pmu DAGUR 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.